Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Komiđ ađ leiđarlokum Evrópusambandsins

WS_HomeŢýski félagsfrćđingurinn Wolfgang Streeck vill afturkalla völdin til ţjóđanna til ađ bjarga Evrópu. Hann telur engan möguleika á, ađ ríki Evrópusambandsins geti borgađ lán sín stöđugt međ nýjum lánum, sem krefjast hagvaxtar sem ekki hefur sést síđan á sjötta og sjöunda áratugnum. Í bókinni "Keyptur tími" segir Wolfgang Streeck ađ auknar skuldir séu forsenda efnahagslegrar hagvaxtar í nánast öllum löndum Vesturlanda, einnig ţeim efnamestu. Wolfgang Streeck telur ađ dregiđ hafi úr hagvexti ţegar á 8. og 9. áratugnum og rými fyrir launahćkkanir og aukna velferđ hafi minnkađ ađ sama skapi. Ţá hafi lýđrćđisform skattaríkisins náđ hámarki og síđan hafi "hagvöxturinn" veriđ fjármagnađur međ nýjum lánum.

Ţegar evrukreppan var í hámarki og ríki eftir ríki voru á leiđ í gjaldţrot, ţar sem ţau gátu ekki borgađ vextina af lánunum, hvađ ţá ađ taka ný lán á miklu hćrri vöxtum til ađ greiđa niđur gamlar skuldir, ţá komu lánadrottnararnir fram og tóku völdin af lýđrćđislega kjörnum fulltrúum fólkisns. Ţeir ákváđu ţá og gera enn, hvort kaupa á ríkisskuldabréf evruríkjanna og á hvađa vöxtum. Um tíma gátu skuldugustu ríkin ekki selt ríkisskuldabréf á vöxtum, sem hćgt var ađ borga. Einungis međ ţví ađ gangast ađ kröfum lánardrottna um samfelldan niđurskurđ opinberra útgjalda, sölu ríkiseigna o.s.frv. gátu ríkin fengiđ vaxtasamning, sem á pappírnum leit út fyrir ađ vera yfirstíganlegur nćstu áratugina. Stjórnmálamenn kreppuríkjanna völdu ađ gefa eftir fyrir lánardrottnurum í stađ ţess ađ vinna fyrir kjósendur.

Wolfgang Streeck meinar ađ skattlagningarríkiđ hafi ţróast yfir í skuldaríkiđ, ţar sem lán eru tekin á grundvelli skattatekna framtíđarinnar til ađ greiđa útgjöld nútímans. Ţetta er dćmi sem ekki gengur upp, ţar sem greiđslugetan minnkar stöđugt međ stćrri lánum. Alţjóđlegir peningamarkađir lifa á lánuđum tíma sem fenginn er međ "sýndarpeningum" seđlabanka á lágmarksvöxtum međ kröfum um endurskipulagningu ríkja og banka á grundvelli eftirvćntingar um hagvöxt sem engin leiđ er ađ fá í fyrirsjáanlegri framtíđ.

Tímafresturinn er runninn út og framundan er tímabil uppgjörs lýđrćđisafla viđ fjármálaöflin. Wolfgang Streeck meinar ađ lýđrćđisvćđa verđi efnahagskerfiđ og efnahagsvćđa lýđrćđiđ međ ţví ađ ţjóđir ESB endurheimti ţjóđlegan rétt sinn yfir fjármálum sínum og taki upp ţjóđlega gjaldmiđla ađ nýju. 

Heimasíđa Wolfgang Streecks 

 


Framkvćmdastjórn ESB lifir á annarri plánetu. Ađildargjöld Breta meira en ţrefaldast á tíu árum.

dreamstime_s_32174390

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar ríkisstjórnir ađildaríkja ESB eru ćfareiđar Framkvćmdastjórn ESB fyrir ađ krefjast 3,8 miljarđa punda aukafjárveitingar frá ađildarríkjunum til ađ bćta viđ eyđslufjárlög sambandsins. Hálf miljarđ punda eiga Bretar ađ reiđa fram aukalega og telja ţeir Framkvćmdastjórnina tćma vasa kjósenda eftir nýlegar kosningar, ţar sem ímynd ESB beiđ álitshnekki. Frá ţessu greinir breska Telegraph.

Evrópskur diplómat sagđi ţađ vera "gáfulegt ađ mćta áhyggjum kjósenda í Evrópu međ ţví ađ biđja ţá um meiri peninga. Framkvćmdastjórnin hlýtur ađ lifa á annarri plánetu fyrst hún telur ađ leiđin til ađ ná sambandi viđ fólk sé ađ tćma peningaveski ţeirra."

David Cameron forsćtisráđherra Breta ásakađi Framkvćmdastjórnina í Brussel fyrir ađ vera "of stóra, of ráđríka og of afskiptasama." Fulltrúi bresku ríkisstjórnarinnar sagđi "Á sama tíma og ríki Evrópu taka erfiđar ákvarđanir vegna fjárlagahalla ćtti Framkvćmdastjórn ESB ekki ađ vera ađ biđja skattgreiđendur um meiri peninga."

Bretar hafa ţurft ađ horfa upp á ađildargjöld til ESB meira en ţrefaldast síđasta áratuginn frá 2,9 miljörđum punda áriđ 2002 upp í 9,5 miljarđi punda 2012. 

Ríkisstjórnir Austurríkis, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Ţýzkalands, Svíţjóđar, Hollands og Bretlands hafa skrifađ bréf til Framkvćmdastjórnar ESB og mótmćlt aukafjárlögunum. Framkvćmdastjórnin segir ađ ađildarríkin hafi beđiđ um aukaađgerđir "og slíkt krefst aukafjár."


Sjálfstćđismenn í Vestmannaeyjum uppskera árangur af beinum samskiptum viđ almenning

vestmannaeyjar

Sjálfstćđisstefnan nýtur algjörs trausts í Vestmannaeyjum. Dugnađur sjálfstćđismanna í Eyjum undir forystu Elliđa Vignissonar er til fyrirmyndar og einstakt fordćmi fyrir allt landiđ.

T.d. sagđi Elliđi í viđtali viđ Mbl. ađ ung kynslóđ sjálfstćđismanna hefđi séđ um samskipti flokksins viđ ćsku Vestmannaeyinga sem hefđi skilađ góđum árangri. Ţetta er annađ ástand en hjá Sjálfstćđismönnum í Reykjavík, ţar sem kosningaţáttaka er í sögulegu lágmarki og unga fólkiđ sem kaus virđist frekar hafa kosiđ ađra flokka en Sjálfstćđisflokkinn.

Samhugur Vestmannaeyja ađ starfa saman ađ sameiginlegum málefnum íbúanna sýnir hvađa hljómgrunn sjálfstćđistefnan fćr, ţegar hún er mótuđ í beinu samstarfi viđ íbúana. Sjálfstćđisstefnan er farsćlust allra stefna, ţegar hún er útfćrđ á lýđrćđislegum grundvelli međ ţáttöku almennings. En til ţess ađ slík útfćrsla sé möguleg ţarf forystan ađ hafa ţađ ađ markmiđi ađ vinna ađ sigri sjálfstćđisstefnunnar. Jafnframt verđur forystan ađ skapa og vinna samkvćmt áćtlun um ađ ţróa sjálfstćđisstefnuna áfram í beinum samskiptum/viđtölum viđ almenning. 

Ţví miđur hefur Sjálfstćđisflokkurinn sem flokkur ekki náđ sér á strik eftir samstarfiđ međ Samfylkingunni í ríkisstjórn Geirs Haarde. Sá undirlćgjuháttur sem Sjálfstćđisflokkurinn sýnir Samfylkingarmönnum eftir allt sem á undan er gengiđ sýnir hversu djúp samtenging andstćđra stjórnmálaafla eru á bak viđ tjöldin. Ţađ vekur eđlilega spurningar um spillingu - bćđi stjórnmálalega og fjárhagslega. Ţađ var gjörsamlega ótrúverđugt og í reynd fáranlegt ađ heyra oddvita sjálfstćđismanna í Reykjavík gera hosur sínar grćnar viđ Samfylkinguna í Reykjavík sem er ađ mynda vinstri stjórn í Reykjavík. Ţetta kemur út eins og Halldór Halldórsson sé í örvćntingu ađ reyna ađ nćla sér í sćti í borgarstjórn og sjálfstćđisstefnan situr á hakanum.

Samrćđustefna sjálfstćđismanna viđ stjórnarandstćđinga er mikill misskilningur og ekki ađ undra ađ kjósendur snúi baki viđ slíku. Ţađ sem landsmenn ţyrstir ađ fá er leiđsögn sjálfstćđisstefnunnar hjá ábyrgum leiđtogum sem skilja ađ stefnan nćr skemur ef hún er ekki mótuđ í náinni samvinnu viđ landsmenn sjálfa. Hér hefur Sjálfstćđisflokkurinn mikiđ verk ađ vinna ađ heimsćkja fólk og spjalla um sjálfstćđisstefnuna og safna inn hugmyndum landsmanna um stjórnarfar landsins. Ađeins ţannig tekst ađ skapa ţá nýju sjálfstćđisstefnu sem er útfćrđ viđ ţćr nýju ađstćđur sem ráđa í íslensku samfélagi. Sjálfstćđisflokkurinn ţarf ađ gera áćtlun um skipulagđa endurnýjun sjálfstćđisstefnunnar međ fókus á Reykjavík og markmiđiđ ađ endurheimta fyrri stöđu sem stćrsti flokkur borgarbúa. 

Ţetta starf er mögulegt. Ţetta starf er ţarft. Ţetta starf getur skipt sköpum fyrir framtíđ Sjálfstćđisflokksins og landsmanna. 


mbl.is Hlutverk okkar ađ standa međ íbúunum í baráttunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband