Brexit: Ef formaðurinn skiptir ekki um stefnu skiptum við um formann

Skärmavbild 2018-11-18 kl. 09.59.22Vikan framundan ræður úrslitum um stjórnmálaferil Theresu May forsætisráðherra Bretlands. Á miðvikudaginn mun þrautreynt að fá botn í Brexit samninginn. Daginn eftir gæti farið fram atkvæðagreiðsla um vantraust á leiðtoga Íhaldsflokksins og þá mun framtíð May ráðast.

Nigel Farage kallar samninginn þann versta í sögunni: "Við gefum burtu 40 milljarði punda og fáum ekkert í staðinn. Við erum fangar í reglubók sambandsins áfram með frjálsar ferðir og erlend dómsyfirvöld og stjórn á landi okkar.....Í smáa letrinu hafa búrókratarnir skrifað að við munum fylgja reglum ESB fram til 2030 í viðskiptasamningum. Ég óska að ég hefði verið að búa þetta til! En ég geri það ekki. Við getum með öðrum orðum gleymt viðskiptasamningum við Bandaríkin og önnur lönd."

Sunday Express hefur eftir heimildum að Boris Johnson og David Davids hefðu nýverið fundað til að ákveða hvor þeirra yrði "Brexit frambjóðandinn" í atkvæðagreiðslu um formann Íhaldsflokksins. Skoðanakannanir sýna lækkandi fylgi Íhaldsflokksins á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Verkamannaflokkurinn fá byr undir vængi. 

Í góðu Reykjavíkurbréfi um Brexit skrifar höfundur: "Michael Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra Breta, var um skeið talinn helsta foringjaefni Íhaldsmanna. Hann sagðist í gær telja framgöngu forystumanna Evrópusambandsins í garð þjóðar, sem vildi ekki annað en að nýta meintan rétt sinn til að ganga úr ESB, vera stórkostleg mistök: ESB náði því fram að niðurlægja Bretland eins mikið með þessum samningi eins og nokkur kostur hefði verið á. 

Það eina sem þeir áttu eftir, sagði Portillo, var að reka Theresu May inn í lestarvagninn fræga í Compiégne skógi (þar sem Þjóðverjar undirrituðu uppgjöf veturinn 1918 og Hitler lét Frakka undirrita sína uppgjöf).
Og Portillo bætti við: „Og sagan segir okkur með afgerandi hætti að geti menn ekki stillt sig um að niðurlægja þjóð með slíkum hætti, þá mun sú atburðarás enda mjög illa.“
Það kæmi ekki á óvart þótt sögunni skjátlaðist ekki nú í þessum efnum frekar en fyrri daginn."

Við þetta ofurveldi halda svo ýmsir stjórnmálamenn í smáþjóð í Atlantshafi að þeir geti samið við á jafnréttisgrundvelli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband