Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Fátæktin breiðist út í Evrópu

3023049_570_321

Einungis 13 árum eftir innleiðingu evrunnar rambar Evrópa á barmi efnahagskreppu sem æ meira líkist kreppunni miklu fyrir tæpri öld. 

Skv. nýrri skýrslu Rauða Krossins hafa miljónir manna horfið úr velferð yfir í fátækt og geta ekki séð sér og sínum fyrir daglegum nauðsynjum. Afleiðingarnar verða langvinnar með félagslegri áþján og ugg um hvað framtíðin ber í skauti. Slíkt er góður jarðvegur fyrir kynþáttahatur og öfgaskoðanir.

Skýrsla Rauða Krossins byggir á reynslu frá 42 evrópskum löndum. Í 22 löndum hefur þeim fjölgað um 75% á árunum 2009-2012, sem eiga líf sitt undir matargjöfum Rauða Krossins. 3,5 miljónir manns standa í matarbiðröðum í dag. Á Spáni hefur fjöldinn sem háður er matargjöf tvöfaldast frá fyrri skýrslu árið 2009. Í Lettlandi hefur fjöldinn þrefaldast. Yfir 1,3 miljónir Þjóðverja hafa svo lág laun, að þeir verða samtímis að sækja um aðstoð.

43 miljónir manns í Evrópu geta ekki mettað hungur sitt á degi hverjum og í fyrsta skipti í nútímasögunni neyðast börn í Evrópu að lifa við erfiðari skilyrði en foreldrarnir.

120 miljónir manns í Evrópu eru í hættu að verða fátæktinni að bráð skv. hagstofu ESB, Eurostat.

Frá þessu skýrir sænska útvarpið. 

Og áfram blaðra furstarnir í Brussel um ESB sem "samkeppnishæfasta" svæði veraldar. Samkeppni, sem er milli banka og stjórnmálamanna þeim tengdum, um hver getur fyrstur kramið íbúa evrusvæðisins í hel fyrir mestan pening. 

 


JÓBAMA klýfur Bandaríkin

images-2Hroki núverandi Bandaríkjaforseta minnir á starfstíl og hroka fyrrverandi forsætisráðherra Íslands Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hatrið brýst út í ofstæki og árásum á stjórnmálaandstæðinga. Aldrei hefur nokkur forseti Bandaríkjanna dregið lýðræðislegt þing USA jafn mikið niður í svaðið og núverandi, sem lýsir því sem fjárkúgun, að Repúblikanar vilja spyrna fótum við skuldasöfnun og ofeyðslu ríkisins. Að biðja um hækkun skuldaþaksins minnir á alkóhólistann, sem biður um einn sjúss í viðbót til að geta hætt að drekka.

Allir fyrri forsetar Bandaríkjanna hafa samið við lýðræðislega kjörna fulltrúa Bandaríkjamanna á grundvelli stjórnarskrárinnar. Hlutverk þingsins er að ákveða fjárlög.

Jóhanna hefur eignast tvíburasál í Obama.

Jóbama.


What does Obama care?

ska_776_rmavbild_2013-10-07_kl_01_10_14.pngÉg kom ekki að á tilsettum tíma að svara athugasemd Tryggva Thayer en geri það hér með, byrja á því að upplýsa um Gallup könnun í sumar um Obamacare, þar sem 42% Bandaríkjamanna telur að heilsugæslulögin muni til lengri tíma gera heilbrigðisstöðu fjölskyldna þeirra verri en hún er í dag, 22% töldu að staðan yrði betri. Rúmur helmingur taldi, að Affordable Care Act sem kallast í daglegu tali Obamacare, myndi gera stöðu heilsumála verri í Bandaríkjunum.

Kostnaðarbreytingar eftir fylkjum

costperfamily.png

Athugasemdir Tryggva eru númeraðar, svör mín eru undir.

1. Staðan sem uppi er núna er þingmál - það er verk þingmanna að leysa það, ekki forseta.

Svar:  Ef málið væri svo einfalt. Því miður hefur Hvíta húsið og forsetinn persónulega fiktað með lögin eftir niðurstöður Supreme Court 28.júní 2012  án aðkomu Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið gagnrýnt sem ólöglegt athæfi og brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Persónuleg afskipti forsetans sýna sig líka í athöfnum hans eins og t.d. að aflýsa fundum erlendis til að leiða smekklausar árásir á Repúblikana á heimaplani.

2. Af hverju ættu demókratar að semja núna um breytingar á því sem er löngu búið að semja um? Heilbrigðislögin sem Repúblíkanar eru að gera veður út af eru afrakstur samkomulags sem náðist á sínum tíma. Af hverju ættu Demókratar að samþykkja nýtt samkomulag um samkomulag sem hefur farið í gegnum þing og hæstarétt? 

Svar: Alveg eins og með Icesave, sem ríkisstjórnin þvingaði í gegn án þess að þingmenn hefðu aðgang að skjölum í nægan tíma til að kynna sér innihaldið, þvinguðu demókratar í gegn lögum, sem margir gallar eru á og þingmenn vilja ræða meira. Rök demókrata um að maður "verður bara að samþykkja Obamacare til að sjá hvernig það virkar" halda ekki. Breytt staða á þingi þýðir minni völd til að þvinga vanhugsuðum lögum í gegn, sem samþykkt voru á öðru þingi með öðrum valdahlutföllum. Bendir ekki beint á leiðtogahæfileika að ætla sér að keyra eins og brussa áfram með lögin, þegar ekki er þingmeirihluti fyrir þeim í báðum deildum Bandaríkjaþings. Obama og Demókratar verða að taka tillit til breyttra valdahlutfalla vilja þeir fylgja lýðræðisreglum.

3. Bandaríska ríkið er ekki að selja neinar tryggingar. Tryggingar eru seld af hefðbundnum tryggingaraðilum.

Svar: Það er tæknilega rétt, að tryggingar verða seldar af tryggingaraðilum. En Obamacare ákveður tryggingarskilmálana, sem tryggingarfélögin selja. IRS, skattayfirvöld Bandaríkjanna, eru að rukka inn peninga fyrir tryggingunum og sekta þá, sem ekki vilja kaupa á tilskyldum tíma, þannig að hér er ekki um frjálsa verslun að ræða.

4. Hvernig rökstyðurðu þetta: "Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna."? Eini valmöguleikinn sem er verið að útrýma er valið milli þess að vera tryggður eða ekki. Einstaklingar geta að öðru leyti valið hvers konar tryggingu þeir kaupa.

Svar: Þetta er misskilningur. Obamacare setur eigin standard með þvingandi skuldbindingum án nokkurs valmöguleika. T.d. er kveðið á um getnaðarvarnir og fóstureyðingar sem kaþólskir samþykkja ekki. Skipunin frá ríkisstjórninni er: borgaðu eða við sektum þig.

5. Hvernig "ríkisvæðir" Obamacare heilsugæslu í Bandaríkjunum?

Svar: Gegnum standardinn í heilsugæslunni, sem hann vill að öll fylkin taki upp. Verður það gert verður öll heilsugæsla Bandaríkjanna meira og minna að aðlagast Obamacare. Þvingandi skattheimta setur það í hendur stjórnmálamanna, hvaða fyrirtæki selja heilsugæslu til ríkisins. Þetta hefur neikvæð áhrif á frjálsa verslun vegna ójafnar samkeppni skattgreiddrar þjónustu. Bandaríski þingmaðurinn Rand Paul frá Kentucky skrifaði á heimasíðu sinni s.l. júní, að Obamacare gæti valdið því, að allt að 20 miljónir Bandaríkjamanna verði af einkaheilsugæslu og að 800 þús starfa glötuðust í einkageiranum. Obamacare "skapar" 16 þús ný störf hjá skattheimtunni IRS.

6. Kostnaður vegna heilsutrygginga hækkar mest í þeim fylkjum (nær öll, ef ekki öll undir yfirráðum Repúblíkana) sem kusu að setja ekki upp sín eigin markaðstorg fyrir tryggingar (health exchange) og verða því háð markaðstorgi ríkissins. Þetta er afleiðing aðgerðaleysis Repúblíkana. T.d. ef ég væri enn búsettur í Minnesóta þar sem bjó þar til í vor, myndi kostnaður minn vegna trygginga fjölskyldunnar lækka töluvert, eða um ~35%. Hefði ég verið búsettur í Wisconsin, næsta fylki við, hefði kostnaðurinn sennilega haldist í stað. Hvers vegna? Vegna þess að þing Wisconsin, þar sem Repúblíkanar hafa meirihluta í báðum deildum, kaus að búa ekki til markaðstorg fyrir fylki sitt, sem þingið í Minnesóta gerði.

Svar: Eins og þú lýsir hlutunum er meira verið að kaupa atkvæði til demókrata en skapa heilsumöguleika fyrir Bandaríkjamenn. Hverslags viðskiptafrelsi er það að sega: Ef þú samþykkir ekki Obamacare og kemur því sjálfur upp, þá þvingar ríkið upp á þig dýrara Obamacare? Meira í stíl við kúgun að mínu mati. Enda gat Supreme ekki viðurkennt Obamacare, sem löggjöf þar sem Obamacare braut gegn lögum um viðskiptafrelsi fylkjanna. Hins vegar samþykkti Supreme Court að Obamacare væru skattar. Löggjöf einstakra fylkja eru með í dæminu og það flækir máli og gerir erfitt að átta sig á fyrirfram, hverjar afleiðingar Obamacare verða frá fylki til fylki. Ef þú kíkir á samanburðartöflu fyrir ofan sést að langtum fleiri ríki fá hækkun en lækkun.

Ég tel vert að minna Tryggva og aðra krata á, að Obama hefur tekist að tvöfalda ríkisskuld USA á fimm árum frá ca 8 þús. miljörðum dollara upp í ca 17. þús. miljarða dollara. Nú vill Bandaríkjaforseti hækka skuldaþak USA enn frekar til að afstýra - að hans mati - greiðslustöðvun ríkisins. Kröfur rebúblikana er að alríkisstjórnin skeri niður ofvöxt ríkisins og dragi úr útgjöldum í stað stöðugt stækkandi skuldabjargs. Þráteflið á þinginu um Obamacare er liður í þessarri baráttu.

Neðan um dómsniðurstöður Supreme Court, þegar þeir skilgreindu Obamacare sem skatt í stað trygginga svo stjórnarskrá USA væri ekki brotin.

One part of the Constitution that may be violated is Article 1, Section 9, which stipulates: “No capitation, or other direct, Tax shall be laid, unless in Proportion to the Census or Enumeration herein before directed to be taken.”

The section is clarified in the 16th Amendment: “The Congress shall have power to lay and collect taxes on incomes, from whatever source derived, without apportionment among the several States, and without regard to any census or enumeration.”

The Supreme Court ruled the health-care mandate under the legislation is a tax. However, according to experts cited in “Impeachable Offenses,” this tax does not satisfy the requirements of any of the three types of valid constitutional taxes – income, excise or direct.

Write Klein and Elliott: “Because the penalty is not assessed on income, it is not a valid income tax. Because the penalty is not assessed uniformly or proportionately, and is triggered by economic inactivity, it is not a valid excise tax. Finally, because Obamacare fails to apportion the tax among the states by population, it is not a valid direct tax.”

Despite Obama’s public statements that the individual mandate was not a tax, the Supreme Court ruled June 28, 2012, in a 5 to 4 vote, with conservative Chief Justice John Roberts siding with the majority, that the requirement that the majority of Americans obtain health insurance or pay a penalty was constitutional, authorized by Congress’s power to levy taxes.

“The Affordable Care Act’s requirement that certain individuals pay a financial penalty for not obtaining health insurance may reasonably be characterized as a tax,” Roberts wrote in the majority opinion. “Because the Constitution permits such a tax, it is not our role to forbid it, or to pass upon its wisdom or fairness.”

In a second 5-4 vote, again with Justice Roberts joining the majority, the court rejected the administration’s most vigorous argument in support of the law, that Congress held the power to regulate interstate commerce.

The Commerce Clause, the Court ruled, did not apply.

However, Klein and Elliott document the White House has been changing the law without involving Congress since the Supreme Court ruling, and multiple sections of the implementation of Obamacare are unconstitutional.


Does Obama care about anything other than Obamacare?

avoid-obamacare

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er fyrst og fremst í höndum Bandaríkjaforseta sjálfs að leysa vandamálið með fjárlög Bandaríkjaþings. Því miður fyrir hann og Demókrata hafa þeir ekki meiri völd en svo, að Repúblikanar ráða einni deild þingsins. Þess vegna kemur upp pattstaða og enginn getur neitt nema þá að slá af óbilgirninni og semja. Það hafa Repúblikanir gert með því að semja um allt annað og biðja Óbama um að fresta Obamacare um eitt ár. En Óbama má ekki heyra á það minnst. Og þar við situr.

Með Obamacare eru demókratar að ríkisvæða heilsugæslu Bandaríkjanna. Í nafni þess að verið sé að auka heilsuþjónustu fyrir almenning verður fólk þvingað að kaupa sjúkratryggingar og heilsugæslu af ríkinu, sem skapar fleiri störf hjá Skattstofunni en í heilsuþjónustunni. Trúir einhver því, að starfsmenn skattstofunnar séu hæfari til að stjórna sjúkrastörfum en læknar og hjúkrunarkonur? Hjá mörgum verður iðgjald Obamacare tvöfalt hærra með 20% minni þjónustunni en boðið er upp á í dag. Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna.

obama

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan Bush yngri hætti forsetastörfum hafa heildarskuldir Bandaríkjanna aukist frá ca 8 triljónum dollara upp í 16,7 triljónir dollara. Obama hefur því meira en tvöfaldað skuldir bandaríska ríkisins á rúmlega einu kjörtímabili. Fyrir 25 árum skuldaði bandaríska ríkið um 2 triljónir dollara. Ef Óbama lætur ekki af valdhrokanum fer bandaríska ríkið á höfuðuð og verður að stöðva allar útborganir 17. október. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir efnahag Bandaríkjanna og efnahag heimsins. 

Engu er líkar en að Óbama ætli að hefna sín á samlöndum sínum og Repúblikönum með því að setja USA og heiminn á efnahagslega heljarþröm. Hann fundar sjálfsagt fyrst með skjólstæðingum sínum á Wall Street svo þeir geti skrifað á textavélina, hvað hann á að lesa upphátt í næstu ræðu.


Fyrirmyndarforsætisráðherra

document9

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra til fyrirmyndar. Hann hefur háleit markmið og vill landi og þjóð aðeins hið besta. Sýn hans um fyrirmyndarlandið ætti að vera samsýn flestra Íslendinga. Hún er hvetjandi, hefur afl langt út fyrir núverandi ástand og er mynd, sem hægt er að skapa og er eftirsóknarvert að ná. Hinn ungi ráðherra er fullhæfur í því þýðingarmikla hlutverki að leiða endurreisnarferil landsmanna eftir efnahagsveltu útrásarvíkinga og ömurlegustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.  

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson boðar staðfestu í ríkisfjármálum. Það verður góð kjölfesta þetta kjörtímabil. Það eitt að stöðva skuldasöfnun er sjálfsagt markmið og sýnir ábyrga afstöðu. Fyrri ríkisstjórn var að keyra allt í kaf með skuldasöfnun sinni enda starfaði hún undir móttóinu, að ef landsmenn vildu ekki fara inn í ESB með góðu, þá skyldu skuldafjötrar Icesave og AGS-lána duga til að reira það fast um þjóðina að hún heyrði nafnið Jesú í hvert sinn og forseti Evrópusambandsins væri nefndur á nafn. Tilsamans eru Sigmundur og Bjarni fyrirmyndar parhestar fyrir þá framsókn, sem nauðsynleg er landsmönnum öllum til að snúa skútunni af ójafnaðarbraut íslenskra krata. 

Bumbusláttur ungkrata á Austurvelli sýnir hroka og vanvirðingu við lýðræðið skömmu eftir að þjóðin fleygði móðurflokki þeirra endilöngum á haug sögunnar. Málflutningi stjórnarandstöðunnar hefði allteins getað verið útvarpað frá reikistjörnunni Mars vegna botnlausrar veruleikafirringar. Kratar og sósíalistar hafa breyst í súrrealískt landslag. Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks alls farnaðar á kjörtímabilinu. Setningarræða forseta Íslands á Alþinig var söguleg og snerti sjálfstæðistaugar þjóðarsálarinnar. Sameining landsmanna, þings og þjóðar er verðugasta verkefnið um þessar mundir. Alltaf gott að heyra vitnað í Jón Sigurðsson og þörf lýðræðisáminning á tímum vaxandi nýnasisma, fasisma og rasisma á meginlandinu. Alþingi fer hressilega af stað. Ferskleikinn og sóknarhugurinn endist vonandi út kjörtímabilið.

Eitt atriði varpaði skugga á setningarræðu fyrirmyndarforsætisráðherrans. Hann nefndi ekki fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar varðandi aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Hann nefndi ríkisstyrktar ránveiðar ESB, sem er hárrétt. Í nýlegu viðtali við færeyska sjónvarpið leit sjávarútvegsráðherra ESB, María Damanaki út eins og þjófur, sem staðinn er að verki með höndina í sultukrukkunni. Hún setti fram sögulega lygi um síldarveiðar ESB í Norðursjó og taldi Færeyjar og Ísland vera stór ríki vegna fiskiveiða sinna á meðan ESB var bara smáríki til samanburðar. Hún iðaði í stólnum eins og áll og augnaráðið flökti um gólfið og sjaldnast til spyrjandans.

Varla eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hræddir við hefndaraðgerðir ESB ef þeir manna sig í að draga tilbaka aðildarumsókn vinstri stjórnarinnar að ESB? Ætlar ríkisstjórnin virkilega að láta þessa umsókn, sem gerð var að þjóðinni forspurðri, hanga yfir þjóðinni út kjörtímabilið? Hvað er svona viðkvæmt við þetta mál, að ekki var hægt að minnast á það í setningarræðunni? Er ríkisstjórnin búin að semja við stjórnarandstöðuna, að umsóknin verði ekki dregin til baka á kjörtímabilinu? Sigmundur og Bjarni þurfa að taka á þessu máli eins og menn og sýna, að þeir séu hæfir til að taka við kefli þjóðarinnar um óskorað fullveldi og sjálfstæði Íslands. Þjóðin vill ekki dingla í hengingaról evrukratanna.


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband