Merkel hvetur aðildarríkin til að "afsala sér sjálfsákvörðunarréttinum til ESB"

Skärmavbild 2018-11-23 kl. 16.58.07Í ræðu á athöfn Konrad Adenhauer stofnunarinnar í Berlín í vikunni sagði Angela Merkel kanslari Þýzkalands, að þjóðþing aðildarríkja ESB ættu formlega að veita ESB yfirráð yfir ríkjum sambandsins. Frá þessu greinir þýzki fréttamiðillinn Welt.

Í erindi með titlinum "Þingræði milli alþjóðavæðingar og þjóðlegs sjálfsákvörðunarréttar" sagði Merkel, að "tíminn væri nú kominn fyrir þjóðríkin að afsala sér sjálfsákvörðunarréttinum". 

Merkel sagði að "þau lönd sem teldu að þau gætu leyst málin sjálf aðhylltust einfaldlega þjóðernisstefnu í stað ættjarðarástar, þar sem þau hugsuðu einungis um sig sjálf...Það er þjóðernisstefnan í sinni skýrustu mynd."

"Ættjarðarást er að þú getir tekið aðra með inn í þýzka hagsmuni, þar sem allir hagnast". (leturbr mín GS)

Í ræðunni hyllti hún fjölmenningarstefnu Sameinuðu þjóðanna í málefnum farandsfólks og innflytjenda sem á að samþykkja í Marókkó 10. des. n.k. Fjöldamörg ríki neita að skrifa undir "sjálfsmorðssamninginn" t.d. Swiss, Bandaríkin, Ísrael, Pólland, Austurríki, Eistland, Ungverjaland, Búlgaría, Tékkaland og Króatía. Svíþjóð og mögulega Noregur og Ísland ætla að skrifa undir samninginn sem er af sumum talinn vera framhald kommúnistaávarpsins, þar sem stefnt er að því að leysa upp þjóðríki í þeirri mynd sem við þekkjum.

Utanríkisráðherra Ungverjalands Péter Szijjártó sagði í ræðu að ekki væri hægt að byggja framtíð Evrópu á "ólöglegum fjöldainnflutningi" og hliðarsamfélögum í úthverfum. Ungverjar vilja endurreisa öryggi Evrópubúa og þjóðleg auðkenni.

Er ríkisstjórn Íslands reiðubúin að taka skref þriðja orkupakkans fullt út og fylgja fyrirmælum Merkels?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér sýnist við vera komin langt inn í Opinberunarbókina, hún er að rætast fyrir augum okkar og þjóðir heims ganga blint inn í faðm anti-Krists.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.11.2018 kl. 19:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

1. Ofríkisfull Merkel opinberar með ræðu sinni stefnuna á evrópskt stórríki á kostnað fullveldisréttinda þjóðanna. Augljóslega höfðu Bretar rétt fyrir sér með Brexit!

2. "Sjálfsmorðssamningurinn" er framhald samnings EBE við arabaríki í olíukreppunni um 1972 þar sem viðskipti með olíu voru tryggð gegn rétti fólks þaðan til að starfa í Evrópu. Nú vilja möppudýr og frekjuhundar í skrifstofum SÞ útvíkka þetta til slíks allsherjarleyfis sem og að viðkomandi innflytjendur gangi beint inn í full borgararéttindi í gistilöndunum! Það væru greypileg svik við Íslendinga ef stjórnvöld hér undirrita svo óbærilega afdrifaríka og kostnaðarsama yfirlýsingu!

Jón Valur Jensson, 24.11.2018 kl. 05:59

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemdir mætu menn. Krafan um afsal sjálfsákvörðunarréttarins er undanfari samsteypu nokkurra landa í eitt ríki í Evrópu undir ægishjálmi Germaníu eina ferðina enn... það styttist í fæðingu 4.a ríkisins.

Ætlar utanríkisráðherrann að skrifa undir óheftan flutning farandfólks til Íslands í Marókkó 10. des? Virðist ekki mikið um málið í fjölmiðlum......

Gústaf Adolf Skúlason, 24.11.2018 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband