Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Rússland segir hćttuástand skapast ef Svíţjóđ og Finnland ganga međ í NATO

sauliniinisto

 

 

 

 

 

 

Ţađ mundi skapa “hćttulega, neikvćđa ţróun” ef Svíţjóđ og Finnland ganga međ í Nató segir utanríkisráđuneyti Rússlands í yfirlýsingu laugardaginn 31. maí. Yfirlýsingin kom bara nokkrum tímum eftir ađ Sauli Niinistö Finnlandsforseti sagđi í finnska sjónvarpinu ađ “ef spurningin kemur upp verđur ţjóđaratkvćđagreiđsla á borđinu” og bćtti ţví viđ, ađ “núna er kominn tími fyrir Finna ađ hefja víđar umrćđur um máliđ án takmarkana.”

“Viđ verđum ađ íhuga, hvernig finnsk Nató-ţáttaka kemur út frá rússnesku sjónarhorni og hvađa ađgerđir Rússar mundu grípa til ef viđ göngum međ,” sagđi Niinistö í sjónvarpinu.

Síđastliđinn föstudag hittust ađstođarutanríkisráđherra Rússlands, Vladimir Titov og sendiherrar Svíţjóđar, Finnlands, Noregs, Danmerkur, Íslands, Eistlands, Lettlands og Litháen í Helsinki. Rússneska utanríkisráđuneytiđ segir, ađ “venjulega einkennist ástandiđ á Norđurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum af lítilli hernađarlegri eđa stjórnmálalegri spennu” en “Rússland ábyrgist ađ vernda landsmenn sína og menningu” sérstaklega í Eystrarsaltslöndunum”. Sćnsk eđa finnsk ađild ađ Nato mundi skapa “hćttulega, neikvćđa ţróun” á svćđinu.

Forsćtisráđherra Rússa, Dimitríj Medvedev sagđi fyrir ári síđan ađ “nýir Natómeđlimir viđ landamćri Rússlands myndu breyta valdahlutföllum og neyđa okkur ađ bregđast viđ og svara ţví.”

 


Hvađ segir "Skipuleggjandi íslensku byltingarinnar" um afnám umsáturs heimilanna?

Skärmavbild 2014-05-19 kl. 20.27.05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í áróđurshópnum The Knowledge Movement, sem elur á sundrungu Bandaríkjamanna og öfundsýki gegn repúblikönum og efnuđum Bandaríkjamönnum, er mynd af "skipuleggjanda íslensku byltingarinnar" sem lét fangelsa bankastjóra og skipta út stjórnmálamönnum án ţess ađ skjóta einni einustu byssukúlu.

Undir fyrirsögninni "Hvernig lemja (sigrast) á 1 prósentin" eignar Hörđur Torfason sér heiđurinn af ţví: 

 • ađ forsćtisráđherra og öll ríkisstjórnarin hafi veriđ neydd til afsagnar
 • ađ forsćtisráđherra og bankaglćpamenn voru ákćrđir
 • ađ forstjórar ţriggja stćrstu bankanna voru handteknir og ađrir reknir úr landi 
 • ađ kosiđ var ráđ til ađ skrifa nýja stjórnarskrá gegn skuldasöfnun
 • ađ stćrsti banki Íslands var ţjóđnýttur
 • ađ ný ríkisstjórn kynnti 110% leiđina
Hvenćr fáum viđ ađ sjá byltingarforingjann hrósa núverandi ríkisstjórn fyrir ađ hafa
 
 • aflétt umsátrinu um heimilin međ alvöru skuldaniđurfćrslu og skattalćkkunum? 
 • stöđvađ fjármálaárásir á heimilin og atvinnuvegi landsmanna?
 • hafiđ rannsóknir á meintri fjármálaspillingu fyrri ríkisstjórnar m.a. varđandi afhendingu banka til kröfuhafa og misnotkun á skattafé til sparisjóđa?
 • stöđvađ gengdarlausan halla ríkissjóđs?
 • endurreist hagvöxt og framtíđarvon almennings og fyrirtćkja? 
 • stöđvađ a.m.k. í bili áframhald ađlögunarferlis ESB? 
 


mbl.is Međ ólíkindum hvađ menn leggjast lágt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópusambandiđ tapar, ţjóđlegir flokkar vinna á

ep1

 

 

 

 

 

Í Svíţjóđ greina fjölmiđlar frá "brúnum vindum" í Evrópu eftir niđurstöđur kosninga til Evrópusambandsins. Ţrátt fyrir gífurlegan áróđur Evrópusambandsins sjálfs um mikilvćgi ţess ađ kjósa halda íbúarnir áfram ađ sýna Evrópusambandinu vantraust međ fjarveru frá kjörklefunum. Varla eitt prósent fleiri kusu núna eđa 43,09 % boriđ saman viđ 43% áriđ 2009.

Burtséđ frá löndum eins og Belgíu og Lúxembúrg međ lögbundinni og 90% kosningaţáttöku var nćst mestur áhugi á Möltu međ um 75% ţáttöku og ţar á eftir kemur Grikkland međ rúm 58% ţáttöku sem hefur aukist međ 6% frá 2009. Minnst ţáttaka var í Slóvakíu međ 13% ţáttöku og ţar hefur áhuginn falliđ 6-7% miđađ viđ 2009. Svipađ hjá Slóveníu međ um 21% ţáttöku nú sem hefur falliđ 7-8% síđan 2009. Í Póllandi kusu tćp 23% og tćp 29% í Ungverjalandi. 

Í heildina tekiđ hafa ţjóđlegir flokkar sem vilja afturkalla völd frá ESB til ţjóđríkjanna fengiđ byr undir vćnginn. Gildir ţađ allar gerđir af flokkum frá hćgri til vinstri ađ međtöldum nýnazistum í Ţýzkalandi og Grikklandi til sósíalista á Ítalíu og Svíţjóđ. Stórir flokkar eins og Sjálfstćđisflokkurinn í Bretlandi, Ţjóđfylking Le Pen í Frakklandi og Danski ţjóđarflokkurinn hafa fengiđ stćrri hljómgrunn međal kjósenda og betri stöđu til pólitískra áhrifa. T.d. náđu Frjálslyndir í Bretlandi engum manni inn, Sjálfstćđisflokkurinn vill ađ Bretar segi sig úr ESB og mikill ţrýstingur er nú á bćđi Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn ađ taka undir kröfu um úrsögn úr ESB t.d. ađ Cameron flýti fyrirhuguđum kosningum 2017.

Sćnsku stjórnarflokkarnir Móderatar og Alţýđuflokksmenn töpuđu fylgi. Femínistar, Svíţjóđademókratar og Umhverfisvćnir unnu mikiđ á og eru Umhverfisvćnir annar stćrsti stjórnmálaflokkur Svíţjóđar samkvćmt útkomu kosninganna. 

Niđurstađa kosninganna sýna ađ ESB hefur mistekist ađ vinna traust fyrir vegferđ sína, sem var markmiđ ESB fyrir ţingkosningarnar. Ţvert á móti vex andstađan viđ bákniđ í Brussel og ţeir sem kjósa greiđa flokkum atkvćđi, sem lofa ađ taka til baka völdin frá ESB til ţjóđanna eđa hafa á stefnu sinni ađ ganga úr sambandinu. Mörg ţeirra atkvćđa eru mótmćlaatkvćđi gegn ESB og ţá komast öfgaöfl á blađ.

Búast má viđ verulegum stjórnmálaátökum í Evrópu í kjölfar kosninganna og ţrátt fyrir ađ ţjóđlegu öflin hafi ekki náđ meirihluta á Evrópuţinginu munu ţau geta stýrt dagskránni ađ einhverju leyti og hafa áhrif á gang mála hjá ESB og laskađa ímynd ţess í ađildarríkjunum. 


Yfir 10 ţúsund starfsmenn ESB á hćrri launum en David Cameron, forsćtisráđherra Breta

230px-David_Cameron_official

Enska blađiđ The Telegraph segir frá nýjum gögnum sem lekiđ hefur veriđ út um launakjör 47 ţúsund búrókrata Evrópusambandsins í Brussel. ESB hefur haldiđ upplýsingunum leyndum svo venjulegir íbúar ađildarríkja ţess fái ekki vitneskju um ofurlaun og skattaívilnanir starfsmanna Evrópusambandsins. Samkvćmt ţessum nýju upplýsingum hafa yfir 10 ţúsund starfsmenn ESB hćrri laun en sjálfur forsćtisráđherra Breta, David Cameron.

Ţađ er meira en fimmti hver starfsmađur Evrópusambandsins sem nýtur ţessarra ofurkjara. Laun David Camerons eru 142 ţúsund pund sem gerir um rúm 81 ţúsund pund eftir skatt og lífeyrisgreiđslur. Búrókratar ESB í Brussel njóta skattaívilnana og greiđa minni skatt en breskur verkamađur af launum sínum.

Millistjórnendur ESB í ”AD11” flokki fá rúm 112 ţúsund pund en ţar sem ţeir greiđa einungis 13,4% í skatt hafa ţeir milli 2-3 ţúsund punda meira eftir skatt en forsćtisráđherra Breta.

Búrókratarnir fá sérstaka launauppbót 16% ofan á laun sín vegna búsetu í Brussel eđa Lúxemborg.

ESB hefur útskýrt há laun starfsmanna á grundvelli ţess, hversu ”erfitt” sé ađ manna stöđur búrókrata í Brussel og ađ einungis 1,9% séu breskir á međan Bretar eru 12,3% af íbúafjölda ađildarríkjanna.

”Viđ reynum ađ fá til okkar bestu og skörpustu starfskraftana frá ríkari ađildarríkjum sérstaklega frá Bretlandi” segja yfirmenn ESB.

Nigel Farage formađur Sjálfstćđisflokks Breta segir ađ tölurnar sýni ađ ”eina leiđin til ađ bjarga peningum Breta og lýđrćđi sé ađ Bretar gangi úr sambandinu.”

Nýjustu kannanir í Bretlandi sýna ađ Sjálfstćđisflokkurinn fćr langflest atkvćđi á undan Verkamannaflokkinum og Íhaldsflokkinum.

Búist er viđ mjög lítilli ţáttöku í kosningum til Evrópuţingsins um helgina í ađildarríkjum ESB og reikna margir međ ađ flokkar andstćđir ESB fái stóraukiđ fylgi.


"Tökum löggjafarvaldiđ af Framkvćmdastjórn ESB!" Krafa Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseta.

Sarkozy

Í blöđunum Le Point og Die Welt skrifar fyrrum Frakklandsforseti Nicolas Sarkozy ađ "ađildarríki ESB verđa at taka til baka ekki minna en helming af núverandi valdi ESB. Ţjappa verđi saman valdi ESB í fćrri en tíu mikilvćg grundvallar stjórnamálasvćđi: iđnađ, landbúnađ, samkeppni, viđskiptastefnu, orku, rannsóknarstörf m.fl. Löggjafarvaldiđ verđi tekiđ af Framkvćmdastjórn ESB og starfandi Evrópuţing eigi eitt sér á ađ fara međ löggjafarvaldiđ."

"Evrópusambandiđ hefur skapađ býrókratískt völundarhús á ferli sínum međ Framkvćmdastjórninni og öllum ráđuneytum ţess, sem verđa ađ hafa eitthvađ ađ gera. Árangurinn eru fyrirmćli sem skipta hundruđum um alls konar og oft heimskuleg mál."

Sarkozy vill enn fremur ađ gerđur verđi nýr Schengen-samningur, ţar sem sameiginleg innflytjendapólitík séu skilyrđi fyrir ţáttöku.

(Byggt m.a. á Financial Times)

 10 ţúsund starfsmenn ESB á hćrri launum en sjálfur forsćtisráđherra Breta

Nýleg gögn sem lekiđ hefur veriđ frá ESB sýna ađ rúm 20% starfsmanna ESB eru á hćrri launum en sjálfur forsćtisráđherra Breta međ 142 ţús bresk pund í laun. Starfsmenn ESB í Brussel njóta sérstakra skattfríđinda og borga minna en helming ţess skatts sem breskir verkamenn ţurfa ađ greiđa af launum sínum.

ESB hefur reynt í lengstu lög ađ halda hlunnindum 47 ţúsund starfsmanna sinna leyndum en gögnin láku út nýlega.


Samfylkingin enn viđ völd í utanríkismálum Íslands

c994096449fe5544803b0c2215177d6a

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ er međ eindćmum ađ sjá kjörna leiđtoga ţjóđarinnar tala um "formsatriđi", "áréttingar", "hvort ţörf sé á afturköllun ESB-ađildarumsóknar", "ljúka málinu međ einhverjum hćtti", "hefđi veriđ betra ađ klára ţetta", "ţađ er ekki útilokađ ađ hćgt sé ađ klára ţetta", "máliđ er dautt", "spurning um hversu langt menn vilja ganga til ađ klára ţessi formlegheit" o.s.frv., o.s.frv.

Ţingmenn setja lög. Lög gilda ţar til ţau eru afnumin eđa ný lög međ breytingum koma í ţeirra stađ. Af hverju gildir eitthvađ annađ um ESB-umsókn fyrri ríkisstjórnar? Er ríkisstjórnin ađ falla í gryfju sams konar blekkingarleiks og einkenndi fyrri ríkisstjórn og stađfestir inngöngubeiđnina í klúbbinn en "allt er í plati?"

Umsókn ađ ESB er ađ sjálfsögđu ekkert "formsatriđi" - Ţetta er eitt af stćrstu pólitísku málum Íslands ekki síst vegna framkomu ţingmanna sem neituđu ađ spyrja ţjóđina, hvort hún vildi ganga međ í ESB og gróflega misnotuđu umbođ kjósenda međ ţví ađ senda inn ađildarumsóknina til Brussel.

Í Svíţjóđ og á meginlandinu hafa birst fréttir um ađ tillagan var afturkölluđ og er ţađ túlkađ sem stefnubreyting ríkisstjórnarinnar sem nú hafi snúist hugur og vilji ađ Ísland gangi međ í ESB. Alla vega ađ ríkisstjórnin stöđvi ekki áframhaldandi ađlögunarferli. Allir skilja ţetta sem hlé á međan veriđ er ađ finna leiđir fyrir Alţingi ađ taka skrefiđ ađ samţykkja yfirráđ ESB á sjávarlögsögu landsins.

Á sínum tíma söfnuđust mörg atkvćđi gegn Icesave og ţá virtu margir ţingmenn Sjálfstćđisflokksins ţau atkvćđi ađ vettugi. Núna gefa sömu ţingmenn í ráđherrastólum tillögu Óskar nafnleyndar hćrra undir höfđi. Hvers vegna ţetta misvćgi í framkomu viđ fólk? Eru kjósendur núverandi ríkisstjórnar ţýđingarminni en kjósendur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur? Ţađ er einkennilegt ađ sjá fólk sem kennir sig viđ sjálfstćđi vera svo máttlaust í hnjánum ađ stjórnarandstćđingum er réttur taumurinn.

Ríkisstjórnin tćmir innihald lýđrćđisins og breytir sjálfu Alţingi í formsatriđi međ afstöđu sinni. Ţađ er annađ Alţingi en ţjóđin vill samkvćmt stjórnarskrá lýđveldisins. Ţurfa ţingmenn enn eina ferđina ađ vera áminntir um hvert hlutverk ţeirra er og í umbođi hverra ţeir starfa???

Ţađ er skylda núverandi ríkisstjórnar ađ ţvo ţennan smánarblett af Alţingi sem ESB-umsóknin er. Ríkisstjórnin svíkur loforđ sín um breytta utanríkisstefnu ef hún stađfestir ađildarumsókn fyrri ríkisstjórnar međ gjörđum sínum.

Verđi slíkt upp á teningnum mun álit Alţingis og ţingmanna hrapa eina ferđina enn. Meiri hluti kjósenda höfnuđu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur og vilja ađra utanríkisstefnu en ţá sem Samfylkingin og Vinstri grćnir nauđguđu upp á ţjóđina.

 

 


mbl.is Ný ESB-tillaga kemur til greina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ćtlar ríkisstjórnin ađ verđa "betri" Össur?

al_ingi4

 

 

 

Međ ţví ađ hćtta viđ ađ afturkalla ESB-umsóknin fyrri ríkisstjórnar stađfestir núverandi ríkisstjórn áframhaldandi stöđu Íslands sem umsóknarríkis ESB. Ađ hafa Ísland sem umsóknarríki ESB var stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur sem sótti um inngöngu í ESB án ţess ađ spyrja ţjóđina. Sú ríkisstjórn varđ strand og lagđi ađildarferliđ á ís, ţegar henni var gert ljóst, ađ Ísland verđur ađ samţykkja yfirráđ ESB yfir sjávarlögsögu Íslands. Núverandi ríkisstjórnarflokkar unnu kosningasigur út á loforđ um breytta ESB-stefnu, sem tryggđi fullveldi og sjálfsákvörđunarrétt Íslendinga. 

Hverju hefur veriđ breytt? Nákvćmlega engu. Stađan er sú ađ ESB og handbendi ţeirra leita fćris ađ ná yfirráđum yfir Alţingi, svo sjávarlögsagan, utanríkissamningar og fjármálin verđi afhent til Brussel. Hvađ gerir ríkisstjórnin? Viđheldur status quo fram ađ nćstu kosningum. Ćtlar Sjálfstćđisflokkurinn ađ endurtaka ískalda Icesavebragđiđ forđum og koma međ "betri ESB-samning" en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur tókst? Andrúmsloftiđ lyktar óneitanlega ţannig. Ţrír af fjórum ráđherrum Sjálfstćđisflokksins greiddu ólögbundnum Icesavekröfum atkvćđi um stórskert frelsi landsmanna og afsal dómslögsögu Íslands til stćrsta kröfuhafans Breta. 

Slíkt athćfi mundi rćsa ţjóđina enn á ný til ađ taka ráđin af duglausum stjórnmálamönnum sem hrćđast lýđrćđiđ.

Kanski vilja ráđamenn ríkisstjórnarflokkanna ađ andstćđar ESB-fylkingar berjist á Austurvelli svo ríkisstjórnin líkt Cesari afhendi verđlaun sigurvegarans frá svölum Alţingishússins. Keppa ţingmenn sín á milli um hver nćr lengst í kjósendasvikum og hversu mikiđ skúrkaskjól ţingsalir geta veitt?

Fábjánalýđrćđi er ţegar ríkisstjórn sem kosin er af meirihluta ţjóđarinnar, framfylgir stefnu fyrri ríkisstjórnar sem ţjóđin hafnađi. Bjálfaímynd Alţingis er ţegar "samviska" ţingmanna er ćđri ţjóđarvilja.

ESB-málin á Íslandi eru farin ađ minna á reglur ofstćkistrúarmanna: Fyrst er fjallkonunni nauđgađ og síđan á ađ hýđa hana á almannafćri fyrir lauslćti. 

 

 


mbl.is ESB-máliđ stjórnarflokkunum „dýrkeypt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Réttvísa skipast

Gunnar Waage

Hljóđband Gunnars Waage er góđ áminning um baráttuna gegn Icesave

Ánćgjulegt ađ sjá árangur af starfi sérstaks saksóknara sem sýnt hefur eindćma dugnađ viđ afar erfiđar ađstćđur. Ţrjótar á borđ viđ Lárus Welding, Magnús Arngrímsson, Bjarna Jóhannesson ađ ekki sé minnst á sjálfan höfuđpaurinn í bankaárásinni á landsmenn, sjálfan Jón Ásgeir Jóhannesson eru best geymdir bak viđ lás og slá. 

Ţessir ţrjótar hafa međ glćpum sínum svipt stórum hluta landsmanna frelsinu m.a. gegnum skattahćkkanir vinstri stjórnarinnar, skuldasöfnun ríkisins sem eftirrétti viđ tćmingu bankainnistćđna, sparisjóđa og lífeyrissjóđa.

Ánćgjulegt er líka ađ sjá stađfestu núverandi ríkisstjórnar gegn áframhaldandi árásum á landsmenn t.d. gegnum kröfur slitastjórnar Landsbankans um undanţágu frá gjaldeyrishöftum. 

Baráttunni um Ísland er engan veginn lokiđ. Keyptir stjórnmálamenn ţessara kumpána, sem sérstakur er ađ koma lögum á, hafa unniđ og eru ađ vinna skađrćđisverk á landinu međ framferđi sínu bćđi á Alţingi og utan ţess og sér í lagi innan fyrri ríkisstjórnar. Stjórnarskrá lýđveldisins, Hćstiréttur, Alţingi, forsetaembćttiđ og lýđrćđiđ flćkjast öll i vegi ţessarar samspillingar. Andúđin gegn landsmönnum fyrir ađ hafa hafnađ Icesave og óvilja ađ gangast viđ ESB umsókninni brýst út í skemmdarstarfi á ţingi, eilífu svartrausgalli til ađ tala kjarkinn úr ţjóđinni ásamt voninni um ađ efnahagur landsins fari í rúst svo hćgt verđi ađ ţvinga Íslendinga á hnjánum inn á Brússelborđiđ. Sú von hefur stóraeflst viđ eftirgjöf ríkisstjórnarinnar á afturköllun ESB umsóknarinnar. Sú eftirgjöf er á meginlandinu túlkuđ sem ný ákvörđun um breytta stefnu og áframhald ađlögunarferilsins.

Vonandi verđa ţrjótarnir dćmdir ţyngsta dómi (sem engan veginn er nćgjanleg refsing í hlutfalli viđ glćpi ţeirra) en dugar samt til ađ ţeir safni skeggi og fái möguleika á eintali viđ innri mann og almćttiđ til ađ yfirvega möguleika á iđrun.

Afkastamikil heimska er skađlegri en skipulögđ vonska. Vonandi lćrir ríkisstjórnin og ţingmenn ríkisstjórnarflokkanna ađ ţađ er sjálfsmorđ ađ reyna ađ "semja" viđ samspillinguna. Sé skafiđ af Árnanefi kemur Pútínbein í ljós.


mbl.is Vill Lárus í sex ára fangelsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hreyfingin "Drepum bođberann"

Enn lifir í stjórnmálahreyfingu útrásarvíkinga sem vildu stela Íslandi af landsmönnum. Bókstaflega. Fyrst međ ţjófnađi banka, sparisjóđa og lífeyris. Síđan međ sölu landsins til Evrópusambandsins - ađallega sjávarlögsögu međ tilheyrandi fiskveiđiréttindum og olíuréttindum á hafsbotni upp ađ 12 mílna landhelgi.

Miklar árásir hafa veriđ gerđar á ţjóđina međ Icesave atlögunum, tilraunum til afnáms stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944, innleiđingu landsdóms til ađ ofsćkja lýđrćđislega kjörna fulltrúa, sem stóđu vaktina og spyrntu viđ fótum gegn banksterum og stjórnmálaleiguţýi ţeirra ađallega innan vébanda Samfylkingarinnar. Ađför hefur veriđ gerđ ađ einkaframtaki og reynt ađ kippa undan fótunum ađ ađalundirstöđuatvinnuvegum landsmanna, sjávarútvegi og landbúnađi.

Ţjóđin hefur stađiđ vaktina og mun svo gera áfram. Hugur sjálfstćđs fólks er ćđri taumlausri gróđafíkn útrásarvíkinga og valdahroka keyptra stjórnmálamanna. Ţjóđin hefur liđiđ stórskađa af lögbrotum krataklíku og fjármálaglćpamanna. Kratar hafa rutt ţjóđarhningnun braut međ árásum á allt ţađ besta sem ţjóđin á, Alţingi og lýđrćđiđ. 

fa7306caf12559240d0ac503ace20a30

Rćđa prófessors Svans Kristjánssonar á útifundi ađildarsinna var andleysisrćpa. Ţar er öllum stađreyndum snúiđ á haus og umbúđarlaus afhending sjálfstćđis landsins till Evrópusambandsins falin í frásögn um stofnun lýđveldisins 1944 og sjálfseignuđum tilvitnunum í Martin Luther King. Uppgjöf menntaklíku 101 Reykjvík fyrir ţví ađ byggja upp landiđ á sjálfstćđum grundvelli í samvinnu viđ ađra landsmenn á lýđrćđislegan hátt, er dauđastuna ţeirra sem vilja láta ađra borga eigiđ uppihald gegnum skattheimtu og Brússelska brauđmola.

Ţessi uppgjöf hefur reynt ađ finna farveg í sífelldum árásum á lýđrćđisstofnanir okkar eins og Alţingi, forsetaembćttiđ, ríkisstjórnarfyrirkomulag - í einu orđi sagt: stjórnarskrá lýđveldisins, sem ţjóđin samţykkti á Ţingvöllum 17. júní 1944. Eđa "alvaldiđ" eins og prófessorinn kallar ţađ. Ýmsir viđstaddir 7. fundinn gátu vart vatni haldiđ af hrifningu yfir tillögunni um ađ afnema sjálfstćđ völd landsmanna viđ gćslu fjöreggsins og flytja ţađ í hendur búrókratanna í Brussel.

Alveg frá kollsteypu útrásarvíkinganna hefur leiguţý ţeirra í stjórnmálum reynt ađ koma höggi á Sjálfstćđisflokkinn. Sérstaklega hefur veriđ ráđist á Davíđ Oddsson sem enn er gefiđ ađ sök ađ vera "valdamesti" mađur Íslands. Ef stađreyndir tala, ţá er ţetta líklega alveg rétt. Morgunblađiđ er einn af fáum bođberum stađreynda í fjölmiđlaheiminum og ţví ber ađ fagna, ađ landsmenn taki stađreyndir fram yfir orđablađur sumra háskólagenginna manna.  

 


mbl.is Evrópumáliđ of fyrirferđarmikiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđur fundur gefur góđ fyrirheit

Fundur norrćnu utanríkisráđherranna í Reykholti er dćmi um gott samstarf Norđurlanda og kveikir framtíđarvon. Vaxandi hernađarţýđing Norđurslóđa vegna útţenslustefnu Rússa krefst sameiningar á kröftum Norđurlanda til ađ verjast hugsanlegum árásum. Allt er ţetta jákvćđ ţróun fyrir lítiđ varnarlaust land sem Ísland ađ eiga góđa vini, sem hjálpađ geta á raunastund.

Vladimir Pútín, sem hefur hertekiđ Krímskaga og espar Rússavini til borgarastyrjaldar í Úkraínu, hefur aldrei ćtlađ sér neitt annađ en ađ endurreisa hiđ forna Sovétveldi. Ţađ er skýringin á hinni óhemjulegu hernađalegu uppbyggingu Rússa undanfarin ár sem og áćtlun komandi ára.

ries

 

 

 

 

 

 

Ég rćddi viđ Tomas Ries, sérfrćđing í öryggis- og varnarmálum Norđurlanda og Evrópu í fyrri viku fyrir útvarp Sögu og hann telur ađ Vesturlönd og NATO hafi sofiđ á verđinum:

"Vesturlöndin sváfu á verđinum á međan Pútín byggđi upp hernađarmátt sinn. Pútín hefur algjörlega yfirburđastöđu kjarnorkuvopna í Evrópu, Evrópa er nćstum ekki međ neitt og Rússland er međ geysilegt magn nútíma kjarnorkuvopna, sem ađeins er hćgt ađ nota í Evrópu og ekki bundin Bandaríkjunum. Ţetta er einn hlutur og annar er, ađ frá 2011 eru Rússar ađ byggja upp hefđbundinn herafla og ţegar verkinu lýkur eftir um ţađ bil 28 ár munu Rússar líka hafa geysisterka yfirburđastöđu hefđbundins herafla í Evrópu. Ţá munum viđ standa berskjölduđ." 

Tomas Ries telur ađ Ísland, Grćnland og Noregur fái erfitt varnarverkefni vegna aukinna kafbátaferđa Rússa um Norđur-Atlantshaf:

"..viđ hverfum aftur til Evrópu, ţar sem möguleiki vopnađra árekstra og átaka er kominn til baka og ţađ er ekki gott fyrir neinn. Hvađ Ísland varđar, ţá byggja Rússar upp hernađarmátt sinn á Norđurslóđum međ strategískum kafbátastyrkleika á Kolahálfeyjunni og ţađ ţýđir ađ farvötn norđan af Íslandi verđa hernađarlega mikilvćg enn á ný. Ţađ verđur erfitt fyrir bćđi Ísland, Grćnland og Noreg og ţađ verđur enginn leikur. "

Utanríkismálin eru í góđum höndum utanríkisráđherrans okkar Gunnars Braga Sveinssonar og núverandi ríkisstjórnar. 


mbl.is Átökin alvarlegt áhyggjuefni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband