Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Rússland segir hættuástand skapast ef Svíþjóð og Finnland ganga með í NATO

sauliniinisto

 

 

 

 

 

 

Það mundi skapa “hættulega, neikvæða þróun” ef Svíþjóð og Finnland ganga með í Nató segir utanríkisráðuneyti Rússlands í yfirlýsingu laugardaginn 31. maí. Yfirlýsingin kom bara nokkrum tímum eftir að Sauli Niinistö Finnlandsforseti sagði í finnska sjónvarpinu að “ef spurningin kemur upp verður þjóðaratkvæðagreiðsla á borðinu” og bætti því við, að “núna er kominn tími fyrir Finna að hefja víðar umræður um málið án takmarkana.”

“Við verðum að íhuga, hvernig finnsk Nató-þáttaka kemur út frá rússnesku sjónarhorni og hvaða aðgerðir Rússar mundu grípa til ef við göngum með,” sagði Niinistö í sjónvarpinu.

Síðastliðinn föstudag hittust aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Vladimir Titov og sendiherrar Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Danmerkur, Íslands, Eistlands, Lettlands og Litháen í Helsinki. Rússneska utanríkisráðuneytið segir, að “venjulega einkennist ástandið á Norðurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum af lítilli hernaðarlegri eða stjórnmálalegri spennu” en “Rússland ábyrgist að vernda landsmenn sína og menningu” sérstaklega í Eystrarsaltslöndunum”. Sænsk eða finnsk aðild að Nato mundi skapa “hættulega, neikvæða þróun” á svæðinu.

Forsætisráðherra Rússa, Dimitríj Medvedev sagði fyrir ári síðan að “nýir Natómeðlimir við landamæri Rússlands myndu breyta valdahlutföllum og neyða okkur að bregðast við og svara því.”

 


Hvað segir "Skipuleggjandi íslensku byltingarinnar" um afnám umsáturs heimilanna?

Skärmavbild 2014-05-19 kl. 20.27.05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í áróðurshópnum The Knowledge Movement, sem elur á sundrungu Bandaríkjamanna og öfundsýki gegn repúblikönum og efnuðum Bandaríkjamönnum, er mynd af "skipuleggjanda íslensku byltingarinnar" sem lét fangelsa bankastjóra og skipta út stjórnmálamönnum án þess að skjóta einni einustu byssukúlu.

Undir fyrirsögninni "Hvernig lemja (sigrast) á 1 prósentin" eignar Hörður Torfason sér heiðurinn af því: 

  • að forsætisráðherra og öll ríkisstjórnarin hafi verið neydd til afsagnar
  • að forsætisráðherra og bankaglæpamenn voru ákærðir
  • að forstjórar þriggja stærstu bankanna voru handteknir og aðrir reknir úr landi 
  • að kosið var ráð til að skrifa nýja stjórnarskrá gegn skuldasöfnun
  • að stærsti banki Íslands var þjóðnýttur
  • að ný ríkisstjórn kynnti 110% leiðina
Hvenær fáum við að sjá byltingarforingjann hrósa núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa
 
  • aflétt umsátrinu um heimilin með alvöru skuldaniðurfærslu og skattalækkunum? 
  • stöðvað fjármálaárásir á heimilin og atvinnuvegi landsmanna?
  • hafið rannsóknir á meintri fjármálaspillingu fyrri ríkisstjórnar m.a. varðandi afhendingu banka til kröfuhafa og misnotkun á skattafé til sparisjóða?
  • stöðvað gengdarlausan halla ríkissjóðs?
  • endurreist hagvöxt og framtíðarvon almennings og fyrirtækja? 
  • stöðvað a.m.k. í bili áframhald aðlögunarferlis ESB? 
 


mbl.is Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið tapar, þjóðlegir flokkar vinna á

ep1

 

 

 

 

 

Í Svíþjóð greina fjölmiðlar frá "brúnum vindum" í Evrópu eftir niðurstöður kosninga til Evrópusambandsins. Þrátt fyrir gífurlegan áróður Evrópusambandsins sjálfs um mikilvægi þess að kjósa halda íbúarnir áfram að sýna Evrópusambandinu vantraust með fjarveru frá kjörklefunum. Varla eitt prósent fleiri kusu núna eða 43,09 % borið saman við 43% árið 2009.

Burtséð frá löndum eins og Belgíu og Lúxembúrg með lögbundinni og 90% kosningaþáttöku var næst mestur áhugi á Möltu með um 75% þáttöku og þar á eftir kemur Grikkland með rúm 58% þáttöku sem hefur aukist með 6% frá 2009. Minnst þáttaka var í Slóvakíu með 13% þáttöku og þar hefur áhuginn fallið 6-7% miðað við 2009. Svipað hjá Slóveníu með um 21% þáttöku nú sem hefur fallið 7-8% síðan 2009. Í Póllandi kusu tæp 23% og tæp 29% í Ungverjalandi. 

Í heildina tekið hafa þjóðlegir flokkar sem vilja afturkalla völd frá ESB til þjóðríkjanna fengið byr undir vænginn. Gildir það allar gerðir af flokkum frá hægri til vinstri að meðtöldum nýnazistum í Þýzkalandi og Grikklandi til sósíalista á Ítalíu og Svíþjóð. Stórir flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi, Þjóðfylking Le Pen í Frakklandi og Danski þjóðarflokkurinn hafa fengið stærri hljómgrunn meðal kjósenda og betri stöðu til pólitískra áhrifa. T.d. náðu Frjálslyndir í Bretlandi engum manni inn, Sjálfstæðisflokkurinn vill að Bretar segi sig úr ESB og mikill þrýstingur er nú á bæði Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn að taka undir kröfu um úrsögn úr ESB t.d. að Cameron flýti fyrirhuguðum kosningum 2017.

Sænsku stjórnarflokkarnir Móderatar og Alþýðuflokksmenn töpuðu fylgi. Femínistar, Svíþjóðademókratar og Umhverfisvænir unnu mikið á og eru Umhverfisvænir annar stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar samkvæmt útkomu kosninganna. 

Niðurstaða kosninganna sýna að ESB hefur mistekist að vinna traust fyrir vegferð sína, sem var markmið ESB fyrir þingkosningarnar. Þvert á móti vex andstaðan við báknið í Brussel og þeir sem kjósa greiða flokkum atkvæði, sem lofa að taka til baka völdin frá ESB til þjóðanna eða hafa á stefnu sinni að ganga úr sambandinu. Mörg þeirra atkvæða eru mótmælaatkvæði gegn ESB og þá komast öfgaöfl á blað.

Búast má við verulegum stjórnmálaátökum í Evrópu í kjölfar kosninganna og þrátt fyrir að þjóðlegu öflin hafi ekki náð meirihluta á Evrópuþinginu munu þau geta stýrt dagskránni að einhverju leyti og hafa áhrif á gang mála hjá ESB og laskaða ímynd þess í aðildarríkjunum. 


Yfir 10 þúsund starfsmenn ESB á hærri launum en David Cameron, forsætisráðherra Breta

230px-David_Cameron_official

Enska blaðið The Telegraph segir frá nýjum gögnum sem lekið hefur verið út um launakjör 47 þúsund búrókrata Evrópusambandsins í Brussel. ESB hefur haldið upplýsingunum leyndum svo venjulegir íbúar aðildarríkja þess fái ekki vitneskju um ofurlaun og skattaívilnanir starfsmanna Evrópusambandsins. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafa yfir 10 þúsund starfsmenn ESB hærri laun en sjálfur forsætisráðherra Breta, David Cameron.

Það er meira en fimmti hver starfsmaður Evrópusambandsins sem nýtur þessarra ofurkjara. Laun David Camerons eru 142 þúsund pund sem gerir um rúm 81 þúsund pund eftir skatt og lífeyrisgreiðslur. Búrókratar ESB í Brussel njóta skattaívilnana og greiða minni skatt en breskur verkamaður af launum sínum.

Millistjórnendur ESB í ”AD11” flokki fá rúm 112 þúsund pund en þar sem þeir greiða einungis 13,4% í skatt hafa þeir milli 2-3 þúsund punda meira eftir skatt en forsætisráðherra Breta.

Búrókratarnir fá sérstaka launauppbót 16% ofan á laun sín vegna búsetu í Brussel eða Lúxemborg.

ESB hefur útskýrt há laun starfsmanna á grundvelli þess, hversu ”erfitt” sé að manna stöður búrókrata í Brussel og að einungis 1,9% séu breskir á meðan Bretar eru 12,3% af íbúafjölda aðildarríkjanna.

”Við reynum að fá til okkar bestu og skörpustu starfskraftana frá ríkari aðildarríkjum sérstaklega frá Bretlandi” segja yfirmenn ESB.

Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Breta segir að tölurnar sýni að ”eina leiðin til að bjarga peningum Breta og lýðræði sé að Bretar gangi úr sambandinu.”

Nýjustu kannanir í Bretlandi sýna að Sjálfstæðisflokkurinn fær langflest atkvæði á undan Verkamannaflokkinum og Íhaldsflokkinum.

Búist er við mjög lítilli þáttöku í kosningum til Evrópuþingsins um helgina í aðildarríkjum ESB og reikna margir með að flokkar andstæðir ESB fái stóraukið fylgi.


"Tökum löggjafarvaldið af Framkvæmdastjórn ESB!" Krafa Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseta.

Sarkozy

Í blöðunum Le Point og Die Welt skrifar fyrrum Frakklandsforseti Nicolas Sarkozy að "aðildarríki ESB verða at taka til baka ekki minna en helming af núverandi valdi ESB. Þjappa verði saman valdi ESB í færri en tíu mikilvæg grundvallar stjórnamálasvæði: iðnað, landbúnað, samkeppni, viðskiptastefnu, orku, rannsóknarstörf m.fl. Löggjafarvaldið verði tekið af Framkvæmdastjórn ESB og starfandi Evrópuþing eigi eitt sér á að fara með löggjafarvaldið."

"Evrópusambandið hefur skapað býrókratískt völundarhús á ferli sínum með Framkvæmdastjórninni og öllum ráðuneytum þess, sem verða að hafa eitthvað að gera. Árangurinn eru fyrirmæli sem skipta hundruðum um alls konar og oft heimskuleg mál."

Sarkozy vill enn fremur að gerður verði nýr Schengen-samningur, þar sem sameiginleg innflytjendapólitík séu skilyrði fyrir þáttöku.

(Byggt m.a. á Financial Times)

 10 þúsund starfsmenn ESB á hærri launum en sjálfur forsætisráðherra Breta

Nýleg gögn sem lekið hefur verið frá ESB sýna að rúm 20% starfsmanna ESB eru á hærri launum en sjálfur forsætisráðherra Breta með 142 þús bresk pund í laun. Starfsmenn ESB í Brussel njóta sérstakra skattfríðinda og borga minna en helming þess skatts sem breskir verkamenn þurfa að greiða af launum sínum.

ESB hefur reynt í lengstu lög að halda hlunnindum 47 þúsund starfsmanna sinna leyndum en gögnin láku út nýlega.


Samfylkingin enn við völd í utanríkismálum Íslands

c994096449fe5544803b0c2215177d6a

 

 

 

 

 

 

 

Það er með eindæmum að sjá kjörna leiðtoga þjóðarinnar tala um "formsatriði", "áréttingar", "hvort þörf sé á afturköllun ESB-aðildarumsóknar", "ljúka málinu með einhverjum hætti", "hefði verið betra að klára þetta", "það er ekki útilokað að hægt sé að klára þetta", "málið er dautt", "spurning um hversu langt menn vilja ganga til að klára þessi formlegheit" o.s.frv., o.s.frv.

Þingmenn setja lög. Lög gilda þar til þau eru afnumin eða ný lög með breytingum koma í þeirra stað. Af hverju gildir eitthvað annað um ESB-umsókn fyrri ríkisstjórnar? Er ríkisstjórnin að falla í gryfju sams konar blekkingarleiks og einkenndi fyrri ríkisstjórn og staðfestir inngöngubeiðnina í klúbbinn en "allt er í plati?"

Umsókn að ESB er að sjálfsögðu ekkert "formsatriði" - Þetta er eitt af stærstu pólitísku málum Íslands ekki síst vegna framkomu þingmanna sem neituðu að spyrja þjóðina, hvort hún vildi ganga með í ESB og gróflega misnotuðu umboð kjósenda með því að senda inn aðildarumsóknina til Brussel.

Í Svíþjóð og á meginlandinu hafa birst fréttir um að tillagan var afturkölluð og er það túlkað sem stefnubreyting ríkisstjórnarinnar sem nú hafi snúist hugur og vilji að Ísland gangi með í ESB. Alla vega að ríkisstjórnin stöðvi ekki áframhaldandi aðlögunarferli. Allir skilja þetta sem hlé á meðan verið er að finna leiðir fyrir Alþingi að taka skrefið að samþykkja yfirráð ESB á sjávarlögsögu landsins.

Á sínum tíma söfnuðust mörg atkvæði gegn Icesave og þá virtu margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þau atkvæði að vettugi. Núna gefa sömu þingmenn í ráðherrastólum tillögu Óskar nafnleyndar hærra undir höfði. Hvers vegna þetta misvægi í framkomu við fólk? Eru kjósendur núverandi ríkisstjórnar þýðingarminni en kjósendur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur? Það er einkennilegt að sjá fólk sem kennir sig við sjálfstæði vera svo máttlaust í hnjánum að stjórnarandstæðingum er réttur taumurinn.

Ríkisstjórnin tæmir innihald lýðræðisins og breytir sjálfu Alþingi í formsatriði með afstöðu sinni. Það er annað Alþingi en þjóðin vill samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins. Þurfa þingmenn enn eina ferðina að vera áminntir um hvert hlutverk þeirra er og í umboði hverra þeir starfa???

Það er skylda núverandi ríkisstjórnar að þvo þennan smánarblett af Alþingi sem ESB-umsóknin er. Ríkisstjórnin svíkur loforð sín um breytta utanríkisstefnu ef hún staðfestir aðildarumsókn fyrri ríkisstjórnar með gjörðum sínum.

Verði slíkt upp á teningnum mun álit Alþingis og þingmanna hrapa eina ferðina enn. Meiri hluti kjósenda höfnuðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og vilja aðra utanríkisstefnu en þá sem Samfylkingin og Vinstri grænir nauðguðu upp á þjóðina.

 

 


mbl.is Ný ESB-tillaga kemur til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkisstjórnin að verða "betri" Össur?

al_ingi4

 

 

 

Með því að hætta við að afturkalla ESB-umsóknin fyrri ríkisstjórnar staðfestir núverandi ríkisstjórn áframhaldandi stöðu Íslands sem umsóknarríkis ESB. Að hafa Ísland sem umsóknarríki ESB var stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem sótti um inngöngu í ESB án þess að spyrja þjóðina. Sú ríkisstjórn varð strand og lagði aðildarferlið á ís, þegar henni var gert ljóst, að Ísland verður að samþykkja yfirráð ESB yfir sjávarlögsögu Íslands. Núverandi ríkisstjórnarflokkar unnu kosningasigur út á loforð um breytta ESB-stefnu, sem tryggði fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga. 

Hverju hefur verið breytt? Nákvæmlega engu. Staðan er sú að ESB og handbendi þeirra leita færis að ná yfirráðum yfir Alþingi, svo sjávarlögsagan, utanríkissamningar og fjármálin verði afhent til Brussel. Hvað gerir ríkisstjórnin? Viðheldur status quo fram að næstu kosningum. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að endurtaka ískalda Icesavebragðið forðum og koma með "betri ESB-samning" en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst? Andrúmsloftið lyktar óneitanlega þannig. Þrír af fjórum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins greiddu ólögbundnum Icesavekröfum atkvæði um stórskert frelsi landsmanna og afsal dómslögsögu Íslands til stærsta kröfuhafans Breta. 

Slíkt athæfi mundi ræsa þjóðina enn á ný til að taka ráðin af duglausum stjórnmálamönnum sem hræðast lýðræðið.

Kanski vilja ráðamenn ríkisstjórnarflokkanna að andstæðar ESB-fylkingar berjist á Austurvelli svo ríkisstjórnin líkt Cesari afhendi verðlaun sigurvegarans frá svölum Alþingishússins. Keppa þingmenn sín á milli um hver nær lengst í kjósendasvikum og hversu mikið skúrkaskjól þingsalir geta veitt?

Fábjánalýðræði er þegar ríkisstjórn sem kosin er af meirihluta þjóðarinnar, framfylgir stefnu fyrri ríkisstjórnar sem þjóðin hafnaði. Bjálfaímynd Alþingis er þegar "samviska" þingmanna er æðri þjóðarvilja.

ESB-málin á Íslandi eru farin að minna á reglur ofstækistrúarmanna: Fyrst er fjallkonunni nauðgað og síðan á að hýða hana á almannafæri fyrir lauslæti. 

 

 


mbl.is ESB-málið stjórnarflokkunum „dýrkeypt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttvísa skipast

Gunnar Waage

Hljóðband Gunnars Waage er góð áminning um baráttuna gegn Icesave

Ánægjulegt að sjá árangur af starfi sérstaks saksóknara sem sýnt hefur eindæma dugnað við afar erfiðar aðstæður. Þrjótar á borð við Lárus Welding, Magnús Arngrímsson, Bjarna Jóhannesson að ekki sé minnst á sjálfan höfuðpaurinn í bankaárásinni á landsmenn, sjálfan Jón Ásgeir Jóhannesson eru best geymdir bak við lás og slá. 

Þessir þrjótar hafa með glæpum sínum svipt stórum hluta landsmanna frelsinu m.a. gegnum skattahækkanir vinstri stjórnarinnar, skuldasöfnun ríkisins sem eftirrétti við tæmingu bankainnistæðna, sparisjóða og lífeyrissjóða.

Ánægjulegt er líka að sjá staðfestu núverandi ríkisstjórnar gegn áframhaldandi árásum á landsmenn t.d. gegnum kröfur slitastjórnar Landsbankans um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. 

Baráttunni um Ísland er engan veginn lokið. Keyptir stjórnmálamenn þessara kumpána, sem sérstakur er að koma lögum á, hafa unnið og eru að vinna skaðræðisverk á landinu með framferði sínu bæði á Alþingi og utan þess og sér í lagi innan fyrri ríkisstjórnar. Stjórnarskrá lýðveldisins, Hæstiréttur, Alþingi, forsetaembættið og lýðræðið flækjast öll i vegi þessarar samspillingar. Andúðin gegn landsmönnum fyrir að hafa hafnað Icesave og óvilja að gangast við ESB umsókninni brýst út í skemmdarstarfi á þingi, eilífu svartrausgalli til að tala kjarkinn úr þjóðinni ásamt voninni um að efnahagur landsins fari í rúst svo hægt verði að þvinga Íslendinga á hnjánum inn á Brússelborðið. Sú von hefur stóraeflst við eftirgjöf ríkisstjórnarinnar á afturköllun ESB umsóknarinnar. Sú eftirgjöf er á meginlandinu túlkuð sem ný ákvörðun um breytta stefnu og áframhald aðlögunarferilsins.

Vonandi verða þrjótarnir dæmdir þyngsta dómi (sem engan veginn er nægjanleg refsing í hlutfalli við glæpi þeirra) en dugar samt til að þeir safni skeggi og fái möguleika á eintali við innri mann og almættið til að yfirvega möguleika á iðrun.

Afkastamikil heimska er skaðlegri en skipulögð vonska. Vonandi lærir ríkisstjórnin og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna að það er sjálfsmorð að reyna að "semja" við samspillinguna. Sé skafið af Árnanefi kemur Pútínbein í ljós.


mbl.is Vill Lárus í sex ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfingin "Drepum boðberann"

Enn lifir í stjórnmálahreyfingu útrásarvíkinga sem vildu stela Íslandi af landsmönnum. Bókstaflega. Fyrst með þjófnaði banka, sparisjóða og lífeyris. Síðan með sölu landsins til Evrópusambandsins - aðallega sjávarlögsögu með tilheyrandi fiskveiðiréttindum og olíuréttindum á hafsbotni upp að 12 mílna landhelgi.

Miklar árásir hafa verið gerðar á þjóðina með Icesave atlögunum, tilraunum til afnáms stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944, innleiðingu landsdóms til að ofsækja lýðræðislega kjörna fulltrúa, sem stóðu vaktina og spyrntu við fótum gegn banksterum og stjórnmálaleiguþýi þeirra aðallega innan vébanda Samfylkingarinnar. Aðför hefur verið gerð að einkaframtaki og reynt að kippa undan fótunum að aðalundirstöðuatvinnuvegum landsmanna, sjávarútvegi og landbúnaði.

Þjóðin hefur staðið vaktina og mun svo gera áfram. Hugur sjálfstæðs fólks er æðri taumlausri gróðafíkn útrásarvíkinga og valdahroka keyptra stjórnmálamanna. Þjóðin hefur liðið stórskaða af lögbrotum krataklíku og fjármálaglæpamanna. Kratar hafa rutt þjóðarhningnun braut með árásum á allt það besta sem þjóðin á, Alþingi og lýðræðið. 

fa7306caf12559240d0ac503ace20a30

Ræða prófessors Svans Kristjánssonar á útifundi aðildarsinna var andleysisræpa. Þar er öllum staðreyndum snúið á haus og umbúðarlaus afhending sjálfstæðis landsins till Evrópusambandsins falin í frásögn um stofnun lýðveldisins 1944 og sjálfseignuðum tilvitnunum í Martin Luther King. Uppgjöf menntaklíku 101 Reykjvík fyrir því að byggja upp landið á sjálfstæðum grundvelli í samvinnu við aðra landsmenn á lýðræðislegan hátt, er dauðastuna þeirra sem vilja láta aðra borga eigið uppihald gegnum skattheimtu og Brússelska brauðmola.

Þessi uppgjöf hefur reynt að finna farveg í sífelldum árásum á lýðræðisstofnanir okkar eins og Alþingi, forsetaembættið, ríkisstjórnarfyrirkomulag - í einu orði sagt: stjórnarskrá lýðveldisins, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944. Eða "alvaldið" eins og prófessorinn kallar það. Ýmsir viðstaddir 7. fundinn gátu vart vatni haldið af hrifningu yfir tillögunni um að afnema sjálfstæð völd landsmanna við gæslu fjöreggsins og flytja það í hendur búrókratanna í Brussel.

Alveg frá kollsteypu útrásarvíkinganna hefur leiguþý þeirra í stjórnmálum reynt að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega hefur verið ráðist á Davíð Oddsson sem enn er gefið að sök að vera "valdamesti" maður Íslands. Ef staðreyndir tala, þá er þetta líklega alveg rétt. Morgunblaðið er einn af fáum boðberum staðreynda í fjölmiðlaheiminum og því ber að fagna, að landsmenn taki staðreyndir fram yfir orðablaður sumra háskólagenginna manna.  

 


mbl.is Evrópumálið of fyrirferðarmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður fundur gefur góð fyrirheit

Fundur norrænu utanríkisráðherranna í Reykholti er dæmi um gott samstarf Norðurlanda og kveikir framtíðarvon. Vaxandi hernaðarþýðing Norðurslóða vegna útþenslustefnu Rússa krefst sameiningar á kröftum Norðurlanda til að verjast hugsanlegum árásum. Allt er þetta jákvæð þróun fyrir lítið varnarlaust land sem Ísland að eiga góða vini, sem hjálpað geta á raunastund.

Vladimir Pútín, sem hefur hertekið Krímskaga og espar Rússavini til borgarastyrjaldar í Úkraínu, hefur aldrei ætlað sér neitt annað en að endurreisa hið forna Sovétveldi. Það er skýringin á hinni óhemjulegu hernaðalegu uppbyggingu Rússa undanfarin ár sem og áætlun komandi ára.

ries

 

 

 

 

 

 

Ég ræddi við Tomas Ries, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum Norðurlanda og Evrópu í fyrri viku fyrir útvarp Sögu og hann telur að Vesturlönd og NATO hafi sofið á verðinum:

"Vesturlöndin sváfu á verðinum á meðan Pútín byggði upp hernaðarmátt sinn. Pútín hefur algjörlega yfirburðastöðu kjarnorkuvopna í Evrópu, Evrópa er næstum ekki með neitt og Rússland er með geysilegt magn nútíma kjarnorkuvopna, sem aðeins er hægt að nota í Evrópu og ekki bundin Bandaríkjunum. Þetta er einn hlutur og annar er, að frá 2011 eru Rússar að byggja upp hefðbundinn herafla og þegar verkinu lýkur eftir um það bil 28 ár munu Rússar líka hafa geysisterka yfirburðastöðu hefðbundins herafla í Evrópu. Þá munum við standa berskjölduð." 

Tomas Ries telur að Ísland, Grænland og Noregur fái erfitt varnarverkefni vegna aukinna kafbátaferða Rússa um Norður-Atlantshaf:

"..við hverfum aftur til Evrópu, þar sem möguleiki vopnaðra árekstra og átaka er kominn til baka og það er ekki gott fyrir neinn. Hvað Ísland varðar, þá byggja Rússar upp hernaðarmátt sinn á Norðurslóðum með strategískum kafbátastyrkleika á Kolahálfeyjunni og það þýðir að farvötn norðan af Íslandi verða hernaðarlega mikilvæg enn á ný. Það verður erfitt fyrir bæði Ísland, Grænland og Noreg og það verður enginn leikur. "

Utanríkismálin eru í góðum höndum utanríkisráðherrans okkar Gunnars Braga Sveinssonar og núverandi ríkisstjórnar. 


mbl.is Átökin alvarlegt áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband