Færsluflokkur: Evrópumál
Er Alþingi reiðubúið að taka af skarið með óheillaumsóknina forðum?
4.2.2019 | 22:01
Töluvert hefur verið rætt um, að ESB-umsóknin liggi óvirk í skúffu og að ríkisstjórn hliðholl Evrópusambandinu geti dustað af henni rykið í framtíðinni og haldið áfram aðlögunarferlinu að þjóðinni forspurðri. Þá fengi þjóðin enga viðkomu frekar en þegar Samfylkingin - með þvinguðum "stuðningi" Vinstri Grænna, sendi þjóðina út í horn á meðan ríkisstjórnin sótti um inngöngu í ESB.
Sjaldgæf fávizka talsmanna Samfylkingarinnar, sem reyndu að blekkja þjóðina með samningapakka, afhjúpaðist á eftirminnilegan hátt, þegar Össur Skarphéðinsson fv. utanríkisráðherra var "tuktaður til" af fulltrúm ESB sem upplýstu að um engar samningaviðræður væri að ræða heldur hreint aðlögunarferli. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir réttilega á, að innganga í ESB er spurning um aðlögun íslensku stjórnarskrárinnar að stjórnarskrá ESB Lissabonsáttmálanum.
Það færi mjög vel á því að Alþingi ályktaði um afstöðuna til ESB og óheillaumsóknarinnar forðum. Alþingi myndi með slíkri ályktun hreinsa andrúmsloftið og leggja skýrar línur um málið í framtíðinni, þannig að engin ríkisstjórn gæti á eigin forsendum vélað þjóðina inn í stórveldi meginlandsins sem einungis vex í öfuga átt við lýðræðið.
Það myndi bæta ímynd Alþingis að álykta um frelsi þjóðarinnar til að ákveða sjálf örlög sín og binda samtímis formlegan endi á hugsanlegt, áframhaldandi innlimunarferli ESB í trássi við vilja þjóðarinnar.
Vonandi hafa öldurnar lægt það mikið eftir "hrun" að Alþingi geti núna sameinast um framhald málsins.
Slíkt yrði heillaspor fyrir Ísland.
Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður Ítalía næsta land að fara úr ESB?
4.2.2019 | 12:05
Hagfræðingurinn Roger Bootle segir að Ítalska efnahagskerfið muni hrynja og Ítalir yfirgefa evruna. Segir hann að "þegar Ítalía springur að lokum muni það skapa bæði bankakreppu sem skekja muni efnahag ESB og stjórnmálakreppu sem hrista muni grundvöll alls ESB".
Ítalía er í þriðju efnahagslægðinni á einum áratug. Bootle segir að evran hafi gert alla hluti verri fyrir Ítali í samanburði við Breta, því vöxtur Ítalíu hafi aðeins verið 9% á sama tíma og hagvöxtur Breta nam 44% þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli Breta brezka pundsins.
Tíu ára skuldabréf Ítalíu bera 2,6% hærri vexti en þýzk og fara vextir hækkandi með auknum óróleika á fjármálamörkuðum.
Roger Bootle segir "að ef Ítalíu takist ekki að koma sjálfbærum hagvexti skjótt í gang muni ríkið fara í greiðsluþrot, þurfa að yfirgefa evruna eða hvorutveggja í senn."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekkert lát á sprengju - og skotárásum í Svíþjóð
25.1.2019 | 06:44
Morgunblaðið og útvarp Saga eru helstu miðlar sem segja frá ofbeldisvandamálum Svíþjóðar. Aðrir miðlar eru meira eða minna fréttastofur vinstri manna sem afneita vandamálunum.
Á sama tíma og leynilögregla Svíþjóðar SÄPO skilgreinir stærstu ógn Svíþjóðar vera íslamska vígamenn skilgreina vinstri menn undir forystu Stefan Löfvens stærstu ógnina vera "nazista" Svíþjóðardemókrata. Kratar setja sama sem merki milli eigin flokks og Svíþjóðar. Það er rétt hjá þeim að óttast Svíþjóðademókrata sem stærsta stjórnmálaandstæðinginn, flest atkvæði Svíþjóðademókrata eru fyrrum sósíaldemókratísk á flótta frá þeim flokki sem hefur hleypt ofbeldinu inn á gafl friðsamra Svía.
Anders Thornberg ríkislögreglustjóri Svíþjóðar sér ekkert lát í bráð á öllum manndrápunum: "Það eru 10 - 15 aðrir einstaklingar reiðubúnir til að fylla skarð þess sem fellur og við sjáum engin merki þess að ofbeldinu linni neitt í bráð". Í fyrra voru 44 drepnir með byssukúlum. Í ár verða þeir örugglega fleiri. Landamæralögreglan er svo fáliðuð að þeir geta ekki stöðvað straum manna frá Uzbekistan en þaðan kom maðurinn sem drap fólk á Drottningargötu í miðbæ Stokkhólms. "Það eina sem við getum gert er að segja Hæ verið velkomnir". Leynilögreglan telur að um 2000 slíkir komi árlega til landsins.
Í Svíþjóð ríkir hættustig 3 á 5-stiga skala. Það þýðir að hryðjuverkaárás getur orðið hvenær sem er. Ofan á þetta bætast allar hryllilegar nauðganir sem sett hafa Svíþjóð í næstversta sæti nauðgunarþjóða í heiminum í fjöldamörg ár. Skrár yfir kærðar fullkomnar nauðganir sýna að þeim hefur fjölgað eittþúsundsexhundraðsextíuogsex prósent (1.666%) frá 1975. Fjórfaldast á síðustu 14 árum. Svalastúlkurnar eru að komast aftur í tízku (konur sem "detta" af svölum húsa).
Mannréttindabaráttukonan Sara Mohammad gagnrýnir stjórnvöld fyrir að dæla skattfé í samtök bókstafstrúandi salafista í Svíþjóð: "Sharíalögreglu mun fjölga". Ekkert sést til s.k. femínista í baráttunni gegn "heiðurs"ofbeldi gegn konum í Svíþjóð. Þær eru eins og á Íslandi sjálfuppteknar af gerivörtum og öðru menningarlegu rastafargani. SádiArabar dæla tugum, - hundruðum milljónum króna í sænska sérskóla sem næra vaxandi fótfestu öfgaíslamismans í Svíþjóð. M.a. til Al-Risalah stofnunarinnar í Örebro sem rekur múslímskan grunnskóla á staðnum og á moskur á Íslandi og í Noregi að sögn sænska Dagblaðsins.
Og sprengjurnar springa og kúlurnar hvína, - í þessarri viku í bænum Värnamo í S-Svíþjóð. Eigið góðan dag.
Einn lést í skothríð í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjórnin sem kjósendur felldu er gengin aftur
18.1.2019 | 19:59
Segja má að viðsnúningur Miðflokks og Frjálslyndra, sem gengu til kosninga á þeim grundvelli að fella ríkisstjórn Stefan Löfvens en snérist hugur og blésu lífi í líkið, hafi bjargað síðasta virki sósíalismans í Svíþjóð sem kjósendur höfnuðu 9. september 2018. Sósíaldemókratar biðu þá mesta afhroð frá stofnun flokksins 1912.
Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata sagðist aldrei áður hafa upplifað jafn merkilega, jafn furðulega og jafn fáranlega stjórnarmyndun. Ulf Kristersson formaður Móderata sagði það söguleg mistök Miðflokks og Frjálslyndra að endurtaka samkomulag við sósíaldemókrata um að útiloka flokka á þingi. "Við skulum ekki gleyma því að samanlagt hafa vinstri og Svíþjóðardemókratar 25% kjósenda að baki sér. Stjórnmálasamstarf á að snúast um eitthvað annað en að útiloka aðra." Ebba Busch Thor sagði ríkisstjórnin byggða á lygi. Ómögulegt væri að bæði semja við vinstriflokkinn um að koma málum að sem Miðflokkur og Frjálslyndir hóta með vantrausti ef reynt verður og jafnframt verða við kröfum þeirra síðarnefndu sem vinstriflokkurinn hótar með vantrausti ef reynt verður.
Við atkvæðagreiðsluna hafði Stefan Löfven 115 þingmenn með sér en 153 gegn sér. Að hann nær kjöri er vegna reglna þingsins, hið s.k. "neikvæða" þingræði, þar sem meirihluta þings eða 175 þingmenn þarf gegn þeim sem býður sig fram til þess að hann eða hún falli.
Skoðanakannanir sýna að Frjálslyndir og Umhverfisflokkurinn myndu falla af þingi ef kosningar væru í dag. 70% kjósenda segjast hafa minna eða glatað traust til stjórnmálamanna í Svíþjóð í dag.
Láir þeim það nokkur?
Löfven verður forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 19.1.2019 kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Taugveiklun glóbalista
1.1.2019 | 15:13
Viðkvæmni alþjóðlegra sósíalista s.k. glóbalista fyrir gagnrýni er orðin þvílík, að þekkt blöð eins og Le Monde geta ekki lengur birt myndir af forseta Frakklands í grafískri útfærslu án þess að stuðningsmenn glóbalismans ásaka blaðið um að vera að gera samlíkingu við Adolf Hitler.
Þetta er einkennandi fyrir vaxandi tilraunir "góða fólksins" að koma á ritskoðun og hefta tjáningarfrelsið en merki þess er að finna á mörgum stöðum um þessar mundir ekki minnst í Svíþjóð og í öðrum ESB-ríkjum. Er farið að þrengja mjög að glóbalistum í stjórnmálaumræðunni um kosti risaríkisins á kostnað fullveldi þjóða. Sérstaklega í Evrópu þar sem ESB hefur lofað góðæri og velferð en skilar sviðinni jörð fjöldaatvinnuleysis, fátæktar og stjórnmálaupplausnar. Kjör Donald Trump Bandaríkjaforseta er einnig stór hindrun í vegi glóbalista og vilja þeir koma honum fyrir kattarnef hvað svo sem tautar og raular.
Margir efnaðir skjólstæðingar glóbalismans t.d. George Soros veita miklu fé í fyrirtæki og samtök sem fela sig á bak við ólík nöfn og látast vera sjálfstæð eða stunda góðgerðarmál út um allan heim. Margir fjölmiðlar heims eru í höndum glóbalista og breiða út áróður um markmið glóbalismans og sverta lýðræðislega kjörna embættismenn sem eru þeim ósammála. Völd glóbalista innan Sameinuðu þjóðanna hefur breytt þeim samtökum í verkfæri fyrir umfangmestu mannflutninga heims í aldaraðir. Stefnuskrá SÞ Agenda 2030 leggur upp markmið glóbalismans sem framkvæma á bókstaflega með valda- og peningaráni Vesturlanda.
Hræðsla glóbalista við að vera bornir saman við þjóðlega sósíalista eða nazista er skiljanleg. Á íslensku skilja aðeins bókstafirnir al á milli.
Biðjast afsökunar á forsíðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Farið varlega með sprengjurnar - síðasta ár rakettunnar í Svíþjóð
30.12.2018 | 09:41
Vilji menn skjóta upp rakettum í Svíþjóð 2019 verður það öllum bannað nema þeim sem fara á rándýr rakettunámskeið og borga rakettuskírteini til yfirvalda. Gamlárskvöld 2018 er síðasta tækifærið í Svíþjóð fyrir þá sem elska að sjá rakettu fljúga upp í loftið og sprengja burtu gamla árið.
En örvæntið eigi. Annars konar sprengjum fjölgar stöðugt sbr. frétt sænska ríkisútvarpsins fyrir skömmu:
"Árið hefur verið annasamt hjá sprengjudeild lögreglunnar. Aukin notkun glæpamanna á sprengjuefnum og eftirgjöf sprengjuvara hafa stóraukið álag á þjóðlega sprengjudeild lögreglunnar sem er meira nú en nokkrum sinnum fyrr".
Þjóðhagfræðingurinn Tino Sanandaji birti dæmi um sprengjur í desember:
3. des: Sprenging í stigahúsi í Malmö, þjóðlega sprengjudeildin kölluð til
4. des: Búð sprengd í tætlur í Malmö
6. des: Sprenging á þekktri barstofu í miðbæ Gautaborgar
7. des: Sprenging við húsnæði kirkjunnar í Spånga
9. des: Tvær sprengingar í Malmö - maður særist illa
16. des: Sprenging í Rósagarðinum í Malmö talin morðtilræðii
17. des. Ný sprenging í Malmö - önnur á fáum klukkutímum
20. des: Sprenging í skóla í Hässleholm
22. des: Sprenging í Malmö - heill húsveggur ónýtur
27. des: Sprenging í einbýlishúsi í Lund
28. des: Sprenging í Landskrona
28. des: Sprenging á svölum í Malmö
Enginn þarf þó að örvænta, þar sem 2018 er ekki komið í gröfina og því enn von á nýjum sprengjum. Svíar geta glaðst yfir því að "spengjurnar sem beinast að vissum einstaklingum eru þekktar fyrir það að særa eða drepa aðeins þá sem þeim er ætlað." Svo ef þú býrð í fjölbýlishúsi, þá er bara að skrúfa upp tónlistina eða setja fingurna í eyrun og halla sér, - allt er í stakasta lagi.
Grafreitasýningar fyrir ferðamenn munu því aukast í framtíðinni, bæði í Svíþjóð og á Íslandi.
PS. Búið er að loka Kaknästornet/turninum í Stokkhólmi fyrir ferðamönnum í óákveðinn tíma vegna hættu á hryðjuverkaárás. Ég bendi ferðamönnum á Græna Lund tívolí...svo lengi sem það gengur.
Það er ekki allt til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sænskir kratar fórna Svíum, lýðræði og þingræði fyrir völdin
28.12.2018 | 12:32
Fyrrum ráðherra krata í Svíþjóð Thomas Bodström sagði nýlega í sjónvarpi að kratar ættu að hætta að kalla sig verkamannaflokk en þess í stað kalla sig flokk "góða innflytjandans". Taldi hann samfélagsþróunina vera góða fyrir verkafólk sem hefði allt til alls og þyrfti því ekki lengur að kenna sig við vinnandi fólk. Hins vegar væru hlutskipti innflytjenda svo slök að réttast væri að flokkurinn kenndi sig við innflytjendur. Hann bætti við orðinu góðu til öryggis.
Kratarnir afneita vandamálunum og jánka aðeins því versta sem þeir komast ekki hjá t.d. hryðjuverkinu á Drottninggatan. Sósíaldemókratar skilja ekki, að þeir "eiga" ekki Svíþjóð. Þeir halda öllu í járngreipum með lygum og ofstækisfullum áróðri gegn Svíþjóðardemókrötum, Moderötum og Kristdemókrötum. Þeim er fyrirmunað að skilja að fólk kjósi eitthvað annað en þeir vilja. Þá má þingræðið og lýðræðið fara veg allrar veraldar bara að kratar fái sinn forsætisráðherra.
Á meðan ekkert gengur né rekur að tjasla saman ríkisstjórn halda skotárásir, sprengjuárásir, vopnuð búðarrán, hnífaárásir, heimilisrán, nauðganir á torgum og götum áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Lögreglan segir, að fyrir hvern glæpamann sem þeir handtaki standi 10-15 aðrir í röð til að fara í spor hins handtekna. Þessi röð ungra manna til metorða í glæpagengjunum lengist stöðugt ár frá ári vegna slappleika stjórnmálamanna. Líkir lögreglan ástandinu í Svíþjóð við stríð.
Nokkrar sænskar staðreyndir:
- annar hver 15 ára unglingur í Svíþjóð er fórnarlamb afbrota í einhverri mynd
- 28% ungra stúlkna verða fyrir kynferðisárásum
- Svíþjóð er orðið eitt hættulegasta landið í ESB skv Eurostat
- 116 handsprengjuárásir á átta árum setur Svíþjóð á skala með stríðshrjáðum löndum
- Ítalía og Kína vara landsmenn við að ferðast til Svíþjóðar
- 7000 lögreglumenn vantar bara í Malmö til að stefja glæpaklíkurnar þar
- öll fangelsi í Svíþjóð eru yfirfull með allt að 100% nýtingu og sífellt stækkandi biðröðum
- Þeir sem eru dæmdir til fangelsisvistar en komast ekki inn halda áfram glæpaverkum
- um 360 óleyst morð eru á borði lögreglunnar
- lögreglan leysir um 25% morða/skotárásamála, 75% verða s.k."köld" óleyst verkefni
- nýtt dauðamet í skotárásum í ár, næstum einn drepinn í hverri viku
- lögreglan tekur ekki lengur á móti kærum um afbrot undir 65 þús ísl kr
- lögreglunni tókst að koma í veg fyrir tvær stórar hryðjuverkaárásir í ár
- handteknir hryðjuverkamenn litu á lestarstöðina í Stokkhólmi, Mall of Scandinavia og gatnamótin Kungsgatan/Sveavägen sem hugsanleg mörk hryðjuverkaárásar
- margir sænskir hryðjuverkamenn fá húsnæði, félagsbætur og nýtt nafn við endurkomuna heim til Svíþjóðar frá ÍSIS í Sýrlandi. Yfirvöld vita ekki um alla sem snúa heim
- lögreglan varar við aukinni hættu á hryðjuverkum vegna heimkominna ÍSIS heilagastríðsmanna
- 1500 dæmdum hryðjuverkamönnum verður sleppt úr fangelsum á næsta ári í Evrópu
- innflytjendakostnaður tvöfaldast til 2025, mörg sveitarfélög ná ekki í dag endum saman
- skuldir sveitarfélaga og léna er uppi í 7.816 milljörðum ísk.
- skuldir ríkisins eru uppi í 15.515 milljörðum ísk. um 40% af VÞF
Á heimasíðu sænsku kratastjórnarinnar eru hreinar lygar um ástandið í Svíþjóð þar sem haldið er fram á ensku þvert gegn tölum opinberra aðila, að ofbeldið bæði morð með byssum og nauðganir hafi minnkað. Stefan Löfven sagði í ár: Við höfum engin svo kölluð no-go svæði. Við höfum tekið á vandanum. Við sjáum hvernig skotárásum fækkar í þremur stóru borgunum." Núna undirbúa kratar sig fyrir nýjar kosningar með yfirlýsingum um að kratar tryggi öryggi Svía.
Sænskir kratar eru í stríði við sitt eigið fólk. Þeir hafa farið í stríð við almenna skynsemi. Þeir telja Svíþjóð vera flokkinn sinn og skilja ekki að neinir geti gert neitt annað en það sem þeir vilja, þ.e.a.s. að knékrjúpa fyrir framan þá og lofsyngja.
Aldrei fleiri skotnir til bana í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Deutsche Bank varar ESB við djúpri komandi efnahagslægð - hræðsla um að evran hrynji
21.12.2018 | 00:18
Í viðtali við Wirtschafts Woche segja fulltrúar Deutsche Bank að skelfilegir atburðir í aðildarríkjum ESB ásamt mótmælum í Frakklandi og kjöri nýrrar Framkvæmdarstjórnar ESB muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagssvæði ESB á næstu tveimur árum. Blaðið kennir Brexit um að geta valdið efnahagsúrbræðslu 27 ríkja ESB og gagnrýnir Emmanuel Macron Frakklandsforseta fyrir að brjóta fjárlagaramma ESB með eftirgjöfum við kröfur mótmælenda gulu vestanna. Efnahagsaðgerðum Donald Trump Bandaríkjaforseta er einnig kennt um að bæta olíu á eldinn.
Æðsti hagfræðingur Deutsche Bank, David Folkerts-Landau er myrkur í máli og segir að verulega muni draga úr hagvexti í ríkjum ESB á næstunni.
Seðlabanki Evrópu hefur eins og Seðlabanki USA dælt milljörðum evra út í fjármálakerfið sem m.a. hafa farið í kaup á ónýtum útlánum aðallega þýzkra og franskra stórbanka. Bókfærð eign SE er veðsett í verðlausum ríkisskuldabréfum og skuldir bankans faldar á bak við peningaprentun og ímyndað nafnverð bréfanna.
Versta ár frá fjármálakreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Franskir hershöfðingjar í opnu bréfi til Macron: "Þú svíkur þjóðina ef þú skrifar undir SÞ-samninginn"
17.12.2018 | 22:28
Þann 10. desember skrifaði fyrrum varnarmálaráðherra Frakklands Charles Millon, ásamt 12 háttsettum mönnum í hernum opið bréf til Emanuel Macron Frakklandsforseta með varnaðarorðum um afleiðingar þess að hann skrifaði undir samning SÞ um innflytjendur í New York 19. desember. Bréfið birtist á hægrivefnum Volontaires France.
Herforingjarnir telja að Macron gefi Frökkum "enn eina ástæðu" til uppreisnar, ef hann undirritar samkomulagið. "Þú myndir gera þig sekan um að víkja lýðræðinu til hliðar og svíkja þjóðina" segir í bréfi herforingjanna. Telja þeir Frakklandsforseta enga heimild hafa til að gefa upp sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og segja að eini réttur Frakka skv. samningnum verði "að ákveða hvernig á að ná markmiðum samningsins".
"Þegar 80% af frönskum meðborgurum telja nauðsyn á að stöðva eða minnka verulega fólksinnflutning getur þú ekki umræðulaust afsagt okkur sjálfsákvörðunarréttinum."
Fjölmiðlar hafa yfirleitt ekki sagt frá bréfinu en skv. Parísarblaðinu L Opinion ætla frönsk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn herforingjunum og fyrrum varnarmálaráðherra. Telja varnarmálayfirvöld að herforingjarnir hafi brotið þagnarskyldu og gerst brotlegir við herlög og því beri að refsa þeim.
Þarf styrjöld í Frakklandi til að vekja svefngengla íslenska stjórnarráðsins?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Varar við 35 milljónum nýjum innflytjendum til Evrópu
12.12.2018 | 13:46
Péter Szijjártó utanríkisráðherra Ungverjalands segir, að með samkomulagi SÞ sé verið að gera óglöglegan innflutning til Evrópu löglegan. "Þetta er sameiginlegt markmið ESB og SÞ." Hann varar við að 35 milljónir innflytjendur muni nú reyna að komast til Evrópu í kjölfar samþykktarinnar.
Deilurnar um hvort stöðva eigi eða skipuleggja innflutninginn hafa staðið í þrjú og hálft ár. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur bent á hættur sem fylgja fólksflutningum til Evrópu t.d. hafa tugir þúsunda öfga íslamskra vígamanna hreiðrað um sig í Evrópu og tugir þúsunda bíða færis á að koma til Evrópu. Utanríkisráðherrann telur samkomulag SÞ vera "ekkert minna en svik við íbúa Evrópu."
Annað samkomulag, sem á að samþykkja í New York seinna í desember, er The global compact on refugees. Þar er hugtakið flóttamaður víkkað út til að ná yfir langtum fleiri en þá sem flýja styrjaldir. M.a. á stofna eftirlitsnefnd yfir þjóðum sem skrifa undir samkomulagið og tryggja peningafærslur flóttamanna til heimalanda sinna. Almenningi hvorki á Íslandi né annars staðar hefur verið kynnt þessi áætlun. Íslenska ríkisstjórnin mun að óreyndu skrifa undir þetta samkomulag.
ESB lét gera úttekt á íbúagetu aðildarríkjanna 2010 sem birtar eru í töflu 12 aftast í skýrslunni. Svíþjóð er sagt geta haft 440 milljónir íbúa. Miðað við 10 milljón Svía í dag ætti Svíþjóð því að geta tekið á móti 430 milljónum flóttamönnum til viðbótar. Lágt reiknað ætti Ísland að geta tekið á móti 20-50 milljónum flóttamanna.
Aðalritari SÞ, António Guterres, segir að innflytjendur til Evrópu muni bæta upp lágar fæðingatölur og hækkandi aldurshópa. Skv. Guterres eigum við bara að loka augunum og njóta þess, að flóttamenn og aðrir innflytjendur vinni fyrir okkur í ellinni.
Framtíðin er því björt að mati ESB og SÞ.
Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)