Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Gleđilegt ár 2016!

Ég ţakka öllum fyrir samferđina 2015Presentation2

Ljósum skreytt Tónlistarhöllin viđ Hátorgiđ í Stokkhólmi 


Hvernig ESB gćti hruniđ 2016

Skärmavbild 2015-12-29 kl. 18.40.07Í grein í The Telegraph skrifar Leo McKinstry um hvernig Evrópusambandiđ, sem á ađ verja Evrópubúa er sjálft orđiđ ađ stćrstu hćttu álfunnar. 

"2016 gćti orđiđ áriđ ţegar ESB liđast sundur og gerir ţjóđaratkvćđagreiđslu Breta ţarflausa. Efnahagsmálin munu örugglega hafa afgerandi ţýđingu í sérhverju hrunaferli. Ţrátt fyrir endalausan jákvćđisáróđur frá Brussel og jafnframt meiri stjórnun miđstýrđra peningamála hafa vandkvćđi evrunnar ekki horfiđ. Hagvöxtur er áfram líflaus, ađeins 0,3 prósent á ţriđja ársfjórđungi á međan atvinnuleysisbótabiđrađirnar er jafn langar og áđur. Atvinnuleysi á Spáni, sem stundum er hampađ sem "kraftaverki" evrusvćđisins er 23%. Í Grikklandi er talan yfir 25%.

ESB getur ekki leyst hina langvarandi efnahagskreppu vegna ţess ađ ţađ er sjálft hluti vandamálsins. Hinn sameiginlegi gjaldmiđill var reyndar aldrei neitt efnahagslegt frumkvćđi. Ţvert á móti var hann pólitískt stjórntćki til ađ ná markmiđum stórveldisins. Ađ ţvinga saman jafn ólíkar efnahagsstćrđir og Ţýzkaland og Grikkland var dćmt frá byrjun til ađ enda í skuldum og athafnaleysi."

Og áfram skrifar McKinstry:

"Yfirhangandi skellur efnahagsstefnunnar blandast saman viđ áframhaldandi stórslys flóttamannastefnunnar sem er ađ rífa félagsmálaverksmiđju Evrópu á hol. Í stađ ţess ađ ađ verja evrópska menningu hefur ESB orđiđ ađ farartćki eyđileggingar á arfi okkar og auđkennum međ leiđsögn opinna landamćra og fjölţjóđamenningar í bílstjórasćtinu."

Á heimasíđu The Telegraph er spurt: Á Íhaldsflokkurinn ađ berjast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu? Svörin má sjá ađ ofan: 61% segja ađ flokkurinn eigi undir öllum kringumstćđum ađ berjast fyrir úrsögn Breta úr ESB, 27% vilja ađ flokkurinn geri ţađ, ef Cameron tekst ekki ađ ná viđunandi samningum viđ ESB og einungis 12% segja nei.

Áriđ 2016 verđur greinilega ár stórra atburđa. 


Lög um Seđlabankann löngu hernumin

sedlabŢađ er víđar en í Sviss sem umrćđur og viđleitni til skilnings á ţví, hvernig fjármálakerfin virka, eru ađ brjóta sér farveg. Til eru tvćr heimshreyfingar og tilheyrir Betra Peningakerfi annarri ţeirra, ţeirri sömu og Positive Money á Bretlandi.

Lygin um, ađ bankar láni ađeins út innlán viđskiptavina sinna er svo rótgróin, ađ flest allir stjórnmálamenn halda henni á lofti.

Í lögum um Seđlabanka Íslands segir í II 5. gr: "Seđlabanki Íslands hefur einkarétt til ţess ađ gefa út peningaseđla og láta slá og gefa út mynt eđa annan gjaldmiđil sem geti gengiđ manna á milli í stađ peningaseđla eđa löglegrar myntar.
Seđlar og mynt sem Seđlabankinn gefur út skulu vera lögeyrir til allra greiđslna međ fullu ákvćđisverđi."

Í sumum löndum heims er svo komiđ, ađ skrifstofur banka taka ekki lengur viđ seđlum og mynt. Ef innlánendur banka t.d. í Svíţjóđ ţurfa ađ taka út reiđufé sem nemur hćrri upphćđ en hálfri milljón ísl. kr, ţarf bankinn ađ fá skriflega pöntun međ 3 daga fyrirvara. Sum einkarekin fyrirtćki taka einungis viđ greiđslukortum sem lögeyri.

Seđlar og mynt mótsvara 3% af peningamagni í umferđ. 97% peningamagns eru tölur í tölvum. Ef innlánendur taka út meira en 3% í reiđufé mun allt kerfiđ hrynja. 

Engir hafa kynnst veikleika fjármálakerfisins eins vel og Íslendingar eftir ađ bankarćningjar blésu út skuldabólu mótsvarandi 12 sinnum efnahagsstćrđ landsins. Eftirá er ţađ nytsamlegt ađ skođa, hvernig rániđ var framiđ međ fulltingi stjórnmálamanna og eftirlitsađila fjármálakerfisins. Flestir virđast hafa veriđ falir fyrir krónur og aura, en ekki allir sem betur fer.

Ţađ ţarf ađ afnema brotaforđakerfiđ og fćra stjórn peningamagns í umferđ aftur í hendur Seđlabanka Íslands. Bćta ţarf orđum um stafrćnar greiđslur í 5. greinina til ađ afnema vald einkabanka til ađ búa til peninga úr engu í tölvum sínum.

Í ţví hruni fjármálamarkađa, sem heimurinn stendur frammi fyrir, yrđu ađgerđir eins og talađ er um í skýrslu Frosta ein besta vörn Íslands. 


mbl.is Bönkum bannađ ađ búa til peninga?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sannleikur(inn)

IMG_4904Stolt stendur fjölskylda elgsins  á Sergelstorgi Stokkhólmsborgar, ljósum prýdd og minnir á sannleikann um konung sćnska frumskógarins. Fallegar jólaskreytingar í Stokkhólmi og annars stađar minna einnig á sannleikann um ţörf mannfólksins ađ lifa af myrkriđ. Ţađ er einnig sannleikur, ađ árlegur fögnuđur um fćđingu frelsarans, konungs ljóss og kćrleika, fćr marga til ađ staldra viđ og láta eitthvađ gott af sér leiđa eins og t.d. ađ bjóđa fram krafta sína viđ líknarstörf. Bođskapur jólanna er ađ viđ getum öll gert eitthvađ til ađ hjálpa ţeim sem minna mega sín og eiga bágt á einhvern hátt.

Fyrir Ísland er ţađ sannleikur áriđ 2015, ađ flest allar tölur sýna rétt. Ţjóđin hefur eftir Bankahrunsstríđiđ, sem enn er ekki endanlega lokiđ, tekist tímabundiđ ađ sigra bankarćningja og hneppa hluta ţeirra í fangelsi. Sannleikur bankastjóranna og keyptra stjórnmálamanna ţeirra, var áriđ 2008, ađ lán sem ţeir tóku mest á erlendum mörkuđum, skyldi íslenska ţjóđin borga. Ţađ var sannleikur Svavars, Jóhönnu, Steingríms og Bjarna, ađ slíkt yrđi góđ útkoma, ađ semja viđ lánardrottna bankanna um ađ ţjóđin greiddi fyrir ţýfi íslensku bankarćningjanna. Sannleikurinn sá var svo stór ađ ekki mátti á ţađ minnast, ađ málstađur ţjóđarinnar yrđi tekinn til međferđar í dómsstólum. 

Ţjóđin tók ekki ţennan sannleik gildan. Hún fylkti sér á bak viđ tvo leiđtoga ţá Davíđ Oddsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Sá fyrstnefndi lagđi stefnuna ađ dómsstólaleiđinni og undirbjó ásamt flokki sínum neyđarlög sem skiptu upp efnahagnum í Ísland og útlönd og björguđu landinu frá tafarlausu gjaldţroti. Sá síđarnefndi notađi stjórnarskrá lýđveldisins til ađ fćra ţjóđina aftur til valda yfir Alţingi, sem ţá var í höndum spilltra stjórnmálamanna sem vildu fyrir utan ađ vera á mála hjá bankarćningjum einnig komast á jötu Evrópusambandsins. 

Ţađ er einnig sannleikur ađ hjá mörgum festist áróđursmynd stjórnmálaandstćđinga af Davíđ Oddssyni sem eineygđum krypplingi Íslands. Enginn nema Davíđ sjálfur ţekkir sannleikann um, hvort hljómur Íslandsklukkunnar hafi skađađ heyrn hans, en fáir í stjórnmálastéttinni heyrđu óm hennar, ţegar Davíđ hringdi henni löngu áđur en fjármálahruniđ skall á. Ţjóđin fylgdi kalli klukkunnar en hljómur hennar hefđi ţagnađ, ef forsetinn hefđi ekki gripiđ í taumana gegn spilltu ţingliđi ţess tíma.

Ţađ er sannleikur ađ fjármálaráđherrann okkar hefđi ekki getađ spilađ úr lausn fjármála međ tekjuafgangi og niđurgreiđslu skulda á sama hátt og er efnahagslegur sannleikur í dag, ef Icesave samningur hans hefđi náđ fram ađ ganga. 

Sá sannleikur, ađ til er fólk sem ekki hefur efni á góđri jólamáltíđ, verđur ađ sjálfsögđu ekki minni vegna hlađinna veizluborđa annarra. Hins vegar yrđi ţađ góđur sannleikur fyrir fátćka, ađ einhverjir bitar féllu af veizluborđinu til ţeirra, svo ţeir ţyrftu ekki ađ vera svangir á jólunum. Einn sannleikur um bođskap jólanna er, ađ ţađ á ađ vera góđur viđ ţá sem minna mega sín.

Forsetahjónin reyna á sinn hátt ađ lyfta fram ţessum jólabođskap. 
Fjármálaráđherrann minnir á vald sitt ađ skerđa fé til Bessastađa.

Ţađ vald breytir í engu ţeim sannleika, ađ til eru fátćkir á Íslandi áriđ 2015, ţrátt fyrir góđar tölur landsins í samanburđi viđ ađrar ţjóđir. Ekkert er svo gott ađ ekki sé hćgt ađ gera ţađ betur og sannleikskorn í ţví, ađ fátćkir borđa ekki fallegar tölur. 

Einn sannleikur er, ađ dramb er falli nćst.

Gleđileg jól og farsćlt komandi ár!  


Smáfyrirtćkin - ein mikilvćgasta undirstađa velferđar landsmanna

250px-Arnason-frontUpplýsingar Hagstofu Íslands sýna skýrt, hvernig uppistađa atvinnulífsins er á Íslandi sem er grundvöllur landsins alls í verslun, viđskiptum og velferđ. Ţetta er bakgrunnurinn fyrir samfélagiđ allt: af 26.801 virkum fyrirtćkjum eru einungis 146 fyrirtćki međ fleiri en 100 starfsmenn.

Skilgreining ESB, sem tekin var upp eftir samaráđ og skilgreiningu smáfyritćkjasamtaka í ađildarríkjunum, ţar sem Federation of Small Businesses í Bretlandi hefur veriđ leiđandi í mörg ár og barist fyrir ţessu sjónarmiđi, er eftirfarandi:

 

 

Míkrófyrirtćki 1 - 9 starfsmenn
Smáfyrirtćki 10 - 49 starfsmenn
Međalstór fyrirtćki 50 - 249 starfsmenn
Stór fyrirtćki 250 og fleiri starfsmenn

Allt ađ 99,8 % fyrirtćkja eru lítil og međalstór fyrirtćki. Eins og sést á skýrslu Hagstofunnar er langstćrsti hópurinn eđa 23.718 fyrirtćki međ 4 eđa fćrri starfsmenn. Gróskan í endurnýjun viđskiptalífsins međ sífellt nýjum fyrirtćkjum og athafnamönnum sem freista gćfunnar er trygging samfélagsins fyrir ţróun og betri árangri sem kemur öllum Íslendingum til góđa. 

Athafnafólk tekur persónulega áhćttu og einungis hluti allra fyrirtćkja sem stofnađ er til ná ađ ţróast og dafna og stćkka. Ţessi lífskraftur og endurnýjunarferli er fjöregg ţjóđarinnar. Athafnamenn lćra flestir af mistökum sínum og verđa betri í starfinu. Kenna á athafnamennsku sem valkost viđ önnur störf í skólum landsins. 

Međ ţennan bakgrunn ađ leiđarljósi má sjá, hversu víđáttubrjálađar hugmyndir s.k. útrásarvíkinga var, ţeirra kumpána Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Sigurđar Einarssonar, ađ ćtla ađ keppa viđ fjármálamiđstöđvar London og New York. Enda voru ţeir félagar prúttnir svindlarar og annar situr í fangelsi.

Íslenska ţjóđin ćtti einnig ađ jarđa ţá hugmynd, ađ lítiđ ţjóđ eigi ađ reyna ađ vera stórveldi á alţjóđavettvangi en slíkar hugmyndir fylgja brengluđum peningamönnum sem kaupa stjórnmálamenn til ađ breyta lögum sér í vil. 


mbl.is Ađeins 296 fyrirtćki međ 50 starfsmenn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband