Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Útvarpsstjóri hyllir Pravdakúltúr vinstri manna með afneitun á gagnrýni hlustenda

ruvMerkilegt að sjá hvernig Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri afneitar alfarið gagnrýni hlustenda í skoðanakönnun Gallups sem hann dæmir "ómarktæka" þar sem hún var gerð á "tíma sem er mjög óvenjulegur og ómarktækur" að hans mati.

Hann segir að frægt kastljósviðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson liti niðurstöður hlustenda og þess vegna sé ekkert að marka gagnrýni Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á RÚV. 

Útvarpsstjórinn hefur kolfallið á prófinu. Hann elskar greinilega mánaðarlaunin meira en innihald starfsins. Jafn litaður af heilaþvotti vinstri klíkunnar á RÚV færi best á að honum yrði umsvifalaust vikið úr starfi.

Hvorki útvarpsstjóri né vinstri starfsmenn stofnunarinnar sjá eða vilja skilja að þau voru þáttakendur í meðvitaðri árás á íslenska lýðveldið.

Stoltir eins og veiðimenn yfir fallinni bráð sögðu starfsmenn Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu að þeir hefðu leitt forsætisráðherra Íslands í gildru sem tók yfir eitt ár að undirbúa. RÚV hefur engar sannanir komið með um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi stolið fé af íslenskum skattgreiðendum. 

RÚV í höndum vinstri manna er notað sem áróðursstofa fyrir framboð starfsmanna RÚV til ýmissa embætta íslensku þjóðarinnar. Aðrir frambjóðendur njóta ekki sömu kjara. 

Loka ber stofnuninni í núvarandi mynd, segja upp öllu starfsfólki og endurskapa miklu minni stöð án auglýsingatekna. Þá lýkur falsfréttatímabili RÚV.

 


mbl.is Ólík afstaða kjósenda til RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar, RÚV og ýmsir erlendir fjölmiðlar þegar búnir að mynda vinstri ríkisstjórn Íslands

Skärmavbild 2017-10-30 kl. 07.54.03Það hafa verið auðkenni vinstri manna eftir ósigurinn í Icesave og ESB að útnefna sjálfa sig til ríkisstjórnar áður en kjósendur hafa kosið. Svo var einnig í þetta sinn með s.k. "skoðanakönnunum" og "fréttum" erlendra fjölmiðla. Katrín Jakobsdóttir hefur þegar talað við Samfylkingu, Framsókn, Pírata og Viðreisn og keyrt er með "kynjajafnrétti" sem samnefnara nýrrar vinstri stjórnar.

Skärmavbild 2017-10-30 kl. 07.54.19Blöð bæði vestan hafs, á Norðurlöndum og Bretlandi hafa lýst því yfir að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forsætisráðherra Íslands "skv. skoðanakönnunum". Sömu aðilar hafa "skýrt" að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hrökklaðist frá völdum vegna "hneykslismála" og að kjósendur séu reiðir út í formann Sjálfstæðisflokksins fyrir fjármálaspillingu og barnaníð. Sömu miðlar eiga skiljanlega erfitt með að skýra beina eftirspurn kjósenda á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem sömu kjósendur "hentu frá völdum í reiði vegna fjármálaspillingar". 

Skärmavbild 2017-10-30 kl. 07.54.47Í Svíþjóð rak sendiherra Svía á Íslandi kosningaáróður fyrir VinstriGræna til Íslendinga í Svíþjóð. Einhver fjöldi kjósenda er á Norðurlöndum sem taka þátt í íslensku Alþingiskosningunum og lýsti sendiherrann því sem gefnu að Katrín Jakobsdóttir yrði næsti forsætisráðherra Íslands.

Miðað við þetta plott þarf engum að koma á óvart ef "viðtöl" forsetans við formenn stjórnmálaflokkanna í dag sé meira eða minna leikaraskapur og tilkynning komi frá forsetanum þegar á morgun, að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar, því hún hafi komið með  nauðsynleg loforð Pírata, Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar til stjórnarmyndunar.

Sú barátta sem íslenska þjóðin háði við þessi öfl í Icesave málinu og sigraði þá gæti því hæglega breyst í að vera bara fyrri hálfleikur. Sósíalistar og kratar í alþjóðasamtökum hanna atburðarrásir í valdabaráttu í mörgum ríkjum þ.á.m. Íslandi. Fjölmiðlar eru notaðir innanlands sem utan.  

Næsti leikur hneykslisframleiðslunnar gæti því orðið "Ég líka!" þar sem keyptar konur verða fengnar til að ljóstra upp opinberlega um "kynferðisafbrot" karlkyns andstæðinga vinstri manna á Íslandi.

Því miður er ekki að búast við meiri "málefnum" úr þessari átt. Engin stefna er til önnur en hatur á Sjálfstæðisflokknum og þeim sem vilja halda landinu utan ESB. 


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðveldið slær til baka


Skärmavbild 2017-10-29 kl. 02.03.56Óhætt er að taka undir orð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að kosningavinna Sjálfstæðismanna hafi borgað sig og borið árangur. Hrekkjabrögð falsfréttamanna sem ofsóttu Bjarna Benediktsson á sömu nótum og forvera hans á forsætisráðherrastóli, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, - þau hrekkjabrögð snérust í höndum Panamapúkanna sjálfra með viðurstyggilegum barnaníðsáróðri sem slett var út fyrir landsteinana.Skärmavbild 2017-10-29 kl. 02.06.41

Með glæsilegri endurkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem formanns Miðflokksins til viðótar sigri Sjálfstæðisflokksins er feitum fingri lýðveldisins veifað framan í andlit falsfréttafólks og allra keyptra sórmangara í þjónustu vogunarsjóðanna. Það er sterkt merki hins sjálfstæða lýðveldis til allra Panamapúka heims að lýðræðið er við völd á Íslandi en ekki eitthvað mikilmennskubrjálað ESB eða peningastinnir Sóróssjóðir.

Óvinir íslenska lýðveldisins eru útúrdrukknir af óheiðarleika, lygum, klækjum, valdapoti og ólæknandi græðgi og hafa haldið uppi linnulausum árásum á lýðræðislega rétt kjörna fulltrúa okkar allt frá valdatíma "fyrstu hreinu" vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Er mál að tíma ESBara eftirhrunstímabilsins ljúki. Þökk sé öllum góðum Íslendingum hefur falsfréttum erlendra fjölmiðla undir áhrifum falsfréttaritara á Íslandi um að bandalag krata og vinstrimanna yrði næsta ríkisstjórn verið hent á haugana. Þar með er þjóðinni bjargað fyrir horn skattpíningar og óðaverðbólgu næstu misserin.

Orð Bjarna Benediktssonar eru sönn og þola að vera endurtekin oftar en einu sinni: 
"Í þessu landi býr kraftaverkaþjóð. Við getum náð ótrúlegum árangri ef við bara berum gæfu til þess að starfa saman, vinna öll saman í þágu lands og þjóðar".


mbl.is „Við erum að vinna þessar kosningar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænska sjónvarpið segir "spillingarhneyksli Sjálfstæðisflokksins" ástæðu kosninganna

Skärmavbild 2017-10-28 kl. 18.11.28Sænska sjónvarpið segir fréttir frá kosningunum á Íslandi og segir að skv. skoðanakönnunum sé hægri-miðjustjórn Íslands fallin og við taki ný bandalagsstjórn sósíaldemókrata, Græningja og Pírata. Jafnframt sagði SVT að "spillingarhneyksli Sjálfstæðisflokksins" væri ástæða annarra kosninga á einu ári og Sjálfstæðisflokkurinn væri annar af "tveimur flokkum í sitjandi ríkisstjórn".

Enn eitt dæmið um falsfréttir og áróður sem bæði Reykjavik Media, RÚV m.fl. hafa stundað t.d. í Panamaárásinni gegn þáv. forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 

The Guardian er með í falsfréttaklíkunni sbr. fréttir þeirra af kosningum dagsins (sjá að neðan). The Guardian segir að ríkisstjórnin hafi fallið vegna ásakana um að hylma yfir "aðstoð föður Bjarna Benediktssonar við barnaníðing." Það ber að stöðva þessa falsfréttaverksmiðju á Íslandi sem markvisst vinnur að því að skaða orðspor Íslands.guardian


mbl.is Stefnir í viðræður til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framundan er aftaka lýðræðis fyrir íbúa Katalóníu með fulltingi ESB

Á Íslandi eru alþingiskosningar á morgun. Með tilliti til þeirra flokka sem vilja varðveita fullveldi okkar og sjálfstæði er auðvelt að krossa yfir hina. 

Verra er ástandið á Spáni, þar sem vofa fasismans bíður eftir skipun um að kæfa sjálfstæði Katalóníu. ESB mun þar veifa samstöðu með ofbeldismönnum sem troða á lýðræðinu með blóðugum stígvélum. Spánn átti í borgarastyrjöld 1936. Þá dóu yfir hálf milljón manns. 

Hversu margir þurfa að deyja núna?

Íslendingar ættu að hugsa sig tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum og fimm sinnum um áður en þeir gefa einhverjum þeim flokkum atkvæði, sem vilja koma þjóðinni undir járnhæl ESB. 

Grískur og katalónskur harmleikur getur hæglega orðið íslenskur.

x


mbl.is Sjálfstæðisyfirlýsing samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber er hver að baki nema sér Bjarna Benediktsson eigi

Fyrst var það Davíð Oddssson. Því næst Geir Haarde. Eftir hann kom Vigdís Hauksdóttir. Þá Hanna Birna og síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem frægt varð um allar jarðir. Núna er það Bjarni Benediktsson. Þetta er aðeins hluti þeirra nafna sem toppa ísjaka vaskra kvenna og manna sem helgað hafa stjórnmálum krafta sína til farsældar fyrir land vort og þjóð. 

Allt síðan fyrsta hreina vinstri stjórnin komst til valda hafa vinstri menn vopnaðir lygakyndlum og töfrapökkum merktum ESB ástundað hömlulausar nornaveiðar til höfuðs lýðræðislega og löglega rétt kjörnum embættismönnum þjóðarinnar. Í slagtogi við Icesave-særða fjármálabraskara hefur hver atrennan á fætur annarri verið gerð að lýðræðis- og stjórnskipun lýðveldisins og þjóðin verið ræst út í nokkur skipti til að stöðva töku glæpafólks á fullveldi, efnahagslífi og sjálfsákvörðunarréttindum þjóðarinnar. Ef við hefðum tapað þeirri orustu væri Ísland í dag Grísland með landsmenn í skuldafjötrum; nútímasaga víkinganna væri gríslenskur harmleikur með meiri harmakveinum en nokkru sinni áður hafa heyrst á þessari jörð. 

Saemundur_frodi_killing_a_diabolical_seal_close_up311-1Þessi barátta er greinilega engan veginn búinn. Þau öfl sem sækjast í auðlindir þjóðarinnar og vilja brjóta á bak aftur sjálfstætt lýðveldið hafast enn að með fulltingi fimmtu herdeildarinnar, trójuhestsins í ríkisfjölmiðlum ásamt keyptum lygalúðrum og ofsækja dag og nótt þá einstaklinga sem við höfum falið að fara með stjórn sameiginlegra mála okkar. 

Fremsta markmið þessarra afla er að brjóta á bak aftur þann stjórnmálakraft sem er að finna í þeim flokkum sem komu að stofnun lýðveldisins 1944 á Þingvöllum en eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn einn og svo Miðflokkurinn á rústum Framsóknarflokksins. 

Í Icesave voru Íslendingar eins og Sæmundur á selnum sem keyrði Saltarann í haus kölska svo hann sökk en Sæmundur náði landi. Kölski er þó ekki af baki dottinn og við þurfum Saltarann sem aldrei fyrr.

Sjálfstæðisflokkurinn og það sem eftir er af Framsókn - Miðflokkurinn - er Saltarinn okkar.

Keyrum hann í hausinn á þeim kölska sem ásælist fjöregg þjóðarinnar.

Sláum skjaldborg um stjórnmálaleiðtoga okkar og fylgjum málstækinu:

"Ber er hver að baki nema sér Bjarna Benediktsson eigi"


mbl.is „Setur málin í undarlegt samhengi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handbók ESB um hvernig fjölmiðlamenn eiga að fjalla um málefni innflytjenda

Skärmavbild 2017-10-16 kl. 20.52.42ESB hefur fjármagnað nýja handbók, Reporting on Migration and Minorities: Approach and Guidelines, fyrir blaðamenn svo þeir geti tjáð sig á réttan hátt um innflytjendamál og innflytjendur. Journalisten í Svíþjóð segir frá þessu.

Meðal leiðbeininga er m.a. ráðlagt að taka ekki viðtöl við "öfgasinna" sem "dreifa hatursáróðri" eða greina frá uppruna glæpamanna. Aðilar að bókinni eru Alþjóðlega blaðastofnunin í Wien ásamt sjö evrópskum útvarpsstöðvum í Þýzkalandi, Írlandi, Ungverjalandi, Grikklandi, Ítalíu og Spáni. Markmiðið er að leiðbeina blaðamönnum að skrifa "siðferðilega" um málefni innflytjenda. 

Blaðamenn eru hvattir til að komast hjá "óskýrum alhæfingum" og eiga að segja að uppruni afbrotamanna hafi engin tengsl við afbrot þeirra, þegar innflytjendur eiga í hlut. Einungis má nefna uppruna og trú, "þegar það er nauðsynlegt til að almenningur skilji fréttina". Margar leiðbeiningar eru hvernig eigi að segja fréttir af múslímum t.d. eiga blaðamenn að gæta sín á að gera ekki múslímskar konur að fórnarlömbum jafnvel þó þær íklæðist búrkum, - slíkt sé alhæfing um vonda eiginmenn.

"Taktu ekki með öfgasjónarmið til að ´sýna hina hliðina´og vertu á varðbergi gegn pólitískum og félagslegum öflum sem dreifa hatri til að ná eigin markmiðum".

Ég hef ekki lesið bókina, aðeins umsagnir um hana en linkur er á bókina á ensku hér að ofan.

Trúlega hafa allir fjölmiðlar á Íslandi fallið "röngu megin" við "rétta blaðamennsku ESB" í málefnum innflytjenda - alla vega þeir sem sagt hafa frá skoðunum "öfgamannsins" Ásmundar Friðrikssonar.

En Íslendingar eru sem betur fer ekki upp til hópa ginnkeyptir að tala fyrir peninga, þótt enn megi finna ýmsa sem gegn greiðslu viðhalda "rétthugsunarhætti" í þjónkun sinni við ESB.

 

 


mbl.is „Eigum að senda út skýr skilaboð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiherra Svía á Íslandi spáir endalokum lýðræðis í Svíþjóð

Skärmavbild 2017-10-15 kl. 12.30.44Er Ísland staður fyrir óþægilega sænska stjórnmálamenn sem sænskir sósíaldemókratar vita ekki almennilega, hvað þeir eiga að gera við?

Håkan Juholt, sendiherra Svía á Íslandi er í löngu viðtali við Svenska dagbladet laugardag 14. október og segir vægast sagt áhugaverða og óvenjulega hluti af sendiherra að vera.

Hann spáir endalokum lýðræðis í Svíþjóð innan 100 ára og hann mun ekki fara til Svíþjóðar þau ár sem hann verður sendiherra á Íslandi. Í staðinn mun hann hitta vini og ættingja í París eða á sólarströndum Spánar.  

Hann segir við blaðamann Sænska dagblaðsins:

”Fjögurra ára sonur þinn mun ekki lifa í lýðræði þegar hann verður gamall heldur í teknokratí eða einræðisríki. Þetta er alveg svakalega sorglegt. Mér þykir fyrir því að segja þetta en ég er 100% viss. Við erum að útrýma lýðræðinu”, segir fyrrverandi leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Svíþjóðar.

Håkan Juholt fæddist 1962 í Oskarshamn og varð snemma meðlimur í félagi ungra jafnaðarmanna. 1994 var hann kosinn á þing og vann mikð að varnarmálum Svíþjóðar. Hann var kosinn formaður Sósíaldemókrata eftir að Móna Sahlin hætti því starfi 2011 en hrakinn úr embættinu 10 mánuðum síðar 2012. Eftir það var hann í limbó á þingi með fá frumvörp og engan ræðutíma. Honum leiddist lífið og ferðaðist um Svíþjóð og hélt 470 ræður sem nokkurs konar langdregna kveðju frá stjórnmálunum. Fjórum árum síðar fékk hann boð um nýja stöðu sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.

Håkan sagði já þegar í stað og er yfir sig spenntur að vinna starfið: ”Ég er 55 ára gamall og get byrjað nýtt líf með eiginkonunni í nýju landi. Ég hef alla tíð haft þá reglu að maður á ekki að verða eftir á lestarpallinum, þegar lestin fer af stað, aðeins vegna þess að maður er ekki öruggur um hvert lestin er að fara”.

Um afnám lýðræðisins segir Juholt: ”Ég held ekki að hættan sé einræðiríki með akandi skriðdrekum á Sergels torgi (í Stokkhólmi) heldur sérfræðingastjórn sem ekki hleypir afstöðu meðborgaranna að stjórn landsins. Lýðræðið rennur úr greipum okkar. Færri munu vilja láta kjósa sig, flokkarnir munu draga úr hugmyndafræðinni. Klárt mál að ég sé hættu vegna tilkomu einræðis með tímanun”, segir hann af alvöruþunga.

Áhugi sænska utanríkisráðuneytisins á skýrslum frá Íslandi er vægast sagt hóflegur og ekki er mikill þrýstingur frá viðskiptalífinu (Ísland er aðeins 0,3% af útflutningi Svía). Það þýðir að enginn skiptir sér mikið af því, hvað Juholt gerir sem sendiherra. Á hinn bóginn fær Juholt loksins frjálsar hendur eftir að hafa verið skorðaður sem leiðtogi sósíaldemókrata. Og hann nýtur hverrar mínútu af frelsinu.

”Eftir fjögur ár verð ég 59 ára gamall og byrja þá mögulega eftirlaunatímann og stend í hvítum jakkafötum með hvítan stráhatt á gistiheimili með Riojavín í glasinu. Varla slæmur draumur er það?"


Velkominn Miðflokkurinn!

22281734_873229422840108_8309411974696464551_nFróðlegt var að fylgjast með stofnfundi Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni síðdegis í gær. Fundinum var sjónvarpað á netinu þannig að fólk nær og fjær gat fylgst með því sem fram fór.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er kominn aftur í gírinn og verður áhugavert að fylgjast með þeim krafti sem formar hið "nýja" stjórnmálaafl sem er í raun Framsóknarflokkurinn að taka sig úr álögum núverandi formanns. Fer vel að engar hindranir standi í vegi fyrir markmið Miðflokksins og að haldið verði áfram því verki sem Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn lögðu af stað með í ríkisstjórninni sem lenti í Panamaárásinni.

Það er mikilvægt að stuðningsmenn Framsóknarflokksins fylgi þétt með foringja sínum og einnig mikilvægt að allir lýðræðis- og lýðveldisunnendur standi að baki stjórnmálamönnum eins og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann er heill í stefnumálum, vinnur ötullega að framgangi þeirra og miðað við fyrri árangur í baráttunni við fjármálaþrjótana má búast við árangri af starfi Miðflokksins. InDefence hópurinn fæddi af sér þennan leiðtoga og margt annarra ágætra manna með vinnubrögðum sem sæma hvaða stjórnmálahreyfingu sem er.

Íslensk stjórnmál hafa snúist um sjálfstæði Íslands eftir að fjármálafyrirtæki fóru á hliðina 2008. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn (Framsóknarflokkurinn) hafa verið andsnúnir inngöngu í ESB á meðan vinstri hræringur smáflokka hefur skoppað á glóandi kolum ESB og beitt þjóðina lygum og blekkingum. Hafa eflaust margir fengið útrás fyrir sjokkið með því að skæla niður stjórnarskrána og reynt hefur verið að taka opinbera umræðu í gíslingu með RÚV sem helsta verkfærið. 

Miðflokkurinn mun án efa endurheimta traust landsmanna á möguleikum stjórnmálanna í einu elsta lýðræðisríki veraldar.

Ég óska Miðflokknum velgengni í störfum sínum.


mbl.is Ríkið endurskipuleggi fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta fjármálablaðran springur í ár eða á næsta ári

Skärmavbild 2017-10-07 kl. 10.14.07Fjárfestirinn Jim Rogers settist með framkvæmdastjóra Business Insider Henry Blodget í viðtalsþættinum ”The Bottom Line” og ræddu þeir efnahagsástandið. Ég læt fylgja með í lauslegri þýðingu það helsta sem fram kom í máli þeirra. 

Rogers: Ég lærði það snemma á fjárfestingarferli mínum að ég ætti ekki að fjárfesta í því sem mig langaði til. Betra er að fjárfesta í því sem er að gerast í heiminum. Annars væri ég gjaldþrota - algjörlega rúinn. Þetta heldur sem sé áfram. Sum hlutabréf í Bandaríkjunum eru komin í bólu. Blaðran er á leiðinni. Síðan springur hún og allir ættu að hafa miklar áhyggjur af því. En það er gott fyrir þig Henrý vegna þess að einhver verður að segja frá þessu. Þú færð vinnuöryggi. Þú ert heppin sál. 

Hvenær springur blaðran?

Seinna í ár eða næsta ár, skrifaðu það niður. 

Og hvað kemur þessu í gang?

Það er áhugavert að hlutirnir fara alltaf í gang á öðrum stað en við beinum sjónum að. Árið 2007 fór Ísland á hausinn. Fólk sagði ”Ísland”? Er það land? Eru þeir með markað? Síðan fór Írland á hausinn. Og Bear Sterns fór á hausinn. Og Lehman Brothers fóru á hausinn. Keðjan var þannig. Gerist alltaf á þeim stöðum sem við erum ekki með augun á.

Ég veit það ekki. Það gæti orðið lífeyrissjóðsáætlun Ameríku sem fer á hausinn, margir sjóðir eru gjaldþrota eins og þú veist. Það gæti orðið eitthvað land sem við höfum ekki augun á. það gæti orðið stríð - ólíklegt þó en eitthvað verður það…..

Hversu stórum skelli getum við búist við?

Þeim versta á ævinni. Það verður sá stærsti á minni ævi og ég er eldri en þú. Þetta verður grafalvarlegt mál. 

Við höfum haft efnahagsörðugleika í Bandaríkjunum, við getum notað Bandaríkin sem dæmi, á fjögurra til sjö ára millibili frá stofnun lýðveldisins. Jæja, það eru yfir 8 ár síðan síðast. Skuldastaðan þá var ekki neitt miðað við það sem er að gerast í dag.

2008 átti Kína heilmikið af peningum fyrir slæmu dagana. Svo fór að rigna. Þeir byrjuðu að eyða peningum. Núna eru Kínverjar líka skuldugir og er sú skuld miklu stærri. Veltureikningur Seðlabanka Bandaríkjanna hefur aukist allt að fimm sinnum frá 2008.

Þetta verður versti hvellurinn á ævi þinni - líka minni. Höfum því áhyggjur.

Getur einhver bjargað okkur?

Þeir munu reyna það. Það sem gerist er að vextir munu hækka eitthvað. Svo þegar ástandið verður orðið mjög slæmt þá hringir fólk og segir ”Þið verðið að bjarga mér. Vestræni heimurinn, hann er að hrynja”. Og Seðlabankinn sem búinn var til af stjórnmálamönnum og búrókrötum mun sega ”Klárt að við verðum að gera eitthvað”. Og þeir munu reyna en það mun ekki virka. Það mun orsaka einhverjar sveiflur en ekki virka í þetta sinn.

Við erum í þeirri stöðu að svo virðist vera mögulegt að hinn Vestræni heimur geti hrunið, þrátt fyrir að markaðir séu upp á við allan tímann. Oft þegar stórslys gerast í efnahagskerfinu, þá verður umrót í stjórnmálakerfinu. Hvað gerist í pólitíkinni ef þetta gerist?

Það er nú þess vegna sem ég flutti til Asíu. Börnin mín tala mandarísku vegna þess sem í vændum er. 

Ríkisstjórnir munu falla. Lönd munu einnig falla. Ísland féll síðast. Önnur lönd munu falla. Við fáum að sjá meira af slíku.

Stjórnmálaflokkar munu hverfa. Við munum sjá stofnanir sem hafa verið í gangi í langan tíma hverfa - Lehman Brothers voru meira en 150 ára þegar þeir hurfu. Varla til í minningu flestra. Við munum sjá miklu meira af slíku í næsta skipti, hvort svo sem um er ræða söfn, spítala, háskóla eða fjármálafyrirtæki.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband