Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019

Heyr, Heyr Tómas Ingi – sækjum fram í stað þess að hörfa!

Tómas Ingi Olrich skrifar stefnumótandi grein í olrichMbl. í dag um orkupakkann. Fer hann þar vandlega yfir rök með og á móti innleiðingu þriðja orkupakkans og kemst að þeirri niðurstöðu að stökkbreyting hafi orðið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kjölfar skýrslu Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hist. Leiðin sem þingflokkur Sjálfstæðsiflokksins hafi valið sé undahald sem ekki sé lengur hægt að segja að sé skipulagt. Bendir Tómas á þá einföldu staðreynd að samningsaðili Íslands, ESB, sé pólitísk stofnun en ekki einhver venjuleg alþjóðastofnun:

"ESB er póli­tísk stofn­un, tolla­banda­lag, sem hef­ur lengi velkst í vafa um hvort það eigi að stefna í átt til einn­ar rík­is­heild­ar eða ekki. Sú umræða er enn óút­kljáð. Í nokkr­um rykkj­um hef­ur þó ESB þró­ast í átt til auk­ins miðstjórn­ar­valds. Orku­til­skip­an­ir ESB eru hluti af þess­ari þróun." 

Segir hann mun á að gera samning við ríki og alþjóðastofnun og hafnar ruglingi á þessu tvennu. Þetta er einmitt kjarni þeirrar áhyggju sem flestir þeir sem eru andsnúnir innleiðingu þriðja orkupakkans hafa, að menn vilja ekki láta erlent vald taka ákvarðinir fyrir okkur Íslendinga. Þar eigum við sjálf að ráða eigin málum og örlögum okkar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þegja meðvitað um þennan þátt mála og neita að ræða hann, þótt það sé sjálfur kjarni gagnrýninnar.

Tómas skrifar: "Þegar fræðimenn hug­leiða stöðu Íslands gagn­vart um­heim­in­um, sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og það svig­rúm sem stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins veit­ir eða veit­ir ekki til að færa vald­heim­ild­ir und­an stjórn­völd­um, þá hlýt­ur að skipta máli, hvort slíkt af­sal valds er til viður­kenndr­ar alþjóðlegr­ar stofn­un­ar, ell­egar til ann­ars rík­is, eða póli­tísks bræðings á borð við ESB. Evr­ópu­sam­bandið vík­ur til hliðar flest­um viðmiðum sem til­tek­in eru sem grund­völl­ur lýðræðis­ríkja. Það hlýt­ur því að vera sér­stök ástæða til að vanda til at­hug­un­ar á því hvort ís­lenska stjórn­ar­skrá­in veit­ir yf­ir­leitt nokkuð svig­rúm til valda­afsals til ann­ars rík­is eða fjölþjóðlegs tolla­banda­lags, sem hag­ar sér að flestu leyti sem ígildi rík­is."

Um umræðuna skrifar Tómas: "Þess er með ýms­um hætti freistað að gera lítið úr mál­flutn­ingi þeirra sjálf­stæðismanna, sem vara við því að samþykkja þriðja orkupakk­ann. Það vek­ur hins veg­ar at­hygli hve mik­il þögn rík­ir af hálfu for­ystu flokks­ins um fögnuð þeirra, sem klufu Sjálf­stæðis­flokk­inn vegna and­stöðu hans við inn­göngu í ESB. Þó ganga þess­ir síðast­nefndu lengst í að bera lof á Sjálf­stæðis­flokk­inn fyr­ir fram­göngu hans í mál­inu og lofa full­um stuðningi við af­greiðslu orkupakk­ans."

Lokaorð Tómasar: "Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að Íslend­ing­ar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur að það skapi okk­ur skjól og auki virðingu viðsemj­enda okk­ar að hörfa sí­fellt og fara með veggj­um, hlýðnir og auðmjúk­ir. Það hlut­verk var okk­ur ætlað í Ices­a­ve-mál­inu. Það vannst vegna þess að ein­arður mál­flutn­ing­ur fór fram gegn upp­gjöf rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og for­set­inn vísaði mál­inu til þjóðar­inn­ar."

Heyr, Heyr! Við þetta er engu að bæta. Nú er bara fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að velja hvort þeir vilji ganga til sögunnar sem aflinu sem tókst að þræla flokknum niður í 12% atkvæðamörk eða hvort þeir vilja vera menn með meiru og viðurkenna þann einfalda hlut sem Tómas bendir á að ESB er stjórnmálastofnun með ríkismarkmið en ekki venjuleg alþjóðastofnun. Þetta sjá allir nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem virðast vera ómeðvitaðir um að fram fara ESB-þingkosningar 26. maí n.k.

Annars er örugglega til pláss fyrir ráðherra og orkupakkaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í ESB-flokkum og ættu þeir þá að sækja um inngöngu í Viðreisn eða Samfylkingu.


Leikur utanríkisráðherra "hausabolta" við Sádí?

hqdefaultMannréttindastefna innan SÞ: "Þegar þú berð hana máttu ekki kalla hana illum nöfnum".

Viðbjóður heilagastríðsmanna sem gerðu dauðastríðið að merki íslamska kalífatsins átti sér engin takmörk. M.a. sýndu þeir myndir frá því þegar þeir léku "hausabolta", þ.e.a.s. ekki knattspyrnu með fótbolta heldur með mannshöfuð.

Bandaríkjamenn hafa fyrir löngu áttað sig á því að vera ekki að hefja einræðisríki, fjöldamorðingja og kvennakúgara upp til skýjanna með samstarfi byggðu á hræsni og sögðu sig því úr "Mannréttinda"nefnd Sameinuðu þjóðanna. Þar eru Sádar, Írakar og Kínverjar helstu vinirnir, einræðisríki sem fótumtroða mannréttindi hvern einasta dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að "boltinn sé nú hjá Sádí Arabíu" eftir máttlaust mjálm sem hann í einfeldni sinni gerir sér von um að Sádar beygi sig undir. Hanna Birna Kristjánsdóttir matar kvenréttindakrókinn með þessum sérstöku vinum sínum.

Fáránlegt, hræsni upp til skýjanna og skömm Íslands langt út fyrir landssteinana.

Hið raunverulega er að Sádar spila hausabolta með heimskum stjórnmálamönnum Vestrænna ríkja sem láta múta sér til að fara í flugferðir og fá myndir af sér með þeim "stóru" á vettvangi S.Þ. og halda að þeir séu eitthvað merkilegri en annað fólk fyrir vikið.

Ísland á að draga sig tafarlaust úr þessu siðspillta bæli sem er að taka völdin á Íslandi ásamt ESB. Þar er utanríkisráðherrann í hlutverki ESB-umboðsmanns á Íslandi.


mbl.is Afhausanir Sádi-Araba gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraínumenn gera forsetaleikarann að alvöru forseta - enginn veit hvað gerist næst

MV5BNmY5YjA3NWUtNTljMy00ZDNhLThkODMtNzlhMzUwM2RlMGYwXkEyXkFqcGdeQXVyNjg3MTIwODI@._V1_Hinn ótrúlegi og afgerandi yfirburðasigur grínleikarans Volodimír Zelenskí með 73% atkkvæða sýnir hversu þreytt Úkraínska þjóðin er orðin á spillingu og stríði. Zelenski leikur kennara sem óvænt verður forseti í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Úkraínu og berst í þáttunum gegn spilltri stjórnmálaelítu. Hætt er við að draumurinn um slíkan forseta geti breyst í andstæðu sína þegar forsetaleikarinn þarf að vera alvöruforseti. 

Sjálfur segir Zelenskí að hann hafi hvorki vit á stjórnmálum, efnahagsmálum, alþjóðasamböndum né stríðsrekstri. Minna kosningarnar í Úkraínu á borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, þegar Jón Gnarr gerði Reykvíkinga að statistum í kvikmyndinni um grínleikarann sem varð borgarstjóri. Eftir það er borgin kominn á hausinn og sér ekki út úr spillingunni á kostnað bæjarbúa.

Öllu meira er í húfi fyrir Úkraínumenn sem eiga í varnarstríði við Rússa með friðarsamning sem enginn fylgir. Zelenskí lofar að hefja friðarumræður við Rússa á ný. Hann liggur undir ásökunum vegna tengsla við ólígarkinn Ihor Kolomojskí sem er grunaður um glæpi og á sjónvarpsstöðina sem rak meginkosningabaráttu Zeleneskí. Sama munstur og hjá Baugshjónunum Jóni og Gnarr.

Draumurinn um forsetann í sjónvarpsþáttunum er mikið áhættuskref með jafn óþekktu korti og Zelenskí. Á hinn bóginn er grínistinn einnig lærður lögfræðingur og vonandi kemur fljótlega í ljós hvort honum tekst að gera forseta skáldsögunnar að forseta raunveruleikans eða hvort áhættuskref Úkraínu verði tekið fullt út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Guð blessi Úkraínu.


mbl.is Grínistinn sigraði í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fýll Pípunefur heldur upp á páskana á fjórðu hæð

FylFýll Pípunefur sér eftir því að hafa ekki fengið sér íbúð á fimmtu hæðinni, því brimið í ham hafði næstum skolað honum út af svölum fjórðu hæðar að sögn Morgunblaðsins. Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftirá en ef brimið æsir sig svo mikið gæti vinur okkar Pípunefur þurft að fara enn þá hærra og óvíst hvort til dygði ef Klettahlíðin væri ekki jafnhá. Og sögur eru um kletta sem hverfa í sæ og þá verður Fýll Pípunefur að leita sér að nýjum.

Alltaf er hollt að rísa upp frá vanvizku og slíkt ættu systkyni okkar í Sjálfstæðisflokknum að gera sem þykjast vita betur hvað aðrir segja en sögumenn sjálfir, hvort heldur þeir eru sérfræðinger á frjálsu flugi eða sérfræðingar horfnir í djúpan sæ ESB.

Batnandi manni er best að lifa og með þeim orðum óska ég öllum Gleðilegra Páska og góðrar upprisuhátíðar þennan Páskadag sem allra annarra.


Þjóðin þarf aðra stjórnmálamenn en þá sem "fæðast til að verja EES-samninginn"

AiÍ umræðunum um orkuna botna pakkamenn á áróðri ESB um að ekkert hafi gengið né geti gengið án ESB. Þannig er því þrálátlega haldið að landsmönnum að "velferð Íslendinga sé EES-samningnum að þakka."

Þetta er alröng staðhæfing. Sú rétta er að velferð Íslendinga er fyrst og fremst þjóðinni sjálfri að þakka eins og sýndi sig, þegar þjóðin tók af skarið í Icesave deilunni. Þá þurfti þjóðin að grípa fram í fyrir þingmönnum "sem vissu betur" og ætluðu að klyfja þjóðina með skuldum bankaræningja margar kynslóðir fram í tímann. Sem betur fór voru nokkrir góðir leiðtogar þess tíma sem störfuðu með og fyrir þjóð sína eins og Davíð Oddsson þáv. Seðlabankastjóri, Geir Haarde þáv. forsætisráðherra og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson. 

Þeir þingmenn sem töluðu fyrir leið bankaræningjanna hótuðu öllu illu ef þjóðin fengi sjálf að tjá sig í málinu. "Kúba norðursins" og þess háttar. Allt það "ískalda mat" sem lá til grundvallar stefnu til að bjarga óreiðumönnum var hrakið út í hafsauga af dómi íslensku þjóðinni í vil. Þessi bragur Íslendinga sker sig úr öðrum þjóðum meira ánetjuðum ESB en Íslendingar eru. 

Það er þjóðarskömm að einn aðal svikahrappurinn skuli vera forseti Alþingis í dag. Það er einnig úrbóta lélegt að þeir þingmenn sem í Icesave sögðust hafa "vit" fyrir þjóðinni skulu enn í dag leggja sig þvera gegn hagsmunum þjóðarinnar og reyna að koma í veg fyrir að hún njóti lýðræðisréttinda og fái að tjá sig um málið.

Hroki ísköldu stjórnmálamannanna er með eindæmum, þeir vilja núna stöðva allar frekari umræður um þriðja orkupakkann, því enginn hafi vit á staðreyndum sem þeir hafi einkarétt á að skilgreina og aðrir tali bara af tilfinningu.

Betra með venjulegt fólk en stjórnmálamenn sem "fæðast til að verja EES-samninginn". 

Hefur gervigreindin þegar tekið völdin?


mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakkapúkarnir: Special price for you my friend: "I will kill you for nothing"

Hieronymus_Bosch_051Stjórnmálabransinn er orðinn að hreinræktuðum snákaolíusölumönnum og loddurum í þeirra stíl. Virðist sem arabíska vorið hafi borist til Íslands gegnum ESB og stjórnmálamenn bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu keppast við að bjóða þjóðinni einstaka vöru á tilboðskjörum: "Sérstakt verð vinur, bara fyrir þig. Ég skal kála þér ókeypis."

Óttarlega raunarlegt að sjá heimskuna upphafna til skýjanna á þennan hátt og að sjálfsögðu storkar þetta þjóðinni og allri heilbrigðri skynsemi. 

Eiginlega ætti að kalla stjórnmálamenn nútímans PAKKAPÚKA. Þeir djöflast með nýjum daglegum pakkatilboðum, bjóða pakka í nýjum umbúðum með nýjum slaufum en þjóðin á að borga fyrir jafnvel með lífi sínu. Kannski verður styttan af Jóni Sigurðssyni fjarlægð í framtíðinni og í staðinn sett stytta af stærsta Pakkapúkanum Össuri Skarphéðinssyni.

Ekkert er nýtt undir sólinni en sorglegt að sjá þessa hningnum á lýðræðinu á Íslandi sem sögulega hefur verið hluti af vöggu lýðræðis í okkar heimshluta. 

Núverandi ríkisstjórn gerir allt sem hún getur til að gera kosningafyrirkomulag, stjórnarskrá lýðveldisins, þingræðið og lýðræðið marklaust.

Íslenskir stjórnmálamenn - að Miðflokksmönnum undanskildum - haga sér eins og að Ísland sé þegar orðið hluti af ESB. Utanríkisráðherrann ber í þjóðina yfirlýsingar EES eins og að EES stjórni Íslandi. 

Að sjálfsögðu klappa ESB-sinnar fyrir hverjum skrípaleik sem er til að troða landinu inn í ESB. Popúlistum líður best í návist hvers annars í ormagryfju fáránleikans. 

Þar á þjóðin ekki heima.

 


mbl.is Kúnstir að baki orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur Evrópu er brostinn

Orbanxfrelsi-300x147Endurbirti hér grein um stefnu Ungverja gagnvart ESB og fólksflutningum sem birt var á utvarpsaga.is 

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands kynnti stefnu flokks síns um innflytjendur nýlega. Markmiðið er að stöðva fólksflutningana til Evrópu. Fyrsti hluti tillögunnar fjallar um að taka stjórn á málefnum innflytjenda úr höndum búrókratanna í Brussel og skila aftur til aðildarríkja ESB. Ekki á að vera hægt að þvinga nokkurt land að taka á móti innflytjendum gegn vilja sínum og enginn á að geta sest að í Evrópu án gildra skilríkja. ESB á að hætta að gefa út kort með peningum og “innflytjendavegabréf”. ESB á einnig að hætta að greiða meiri peninga til samtaka sem eru tengd auðkýfingnum George Soros. Í staðinn á að nota féð til að efla landamæravörslu aðildarríkjanna. Ekki á að mismuna kristnu fólki:
“Kristin menning okkar er lögð undir í komandi ESB þingkosningum. Þá verður kosið um hvort ESB hefur leiðtoga sem eru með eða á móti fólksflutningunum og hvort Evrópa eigi áfram að tilheyra Evrópubúum eða tilheyra fólksfjölda annarrar menningar; hvort við getum bjargað kristinni evrópskri menningu okkar eða hvort við gefumst upp fyrir fjölmenningunni” sagði Orbán. Hann gagnrýndi Brussel fyrir að hverfa frá fjölskyldustefnu og að ESB væri í raun og veru að skipta út íbúum Evrópu fyrir innflytjendur: “Við Ungverjar höfum átt heima hérna í þúsund ár og við viljum halda því áfram og munum verja landamæri okkar í önnur þúsund ár. Við viljum að næsta kynslóð, börnin okkar og barnabörn, geti verið jafn frjáls að ákveða um líf sín eins og við erum.”

Juncker ber ábyrgð á vaxandi spennu milli aðildarríkjanna

Viktor Orbán kallaði Jean-Claude Juncker “ekta sósíalista sem ber mikla ábyrgð á Brexit, innrás innflytjenda og vaxandi spennu í samskiptum ríkja mið- og Vestur-Evrópu.” Hann vék síðan að deilum Brussel við Ungverja sem stöfuðu af því “að yfirvöld Ungverjalands neituðu að fylgja einræðisskipunum Brussel sem færu gegn hagsmunum Ungverja.” 

Orbán vitnaði til nýlegrar skýrslu sem sýndi að íbúar ESB trúa því ekki að komandi kynslóðir fái það betra en sú núverandi. Meirihluti íbúa Evrópu vill einnig verja kristin gildi og hefðir og 80% Ungverja styðji það. Orbán skorar á kjósendur “að sýna Brussel í kosningunum, að það séu íbúar Evrópu en ekki samtök tengd Gerorge Soros né búrókratarnir í Brussel sem eiga lokaorðið í málefnum ESB.”

Utanríkisráðherra Ungverja Szijjártó sagði að Ungverjar væru stoltir af því að hafa hafnað innflytjendasamningi Sameinuðu þjóðanna en baráttunni væri engan veginn lokið. Sagði Szijjártó að það væri nú algjörlega skýrt að allur fólksinnflutningurinn 2015 væri hluti vel úthugsaðrar áætlunar um íbúaskiptingu í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar eiga ríkan þátt í áætluninni með lögleiðingu ólöglegs fólksinnflutnings í samningnum. “Brussel mun gera allt sem stendur í þeirra valdi til að innleiða innflytjendasamning SÞ í lög aðildaríkja ESB og þar með ákveða fyrir okkur hverjum við viljum hleypa inn til okkar og hverjum við viljum búa með. Við munum aldrei leyfa þetta og kjósendur þurfa að sýna á skýran hátt afstöðu sína í ESB-þingkosningunum.”

 


Evrópudraumurinn að breytast í martröð

800px-Szabadsag-szobor-Budapest-IMG_0297Eftir nýlega ferð til fallegu borgarinnar Búdapest og smákynningu á afstöðu Ungverja til Evrópusambandsins sé ég skýrar, hversu hræðileg mistök það væru ef Íslendingar samþykkja 3.a orkupakkann. Það er hreint út sagt ótrúlegt að sjá hægri menn upp til hópa falla fyrir sósíalisma nútímans sem býður upp á pakka utan um mál sem ekki tekur gildi fyrr en "einhvern tímann í framtíðinni."

Fyrir það fyrsta ber enginn ráðherra í núverandi ríkisstjórn ábyrgð á né getur sagt til um hvað Alþingi framtíðarinnar ákveður.

Í öðru lagi á Alþingi nútímans ekki að vera ákveða reglur sem setja hugsanlegri ákvörðun Alþingis í framtíðinni þær skorður að ekki sé hægt að ákveða sæstreng nema að ESB fái yfirhöndina. Boðskapurinn sem þjóðin fær er:

Við undirseljum okkur ekki undir yfirráð ESB núna þar sem valdaafsalið kemur ekki til framkvæmda fyrr en Alþingi ákveður um sæstrenginn einhvern tímann í framtíðinni. Verið róleg því það er Alþingi sem tekur ákvörðunina.

Fyrst valdaafsal – síðan ákvörðun Alþingis um sæstreng. ESB vill að sjálfsögðu fyrst tryggja sér yfirráðin yfir orkuauðlindunum áður en nýtingarframkvæmdir hefjast. Mjög skiljanlegt út frá þeirra grundvelli um Sambandsríki Evrópu. En Alþingi í dag hefur ekkert umboð fyrir Alþingi morgundagsins og því eru allir s.k. "fyrirvarar" marklausir. Bara innantóm orð og ríkisstjórninni allri til vansæmdar. Ríkisstjórnin hefur yfirgefið stjórnarskrá lýðveldisins og niðursetur Alþingi, lýðræðið og þingræðið til að afgreiða mál fyrir ESB. Þetta verður með öllum ráðum að stöðva ef ekki á illa að fara fyrir lítilli vopnlausri þjóð. Varla vilja Íslendingar neyðast til að reisa minnisvarða fjallkonunnar eins og Ungverjar til minningu um alla þá sem létu lífið fyrir hina svo þeir gætu lifað í frelsi undan oki kommúnismans?

Ég náði að skrifa frétt fyrir útvarp Sögu með stefnu Ungverja varðandi innflytjendamál og ESB og hvet alla til að lesa hana. Sérstaklega ættu alþingismenn og ráðherrar að kynna sér stefnu Ungverja vel og sér í lagi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem vart geta vatni haldið þegar Juncker og Guterres brosa framan í þau.


mbl.is „Ég vona að ríkisstjórnin sjái að sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brussel-Britta eins og hundur á ESB-spýtunni

Unknown-1Það er frekar aumkunarvert að sjá Brusseldrottnarana leika kött og mús með þá sem vilja yfirgefa sambandið. Þeirra fremsta verkfæri er Theresa May sem leiðir NO Way fyrir Brexit og notar embættið til að þvinga Breta til að semja um þá afarkosti sem ESB setur upp. Eiginlega eiga Bretar ekki að geta yfirgefið Evrópusambandið heldur settir í hlekki og sitja uppi með ólýðræðislegasta bákn allra tíma til endaloka sambandsins. Vantar bara að nýr Junker og þá ekki drunker komi heldur Junker the bunker með stál í hendi í staðinn fyrir konjaksglas. Slík sena er ekki ómöguleg í framtíðinni.

Það verður að teljast furða að Bretar hafi ekki gert uppreisn og hendi þessu ESB fári af sér og sýnir það ótrúlegt langlundargeð þeirra. Farage óttast að Britta á spýtunni eigi eftir að valda Bretum miklu tjóni og kreppu með hegðun sinni og er hún nú farin að minna töluvert á aðra kaldrari Brittu nær Norðurpólnum sem fór frá í dansi við sjálfan sig á miðju gólfinu og enginn saknar. 

May gengur núna þvert gegn eigin ríkisstjórn og ætlar að semja við Verkamannaflokkinn til að fá þingmeirihluta fyrir "samningnum". Slíkt hleypir öllu í bál og brand og ESB-elítan getur þá allt eins sveiflað May í eina langa beygju út af spýtunni til að liðka fyrir nýjum þingkosningum og hugsanlegri yfirtöku vinstri manna sem engu stjórna nema frá rassvasa ESB. 

Að May hlaupi í pilsfald stjórnarandstöðunnar til að bjarga ESB gegn Bretum verður trúlega móttekið sem landráð af Brexit kjósendum. Kjósendur Íhaldsflokksins munu ekki taka því þegjandi að atkvæði þeirra verði notuð til framdráttar fyrir Labour. Allt útlit er því fyrir að ESB verði að ósk sinni og efnt verði til þingkosninga í Bretlandi.


mbl.is May sækir um frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Hanna Birna Kristjánsdóttir að taka við vandarhöggum Nasrin Sotoudeh í Íran?

nasrin_1Tilkynning um setu Írans í UN Women barst einum degi eftir að Íran dæmdi 56 ára lögfræðing kvenréttindabaráttu í Íran til 38 ára fangelsi og 148 svipuhögg sem gætu kostað hana lífið. 

Hillel Neuer hjá UN Watch skrifar á twitter

”Nei, þetta er ekkert grín. Íslamska lýðveldið Íran var skipað í kvenréttindanefnd UN-Women sem tekur á móti kærum vegna brota á réttindum kvenna í heiminum. Já, aðeins degi eftir að stjórnin dæmdi Nasrin Sotoudeh lögfræðing kvenréttindamála í Íran í 38 ára fangelsi og 148 svipuhögg.” 

Nasrin Sotoudeh hefur hlotið fjölda alþjóða verðlauna fyrir baráttu sína fyrir málfrelsi og mannréttindum í Íran. Dómurinn gegn henni hefur valdið mótmælum víða um heim, m.a. hefur Amnesty í Svíþjóð hafið undirskriftarsöfnun gegn dómnum.
Íran á nú í UN Women, þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir starfar, að rannsaka hvernig önnur lönd meðhöndla réttindi kvenna t.d. mismun í dómum, pyndingar, nauðungarhjónabönd og kúgun.

Íslenska ríkisstjórnin hlýtur að samgleðjast Hönnu Birnu yfir þeim nýja liðsauka sem kvenréttindabaráttunni hefur borist með tilkomu Írans. Fyrir eru Sádí Arabar og Írakar svo möguleikarnir hljóta að flæða yfir barm. Hæg eru heimatök íslensku "innífrá" femínistanna að meðtöldum Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að semja við Írani um að skipta vandarhöggunum á fleiri bök til að minnka þjáningar Nasrin Sotoudeh. Kannski getur íslenska ríkisstjórnin komið því áleiðis að breytt verði um lit á búrkum til fjölbreytileika við hliðina á þeim svarta t.d. með dökkgráum lit.

Ísland skapaði þá litrík tímamót í kvenréttindabaráttu heimsins sem yrði einstakt afrek. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband