Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021

Splundraður stjórnmálavöllur – síðasta Icesave-sárið

stjornarmyndunÓfagurt er að líta um splundraðan stjórnmálavöll á Íslandi ef mynd Morgunblaðsins og MMR er sönn. 5 vinstri flokkar Vinstrigræn, Samfylking, Píratar, Sósíalistar, Flokkur fólksins og ef hægri Samfylkingarmenn í Viðreisn eru teknir með þá skipar vinstri flóran 6 flokka. Eftir standa Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur, sem er arfleifðin frá stofnun lýðveldisins ár 1949. Af þeim þremur flokkum er það Miðflokkurinn sem sýnir tilburði að vernda stjórnarskrána og fullveldið.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa veik hné gegn hótunum ESB og fylgja þeirri menningu, sem fyrsta vinstri stjórnin innleiddi, þegar Össur Skarphéðinsson fann upp á því að innleiða þingsályktanir til að sniðganga löggjafann með inngöngubeiðni í ESB. Framhjálýðræðisstefnan hefur síðan haldið áfram t.d. í afgreiðslu þriðja orkupakkans með þingsályktun í stað löggjafar. 

Það sem við sjáum núna eru síðustu eftirkippir bankahrunsins og Icesave baráttunnar og þeirrar upplausnar og þess virðingarleysis sem stjórnskipun Íslands var sýnd í kjölfarið. Þegar þjóðin felldi Icesave átti ríkisstjórnin að segja af sér hefði hún framfylgt lýðræðinu. Í tvígang ögraði vinstri stjórnin landsmönnum öllum, lýðræðinu og lýðveldinu og í tvígang splundraðist alþingi, þar sem meirihluti þingmanna samþykkti niðurstöðu sem þjóðin hafnaði og seinna sýndi sig vera ólögleg. 

Stjórnmálamenn hefðu betur hlustað á hinn reynda stjórnmálaleiðtoga og þáverandi Seðlabankastjóra Davíð Odsson sem lagði til sameiningu til að verjast Icesave-högginu en siðlausir sósíalistar höfnuðu og skáru þess í stað upp herör og hófu skálmöld gegn lýðveldinu og þeim góðu gildum sem Ísland og stjórnarskrá lýðveldisins standa fyrir. Síðan þá hafa nornaveiðar, tortryggni, einelti, útilokanir og laumuspil verið helstu einkenni stjórnmálanna á Íslandi. Þingmenn sem kvarta undan vantrausti og tortryggni almennings ættu að íhuga í hvora skálina þeir lögðu lóð sín í Icesave deilunni. Þorri þingmanna í vogarskál með fjárglæframönnum hafa aldrei skilgreint, hvernig þeim tókst á jafn herfilegan, klaufalegan hátt að lenda í annarri og vitlausri skál en þjóðin. Þjóðin fylgdi hins vegar – sem betur fer, góðum ráðum Davíðs Oddssonar sem færði fram skilaboð úr reynslusjóði þriggja kynslóða, að þeir sem stofna til skulda eigi sjálfir að borga þær.

Tíminn læknar öll sár segir máltækið. Íslandi nægir 3-4 flokkar til að endurspegla sjónarmið þjóðarinnar á alþingi. 

Vonandi náum við þangað sem fyrst og alda tímans þurfi ekki allt of langan tíma til að hreinsa flokksbrotafroðuna í stjórnmálafjörunni.

 


mbl.is Stjórnarmyndun ákaflega erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkir til Morgunblaðsins fyrir að segja hlutina eins og þeir eru

vandinnisverigeÞað er alltaf gott að finna til stuðnings frá samherjum og greinilega finna margir fyrir einsleitni fréttastofu rétttrúnaðarútvarpsins. Virðist sem rétttrúnaðurinn speglist meira og minna í öllu litrófi daglegra frétta og því ástæða til grundvallar rannsóknar og endurskoðunar á starfseminni. Ég er alla vega ekki einn á báti með „sænskar draugasögur" t.d. skrifaði Sigurður Már Jónsson góðan pistil með lýsingu á sænsku skálmöldinni og vitnaði bæði til bókar Jóhönnu Bäckström Lerneby „Familjen" um Ali Khan glæpaklanið í Gautaborg og heimdarmynda um stríð glæpahópanna í Gautaborg sem hann bendir á, að RÚV ætti að sýna. Er hér með tekið undir þá ábendingu af heilum hug og skal Sigurður Már Jónsson hafa þakkir fyrir greinaragóð, sönn og rétt skrif í einstökum atriðum um hið þrungna ástand sem glæpahóparnir hafa skapað í Svíþjóð. 

Björn Bjarnason skrifar prýðilega grein 12. júlí um stjórnmálaástandið í Svíþjóð og sjálfskaparvíti Svía og segir að sjá megi merki á Íslandi, að þagað er um tengsl milli ofbeldisverka og innflytjenda. Meira að segja er þess krafist, að útlendingastofnun sé aflögð, fari hún ekki að kröfu öfgamanna. Segir Björn réttilega að betra sé að læra af reynslu annarra en að glíma við sjálfskaparvítið sem landsmenn geta verið sammála um. Vitnar Björn í skrif Jyllands-Posten um Svíþjóð sem  „víti til varnaðar." Danir eru skarpir og snöggir í hugsun og framkvæmd varðandi ofbeldis- og innflytjendamálin og er það ein af þverstæðum norrænnar „jafnaðarstefnu" að danskir kratar leiða þróun, sem gengur þvert gegn stefnu sænskra krata. Þannig gera Danir kröfur núna um samsetningu íbúðarhverfa, að aldrei verði meira en 30% hámark íbúa frá „ekki vestrænum löndum". 11% af 5,8 milljónum Dana eru af erlendu bergi og 58% þeirra frá ekki vestrænum löndum. Ráða á niðurlögum hliðarsamfélaga í síðasta lagi ár 2030 en í dag eru a.m.k. 15 slík í gangi og 25 til viðbótar á leiðinni. 

Leiðari Morgunblaðsins tekur upp vandann í Svíþjóð í dag og sýnir mér heiðurinn að vitna til greinarinnar um rétttrúnaðarútvarp vinstrimanna í blaðinu s.l. mánudag. Er það afskaplega gott að vita og vermir hjartaræturnar að finna stuðninginn við það sjálfsagða atriði, að mikilvægt er að segja hlutina eins og þeir eru, hvort sem um er að ræða innflytjendur eða ekki. Þetta hefur verið eitt af stóru bitbeinunum í sænskum stjórnmálum undanfarin ár, þar sem þeir sem hafa viljað ræða vandann, hafa sett sig í þá hættu að á þá sé ráðist með offorsi og rasistastimplum frá vinstri. Sænskir sósíaldemókratar virðast ætla að beita þeim brögðum í ríkari mæli og af meiri hörku í komandi kosningabaráttu, sem de facto er hafin, samanber yfirlýsingu Monu Sahlin f.v. formanns sósíaldemókrata í grein í Aftonbladet nýlega. Skrifar hún, að athugasemd Ulf Kristersson formanns Móderata um „íþyngjandi" fólksinnflutninga „séu sögulaus og djöfulleg orð." Segir Sahlin að „glæpamennska sé vandamál karla en konur komist áfram í lífinu, því þær mennti sig." Spyr Mona Sahlin hvort það séu ekki „karlmenn sem eru íþyngjandi og konur möguleikinn?"

Það er góðs viti á Íslandi að til er heilbrigð skynsamleg afstaða til umræðna og málefna og óhætt að ítreka enn og aftur það, sem ætti að vera svo sjálfsagt á okkar tímum en er því miður ekki alltaf: Að segja hlutina eins og þeir eru. Þá setningu ættu starfsmenn fréttastofu rétttrúnaðarútvarpsins að skrifa út í stórum bókstöfum og hengja á sýnilegum borðum út um alla stofnun bæði að innanverðu og utanverðu.


Morgunblaðið með fingurinn á púlsinum

rvikbrefMorgunblaðið er með fingurinn á sænska púlsinum og greinir rétt og heiðarlega frá. Þannig hefur einn blaðamaður bloggað ítarlega grein um sænsku skálmöldina og allt rétt og satt sagt þar frá í einstökum atriðum um morðið á lögreglumanni í Gautaborg nýlega. 

Það sem er sætast að lesa – enda skrifað af manni með gott hjarta, einstaka kímnigáfu og skynbragð á mannlífinu, er Reykjavíkurbréfið í gær en þar skrifar höfundur um furðulegan kollhnís sænskra stjórnmála:

„Stefan Löfven, sem knúinn var með vantrausti til þess að segja af sér embætti forsætisráðherra, er nú, fáeinum dögum síðar, kominn í stólinn sinn aftur."

"Flokkunum þótti nú skömminni skást að Löfven hengi áfram og hann var til. Hann hefur þó mjög veikan bakgrunn í þinginu og er því ólíklegur til afreka. Því má binda vonir við að flokkur hans, kratarnir, haldi áfram að týna fylgi og þeir komist jafnvel enn neðar en síðast, sem skilaði þeim verstu úrslitum í heila öld!" 

„En vandinn við það er aftur sá að það ríkir öngþveiti í Svíþjóð. Um það verður ekki deilt. Það vita þeir sem þar búa og það vita frændur og nágrannar, einnig hér á Íslandi. Allir nema „RÚV“, sem rekur sérstaka fréttastofu sem vinnur í því frá morgni til kvölds að missa af fréttaefni sem fer í taugarnar á þeim.

Þegar forsætisráðherrann í Svíþjóð tók við embætti sínu á ný sagði hann: „Starfið við að mjaka Svíþjóð áfram veginn hefst nú á ný. Við munum áfram vinna að því að byggja upp sterkari, öruggari og enn jafnari Svíþjóð.“ Hvað slíkt frasatal þýðir veit svo sem enginn. Ef að forsætisráðherrann meinar hins vegar það, að nú einkenni „öryggi“ sænska tilveru og það sé sú tilfinning sem flestir landar hans hafi, þá gæti hann sjálfsagt auðveldlega fengið vinnu á „fréttastofu RÚV“ að lokinni þessari. Þar virðist skilyrðið stundum ekki annað en að vita hvorki upp né niður og geta komið því á framfæri þannig að enginn sé nokkru nær."

Síðasta setningin er Shakespíristísk snilld og ekki annað hægt en að taka brosandi undir. Ég get staðfest afskaplega gott innihald Reykjavíkurbréfsins um sænsku stjórnmálin, skálmöldina í Svíþjóð og afstöðu „RÚV" til málanna og veit af eigin raun að hér er í engu yfirdrifið. Lögreglumenn Svíþjóðar hafa erfiðustu starfsskilyrði allra lögreglumanna í Evrópu, sem er bein afleiðing af stefnu og stjórn sænskra sósíaldemókrata. 

Það má segja að sænska kosningabaráttan sé hafin og hún mun ekki verða falleg af hálfu sósíaldemókrata, sem með offorsi munu hræða innflytjendur frá því að kjósa hægri flokka í landinu, sem eru allir „nasistar" að mati sósíaldemókrata. En margir innflytjendur sjá gegnum hræðsluáróðurinn, því loforðin um frið og betra líf í Svíþjóð hafa snúist upp í að þurfa að verja sig og líf barnanna fyrir áhrifum og umsvifum glæpagengja sem ráða yfir mörgum svæðum í landinu. 


Aldarafmæli morða og svika

kina445


Kommúnistaflokkurinn hefur valdið dauða og eyðileggingu Kínverja í heila öld

Í tilefni aldarafmælis Kommúnistaflokks Kína KFK er hér stiklað á nokkrum ódæðisverkum flokksins gegnum tíðina. (Áður birt á heimasíðu Útvarps Sögu). Kínverski kommúnistaflokkurinn (KFK) var stofnaður í júlí 1921 og hefur valdið Kínverjum dauða og eyðileggingu í heila öld.

Vopnaður hugmyndafræði marxismann með stéttabaráttu,sem höfð er að leiðarljósi, þá hefur KFK hleypt af stokkunum hreyfingum til að berjast gegn löngum lista af hópum andstæðinga: njósnurum, landareigendum, menntamönnum, ófylgnum embættismönnum, lýðræðislegum menntamönnum, trúarbragðahópum og minnihlutahópum ýmissa þjóðflokka.

Með hverri herferð hefur meint markmið flokksins verið að skapa „himnaríki kommúnismans á jörðu.“En ætíð hefur útkoman verið sú sama: fjöldaþjáning og dauði. Samtímis hafa nokkrir úrvals embættismenn og fjölskyldur KFK safnað ótrúlega miklu valdi og auðæfum.

Yfir 70 ára stjórnartíð flokksins hefur leitt til þess að tugir milljóna Kínverja hafa verið drepnir og 5.000 ára gömul siðmenning lögð í rúst.

Þó að Kína hafi þróast efnahagslega á undanförnum áratugum, þá heldur KFK eðli sínu sem marxísk-lenínísk stjórn, sem leggur áherslu á að styrkja tök sín á Kína og heiminum. Milljónir trúaðra, minnihlutahópar og andófsmenn eru enn kúgaðir með ofbeldi í dag.

Nokkur dæmi um hryðjuverk kínverskra kommúnista

  • Tæpum áratug eftir stofnun flokksins hóf Mao Zedong, þá yfirmaður yfirráðasvæðis kommúnista í Jiangxi héraði suðaustur í Kína, pólitíska hreinsun á keppinautum sínum. Mao sakaði þá um að vinna fyrir Anti-Bolshevik League, leyniþjónustustofnun Kuomintang, sem þá var stjórnarflokkur Kína. Þúsundir starfsmanna Rauða hersins og flokksmenn voru drepnir í hreinsuninni.
  • Eftir að Mao varð leiðtogi flokksins, byrjaði Mao Yan’an leiðréttingarhreyfingin árið 1942. Frá bækistöð KFK í afskekktu fjallahéraði Yan’an í norðvesturhluta Shaanxi héraðs, störfuðu Mao og dyggir trúmenn hans. Þeir sökuðu keppinauta sína um að vera njósnarar og hreinsuðu æðstu embættismenn og aðra flokksmenn og voru um 10 þúsund flokksmeðlimir KFK drepnir.
  • Í október 1949 tók KFK stjórnina í Kína og Mao varð fyrsti leiðtogi stjórnarinnar. Mánuðum síðar, í fyrstu baráttuhreyfingu stjórnarinnar „Landaumbætur”virkjaði Mao fátækustu bændur þjóðarinnar til að ráðast á betri stæðari bændir sem taldir voru landaeigendur og ræna löndum og eignum þeirra með með ofbeldi. Milljónir dóu.

  • Mao hóf „Stóra stökkið”árið 1958, sem var fjögurra ára herferð til að auka stálframleiðslu á ofurhraða með það að markmiði að „fara fram úr Bretlandi og ná Ameríku.“Bændum var skipað að byggja ofna í bakgarði til að búa til stál og skilja ræktarland eftir í mikilli vanrækslu og meginhluti uppskerunnar fór í skatta. Tugir milljóna dóu úr hungri, frá 1959 til 1961 og eru til skráð tilfelli, þar sem fólk borðaði lík ókunnugra, vina og vandamanna og að foreldrar drápu eigin börn í mat eða öfugt. Í 13 héruðum voru skráð 3.000 til 5.000 tilvik af mannáti. Allt að 45 milljónir manna létust í „Stóra stökkinu.”
  • Eftir hið hörmulega og misheppnaða stóra stökk, hóf Mao menningarbyltinguna 1966, því hann var að missa tök sín á völdum. Í tilraun til að nota kínverska alþýðuna til að endurheimta stjórnina á KFK og landinu skapaði Mao persónudýrkun og stefndi að því að „brjóta á bak aftur þá yfirmenn, sem eru að fara kapítalísku leiðina“og styrkja eigin hugmyndafræði. Á 10 ára tímabili voru milljónir drepnir eða reknir til sjálfsvígs í öllu því ofbeldi, sem ríkið beitti. Á sama tíma fóru Rauðu varðliðarnir, sem voru ákafir ungir hugmyndafræðingar, um landið og eyðilögðu og vanvirtu hefðir Kína og arfleifðir.
  • Árið 1979 kom stjórnin af stað „eins barnsstefnunni,“sem leyfði hjónum aðeins að eignast eitt barn. Stefnan olli víðtækum nauðungar fóstureyðingum, tilneyddum ófrjósemisaðgerðum og barnamorðum. Samkvæmt gögnum kínverska heilbrigðisráðuneytisins sem kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa vitnað til var 336 milljónum fóstra eytt frá 1971 til 2013.
  • Fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar 1989. Það sem byrjaði sem stuðningsfundur námsmanna til að syrgja dauða umbótasinnaðs fyrrverandi leiðtoga Kínverja, Hu Yaobang, í apríl 1989 breyttist í stærstu mótmæli sem ríkisstjórnin hafði séð. Háskólanemar, sem söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Peking báðu KFK að ná tökum á mikilli verðbólgu, hemja spillingu embættismanna, taka ábyrgð á mistökum fortíðarinnar og styðja frjálsa fjölmiðla og lýðræðishugmyndir. Svar kommúnista var að senda skriðdreka inn í borgina og umkringja torgið 3. júní. Fjöldi óvopnaðra mótmælenda voru drepnir, limlestir og muldir niður af skriðdrekum eða skotnir af hermönnum, sem skutu á óvopnaðan mannfjöldann. Talið er að þúsundir hafi verið drepnir.
  • Ofsóknir á Falun Gong. 1. júlí 1999 hófu yfirvöld víðtæka herferð gegn 70 til 100 milljónum iðkenda Falun Gong hreyfingarinnar. Falung Gong er andleg iðkun og felur í sér hugleiðsluæfingar og siðferðilegar kenningar sem miðast við gildi sannleikans, samkennd og umburðarlyndi. Milljónir iðkenda voru reknir úr störfum, vísað úr skólum, fangelsaðir, pyntaðir eða einfaldlega drepnir, vegna þess að þeir neituðu að láta af trú sinni.
  • Kúgun trúarlegra og minnihlutahópa þjóðflokka. Stjórn KFK flutti mikinn fjölda þjóðernis af Han til Tíbet, Xinjiang og Innri Mongólíu en þar búa þjóðflokkar með eigin menningu og tungumál. Stjórnin neyddi staðbundna skóla til að nota mandarínu kínversku sem opinbert tungumál. Árið 2008 mótmæltu Tíbetar og stjórnin sendi lögreglu sem drap hundruði Tíbeta.
  • Þjóðarmorð á Úígúrum í Xinjiang héraði, m.a. eru milljónum manns haldið í leynilegum heilaþvottarbúðum. Fólk pyndað og margir drepnir, konum nauðgað.

mbl.is Varaði erlend áhrifaöfl við blóðbaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir sænskir stjórnmálamenn hafa blóð á höndum sér

BjörnRanelidMorðið á lögreglunni í Gautaborg hefur rifið djúpt sár í sænsku þjóðarsálina og ljóst að þolinmæðismörk almennings hafa verið brotin. Mörgum Svíum finnst hlutirnir vera á þann hátt, sem Björn Ranelid lýsir hér að neðan:

Föðurlandssvikarar

Margir sænskir stjórnmálamenn hafa blóð á höndum sér og þeir svíkja Svíþjóð og greiða götu morðingja, sníkjudýra og óvina kærleikans, góðvildarinnar og allra þeirra, sem vilja lifa í trausti og virðingu fyrir samferðafólki sínu.

Já, ég meina nákvæmlega það, sem ég skrifa hér og þannig er ég ekki vondur og ég beiti ekki sænsku sögninni að svíkja neinu ofbeldi. Ég hef ekki flutt hana inn, hún fæddist og hefur lengi verið ræktuð í heimalandi mínu, sem ég elska og virði á óteljandi vegu.
Svíþjóð þarf ekki ofurhraðlestir sem kosta tvö hundruð milljarða króna. Svíþjóð þarf skjótustu og bestu leiðina að lögum og reglum, frið og ró fyrir börnin og til allra þeirra, sem sjá um sig sjálfir, eru við nám, vinna, greiða skatta og bera virðingu fyrir náunganum.

Stjórnmálamaður, sem svíkur land, sitt er sekur um vísvitandi lygar, skaðlegt samsæri og ráðabrugg og umfram allt svik við allar þær mannverur, sem vilja lifa í friði og sátt við náungann.

Enginn lögreglumaður á vakt er skotinn vegna mistaka. Einstaklingur sem ber vopn og skýtur lögreglumann við störf með köldum ásetningi, gerir það aldrei vegna mistaka og engar undantekningar finnast í heiminum.

Þunguð eiginkona hins skotna lögreglumanns er einnig lögreglumaður eins og bróðir hans. Ég skammast mín ekki fyrir að skrifa, að ég græt þegar ég heyri föður myrta sonarins segja þetta. Faðir hinnar barnshafandi konu er einnig lögreglumaður. Þannig hefur sú fjölskylda þjónað sænskum almenningi meira en nokkur önnur fjölskylda í Svíþjóð. Ég get varla skrifað þetta.

Í gærkvöldi var tuttugu og fimm ára gamall maður skotinn til bana við hlið skóla í Huddinge. Þannig heldur villimennskan og stríðið áfram í Svíþjóð. Þetta er stríð bæði andlega og bókstaflega séð.

Ég hef verið grýttur með orðum og áreittur af fölskum blaðamannakjánum, vegna þess að ég er fyrsti og eini rithöfundurinn, sem skrifa sannleikann um ástandið í Svíþjóð. Ég þjáist og syrgi það, sem er að gerast í landinu, á meðan þeir þjóna lyginni og falsa raunveruleikann.

Ég er þjóðernissinni og heimsborgari í einni og sömu manneskju og ég virði alla einstaklinga, sem vilja lifa í friði með náunganum. Þú og ég ákváðum ekki, hvar og hvenær við myndum fæðast og hver væri móðir okkar og faðir. Upphaflega höfðum við ekkert gert til að vera Svíar. Það er gjöf, sem við eigum að varðveita á besta hátt og vera þakklát fyrir.

Það dugir, að aðeins einn morðingi og hryðjuverkamaður herji á Drottningargötunni í Stokkhólmi, Biskopsgården í Gautaborg eða Fersens väg í Malmö, til þess að það hafi áhrif á alla íbúa Svíþjóðar. Börnin sjá og heyra, lesa og neyðast til að vita. Þetta er til skammar fyrir landið og ófyrirgefanleg synd.

Öllum glæpamönnum, sem dæmdir eru til brottvísunar, verður að vísa strax úr landi með valdi. Það finnast engin undantekningar. Maður kýs að vera glæpamaður. Enginn þarf að svelta og þjást af hungri í Svíþjóð. Hér geta allir farið í skólann og drukkið hreint vatn og haft þak yfir höfuðið á einhven hátt. Það er alltaf hægt að leita sér aðstoðar og stuðnings á ýmsa vegu.

Fólk, sem fæðist í landinu og hefur starfað og greitt skatta, verður alltaf að fá lífeyri svo það geti framfleytt sér og komist af a.m.k. með lífsnauðsynjarnar. Allt annað er til skammar fyrir Svíþjóð.

Þú ættir að dreifa þessum pistli til allra leskunnugra í Svíþjóð.

Björn Ranelid, í sorg og heilagri reiði, annan júlí árið 2021.


mbl.is Varð líklega fyrir slysaskoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband