Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Verður Gullin Dögun blóðugt sólarlag?

Skärmavbild 2013-09-30 kl. 04.27.44
Sífellt koma fram meiri upplýsingar um morðið á antirasistíska rapparanum Pavlos Fyssas og mótmælum Grikkja eftir morðið. Atburðarrásin hefur verið hröð með handtöku forráðamanna Gullinnar Dögunar, sem nú bíða eftir að verða yfirheyrðir og úrskurði yfirvalda um áframhaldandi gæsluvarðhald. Upplýsingar um morðið á Pavlos Fyssas eru mótsagnakenndar, en sænska sjónvarpið átti 29. sept. viðtal við Marios Avgoustatos, sem sagði að morðinginn hefði verið einn á ferð og stungið hníf í hjarta söngvarans.
 
Skärmavbild 2013-09-29 kl. 19.49.48
Nikos Dentias ráðherra lögreglumála lofaði Grikkjum að yfirvöld myndu fylgja eftir handtökunum og að réttlætinu yrði fullnægt. Gullin Dögun hafði um 15% fylgi en það virðist hafa dalað mjög við alla þá neikvæðu athygli, sem nýnasistaflokkurinn hefur fengið í kjölfar morðsins á Fyssas. Margar mótmælagöngur hafa átt sér stað eftir morðið og lögreglan skorist í leikinn. Óeinkennisklæddir nýnasistar réðust á mótmælendur með grjótkasti án þess að lögreglan skipti sér af því. 
Skärmavbild 2013-09-30 kl. 03.59.59
Birtar hafa verið myndir af tveimur mönnum, þar sem annar leiddi árásir gegn mótmælendum og hinn er talinn vera morðingi Fyssas. Sögur ganga um samstarf lögreglu og hers við Gullina Dögun. Talið er að meðlimir Gullinnar Dögunar hafi fengið aðstöðu hjá hernum til þjálfunar og undirbúnings fyrir innanlandsstyrjöld.
Skärmavbild 2013-09-30 kl. 03.32.08
Hundruðir innflytjenda og flóttamanna hafa horfið undanfarna mánuði og er talið að meðlimir Gullinnar Dögunar séu valdir að hvarfi þeirra. Í umræðu sænska sjónvarpsins, sagði Alexandra Pascalidou að grískt blóð hefði þurft að fljóta til þess að yfirvöld tækju loksins í taumana. Hún kallaði það hráskinnung, að yfirvöld teldu að lýðræðið hefði sigrað með handtöku meðlima Gullinnar Dögunar. Þeir sömu kölluðu innflytjendur og flóttamenn "ógnvalda Grikklands" fyrir síðustu kosningar og kenndu þeim um efnahagskreppuna.
 
Skärmavbild 2013-09-30 kl. 04.23.35
Morðið á rapparanum Pavlos Fyssas hefur vakið mikla reiðiöldu og lögreglan neyðst til að láta til skarar skríða gegn Gullinni Dögun. Pascalidou lýsti því, hvernig Gullin Dögun hefði byggt upp flokksstuðning með því að virka sem félagsmiðstöð og vinnumiðlun fyrir hreinkynjaða Grikki. M.a. var boðið upp á launuð störf til atvinnulausra að berja innflytjendur og flóttamenn. Gullin Dögun hefur einnig verið eins og lögregla í samvinnu við raunverulegu lögregluna, sem ekki hefur skipt sér af vaxandi ofbeldi í garð innflytjenda síðustu misserin. Þingmenn Gullinnar Dögunar njóta lögverndar og þarf að svipta þá þingtitlum til að hægt sé að sækja þá til saka fyrir glæpastörf nýnasistaflokksins.
 
Þótt handtökur meðlima Gullinnar Dögunar séu skref í rétta átt er enn of mikið óljóst til að segja um, hvort raunverulegur sigur lýðræðisins sé í höfn. Mat viðmælenda sænska sjónvarpsins var að líklega yrði nýr öfgaflokkur stofnaður í kjölfar aðgerðanna gegn Gullinni Dögun.
 
 
 
 
 


Í dag fagna Grikkir sigri í kjölfar handtöku starfsmanna Gullinnar Dögunar

Skärmavbild 2013-09-28 kl. 16.56.33

Grikkir mótmæla Gullinni Dögun eftir morðið á Pavlos Fyssas.

Loksins tóku yfirvöld sig saman og handtóku forystu nýnasistaflokks Grikklands Gullinnar Dögunar, Nikolos Mihaloiakos stofnanda og hátt á annan tug annarra meðlima m.a. þingmanna flokksins. Er þeim gefið að sök að stofna glæpasamtök og munu margir Grikkir vera sammála því eftir ofbeldi hreyfingarinnar gagnvart innflytjendum í Grikklandi.

Giorgios Logothetis blaðamaður, rithöfundur og fyrrum borgarstjóri á eyjunni Lefkas sagði: "Viðbrögðin eru mjög jákvæð, allir anda léttara. Allir halda að nú fái þetta endi og ég trúi því líka. Í dag fagna Grikkirnir sigri."

Gullin Dögun hefur nærst á evrukreppunni og fékk 7% atkvæða og 18 þingsæti í kosningunum 2012. Flokksmeðlimir og stuðningsmenn hafa legið undir ásökunum að hafa ráðist með ofbeldi á innflytjendur og sjtórnmálaandstæðinga. M.a. er talið að 34 ára rapparinn Pavlos Fyssas, sem þekktur var undir nafninu Killah P, hafi verið myrtur af Gullinni Dögun. A.m.k. tveimur lögreglustjórum hefur verið vikið úr sessi á meðan rannsókn fer fram um tengingu lögreglunnar við nýnasistaflokkinn. Samkvæmt grísk-sænsku blaðakonunni og rithöfundinum Alexandra Pascalidou heyrðu nokkrir meðlimir Gullinnar Dögunar Pavlos Fyssas tala illa um nýnasistaflokkinn á kaffihúsi og kölluðu inn 40 svartklædda menn, sem komu og myrtu hann. Grikkir tóku mjög illa við sér við morðið og hefur reiðialda almennings ýtt undir, að yfirvöld létu til skarar skríða gegn flokknum.

Alexandra Pascalidou sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að meðlimir Gullinar Dögunar undirbjuggu sig fyrir borgarastyrjöld í Grikklandi og höfðu m.a. haft aðgang að æfingastöðum gríska varnarmálaráðuneytisins/hersins. 

Óhætt er að taka undir ósk Giorgios Logothetis um að "vonandi þýða handtökurnar endalok Gullinnar Dögunar."

 


mbl.is Leiðtogi öfgahreyfingar handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband