Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Einstaklings- og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum

show_image_small.php

Eftir Heimeyjargosið 1973, þegar Vestmannaeyingar björguðust á þann hátt að kraftaverki líktist, unnu margir Vestmannaeyingar við störf fjarri heimaslóðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast nokkrum þeirra, sem með einstökum krafti og lífsgleði höfðu áhrif á alla viðstadda við störf og leik. Sinnið, óbilgirnin og jákvæð lífsafstaða hreif alla viðstadda með sér og gerði lífið miklu skemmtilegra.

Það eru einmitt þessi einkenni sem mér finnst hinn ágæti leiðtogi Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum Elliði Vignisson halda á lofti í afar góðri grein um "syrgjandi ekkjuna".

Elliði skrifar: "Hin syrgjandi ekkja Sjálfstæðisflokksins er nú komin á endastöð. Hinn almenni flokksmaður vill ekki lengur að forystumenn séu eins og mýs undir fjalaketti. Við skömmumst okkar ekki fyrir stefnuna. Ég er stoltur af því ef fjárlög eru kennd við frjálshyggju. Það er ekki skammaryrði heldur sú stefna að setja beri ríkisvaldi þröng takmörk, en treysta þess í stað aðallega á frjáls viðskipti og sjálfssprottnar venjur. Ég skammast mín ekki fyrir að vera hægrimaður og er stoltur af því."

Áfram skrifar Elliði: "Það er hlutverk Sjálfstæðisflokksins að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."

Kærar þakkir Elliði, orð þín eru að sönnu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki eini flokkurinn á Íslandi, þegar útrásarvíkingarnir misstu niður um sig buxurnar, þrátt fyrir að sumir hafi síðan hágrátið um ástandið og kennt einum flokki um allt saman.

Meginlandið ætti að láta góðu goluna frá Eyjum hríslast um líkamann og endurnæra sálina, því ekki vantar verkefnin framundan.

Eyjamenn eru okkur hinum til fyrirmyndar. Aldrei að gefast upp þótt fjöllin gjósi og jörðin titri, gleðjumst yfir því góða sem við eigum og höldum ótrauð áfram. 

 


mbl.is Flokkurinn „eins og syrgjandi ekkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörumst Vinstri Vofuna

geir_haarde_avarp_051009Það er afar ánægjulegt að sjá íslenska forráðamenn lýsa í erlendum fjölmiðlum árangri þeirrar stefnu, sem ríkisstjórn Geirs Haarde markaði, þegar bankarnir lögðu upp laupana haustið 2008. Það eru liðin sex ár síðan og þótt skellurinn hafi næstum sett Ísland á höfuðið, sem virtist vera markmið vinstri stjórnarinnar til að þvinga landið á hnjánum inn í Evrópusambandið, þá hefur núverandi ríkisstjórn tekist að skapa hallalaus fjárlög og atvinnuleysi er meðal þess lægsta í allri Evrópu.

Forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur reynst þjóðinni happasæll og stöðugt haldið vörnum uppi fyrir land og þjóð jafnt innanlands sem utan. Forsetinn var á tímaskeiði vinstri stjórnarinnar eini forráðamaður landsins sem talaði jákvætt um Ísland á alþjóðavettvangi. Núna hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar bæst í hópinn, sem fær aðgang í erlendum fjölmiðlum og erlend ímynd landsins að lagast. Þótt enn sé töluvert í land með að velta af sér vinstra hlassinu í kjölfar fjármálakreppunnar m.a. með því að lækka skatta, auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja, þá er ríkisstjórnin á réttri leið.

Það er þess virði að staldra við og bera saman raunveruleikann við framtíðarsýnina um "Kúbu norðursins" sem vinstri flokkarnir hótuðu þjóðinni með ef hún hlýddi ekki skipun þeirra að borga Icesave, ganga í ESB og taka upp evru. 

Niðurstaðan er kýrskýr: 3V eða VVV eða Vörumst Vinstri Vofuna


mbl.is Evran hefði ekki gagnast Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson - hressandi rödd Íslands í erlendum fjölmiðlum

Unknown-1Gott að frétta af fjármálaráðherranum okkar segja hlutina hispurslaust í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa báðir sést í viðtölum erlendis og er það mikill munur á núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri, þar sem ekkert heyrðist erlendis, þegar Ísland þurfti mest á því að halda. Ef eitthvað heyrðist var það mest niðurtal um landið, efnahag og gjaldmiðil og hallelúja söngur um ESB.

 

Bæði Bjarni og Sigmundur koma prýðilega fyrir í sjónvarpi, tala með jákvæða framtíðarsýn fyrir hönd Íslands og vilja báðir veg landsins sem bestan.  Það er bara að segja: Áfram drengir! 


mbl.is Bjarni: Þurfum ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti mannflótti síðan Sýrlandsstríðið hófst. Komið í veg fyrir hryðjuverk í Evrópu.

turkiet-jpgÖrvæntingarfullt fólkið streymir inn yfir tyrknesku landamærin eftir að hryðjuverkasveitin Íslamska ríkið nálgaðist landamærabæ Kúrda. Í Tyrklandi skapar ringulreiðin spennuástand og lögreglan hefur þurft að beita táragasi.

Samkvæmt UNHCR fulltrúa Tyrklands gæti fjöldi flóttamanna hafa verið á annað hundra þúsund á einum sólarhring og er það stærsti flóttastraumur síðan Sýrlandsstríðið hófst.  "Íslamska ríkið sagði í moskunum, að þeir ætluðu að drepa alla Kúrda frá 7 ára aldri upp í 77 ára aldur. Við tókum saman eigur okkar og flúðum samstundis" segir Sabah Basri við fréttastofu AFP. Tyrkneskir öryggisverðir hafa notað táragas og vatnsbyssur gegn mótmælandi Kúrdum nálægt landamærunum. 

Undanfarna daga hefur skammt verið milli frásagna í fjölmiðlum um nýjar hryðjuverkaáætlanir gegn Evrópu og Vesturlöndum skv. sænska sjónvarpinu. Í gær voru fleiri manns handteknir í Brussel grunaðir um að hafa ætlað að fremja sprengjuárás gegn ESB höfuðstöðvum í borginni. Í sumar þurftu Norðmenn að auka viðbúnað á hæsta stig, þegar hryðjuverkamenn ætluðu að fara í hús valin af handahófi og myrða fjölskyldur, taka myndir af líkum þeirra og dreifa á Internetinu. New York Times greinir frá því í dag, að nýstofnuð hreyfing sem kallar sig Khorosan, hyggi á hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu. Talað er um að meiri ógn stafi af þessum hóp en Íslamska ríkinu. Foringi Khorosan er Muhsin al-Fadh, sem hefur tilheyrt innsta hring Al-Qaida, sem tilheyrði Usama bin Ladin og vissi fyrirfram um ódæðin 11. september.  

Í Svíþjóð er viðbúnaður vegna aukins öryggisstigs sem í gildi er síðan 2010, segir Fredrik Milder, blaðafulltrúi leynilögreglunnar SÄPO. Markmið hryðjuverka er aðallega að skapa hræðslu. Íslamska ríkið notar Internet til að sýna myndir, þegar þeir skera fórnarlömb sín á háls og skilja höfuð frá bolnum og skapa þannig hræðslu og ótta á Vesturlöndum. Íslamska ríkið er talið leggja meiri áherslu að ná landsvæðum, þannig að hryðjuverkahópar eins og Khorosan og al-Nusra fylkingin gætu verið hættumeiri á Vesturlöndum. T.d. varaði enginn við áður en Taymour Abdelwahab sprengdi sjálfan sig í loft upp á Drottninggötunni í Stokkhólmi eða fjöldamorðinginn Anders Brejvík framdi ódæðið í Útey, Noregi.


mbl.is Tugir þúsunda flýja til Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Detti allar lýs dauðar, ESB ætlar að banna orkumiklar hárþurrkur....

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.15

 

 

 

 

 

 

Undir fyrirsögninni "Detti allar lýs dauðar, ESB ætlar að  banna orkumiklar hárþurrkur, að ekki sé nú minnst á hraðsuðukatla, straujárn og brauðristar...hérna er sönnunin að þetta er brjálæði" segir Daily Mail frá niðurstöðum athugunar þriggja barna móðir á orkunotkun tækjanna. Sem kunnugt er áætlar ESB orkusparnað með því að þvinga framleiðslu daglegra rafmagnsvara í "sparneytnari" afurðir. En Helen Carell kemst að hinu gagnstæða: Orkuminni tæki þurfa lengri tíma en orkumeiri til að ná sama árangri og draga oft meiri straum en þau sem eru orkumeiri. Þegar lengri tími er reiknaður og lagður saman við "orkusparnaðinn" verður útkoman tap fyrir neytandann.

Daily Mail skrivar: "Eftir að hafa bannað sölu á sterkustu ryksugunum snúa búrókratarnir í Brussel sér að öðrum heimilstækjum. Allt að 30 tegundir af tækjum í notkun á svæðinu eru nú í hættu þ.á.m. brauðristar, hárþurrkur, garðsláttuvélar og skrifarar. Ef tillögurnar verða að veruleika segja sérfræðingar að hægt verði að minnka orkunotkun um þriðjung. Mundum við taka eftir mismuninum? Þriggja barna móðirin Helen Carroll prófaði tækin sem eru í hættu og bar saman þau orkumestu við samskonar tæki með þriðjungi minni kraft. Hún notaði öll tækin á hámarksafli og reiknaði út tímann og orkuna (wött) sem voru notuð."

Niðurstöður Helenar eru sláandi:

Háþurrkur: Remington Professional Silk 2,400 wött í samanburði við Wahl MaxPro 1,600 wött. Hún notaði báðar til að þurrka sitt eigið hár, sem hún segir að sé mjög þykkt. Með orkumeiri hárþurrkunni tók það 9 mínútur og 50 sekúndur að þurrka hárið og orkan var 0,4 kWh. Með þeirri orkuminni liðu 13 mínútur og 6 sekúndur þar til hárið var þurrt og orkunotkunin var 0,34 kWh.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.29

Straujárn: Philips PerfectCare Xpress 2,400 wött og Swan S130100N 1,800 wött. Helen straujaði þrjár skyrtur eiginmannsins og með orkumeira straujárninu tók það 8 mín. 2 sek. en 12 mín. og 16 sek. með orkuminna straujárninu. Orkuminna straujárnið notaði 0,05 kWh meiri straum vegna lengri tíma. Þegar tekið er tillit til mikils þvotts hjá t.d. barnafjölskyldum margfaldast orkunotkunin og verður bæði tímafrekara og dýrara með þvingandi "orkusparnaði" ESB.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.36

Brauðristar: Russell Hobbs Buckingham 1,300 wött og Russell Hobbs Ebony 1,000 wött. Það tók 2 mín og 48 sek lengri tíma að rista brauðið í orkuminni brauðristinni sem notaði 0,023 fleiri kWh en sú orkumeiri til að rista tvær brauðsneiðar. Helen lýsir því, að það sé mikill munur á 4 og hálfri mínútu og 7 mínútum og 16 sek á morgnana með krakkana við morgunverðarborðið og allir að flýta sér í skóla og vinnu.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.41

Skrifarar: HP Photosmart 6520e 18 wött og HP Photosmart 5520 15 wött. Sá fyrri prentaði 20 síður á 3 mín og 51 sekúndu og sá síðari 20 síður á 8 mín og 54 sek sem gera 5 mín 3 sek lengri tíma. Orkunotkun orkuminni skrifarans var 50% meiri en þess orkufrekari vegna lengri tíma eða 0,002kWh á móti 0,001kWh.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.44

Hraðsuðukatlar: Russell Hobbs Buckingham 3,000 wött og Russel Hobbs Chester 2,000 wött. Tók 41 sek lengri tíma að sjóða vatn í þeim orkuminni sem notaði aðeins 0,007 kWh minni orku en sá fljótari. 

Helen bar einnig saman ávaxta- og grænmetispressu og garðsláttuvélar með svipuðum niðurstöðum. 

Búrókratarnir mala kvarnir sínar áfram og bráðum verðum við að bíða eftir því að vatnið sjóði á katlinum, brauðið verði ristað og hárið þurrt, skrifarinn skrifi út blöðin o.s.frv. Búrókrötum er náttúrulega fyrirmunað að taka tímann með í reikninginn, þeir eru þeir síðustu á jörðinni sem þurfa að hafa áhyggjur af tímanum, því ef tíminn verður vandamál er bara nýjum búrókrötum bætt í hópinn.

 

 

 


Vilja að fjármálaráðherra ESB geti hafnað fjárlögum aðildarríkja

bigschaeuble-plakat-1984

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það væri synd að segja að hugmyndafræðingar ESB væru ekki iðnir við kolann. Svo stór synd að öruggt er, að Karl Lamers fyrrum utanríkistalsmaður Bandalags Kristdemókrata og Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, fá bæði hrós og klapp á öxlina fyrir grein sína s.l. sunnudag í Financial Times í baráttunni við almenningsbolann. Þar leggja þeir kumpánar til "að fjármálaráðherra ESB fái völd til að hafna þjóðlegum fjárlögum, sem fara á skjön við sameiginlega ákveðnar reglur." Einnig leggja þeir til að komið verði á fót "þingi evrusvæðisins" til að styrkja "lýðræðislega tilkomu ákvarðana" varðandi gjaldmiðlasvæðið.

Kenna þeir Frökkum um að hafa komið í veg fyrir myndun stjórnmálasambands Evrópuþjóða 1954 og afvegaleitt samstarfið í staðinn yfir á braut efnahagssamvinnu. Lamers og Schauble telja að evrukreppan sé Frökkum og Þjóðverjum að kenna, þar sem löndin brutu skilmála gjaldmiðlasambandsins 2003 með slæmu fordæmi, sem önnur lönd fylgdu eftir. 

Kórónan á sambandsstefnu Evrópusambandsins hlýtur að vera mat þeirra félaga á því, að byggja þurfi sérstakt orkusamband og stafrænt samband í Evrópu. Koma þau sambönd í kjölfar bankasambands, gjaldmiðlasambands, tryggingasambands, Evrópusambands, fjármálasambands, menningarsambands, skattasambands, innra markaðssambands og allra annarra óupptaldra, gleymdra og óþekktra sambanda í sambandi Evrópusambandsríkja. Varla ætti neinn hjá Evrópusambandinu að vera haldinn alvarlegu sambandsleysi miðað við alla þessa sambandsmaníu?

Ljóst er að lýðræðislega kjörin þjóðþing verða óþörf og ómerk, ef fjárlög þeirra skipta engu máli og fjármálaráðherra ESB getur að eigin vild sett fjárlög aðildarríkja ESB. Það sparar náttúrulega útgjöld aðildarríkjanna, sem geta þá lagt niður þjóðþingin og látið peningana renna til Sambandsins í staðinn.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband