Færsluflokkur: Evrópumál
Sænska sjónvarpið varar við handsprengjum
11.12.2018 | 00:30
Sænska sjónvarpið hefur rannsakað aukningu á notkun handsprengja í Svíþjóð. Frá 2 árið 2011 upp í 39 ár 2016. Samtals 116 handsprengjur sprengdar í Svíþjóð á átta árum. Hersérfræðingurinn Gunnar Appelgren segir Svíþjóð á sérbáti miðað við önnur lönd. Sagt að friður ríki en ástandið minnir meira á stríð.
Í nýrri skýrslu ESB er Svíþjóð sagt sjötta hættulegasta ríki ESB.
Síðustu sprengjur í Malmö sprungu með klukkutíma millibili. Það ríkir stríðsástand. Sprengt við anddyri íbúðarhúsa og daglegar skotárásir. 7 þúsund lögreglumenn vantar í Malmö til að ráða við glæpaklíkurnar. Ekkert bólar á liðsauka. Stálkúlur hafa meiri áhrif en orð stjórnmálamanna.
Í nýrri upplýsingamynd sænska sjónvarpsins um hvað beri að varast fyrir jólin, er fjölskylda sýnd við eldhúsborðið þegar handsprengja springur. Sýnt er hvernig sprengjuflísar fara í mömmu, pabba og börnin. "Þegar maður kastar handsprengju úti á götu setur maður ekki aðeins sjálfan sig í hættu heldur líka aðra vegfarendur" upplýsir sjónvarpið.
Þá vitum við það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Seðlabanki Englands varar við ítalskri bankakreppu
3.12.2018 | 16:32
Að sögn Daily Express hefur Seðlabanki Englands sent frá sér viðvörun um að fjármálakrísa ítalskra banka geti ræst keðjuverkandi óstöðugleika innan alls ESB. Þrátt fyrir að brezkir bankar hafi ekki lánað mikið fé til Ítalíu mun fjármálakreppa evrusvæðisins hafa neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika í Bretlandi. Fremstir eru þýzkir og franskir bankar með útlán til ítalska fjármálakerfisins, BNP Paribas um 10 milljarða evra í lok 2017, BPCE 8,5 milljarða evra og Crédit Agricole 7,6 milljarða evra. Um 10% skulda ítalskra banka eru hjá erlendum bönkum.
Skuldir Ítala hafa aukist yfir 2,3 billjónir evra og samsteypuríkisstjórnin stendur í rimmu við framkvæmdastjórn ESB vegna fjárlaga næsta árs þar sem gert er ráð fyrir 2,4% halla. Ítalir skulda næstmest á eftir Grikkjum innan ESB um 2 billjónir evra sem eru 131% af vergri þjóðarframleiðslu.
Ítalska þingið kýs um fjárlögin á næstu dögum og í dag er "samningafundur" framkvæmdastjórnar ESB með leiðtogum Ítalíu en framkvæmdastjórnin hefur haft í hótunum, ef Ítalir fylgi ekki "leiðréttum" fjárlögum búrókratanna í Brussel.
Hrun evrunnar hefði víðtæk áhrif á íslenska hagsmuni svo óhætt er að taka mark á þessarri viðvörun brezka seðlabankans.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vilja Rússar heimsstyrjöld?
27.11.2018 | 07:59
Að Úkraína lýsir yfir herlögum er þeirra eigin frjálsa ákvörðun. Pútín og Rússland hafa ekkert með ákvarðanir Úkraínu að gera. Keisari Rússlands vill endurheimta Sovétveldið og hefur brytjað sundur Úkraínu fyrir þau markmið. Mörg fyrirtæki er þjóna kjarnorkuiðnaði og herveldi Rússlands er að finna í austurhluta Úkraínu sem Rússland hefur hernumið.
Farið er að gæta taugabilunar í framkomu rússneska hersins sem farinn er að hafa sig frammi t.d. á Eystrarsalti á meiri ógnvekjandi hátt en áður. Hvað eftir annað fljúga rússneskar herþotur í allt að 100 m fjarlægð frá freigátum NATO á alþjóðasiglingaleiðum. Nýverið þurfti sænski flugherinn að senda upp flugvélar á eftir rússneskum herþotum sem flugu með virkum sprengjum aðeins nokkur hundruð metra yfir belgískri freigátu á Eystrarsalti. Áður hafa þotur Rússa ekki verið með skarpar sprengjur eins og núna. Mörg eru dæmin um að rússneskar þotur hafa rofið lofthelgi Svía og fyrir nokkrum árum æfðu rússneskar sprengjuþotur sprengjuárásir á Stokkhólm og Gotland.
Á sama tíma og Rússar hertaka úkraínsk skip, senda þeir hvorki meira né minna en 17 sprengjum hlaðnar herþotur frá Krímskaga út á Svarta hafið gegn bresku Nató skipi. Samtímis hinum megin á hnettinum skjóta Rússar eldflaug frá nýrri gerð herskipa sinna á Japanshafi og auka enn frekar á spennuna í þeim heimshluta í bandalagi við Kínverja.
Stríðið í Úkraínu getur blossað upp í heimsstyrjaldarátök hvenær sem er. Að Rússar skjóta á, særa og hertaka Úkraínumenn á alþjóða siglingaleið er ófyrirgefanlegt og áframhald á útvíkkunarstefnu Rússa. Rússar hafa fyrir löngu brotið loforðið um að víkka ekki út veldi sitt með vopnum á nágrannaþjóðir. Þeir virða að engu lögsögu annarra ríkja, þegar það passar þeim.
Pútín hefur við engan annan að sakast en sjálfan sig. En hann má passa sig. NATÓ er sem betur fer ekkert lamb að leika við.
Pútín ekki sáttur við herlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
No way Mrs. May!
25.11.2018 | 13:17
Hræsnin flæðir úr börmum miðborgar Evrópusambandsins Brussel. Úr stútfullum tárakirtlum búrókratanna beljast krókódílatárin eins og dagurinn í dag sé síðasta dagur mannkyns: "Ekki hægt að skála í kampavíni. Dökkur dagur fyrir Evrópu - ein þjóð að fara úr ESB." Væl Brusselhýenunnar heyrist um allan heim. "Æ, æ, vondu Bretarnir eru að fara, sjáið hvað þeir fara illa með mig."
Hvílíkt háð! "Samningurinn" er hnífur í hjarta brezku þjóðarsálarinnar og Juncker snýr skaftinu á frönsku. Það sem heiminum er sagt að sé "samningur aldarinnar" er fullkominn ósigur Breta sem eiga að greiða um 40 milljarði punda fyrir áframhaldandi lögsögu ESB yfir Bretlandi. Bretar eru niðurlægðir og áfram dregnir á asnaeyrunum. Bréf Theresu May flytur ósannindi um að Bretar fái að ráða sínum málum sjálfir.
Heyr, heyr segir Macron og hótar frönskum herskipum til verndar ránveiðum franskra skipa á Ermasundi.
Heyr, heyr segir Spánarkonungur, sem fær lögsöguvald yfir Gíbraltar afhent á silfurfati og getur byrjað að stinga leiðtogum Gíbraltar í fangaklefa með leiðtogum Katalóníu.
Ekkert breytist. Bretar verða áfram í ESB 2 ár í viðbót með 2 ára viðbótarframlengingu eftir það. ESB fær áfram peningargreiðslur eins og Bretar séu áfram aðilar að ESB.
Í ár verður sýning samhliða Nóbelveizlunni - atkvæðagreiðsla brezka þingsins um "samning aldarinnar." Með áhlaupi í nafni 27 aðildarríkja ESB mun Bretum verða sagt að þeir "fari til helvítis" samþykki þeir ekki samninginn. Að endalokin "verði verri en þeirra sem lentu undir öskunni í Pompei" ef þeir dirfast að segja nej. Með öðrum orðum Icesave-áróður í ómælanlegri stærð.
En 27 eru engir alvöru 27 sbr. Pexit, Swexit, Frexit, Ítexit, Nexit, Grexit, Fixit o.s.frv. Og Bretar eru Bretar með góðan grunn að Brexit. WTO kallast hann. Alþjóðaviðskiptasamningur sem var til löngu áður en Þjóðverjar klæddust dulargerfi bláfánans og trixuðu aðra með sér í pulsuferðalagið með því misheppnaða markmiði: Ein reich, ein volk.....
May biður þjóðina um stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í ræðu á athöfn Konrad Adenhauer stofnunarinnar í Berlín í vikunni sagði Angela Merkel kanslari Þýzkalands, að þjóðþing aðildarríkja ESB ættu formlega að veita ESB yfirráð yfir ríkjum sambandsins. Frá þessu greinir þýzki fréttamiðillinn Welt.
Í erindi með titlinum "Þingræði milli alþjóðavæðingar og þjóðlegs sjálfsákvörðunarréttar" sagði Merkel, að "tíminn væri nú kominn fyrir þjóðríkin að afsala sér sjálfsákvörðunarréttinum".
Merkel sagði að "þau lönd sem teldu að þau gætu leyst málin sjálf aðhylltust einfaldlega þjóðernisstefnu í stað ættjarðarástar, þar sem þau hugsuðu einungis um sig sjálf...Það er þjóðernisstefnan í sinni skýrustu mynd."
"Ættjarðarást er að þú getir tekið aðra með inn í þýzka hagsmuni, þar sem allir hagnast". (leturbr mín GS)
Í ræðunni hyllti hún fjölmenningarstefnu Sameinuðu þjóðanna í málefnum farandsfólks og innflytjenda sem á að samþykkja í Marókkó 10. des. n.k. Fjöldamörg ríki neita að skrifa undir "sjálfsmorðssamninginn" t.d. Swiss, Bandaríkin, Ísrael, Pólland, Austurríki, Eistland, Ungverjaland, Búlgaría, Tékkaland og Króatía. Svíþjóð og mögulega Noregur og Ísland ætla að skrifa undir samninginn sem er af sumum talinn vera framhald kommúnistaávarpsins, þar sem stefnt er að því að leysa upp þjóðríki í þeirri mynd sem við þekkjum.
Utanríkisráðherra Ungverjalands Péter Szijjártó sagði í ræðu að ekki væri hægt að byggja framtíð Evrópu á "ólöglegum fjöldainnflutningi" og hliðarsamfélögum í úthverfum. Ungverjar vilja endurreisa öryggi Evrópubúa og þjóðleg auðkenni.
Er ríkisstjórn Íslands reiðubúin að taka skref þriðja orkupakkans fullt út og fylgja fyrirmælum Merkels?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brexit: Ef formaðurinn skiptir ekki um stefnu skiptum við um formann
18.11.2018 | 09:08
Vikan framundan ræður úrslitum um stjórnmálaferil Theresu May forsætisráðherra Bretlands. Á miðvikudaginn mun þrautreynt að fá botn í Brexit samninginn. Daginn eftir gæti farið fram atkvæðagreiðsla um vantraust á leiðtoga Íhaldsflokksins og þá mun framtíð May ráðast.
Nigel Farage kallar samninginn þann versta í sögunni: "Við gefum burtu 40 milljarði punda og fáum ekkert í staðinn. Við erum fangar í reglubók sambandsins áfram með frjálsar ferðir og erlend dómsyfirvöld og stjórn á landi okkar.....Í smáa letrinu hafa búrókratarnir skrifað að við munum fylgja reglum ESB fram til 2030 í viðskiptasamningum. Ég óska að ég hefði verið að búa þetta til! En ég geri það ekki. Við getum með öðrum orðum gleymt viðskiptasamningum við Bandaríkin og önnur lönd."
Sunday Express hefur eftir heimildum að Boris Johnson og David Davids hefðu nýverið fundað til að ákveða hvor þeirra yrði "Brexit frambjóðandinn" í atkvæðagreiðslu um formann Íhaldsflokksins. Skoðanakannanir sýna lækkandi fylgi Íhaldsflokksins á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Verkamannaflokkurinn fá byr undir vængi.
Í góðu Reykjavíkurbréfi um Brexit skrifar höfundur: "Michael Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra Breta, var um skeið talinn helsta foringjaefni Íhaldsmanna. Hann sagðist í gær telja framgöngu forystumanna Evrópusambandsins í garð þjóðar, sem vildi ekki annað en að nýta meintan rétt sinn til að ganga úr ESB, vera stórkostleg mistök: ESB náði því fram að niðurlægja Bretland eins mikið með þessum samningi eins og nokkur kostur hefði verið á.
Það eina sem þeir áttu eftir, sagði Portillo, var að reka Theresu May inn í lestarvagninn fræga í Compiégne skógi (þar sem Þjóðverjar undirrituðu uppgjöf veturinn 1918 og Hitler lét Frakka undirrita sína uppgjöf).
Og Portillo bætti við: Og sagan segir okkur með afgerandi hætti að geti menn ekki stillt sig um að niðurlægja þjóð með slíkum hætti, þá mun sú atburðarás enda mjög illa.
Það kæmi ekki á óvart þótt sögunni skjátlaðist ekki nú í þessum efnum frekar en fyrri daginn."
Við þetta ofurveldi halda svo ýmsir stjórnmálamenn í smáþjóð í Atlantshafi að þeir geti samið við á jafnréttisgrundvelli!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpamenn (aðrir en ISIS) drepa ekki fólk til að komast í blöðin
5.11.2018 | 05:05
Flestir glæpamenn drepa af annarri ástæðu en að verða frægir í fjölmiðlum. Margir glæpamenn í Svíþjóð reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að vitni komi til réttarhalda og lýsi glæpum þeirra í dómstól. Tekst þeim það bærilega í mörgum stórborgum, þar sem íbúarnir óttast um líf sitt og þora ekki að berjast gegn glæpaklíkunum. Það sem kyndir mest undir gremju og óánægju Svía er þegar yfirvöld mæta ákalli íbúanna um öryggi með falskri talnafræði og hunsa grundvallaratriði yfirvalda að halda uppi lögum og reglu.
Hræðslan við aðgerðir glæpamanna er nú orðin svo yfirgengileg á mörgum svæðum í Svíþjóð, að það eina sem rætt er um, er að koma sér burtu við fyrsta besta tækifæri. Skiptir engu máli hvað ráðamenn, sendiherrar og keyptir blaðamenn segja til að lægja öldurnar....slíkt eykur bara á fyrirlitningu venjulegra Svía í garð yfirvalda, - Svíar eru þreyttir á tómum orðum og krefjast aðgerða.
Saxað úr glæpafréttum helgarinnar frá Svíþjóð:
- Sprengja sprengd í miðri Malmö sunnudagskvöld. Þjóðlega sprengisveitin nú við störf á vetvangi.
- S.l. föstudag sprakk önnur sprengja skammt frá sama stað.
- Skotárás í Hagsätra í suður Stokkhólmi sunnudag. Tveir á sjúkrahúsi, enginn handtekinn.
- Átta særðir eftir skotbardaga í Mölnlycke/Gautaborg laugardagskvöld. 13 handteknir - Hells Angels viðriðnir málið.
- Leigubílsstjóri skotinn í bílnum í Rósingarðinum í Malmö laugardagskvöld. Enginn handtekinn.
- Skotárás gerð á raðhús í suður Malmö laugardagskvöld
- Skömmu síðar önnur skotárás á annað hús í Malmö.
- Einn dáinn og annar á slysadeild eftir skotárás í Uppsala föstudagskvöld. Enginn handtekinn. Eldri meðborgarar þora ekki lengur að fara út.
- Lögreglan heldur áfram að týna upp líkamshluta myrts manns í Kalixánni s.l föstudag. Einn handtekinn.
- Mannslík plokkað upp úr vatni í Kalmar sunnudag.
- Þar fyrir utan nauðganir, vopnuð rán osfrv.
Lést í skotárás í Uppsölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svíar þurfa á hjálp að halda
31.10.2018 | 01:29
Ekkert bólar á neinni ríkisstjórn í Svíþjóð nær tveimur mánuðum eftir kosningar.
Vonandi gefur eftirfarandi lýsing smá innsýn í þá erfiðleika sem við er að etja.
Hluti nafna íslenskaður:
Stefán er Stefan Löfven formaður Sósíaldemókrata
Jón er Jan Björklund formaður Frjálslyndra
Anna er Annie Lööf formaður Miðflokksins
Bandalagið er hægri blokkin þ.e.a.s. Móderatar, Kristdemókratar, Miðflokkur og Frjálslyndir.
Jimmý er Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata
Úlfur er Ulf Kristersson formaður Móderata
Ebba er Ebba Busch Thor formaður Kristdemókrata
Jónas er Jonas Sjöstedt formaður Vinstri flokksins.
Gústaf og Ísabella eru málsmenn Umhverfisflokksins, Gustav Fridolin og Isabella Lövin.
- Stefán vill ekki tala við Jón og Önnu og þau vilja ekki tala við Stefán.
- Bandalagið vill tala við Stefán en hann vill ekki tala við Bandalagið.
- Jimmý vill tala við Úlf en Úlfur vill bara tala við Ebbu, Jón og Önnu.
- Jimmý vill tala við alla en enginn vill tala hvorki við Jimmý eða Jónas.
- Stefán vill fá aðstoð Jónasar en þá getur Stefán ekki talað við Jón eða Önnu þar sem þau tala ekki við Jónas.
- Ef Úlfur eða Ebba fara að tala við Jimmý, þá hætta Anna og Jón að tala við Úlf og Ebbu - og Anna og Jón byrja í staðinn að tala við Stefán að því tilskildu að hann hætti að tala við Jónas.
- Enginn talar við Gústaf og Ísabellu, þar sem þau vilja ekki tala við neinn annan en Stefán.
Getur ekki einhver góður sálfræðingur aðstoðað?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Andreas Norlén ræðir fjóra stjórnarmöguleika við forystumenn annarra stjórnmálaflokka en Svíþjóðardemókrata og Vinstri
29.10.2018 | 17:40
Andreas Norlén forseti sænska þingsins stendur í ströngu. Hann er viðkunnanlegur og varkár stjórnmálamaður sem gengur skipulega til verka, þótt allir séu ekki alveg sammála aðferðinni. Eftir viðræður við flokksleiðtoga stjórnmálaflokkanna í dag mánudag 29. okt. lýsti Norlén því yfir að morgundagurinn yrði nýttur til að ræða við stjórnmálamenn fleiri en einn í einu og þá til að ræða fjóra möguleika til stjórnamyndunar: - stærra bandalag með Sósíaldemókrötum, Umhverfisflokknum og hægri blokkinni, - miðjustjórn Sósíaldemókrata, Umhverfisflokksins, Miðflokksins og Frjálslyndra, - hægri blokkin í samstarfi við Umhverfisflokkinn, - einhver s.k. 3-2-1 möguleika Móderata. Vonast Norlén til að hægt sé að fækka valkostum svo unnt verði að hefja í alvöru stjórnarmyndunarviðræður um vænlegasta kostinn.
"Skoðun mín er sú að aukakosningar væru mikill ósigur fyrir stjórnmálakerfið. Slíkt myndi skaða traust almennings. Við berum einfaldlega ábyrgð á að leysa málin".
Þrýstingur eykst bæði utan og innan þingsins fyrir því, að forsetinn láti reyna á forsætisráðherratillögur í beinni atkvæðagreiðslu á þinginu. Til þess eru fjórir möguleikar og ef ekki ekki tekst að fá fram forsætisráðherra sem þingið "þolir", þ.e.a.s. greiðir ekki vantraust gegn, þá verða sjálfkrafa aukakosningar.
Sjö vikur eru liðnar frá kosningum og staðan er einsdæmi í sögu Svíþjóðar. Jimmy Åkesson hefur margsinnis ítrekað stuðning við ríkisstjórn þeirra flokka sem eru tilbúnir að semja við Svíþjóðardemókrata en bæði hægri og vinstri blokkin vilja halda Svíþjóðardemókrötum og Vinstri flokknum útfrystum frá stjórnarmyndunarviðræðum. Þessum flokkum hefur því ekki verið boðið til viðræðna á morgun.
Jimmy Åkesson lýsti því yfir í dag að Svíþjóðardemókratar hefðu ekkert á móti aukakosningum en honum þætti betra að leiðtogar flokkanna ræddu beint við Svíþjóðardemókrata. Bauð hann Móderötum að koma skilaboðum til sín í nafnlausu bréfi ef það gæti lægt öldurnar innan Móderata en hann býst við fylgisaukningu frá Móderötum ef af aukakosningum verður.
Fordæmalaus staða í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Evrópa er heimili þjóðríkja enginn "bræðsluofn"
24.10.2018 | 03:43
Það fer vel á því, þegar einræðisherrar ESB hóta Ítölum grísku spennitreyjunni, að forsætisráðherra Ungverjaldands vari við stærstu hættunni sem steðji að Evrópu í dag.
Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands hélt ræðu 23. okt. á ársdegi ungversku uppreisnarinnar gegn kommúnismanum 1956. Sagðist hann ekki hafa trúað því, að 29 árum eftir fall Sovétríkjanna væri aftur uppi afgerandi ógn í Evrópu. Í þetta skipti kæmi hún að innan í stað erlendrar hernaðaríhlutunar.
"Brussel er í dag stjórnað af þeim sem vilja koma á fót evrópsku heimsveldi í stað sambands þjóða. En eins og sögubækurnar segja okkur, þá eru það heimsvaldahugmyndirnar - ekki þjóðirnar - sem leiða Evrópu á braut sjálfseyðingar".
ESB er á barmi fjármálahruns sem skýrir titringinn gagnvart sjálfstæðri Ítalíu. ESB er þegar heimsveldi, herrarnir í Brussel stjórna viðskiptum og fjármálum aðildarríkjanna.
Þegar lýðræðislega kjörnir embættismenn Ítala skrifa eigin fjárlög í Róm bregðast fulltrúar heimsveldisins við. Slíkt framhjáhlaup verður ekki liðið. Brussel-elítan fer í hart og hótar sömu aðferðum og beitt var gegn Grikkjum. Efnameiri Ítalir hafa þegar flutt fé frá ítölskum bönkum yfir í svissneska banka. Efnaminna fólk fær 50 evrur á dag, þegar Seðlabanki Evrópu skrúfar fyrir evruna til Ítalíu.
Hræðslan um afleiðingarnar af slíkum átökum á rétt á sér. ESB er í upplausn og ný evrukreppa mun kollsteypa sambandinu.
Trúlegast sjá herrarnir í Brussel sér þann leik á borði að stofna heimsvaldaríki ESB formlega með þáttöku þeirra þjóða sem vilja.
Hinar mega brenna á báli.
ESB hafnar fjárlögum Ítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)