Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020

Slæmt fyrir Ísland ef sendiherrar þurfa að hafa vopnaða verði

Jeffrey_R._Gunter_official_photoÍsland hefur til alls að vinna og viðhalda sem bestum samskiptum við vini okkar Bandaríkjamenn og samkvæmt eðli málsins fara samskipti ríkjanna mjög fram í sendiráðunum. Það er til marks um hversu afvegaleiddir sumir eru að vera að velta sér upp úr ekkifréttinni að sendiherra Bandaríkjanna sé annt um öryggi sitt og starfsmanna Bandaríska sendiráðsins. Slík öryggismál eru hluti af skipulagi allra sendiráða hins vestræna heims og varla sérstakt fréttaefni.

Það sem er fréttaefni hins vegar er að margt fjölmiðlafólk (hefur einhver minnst á Rúv?)telur starf sitt vera fólgið í að dreifa eigin móðursýki í stað frétta. Frá Bandaríkjunum berast nú daglega fréttir um baráttuna gegn innlendum skemmdarsamtökum eins og Antifa og BLM sem ruglaðir demókratar telja vopn í komandi forsetakosningum. Einnig berast daglega fréttir um hvernig kínverskir kommúnistar sýna nú sitt rétta andlit og eru komnir í stríðsham sem ekki sér fyrir endann á. Ísland á að taka kalli Pompeo utanríkisráðherra USA og ganga með í bandalag lýðræðisþjóða gegn kommúnismanum sem Kína er að draga heiminn í. 

Íslensk utanríkisstefna þarf að hætta sleikjuhætti við kínverska kommúnista og Evrópusambandið og snúa sér aftur að vináttu við bestu vini okkar. Að sjálfsögðu á að veita öllum sendiherrum lágmarks vernd og setja aukið fé til löggæslu í landinu. 


mbl.is „Mikill heiður“ að leiða bandaríska teymið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – einn af frelsishetjum nútímans og arftaki Jóns Sigurðssonar

sigm4Daily Express birti nýlega grein um hvernig Íslandi tókst að lifa af Hræðslusprengjuna og lifa góðu lífi fyrir utan Evrópusambandið. Segir blaðið Íslendingum hafa tekist svo vel vegna þess að þeir voru með eigin gjaldmiðil og ekki í fjötrum evrunnar. Eftir hrun fjármálafyrirtækja 2008 var þeirri hræðslusprengju varpað á Ísland að landið ætti enga afkomumöguleika nema með því að ganga í ESB og taka upp evru. Vitnað er í skýrslu The Telegraph frá 2016 og samtals við þáverandi forsætisráðherra Íslands Sigmund Davíð Gunnlaugsson en hann tjáði blaðinu að aðildarviðræður Íslands hefðu verið undir álagi hræðslu um afkomu landsins og tónninn hefði verið sá að

 „án aðildar væri Ísland glatað. Það voru aldrei neinar umræður um markmið eða eðli Evrópusambandsins eða hvort það hentaði Íslendingum eða þeir vildu verða hluti af því. Aðildarumsóknin var einfaldlega kynnt sem efnahagsleg nauðsyn og sagt að um leið og við hefðum sótt um aðild fengjum við alþjóðlegt lánstraust til baka og evran leysti síðan öll okkar vandamál.” 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bætti við: „Að vera ekki með evruna var ómetanlegur þáttur í hinum skjóta efnahagsbata. Það leikur enginn vafi á því, að ef við hefðum verið meðlimur Evrópusambandsins og með evruna á þeim tíma. þá hefði landið orðið gjaldþrota og sett í efnahagslega stöðu sem meira minnir á Grikkland en þá sem Ísland er í dag."

Hræðslusprengjan á Íslandi mistókst og einnig mistókst að stöðva Brexit í Bretlandi.

ITALYEXIT

Í dag er stofnaður Italexit flokkur á Ítalíu sem fullveldissinnar gleðjast yfir á Ítalíu og öðrum löndum. Það er Gianluigi Paragonefv. þingmaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem verið hefur flokkslaus á þingi síðan í janúar sem stofnar nýja flokkinn (sjá frétt á Útvarpi Sögu).

Við sem viljum frelsi fögnum tilkomu nýja flokksins og óskum honum alls gengis í baráttunni fyrir að losa ítölsku þjóðina úr klóm Evrópusambandsins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband