Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018

Svíþjóð á hálum ís - áhrif og völd heilagastríðsmanna hafa tíufaldast á fáum árum

Skärmavbild 2018-06-28 kl. 14.32.51Varnarmálaháskóli Svíþjóðar hefur birt niðurstöðu rannsókna Dr. Magnus Ranstorp, Filip Ahlin, Peder Hyllengren og Magnus Norrmark hjá Miðstöð Allsherjarvarna og Öryggi ríkisins við Varnarmálaháskólann.

Skýrslan "Milli salafisma og salafistísks heilags stríðs - áhrif og áskoranir fyrir sænska samfélagið" mun án efa leiða til mikillar umræðu um þá þróun sem hömlulaus innflutningur hælisleitenda til Svíþjóðar hefur haft í för með sér en skýrsluhöfundar rannsökuðu svæði í Svíþjóð sem í dag eru gróðrarstía fyrir vaxandi öfl róttækra heilagastríðsmanna m.a. í Halmstad, Malmö, Lund, Stokkhólmi, Örebro, Gävle, Gautaborg, Borås og Västerås. 

Tekið er fram að hugtakið salafism er minnihlutagrein innan íslam og alls ekki verið að tala um múslíma sem einn hóp heldur er athugað sérstaklega hvernig heilagstríðsmönnum tekst að breiða út boðskap sinn um heilagt stríð og fá ungt fólk í lið með sér til vopnaðrar átaka. Um bókstafstrú er að ræða og fullkominn heilaþvott. Ekki eru allir salafistar heilagstríðsmenn en allir heilagastríðsmenn eru salafistar sem er sami meiður og Íslamska ríkið byggði á.

Saxað úr skýrslunni: "Í Borås eru börn höfð í kóranskólum og er kennt að umgangast ekki gagnstæða kynið. Einstakir nemendur drekka ekki vatn í venjulegum skólum og mega ekki mála sig með vatnslitum þar sem vatnið er "kristilegt".

Starfsmaður sjúkrahúss í Borås: "Þá skildi ég, að það er net sem hefur stjórn á konunum, þannig að þeim leyfist aldrei að vera einum með starfsmönnum sjúkrahússins. Þær eiga ekki að fá neinn möguleika til að ræða mál sín við neinn....Margar konur lifa verra lífi hér en þær gerðu í heimalöndum sínum."

Í Västerås eru trúarleg áhrif ívafin glæpastörfum. "Það getur verið hópur unglingsstráka sem kemur inn í matarbúð. Ef afgreiðslukonan ber ekki slæðu, þá taka þeir það sem þeir vilja í búðinni án þess að borga, kalla afgreiðslukonuna fyrir Svíahóru og hrækja á hana" segir einn lögreglumaður í skýrslunni.

"Það eru sharíalögreglumenn. Fólk sem ber dyra heima hjá fólki og segir hvað reglur gilda. Það er m.a. um hverju maður klæðist."

Samir frá Angered: "Fylgir þú ekki íslam ertu útfrystur. Foreldrar hér setja slæðu á þriggja ára börn. Þetta er óraunverulegt. Við erum ekki í Írak."

"Dæmi er um strætisvagnastjóra sem athuga mikið meira en strætómiðann" (eftirlit með hvernig konur klæða sig).

Skýrsluhöfundar fengu fulltrúa frá Nahdlatul Ulama til að kanna og skilgreina kennslubækur í kórönskum skólum í Svíþjó. Nahdlatul Ulama eru stærstu múslímasamtök Indónesíu með yfir 30 milljónir meðlima og tekur afstöðu gegn róttækum íslamisma í heiminum. Útkoman sýnir að kennslubækurnar kenna heimsímynd þar sem íslam er allsráðandi í öllu lífinu. Bækurnar kenna múslímum að aðlaga sig ekki að sænsku samfélagi né virða lög og reglur í Svíþjóð. Svíþjóð og Svíar eru trúleysingjar með félagslegt kerfi sem er í andstöðu við hugsun guðs.

Fram kemur skipulögð misnotkun á félagsbótum í Svíþjóð, þar sem félagsbætur hafa m.a. verið notaðar til að kosta ferðir heilagastríðsmanna frá Svíþjóð til þáttöku í stríði ISS í Sýrlandi. Skipulögð glæpastarfsemi í formi skattsvika, bókfærslubrota, falskra fyrirtækja o.s.frv. eru þáttur í fjármögnun róttæknivæðingu heilagastríðsmanna í Svíþjóð.

"Öryggislögreglan hefur skýra mynd af róttæknivæðingu og nýliðasöfnun í Örebro...Öryggislögreglan sér samband við moskur í Örebro og Eskilstuna. Moskurnar virka sem fundarstaðir. Nýliðasmölun á skipulagðan hátt fer mest fram á öðrum stöðum eins og kaffihúsum og söfnunarheimilum. Við tökum skýrt fram að við erum ekki að taka fyrir sérstaka trúarsöfnuði. Það er glæpastarfsemi einstaklinga sem er að baki nýliðasmöluninni." 

Vitnað er til salafismans í Þýzkalandi sem er sterk og vaxandi hreyfing. 2015 taldi Bundesamt fur Verfassungschutz að um 7 900 salafistar væru í Þýzkalandi. Talan fór upp í 9 200 næsta ár og 11 000 í ár. 

Skýrslan er ítarleg upp á 265 síður og ég hef ekki lesið hana heldur aðeins tekið hluti af handahófi til birtingar hér.

Vonandi verður brjálæðisleg öfgainnflytjendastefna ESB stöðvuð þessa helgi.

Jafnvel þó það kosti Merkel stöðuna.


mbl.is Afstaða til flóttafólks gæti ráðið örlögum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur árangur Íslands

HMÞað er full ástæða til að þakka okkar frábæru knattspyrnumönnum fyrir drengilega baráttu. Þeir hafa skrifað fótboltasögu á heimsvísu með því einu að bera þjóðina fram til leiks á HM. 

Leikur þeirra við Króatíu í gær sýndi, að liðið er á heimsmælikvarða og fyllilega sambærilegt við bestu knattspyrnuþjóðir heims. Sænskir íþróttafréttamenn juku lofsorðum á Ísland og allir vilja taka þátt í árangri liðsins sbr. grein Ann Linde Evrópuráðherra Svíþjóðar í Mbl. í dag, þar sem hún bendir á þá staðreynd að "níu liðsmenn landliðsins hafa spilað í Svíþjóð og velgengni liðsins einnig fagnaðarefni fyrir okkur Svía".

Sú tilfinningalega sameining sem landsliðið hefur skapað er tákn fyrir vilja lítillar þjóðar að láta hvorki fjármálahrun, eldgos eða aðra óáran hindra sig frá því að lifa af allar hörmungar. Barátta liðsins er tákn um þennan ótrúlega styrk þjóðarinnar og ekki annað hægt en að gleðjast yfir árangrinum og finna til stolts sem Íslendingur.

Að þessu leyti eru knattspyrnumennirnir miklu meiri hetjur og rísa hærra yfir öll dægurmál en flestum stjórnmálamönnum tekst nokkru sinni að gera.

Stjórnmálin hafa mikið að læra af íþróttunum.


mbl.is Ísland úr leik á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega þjóðhátíð 17. júní 2018

UnknownÓska öllum ættingjum og vinum gleðilegrar þjóðhátíðar 17. júní 2018. 

Sérstaklega ánægjulegt eftir frábæra frammistöðu landsliðsins á HM. Sænskir miðlar ausa loforðum á Ísland, getu og frammistöðu íslenska fótboltaliðsins. 

Margir af sænskum vinum hafa haft samband til að koma á framfæri hamingjóskum og hvatningarorðum.

Ísland er í sviðsljósinu núna.

Þjóðin á fullveldið en þarf að skipta um handónýta alþingismenn sem vinna að því að rífa það niður í stað þess að verja það á myndarlegan hátt eins og Halldórsson og aðrir af okkar frábæru knattspyrnumönnum.

Fullveldiskveðjur frá Svíþjóð


Hvaða refsing fylgir broti á stjórnarskrá Íslands?

200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svgSkv. nýjum lögum ESB um persónuvernd varðar það sektum allt að 2,4 milljarða króna að brjóta gegn lögunum. 

Íslenska þjóðin ætti að ræða og koma sér saman um hvaða refsing hæfir þingmönnum sem meðvitað rjúfa þingskaparheit sitt og samþykkja lög sem Lögmannafélag Íslands hefur varað við að sé brot á 2. gr stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og einnig brot á 27. gr stjórnskrárinnar um birtingu laga á Íslandi.

Hvað á að gera við þingmennina, þegar Hæstiréttur dæmir lögin ómerk vegna þess að þau stangast á við stjórnarskrá Íslands? Verður það ekki dómur um vanhæfni þingmannanna sem kusu með lögum sem framselja dómsvald frá Íslandi í trássi við stjórnarskrána?

Einu þingmenn alþingis sem skilið eiga heiðurinn að halda upp á 100 ára fullveldi Íslands eru þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og mögulega þrír aðrir ef ástæða fjarveru þeirra var að komast hjá að greiða atkvæði eftir flokkslínunni. Fyrir hina væru makleg málagjöld að missa af fullveldisfagnaðinum og fá að dúsa í skammarkróknum við Drekkingarhyl á Þingvöllum í 100 daga og segja 100 sinnum á dag: Dómendur á Íslandi fara með dómsvaldið - Dómendur á Íslandi fara með dómsvaldið – Dómendur á Íslandi fara með dómsvaldið....

Fjölmargir aðilar mótmæltu æðibunuganginum með lagagerð á svo stuttum tíma vegna fyrirskipana ESB. Ætlar t.d. Reykjavíkurborg að skattpína Reykvíkinga til að borga sektir samkvæmt erlendum dómi fyrir að uppfylla ekki kröfur persónuverndarlaga, af því að enginn tími gafst til að breyta tölvukerfinu áður en lögin tóku gildi? Og hafa heldur enga möguleika á að áfrýja dómnum innanlands?

Hvar er forseti Íslands? Lætur hann sig stjórnarskrána einhverju máli skipta? Stöðvar hann þessa endaleysu með því að vísa málinu til þjóðarinnar?

 


mbl.is Persónuupplýsingar eign einstaklinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambandssósíalistar fara úr límingum vegna stefnufestu Bandaríkjaforseta

DfeDxcUWAAAgzJTTalsmenn ESB misstu andann, þegar Bandaríkjaforseti vildi fá Rússa aftur með í G8-hópinn; töpuðu andlitinu, þegar Bandaríkjaforseti dró sig úr ályktun G7 og fóru endanlega úr límingum, þegar forsetinn skrifaði undir friðarsamning með einræðisherra N-Kóreu Kim Jong-un um afnám kjarnorkuvopna á Kóreuskaga. Fyrir mánuði síðan hefðu fáir trúað því, að Kim Jong-un samþykkti slíkt.

Guy Verhofstadt fylgir skjólstæðingi ESB no 1, George Soros, að málum sem ásakar Bandaríkjaforseta um að "eyðileggja heiminn". Tístir Verhofstadt að "ónýtur samningur sem staðfesti lögmæti einræðisherra" úr hendi mannsins sem "kálaði Parísarsáttmálanum, kjarnorkusamningi Íran og G7" leiði heiminn á heljarbrún. "Ég vona mannkynsins vegna, að ég hafi rangt fyrir mér" skrifar Verhofstadt.

Í viðtali við Washington Post nýlega vælir George Soros um að "allt hafi mistekist sem geti mistekist" og telur upp tap Hillary Clintons fyrir Trump og stefnu Trumps um að Ameríka gangi fyrir öllu sem eyðileggi alþjóðavæðingu Soros. Þá gangi brösulega fyrir ESB með úrsögn ríkja og vaxandi sjálfstæðisstefnu. Soros segist ætla að tvöfalda sókn sína gegn Trump og leggja milljónir dollara á að eyðileggja starf hans sem lýðræðislega kjörins forseta Bandaríkjanna. Vill Soros að Bandaríkjaforseti verði dreginn fyrir ríkisrétt og dæmdur. Hefur Soros myndað bandalag með nokkrum öðrum auðkýfingum til að vinna að sigri demókrata á Bandaríkjaþingi í komandi kosningum. Samtök Soros Open Society eyða tæpum milljarði dollara árlega í moldvörpustörf í 100 löndum í heiminum. Til dæmis til að koma Bretum aftur inn í ESB og í "blaðarannsóknir" svo kallaðra Panamaskjala sem Íslendingar þekkja vel til.

Hvaða sýn sem menn hafa á innihaldi friðarsamnings Trumps og Kim Jong-un, þá hefur þeim tekist að brjóta óvissuvegferð með fundi sínum, sem setur feril öryggismála í heiminum í nýjan og betri farveg.


mbl.is Trump og Kim undirrituðu sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira falskt hjá Trudeau en augabrýrnar

Skärmavbild 2018-06-11 kl. 04.39.19Það er merkilegt að sjá hversu langt til vinstri menn eru komnir, þegar augabrýrnar losna við boðskap Bandaríkjaforseta um frjálsa verzlun. Árum og áratugum saman hefur umheimurinn notið góðs af aðstoð Bandaríkjanna í viðskiptum sem sjálfir hafa þurft að horfa upp á að bandarískar vörur væru skattlagðar í öðrum löndum á meðan innfluttar vörur njóta skattfrelsis í Bandaríkjunum. Útkoman hefur verið risastór viðskiptahalli Bandaríkjamanna með tilheyrandi skuldasöfnun sem stendur bæði hagvexti og öryggi Bandaríkjanna fyrir þrifum. 

ESB er Evrópu Sósíalista Bandalagið, þar sem gömlum, þekktum þjóðernissósíalisma hefur verið breytt í sambandssósíalisma. Eftir þennan sögulega G7 fund í Kanada stendur ljóst, að ESB stefnir að heimsyfirráðum undir forystu Þjóðverja. 

Þjóðverjar kölluðu nýverið sendiherra Bandaríkjanna til yfirheyrslu vegna ummæla hans við Breitbart News um að Bandaríkin styðji íhaldsöfl í Evrópu og ætlar utanríkisráðherra Þýzkalands Heiko Maas að taka upp málið við Bandaríkjastjórn. Heika Maas hefur lýst því yfir að "Evrópa" geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin og muni sjálf ráða málum heimsbyggðarinnar. 

Allt er þetta gamalkunnugt. Þýzkaland hefur endurheimt fyrri styrkleika gegnum ESB og vakning draugsins hafin eina ferðina enn.

Eins gott að Bandaríkjamenn hafi forseta með bein í nefinu svo lýðræðið eigi einhvern málsvara eftir sem hnyklað geti augabrýrnar. Ísland ætti að styðja sinn góða bandamann Bandaríkin í stað þess að missa móðinn á hlaupum á eftir sambandssósíalistunum.


mbl.is Trump: „Engar hindranir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

George Soros: ESB stafar ógn af Bandaríkjum Trumps, Rússlandi Pútíns, Tyrklandi Erdogans og Sýrlandi Assads

Skärmavbild 2018-06-04 kl. 20.31.10Hrægammakóngurinn George Soros telur að ESB grafi sína eigin gröf ef það hjálpar ekki Ítalíu að leysa innflytjendavandamálin. Telur hann vaxandi andúð á ESB á Ítalíu vera vegna þess að Frakkland og Austurríki hafi lokað landamærum sínum og Ítalía sitji uppi með flóttafólkið. Fullyrðir Soros, að ESB stafi mesta ógn af Bandaríkjunum, Rússlandi, Tyrklandi og Sýrlandi.

George Soros talar eins og hann stjórni ESB. Hann kostar auglýsingaherferðir í Bretlandi um að Bretar eigi að kjósa upp á nýtt gegn Brexit. George Soros er einnig virkur á Ítalíu en hann hefur útmálað Salvini sem handbendi Pútíns og að Lega sé fjármagnað af Kreml. Man einhver eftir Panamaskjölunum og ásökunum á hendur fv. forsætisráðherra Íslands Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir að vera í slagtogi með Pútín og al-Assad?

Mikil ringulreið hefur gripið um sig meðal Brusselbúrókrata eftir stórsigur hægri flokka Ítalíu – Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Lega. Hafa fulltrúar flokkanna hótað að vísa hálfri milljón skilríkjalausum hælisleitendum úr landi jafnframt því sem nýja ríkisstjórnin ætlar að biðja Seðlabanka ESB um að afskrifa 250 milljarða evru af skuldasúpu Ítalíu. Hætt er við, að Ítalía sé "To Big to Save" og að evrusvæðið leggist á hliðina, ef gríski harmleikurinn verði endurtekinn í öðru veldi með Ítalíu. 

Þótt Merkel hafi gefið Makrón grænt ljós á alríkið með stofnun ESB hers og lánasjóð fyrir skuldsett evruríki, þá eru hvorki hún né aðrir Þjóðverjar fylgjandi efnahagslegum eftirgjöfum við Ítali.

Spurningin er hversu lengi ferlið getur gengið áfram áður en sýður endanlega upp úr og ESB gefi upp öndina. 


mbl.is Sikiley hætti sem flóttamannabúðir Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband