Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

RÚV og Landsdómur

Hér koma hugsanir mínar um RÚV og Landsdómsmáliđ/Geir Haarde.

 

ska_776_rmavbild_2013-07-16_kl_12_17_22.pngimages-1_1208581.jpgHneisa ríkisútvarpsins er mikil, ţegar sjálfur forsćtisráđherra landsins sér sig knúinn ađ benda á takmarkanir RÚV í fréttamiđlun, sem oftar en ekki leggur stein í götu frjálsrar rökrćđu á Íslandi. Pólitísk hlutdrćgni ríkisútvarpsins hefur veriđ svo yfirgengileg síđustu árin og úrvötnun raka svo afgerandi ađ ríkisútvarpiđ hefur glatađ hlutverki og stöđu sinni sem faglegur upplýsingamiđill. Orđ Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar lýsa vel sorglegu ástandi ríkisútvarpsins: "Engin brella virđist svo aum og enginn útúrsnúningur svo augljós, ađ hann verđi ekki ađ stórfrétt."

 

Ţví miđur hafa starfsmenn RÚV innleitt "skođana"útvarp í stađ faglegs hlutleysis. Innlegg í pólitískum tilgangi hafa haft forgang en stađreyndir setiđ á hakanum. Ríkisútvarpiđ er orđiđ svo litađ einni stjórnmálaskođun, ađ ţađ getur ekki lengur umgengist lýđrćđislega kjörna fulltrúa landsins - hvorki forsetann, forsćtiráđherrann né ađra á grundvelli starfsins heldur spilar RÚV stöđugt stjórnmálaskođanir, sem landsmenn gáfu langt nef í alţingiskosningunum. Ađ ţessu leytinu er ríkisútvarpiđ tímaskekkja sem ţarf ađ lagfćra.

 

T.d. vekur "frétt" ríkisútvarpsins um sćnska konunginn sem "skattsvindlara" spurningu, hvort ríkisútvarpiđ hafi tekiđ afstöđu gegn konungsveldi yfirleitt eđa hvort ţađ er bara um sćnska konungshúsiđ sem RÚV dreifir órökstuddum fullyrđingum? Starfsmönnum ríkisútvarpsins á ađ vera kunnugt um, ađ sćnska sjónvarpiđ var fellt af hlutleysisnefnd sjónvarpsins fyrir hlutdrćgni gegn sćnska konungshúsinu og hefđu ţess vegna átt ađ vera sérstaklega á verđi gagnvart "fréttum" sem framreiddar eru af andstćđingum konungsveldis í Svíţjóđ. Ţađ hlýtur ađ vera lágmarkskrafa, ađ fréttamenn gćti hlutleysis međ ţví ađ kanna sjálfir stađreyndir viđ fréttaflutning. Ríkisútvarpiđ hefđi međ einu samtali til yfirmanna Stenhammar hallarinnar fengiđ allt ađra mynd en ţá, sem landsmönnum var bođiđ upp á og gekk út á ađ gera sćnska konunginn tortryggilegan í augum Íslendinga.

 

Breytinga er ţörf og ég fagna lagabreytingu Alţingis á skipulagi ríkisútvarpsins. Verđi ekki hćgt ađ tryggja lágmarks faglegan fréttaflutning ríkisútvarpsins verđur ađ setja fram ţá kröfu, ađ stofnunin verđi lögđ niđur, ţví ósanngjarnt er ađ ţvinga útvarpsnotendur ađ greiđa fyrir stjórnmálalegan, hlutdrćgan miđil.

 

Önnur stofnun _ sjálft Alţingi _ hefur veriđ til umrćđu vegna eiđsbrota hluta ţingliđs viđ stjórnarskrá lýđveldisins. Virkjun Landsdóms í stjórnmálalegum tilgangi til ađ ná sér niđur á stjórnmálandstćđingum er skýrt dćmi, hunsun á niđurstöđum Hćstaréttar og stofnun stjórnmálaráđs utan ţings er annađ. Virđingarleysi viđ aldagamla lýđrćđislega starfshćtti einkenndi fráfarandi ríkisstjórn, sem hafđi ţađ eina kappsmál, ađ gera Ísland ađ amti í ESB. Vegna stjórnmálaofsókna gegn Sjálfstćđisflokknum mun Ísland nú komast í bćkur sögunnar sem ólýđrćđislegur mannréttindaţrjótur í stíl viđ einrćđisríki, sem fótum trođa rétt einstaklinga, frjálsa skođanamyndun og lýđrćđislega umrćđu. Geir Haarde hefur veriđ útmálađur um heim allan sem "embćttis- og fjárglćpamađur", ég var t.d. beđinn um ađ upplýsa um ţennan "skúrk" í Ástralíu og gat ţá komiđ upplýsingum um stjórnmálaástandiđ á framfćri og leiđrétt ađ hluta ţćr tröllasögur, sem gengu um ţennan ágćtismann. Ţótt íslenska ríkiđ verđi skađabótaskylt geta engar fjárhćđir leiđrétt eyđilagđan orđstír Geirs Haarde á heimsvísu. Hins vegar getur ţjóđin veitt Geir Haarde ćđstu orđu fyrir neyđarlögin, sem vörđu landsmenn frá ólögmćtum skuldakröfum óreiđumanna og er ţekkt um veröld víđa sem "do Iceland", ţ.e.a.s. ađ láta bankana sjálfa bera ábyrgđ á viđskiptum sínum.

 

Ég fagna hugmynd Bjarna Benediktssonar um Landsdóm, sem miđar ađ ţví ađ afnema úrelt og ónothćft tćki, sem var misnotađ í pólitískum tilgangi. Forsćtisráđherrann hefur einnig lýst ţví yfir, ađ haldbćr lausn verđi fundin, sem kemur í veg fyrir stjórnmálalega misbeitingu valds eins og fyrri ríkisstjórn gerđi sig seka um. Virđist full ţörf vera fyrir eftirlits- og ađhaldsnefnd Alţingis sjálfs, sem getur kallađ til sín sérfrćđinga úr réttar- og dómskerfinu og rannsakađ innri mál ţings ţegar vafi leikur á um sakhćfi mála. Í Svíţjóđ er sérstök stjórnarskrárţingnefnd sem úrskurđar um valdsviđ ráđherra og ţingsköp og geta ţingmenn kćrt misbeitingu valds til nefndarinnar, sem ţá rannsakar máliđ og heldur yfirheyrslur.

 

Umrćđan um ađhald í stjórnmálum og eftirlit međ ríkisstofnunum er ţörf og sýnir, ađ lýđrćđiđ virkar. Nýir embćttismenn, sem rćđa málin á opinskáan og hispurslausan hátt viđ kjósendur eru styrkur fyrir lýđrćđiđ, sem viđ skulum öll hlúa ađ. Breyttir stjórnarhćttir, virđing fyrir einstaklingnum og einstaklingsfrelsi eru mikill léttir miđađ viđ valdbeitingu fyrri ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin á ekki létt verk fyrir höndum ađ venda skútunni eftir vinstri óstjórnina og fjármálasukkiđ en embćttismenn, sem skilja ađ völdin eru til ađ ţjóna landsmönnum, eru forsenda ţess ađ ţjóđin geti einbeitt sér ađ endurreisn sem fullvalda og sjálfstćtt ríki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband