Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Farsælt komandi ár með betri tíð og blóm í haga fyrir Ísland

julistockh

Þessi fallega mynd er tekin af jólaskreytingu á Sergels torg í hjarta Stokkhólmsborgar. Jólaskreytingarnar setja mikinn svip á miðbæinn og auka gleði vegfarenda.

Ég óska öllum landsmönnum Farsæls komandi árs og þakka Morgunblaðinu fyrir gott og málefnalegt blað á árinu, sem er að líða. Ég hef verið að prófa bloggið hér og eignast nokkra góða bloggvini. Lifandi umræða er frískleikamerki, þótt umræðustíllinn sé ekki alltaf fullkominn í bloggheimum. Þá eru síður Morgunblaðsins betri og áhrifameiri og full ástæða til að gleðjast með lesendum blaðsins yfir aldarafmæli Morgunblaðsins 2. nóvember n.k. Morgunblaðinu hefur tekist í heila öld að vera "áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað," svo vitnað sé í tilgang blaðsins í fyrsta tölublaði þess. Þar birtist einnig skáldsagan Svörtu gammarnir eftir Övre Richter Frich, þar sem sagt er frá dulafullu undirskriftarlausu skeyti frá Hamborg með textanum: Beware of the vultures. Gætið yðar við gömmunum.

Það jákvæðasta við 2013 fyrir Íslendinga er að þá verða alþingiskosningar og hægt að setja eina alræmdustu ríkisstjórn landsins í möppu sögunnar. Það er bráðnauðsynlegt til að þjóðin fái komið málum sínum í lag á ný og hægt verði að hefja raunverulega endurreisn efnahagslífsins. Raus Jóhönnu Sigurðardóttur í Morgunblaði dagsins er byggð á blindu hatri hennar gegn sjálfstæðismönnum og lýsir vel því einkenni "vinstri" manna, að snúa öllu á hvolf og kenna sjálfstæðismönnum um allt sem slæmt er undir sólinni. Fyrst og fremst fyrir að koma í veg fyrir áframhaldandi setu sósíalista í ríkisstjórn. Hatrið er svo blint að venjulegt verkafólk, sem vill lifa í frjálsu landi með eigin hugsun og sköpun lífsmöguleika af eigin dugnaði, er ásakað um að vera svartasta íhald og auðvald. Á sama tíma er raunveruleikinn sá, að þeir sem þykjast í orði vera málsvarar lítilmagnans, vinna sleitulaust fyrir skjólstæðinga sína í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þannig er því víða farið á fleiri stöðum en á Íslandi. T.d. er einn af aðaltalsmönnum sósíaldemókrata Svíþjóðar, Thomas Östros núverandi formaður Bankafélags Svíþjóðar og sem slíkur verjandi hærri arðs til bankastjóra og eigenda sænsku bankanna. Þar tala sænskir sósíaldemókratar gegn ríkisstjórn Fredrik Reinfelds, sem vill lækka og stöðva um sinn bankastjórabónusa. Þrátt fyrir þessar staðreyndir halda sænskir sósíaldemókratar áfram að ráðast á stjórnarandstæðinga sína, sem "kolsvart íhald og auðhyggjufólk".

Allt er því ekki sem sýnist samkvæmt orðanna hljóðan. T.d. segir danski Evrópuþingmaðurinn Morten Messerschmidt í nýarsávarpi sínu, að:

"Grundvallargildum okkar er ógnað. Við erum undir því, sem ég vil kalla "borgaralegt valdarán". Ekki árás með ofbeldi og ofurveldi eins og við höfum áður séð í sögunni. Heldur valdaráni, sem framkvæmt er með sáttmálum undirskrifuðum með pennum kjörinna fulltrúa okkar."

Morten Messerschmidt líkir Evrópuþinginu við Rómarríkið:

"Það sem er að gerast í augnablikinu í Brussel, ... er stöðug aðför til að tæma land okkar af lýðræðiskrafti sínum. Ekki síðan á tímum Rómarríkis hafa svo mikil völd verið í höndum svo fárra eins og málum er háttað í Brussel í dag. Búið er að aftengja almenning í Evrópu."

Messerschmidt heldur áfram:

"Barroso og Rumpoy hafa lýst því skýrt yfir, að markmiðið er sambandsríki. Og okkar eigin forsætisráðherra lýsti því nýverið yfir, að Danmörk er 18. evrulandið. Er hægt að hugsa sér stærri niðurlægingu frá nokkrum forsætisráðherra en að sniðganga nei dansks almennings við sameiginlegu myntinni?"

Svo mörg voru þau orð. Sem betur fer sjá sífellt fleiri, að Fjórða Ríkið er ekki það sem íbúar evruríkjanna vilja. Kratastjórnir Evrópusambandsins hafa leikið þjóðir sínar grátt með því að framfylgja fyrirmælum Charles Dallara, forstjóra Alþjóðlegu Fjármálastofnunarinnar IIF (Institute of International Finance), sem "ráðlagt" hefur þjóðum heims í fjármálakröggum að bjarga bönkunum, hvað svo sem það kostar. Núna, þegar ESB er á hraðferð með evruland í hyldýpi kreppunnar vegna bankabjörgunarstarfsins vakna ýmsir upp og segja hingað og ekki lengra.

Það er auðvelt að sveiflast milli vonar og ótta um, hvað nýja árið færir fólki í okkar heimshluta. Fyrir Ísland gengur best að kjósa sér nýja ríkisstjórn og halda sér fyrir utan efnahagsstríðið og fylkingamyndun "hinna stóru" í heiminum. Best að vera lítill og ráða eigin för en kasta sér í faðminn með öflum, sem skyndilega geta breyst í öfga og vopnuð átök. Ég mun kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna stjórnmálastefnu flokksins um frelsi einstaklingsins til skoðana og athafna. Ég vona, að sem flestir Íslendingar geti sameinast undir merki þess flokks, sem samofin er sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Tímabil smælkisstefnuhópa eins og Hreyfingarinnar er liðinn. Hægri Græn, Kristni flokkurinn, Björt framtíð, Besti flokkurinn og hvað þetta heitir nú allt saman ristir ekki djúpt í hina raunverulega stjórnmálaáru, sem umlykur þjóðarsálina. Þetta eru aðeins efasemdarraddir augnabliksins, sem skipta álíka miklu máli og hrukka í morgunsárið, þegar kíkt er í spegilinn.

Evran hefur sundrað Evrópu. Evrópusambandið er að riðlast sundur. Það hindrar samt ekki sósíalista nútímans frá þeirri heimsvaldastefnu sinni að sameinast með fjármálaöflunum til að byggja upp 4.a ríkið. Ég spái því, að hópur ríkja mun ganga í sæng með Þýzkalandi og 4.a ríkið verða að veruleika á meðan önnur ríki Evrópusambandsins verða látin sigla sinn sjó. Margir af 6 þúsund bönkum Evrópu eru gjaldþrota en haldið í gangi á fölskum forsendum. Mörg ríki ESB eru gjaldþrota en fá ekki að fara í gjaldþrot enn þá. Sú leið sem Alþjóðlega Fjármálastofnunin fer, er að breyta fólki í skuldaþræla, sem lifa bara til að draga andann og borga vexti og afborganir svo hægt sé að framlengja lífi gjaldþrota banka. Íslendingar kannast við þetta í gegnum Icesave. Eurosave er sami hluturinn bara svo hrikalega miklu stærri og með svo skelfilegum afleiðingum, að nýnazisminn veðrar morgunloft og vex með ógurhraða.

Þess vegna á boðskapur hins dularfulla símskeytis í fyrsta tölublaði Morgunblaðsins svo vel við í dag:

Gætið yðar við gömmunum! 


10 ólíklegir hlutir sem líklega gætu fellt heiminn að mati danska SAXO bankans

image-265855-galleryV9-oxgh

Evra með gati. Stjörnurnar hafa mattast.  

Árlega birtir danski SAXO bankinn viðvaranir við 10 stærstu ólíklegustu hlutunum, sem líklegast gætu fellt heiminn. Aðalhagfræðingur bankans Steen Jakobsen segir, að þrátt fyrir að hlutir líti ólíklega út, geti þeir engu að síður verið líklegri til að gerast en við reiknum með.

"Áður en allir dæma okkur úr leik sem dómsdagsspámenn og svartsýnisrausara, viljum við benda á, að það ríkir þegar efnahagslegt styrjaldarástand. Skuldir vesturlanda og fjárlagahalli eru svo háar, að slíkt hefur ekki sést síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar," skrifar Steen Jakobsen. 

Við upphaf 2013 hefur SAXO bankinn mest áhyggjur af blöndu sjálfupptekinna yfirmanna og vaxandi þjóðfélagslegum óróleika sem ógni til lengri tíma pólitískum og fjármálalegum stöðugleika. "Við munum ef til vill ekki berjast í skotgröfunum en bráðum getum við slegist á götunum," skrifar Steen Jakobsen og heldur áfram: "Occupy Wall Street er bara upphafsstafurinn á því sem bíður okkar, ef við breytum okkur ekki." SAXO bankinn tekur undir að listinn sé ekki opinber spá bankans fyrir 2013. "En áður en við eigum viðskipti verðum við að þekkja til þess versta, sem getur gerst."

10 ólíklegir hlutir, sem líklega gætu fellt heiminn 2013: 

1. Þýzki verðbréfamarkaðurinn hrynur með 33% Þýzki verðbréfamarkaðurinnn var einn af þeim bestu í heiminum 2012, en útflutningsveislu Þýzkalands lýkur, þegar Kína stígur á bremsurnar. Slæmur efnahagur og óvissa um Angelu Merkel fær DAX-vísitöluna að hrapa 33%.

2. Japan þjóðvæðir risafyrirtækin Japanska Sharp, Sony og Panasonic blæða peningum, vegna samkeppni Suður-Kóreu með Samsung í fremstu línu. Tapið neyðir japanska ríkið að yfirtaka fyrirtækin á sama hátt og Bandaríkin tóku yfir stóru bílafyrirtækin.

3. Verðið á sojabaunum ríkur upp Saxo Bankinn heldur að slæma veðrið 2012 hafi ollið usla í matvælaframleiðslunni og sojabaunir verða afar viðkvæmar fyrir veðurfarinu 2013.

4. Gullverðið snarlækkar Ef ameríkanska efnahagslífið nær sér á strik samtímis og eftirspurn minnkar í Indlandi og Kína getur gullverðið dalað verulega frá núverandi verðlagi um 1.650 dollara fyrir únsuna.

5. Verðið á amerískri hráolíu hrynur Ný tækni eykur orkuframleiðslu USA og framboð amerískrar hráólíu stóreykst. Olíuverðið lækkar á sama tíma og efnahagslífið í heiminum er á sparloga.

6. Japanska yenið verður ofursterkt Nýrri ríkisstjórn Japans mistekst að lækka yenið. Yenið verður sterkasti gjaldmiðill í heiminum.

7. Svissneski frankinn hverfur frá tengingu við gengi evrunnar Kreppan í PIIGS-löndunum versnar, peningarnir flýja til Sviss, sem neyðist til að skera á bindingu frankans við gengi evrunnar og tekur þess í stað upp galdeyrishöft.

8. Hongkong verður gjaldeyrismiðstöð heimsins Tenging Hongkong og USA dollara verður rofin og Hongkongdollarinn tengist kínverska renminbin í staðinn. Mörg Asíulönd fylgja á eftir og kínverski gjaldmiðillinn verður ofsasveiflukenndur. Hongkong verður miðstöð gjaldeyrisviðskipta í heiminum.

9. Spönsku vextirnir hækka upp í 10% Geysilegt atvinnuleysi, svæðisbundinn óróleiki og stækkandi skuldafjall neyðir Spán í gjaldþrot, þegar vextirnir ná 10%.

10. Tvöfaldir vextir á 30-ára amerískum ríkisskuldabréfum Vegna lágra vaxta yfirgefa fjárfestar ríkisbréf og flýja til hlutabréfa. Það leiðir til kröftugra vaxtahækkana.  

(Byggt á frétt í Dagens Industri)


Sænska ríkisstjórnin lækkar hagvaxtarspá um meira en helming fyrir 2013

Anders-Borg-468Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar hefur lækkað áætlun um hagvöxt og þjóðarframleiðslu Svía um meira en helming eða frá 2,7% til 1,1% fyrir næsta ár. Dagens Nyheter greinir frá þessu 21. desember. Þá hefur áætlun hagvaxtar fyrir árið 2014 verið lækkuð úr 3,7% niður í 3%, sem ýmsir telja of bjartsýna spá.

Ríkisstjórn Svíþjóðar reiknar með að atvinnuleysi hækki úr 7,7% upp í 8,2% næsta ár og haldi áfram að vaxa árið 2014.

"Það er nokkur mögur ár framundan," sagði Anders Borg á blaðamannafundi. "Endurreisnin verður hæg og rýr. Vinnumarkaðurinn verður magur og veikur þessi ár," sagði Borg.

Samkvæmt fjármálaráðherranum er erfitt að dæma, hversu djúp þessi efnahagslægð verður. Þess vegna kemur til greina að koma með aðgerðir til að hvetja vöxtinn bæði fyrir næsta ár sem og árin 2014 og 2015.

Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of bjartsýn um sænskan efnahag og vanmeta afleiðingar fjármálakreppunnar. Í þessum nýju áætlunum er Anders Borg nálægt öðrum stofnunum eins og Seðlabanka Svíþjóðar sem spáir 1,2% hagvexti næsta ár og 8,1% atvinnuleysi á meðan Efnahagsstofnunin fyrr í vikunni spáði 0,8% hagvöxt og 8,3% atvinnuleysi næsta ár.

Fjármálaráðherrann reiknar með halla á fjárlögum næstu þrjú árin með - 1,3% árið 2013. Ekki er ástæða í augnablikinu að grípa til hvetjandi aðgerða en ríkisstjórnin sænska mun ræða það við fjárlagagerð næsta vor. 


Ljósglæta?

landvarnir_s

Loksins, loksins, smáljós vonar frá nýja sjálfsaftökustað Íslendinga Alþingi.

 

 

 

 

Zombístjórn krata og fjárglæframanna hefur breytt Alþingi í forað ólaga samkvæmt reglunni: með ólögum skal landi eyða. Stjórnarandstaðan reynir af veikum mætti að halda uppi lágmarks heiðri elsta lýðræðisstofnunar okkar heimshluta en hefur verið breytt í mínútuþræla samkvæmt nýjum "umræðu"reglum Alþingis.

Ríkisstjórn "jafnaðar"manna (hvar eru konurnar hér frú mín góð?) og Vinstri-Grænna er í sautjánda sinn sprungin á pakkanum. Þetta var þá bara púðurkerling eftir allt saman. Eftir alþjóðlegt fjármálahrun, glæpastörf féflétta, galla peningakerfis og meingalla ESB bankalaga kom fimmta og stærsta plága landsmanna: ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Einkenni þessarar stjórnar hefur verið að ljúga og flækjast fyrir í 80% af verkum sínum. Hanga með í 20%. Þar af leiðandi hefur 80% af skattfé landsmanna farið í súginn á tímabilinu. Og allir uppteknir af að reyna að milda skaðann, sem hefur tekist misjafnlega vel.

Íslenskir "jafnaðar"menn trúa svo illa á sjálfan sig að þeir kunna ekki að segja sannleikann. Þess í stað setja þeir ígang "pakka" og skipa stjórnlagaráð í stað þess að segja hreint út að þeir séu að aðlaga Ísland að aðildarkröfum ESB og breyta þurfi stjórnarskránni til að afsala fullveldi lýðveldisins til búrókratanna í Brussel.

Enn eina ferðina fær Ögmundur Jónasson og hirðfélagar hans í stjórninni "tækifæri" til að láta á reyna lygaorð sín um að "láta kjósa um aðildarferlið". Ögmundur og félagar hans eru fyrir löngu búnir að selja sál sína fyrir ráðherratitilinn. Samfylkingin er fyrir löngu búin að selja þjóðina fyrir eigin draum um að festast á ljósmyndum með elítunni í Brussel.

Þjóðin þarf að rasskella þetta lið í næstu kosningum. Gefa Samfylkingunni aldarlangt frí frá Alþingi, svo fólkið og nýkjörnir foringjar geti endurreist virðingu Alþingis og sess í hjarta þjóðarinnar. 

Og haldið áfram uppbyggingu lýðveldisins á grundvelli núverandi stjórnarskrár, sem í fullu hefur sannað gildi sitt á erfiðleikatímum.

Einungis einu atriði þyrfti að breyta:

Bæta við málsgrein um, að ef þjóðin fellir lög sitjandi ríkisstjórnar eins og gerðist í Icesave, þá verður ríkisstjórnin að segja af sér og Alþingiskosningar boðaðar. Samþykki þjóðin lögin, þá verður forseti að segja af sér og nýjar forsetakosningar boðaðar.

Slík regla hefði sparað þjóðinni þrjú makalaus ár af lygum og stanslausum árásum á lýðveldið og grundvallaratvinnuvegi þess. 


mbl.is Viðræðurnar verði settar á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskir sósíaldemókratar á móti sambandsríki ESB. Segja hugmynd um fastaher ESB brjóta gegn hlutleysistefnunni.

Skärmavbild 2012-12-10 kl. 18.06.57

 

 

 

 

 

 

Peter Hultqvist fulltrúi sænskra sósíaldemókrata sagði í fréttatíma sænska sjónvarpsins að kvöldi 10. desember, að sænskir sósíaldemókratar væru mótfallnir þróun ESB í sambandsríki. Hann var spurður um afstöðu sósíaldemókrata til uppbyggingu fastahers Evrópusambandsins, þar sem her aðildarríkjanna yrði slegið saman í einn her eins og nú er rætt um. Sænski hershöfðinginn Håkan Syrén hefur lagt þessa hugmynd fram í Svíþjóð. Peter Hultqvist sagði: "Ég sé enga framtíð í því fyrir Evrópu, að her landanna yrði sameinaður í eina skipulagða heild, slíkt gengi beint gegn hlutleysisstefnunni. Þetta er hluti af byggingu sambandsríkis, þar sem allt ESB er á leiðinni að verða að einu sameiginlegu ríki. Flokkur okkar er á móti sambandsríki."

Varnamálaráðherra Svía, Karin Enström, sagði að það væri alls ekki á borðinu að láta fjárframlög Svía til hernaðarmála ganga til ESB og uppbyggingu herafla ESB. "Hins vegar er það mikilvægt að eiga gott samstarf að öðru leyti."  

Hugmyndir EU um eigin fastaher er sett fram í kjölfarið á útnefningu ESB til friðarverðlauna Alfred Nóbels. Friðarnefnd Alfreð Nóbels, sem norska Stórþingið skipar, afhenti friðarverðlaunin til ESB fyrr í dag. Í langri lofrullu fór Thorbjörn Jagland hástemmdum rómi um samstarf Frakka og Þjóðverja og þýðingu þess fyrir frið á meginlandi Evrópu vegna starfa innan ESB. (Ekki heyrði ég hann minnast á NATO eða aðkomu þess í friðarsköpun álfunnar). 

Það var kaldhæðnislegt, að Jagland minntist á, að friðarverðlaunum Nóbels hefðu á árunum 1926 og 1927 verið skipt á milli Þjóðverja og Frakka. Heimurinn stóð þá eins og nú á barmi efnahagslegs hengiflugs, sem skömmu síðar breyttist í Kreppuna Miklu. 85 árum síðar er heimurinn á ný í sömu stöðu en í enn þá hrikalegri mynd m.a. vegna stjórnmálalegrar tilraunar með sameiginlegan gjaldmiðil, evruna.

Friðarverðlaunin komu hvorki í veg fyrir heimsstyrjöld þá né munu þau gera það núna. Skiptir þá engu hversu mikið Jagland daðrar við ESB eða mörg krókódílstár José Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB, fellir yfir hungruðum börnum, sem hvorki eru spænsk, portúgölsk, ítölsk, írsk og engan veginn grísk.


mbl.is Sýrland „blettur“ á samvisku heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toppurinn á spillingunni innan ESB: 1,4 ársframleiðsla Kýpur glatast á fimm árum!

355851_1Matsfyrirtækin fara nýjan hring og lækka mat á löndum og bönkum. ESB og USA keyra með núverandi peningastefnu út í skurð. Í ESB er ástæðan evran, heimsvaldadraumurinn og skuldsetning ríkja til að borga óreiðumönnum fyrir afglöp sín og tryggja áframhaldandi afglapastörf. USA er er komið á heljarskuldaþröm og seðlabankar USA og UK dæla trilljörðum dollara og punda út í fjármálafyrirtækin til að halda uppi loftbólu á verðbréfamörkuðum. Seðlabanki ESB gerir sama hlut með því að kaupa ónýt ríkisskuldabréf gjaldþrota evruríkja.

ESB borgaði út um 1.100 miljarða SEK til ýmissa verkefna á síðasta ári. Endurskoðendur sambandsins sjá, að tæp 4% glötuðust í röngum útborgunum. Þá er ekki verið að tala um mat á vafasömum verkefnum eins og styrki til "bænda," sem eru stóreignamenn án búskapar eins og t.d. Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar né heldur kaup ESB á fisk til að henda á haugana svo fiskverðið "hækki" á mörkuðum. Hér er einungis verið að tala um þær greiðslur, sem við fyrstu einföldu athugun sýna, að rangar upplýsingar hafa vísvitandi verið gefnar upp í styrkjaumsóknum, t.d. að rannsóknarstyrkir hafa verið notaðir til að greiða forstjóranum laun en engar rannsóknir átt sér stað o.s.frv. Á síðustu fimm árum hefur þessi sjáanlegi spillingartoppur verið á milli 3 til 7% árlega. Á árunum 2008 til 2011 glataði ESB 234 miljörðum sænskra króna á þennan hátt og mótsvarar sú upphæð 1,4 ársframleiðslu aðildarríkisins Kýpur eða 2,6 ársframleiðslum Íslands. Og þetta er bara sýnilegi toppurinn á spillingarísjaka ESB.

Endurskoðendur gagnrýna að ESB kannar ekki, hvort peningarnir lendi í réttum höndum.  Vitor Caldeira, formaður endurskoðendaréttarins segir, að endurskoðendur hafi í fjöldamörg ár krafist betri vinnubragða.

"Við höfum yfirgnæfandi sannanir fyrir því, að framkvæmdastjórnin og aðildarríkin geti nýtt fjárlög ESB á betri og afkastameiri hátt og skapað meira virði fyrir meðborgara sambandsins."

Í 18 ár hafa endurskoðendur því neitað að setja nöfn sín undir efnahagsreikninga ESB. Engar ríkisstjórnir, fyrirtæki né einstaklingar kæmust upp með slíkt í aðildarríkjum sambandsins.

Búrokratarnir halda samt ótrauðir áfram iðju sinni að afnema fjárhagslegt sjálfstæði aðildrarríkjanna og telja enga aðra en framkvæmdastjórnina geta farið með fjármál sambandsríkisins.

 


mbl.is Grikkir niður fyrir ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíum neitað um hærri eiginfjárbindingar sænskra banka. Þjóðverjar á móti yfirstjórn SE yfir þýzkum bönkum.

200610218954_riksvapen

Ef að Svíar taka þátt í bankasambandi ESB, þá fá þeir ekki að krefjast hærri eiginfjárbindingu hjá sænskum bönkum en þeirrar, sem ákveðin er af ESB. Þetta kom fram í atkvæðagreiðslu efnahagsnefndar Evrópuþingsins í lok nóvember, þegar nefndin tók ákvörðun í málinu.

Fyrir Svíþjóð hefur krafan um hærri eiginfjárbindingu bankanna verið mikilvæg til að vega á móti áhættu bankakerfisins, sem vaxið hefur mikið á undanförnum árum og er nú mörgum sinnum stærra en sænska efnahagskerfið  (a.m.k. fimm sinnum stærra, ef ég man rétt).

Efnahagsnefnd Evrópuþingsins telur, að Seðlabanki Evrópu beri ábyrgð á bönkum, sem taka á móti neyðarlánum og öðrum kerfismikilvægum bönkum. SE á að fá óskoraðan rétt til að taka yfir rekstur banka hvenær sem er – einnig minni banka. Þessu hafa Þjóðverjar mótmælt og telja að fjármálaeftirlit einstakra landa eigi sjálft að annast eftirlit með eigin bönkum. Deila stendur um völd SE og bankasambandsins milli Frakka og Þjóðverja og ekki útséð, hvort hægt verður að koma nýjum lögum í gegn fyrir áramót eins og áætlað var.

Efnahagsnefndin vill að eftirlitsnefnd bankanna EBA verði valdameiri, þar sem EBA tókst ekki að fá fram allar upplýsingar eins og t.d. við álagsprófun banka á Spáni. Spánn hefur nýlega beðið ESB um tæplega 40 miljarða € neyðarlán vegna slæmrar stöðu spænskra banka.

Efnahagsnefndin leggur einnig til, að ef fimm eða færri lönd í ESB verði utanvið hið nýja bankasamband, verði atkvæðaréttur þeirra landa takmarkaður.

"Ef að t.d. bara StóraBretland er fyrir utan bankasambandið gengur ekki að StóraBretland hafi neitunarvald í öllum ákvörðunum EBA,"segir þýski umhverfisgræninginn Sven Giegold, talsmaður efnahagsnefndarinnar.

Meiningin er að við atkvæðagreiðslur verði bæði tekið tillit til meirihluta landa bankasambandsins og ríkja ESB utanvið bankasambandið en sú regla hættir sem sagt að gilda ef fimm eða færri lönd standa utanvið bankasambandið.

Byggt á Svenska Dagbladet og Euractiv


"Kreppan hefur þegar orsakað skaða á við eina heimsstyrjöld"

haldane_2239063b

"Fjármálakreppan hefur þegar orsakað efnahagsskaða á við eina heimsstyrjöld og verðið þurfa barnabörnin okkar líka að borga" segir Andy Haldane, einn av æðstu yfirmönnum breska seðlabankans, Bank of England, í nýlegu viðtali við BBC.

"Ef horft er á tekjur og framleiðslu er staðan jafnalvarleg og eftir eina heimsstyrjöld. Það væri furðulegt, ef fólk spyrði ekki um, hvað hefði mistekist í fjármálageiranum," segir Haldane.

Fjórum árum eftir að fjármálakreppan braust út er breskur efnahagur enn 3% minni en þegar hann var á toppnum.

"Ef við erum lánsöm greiða börnin okkar verðið fyrir kreppuna en það er líklegt að barnabörnin okkar þurfi að borga líka. Það er öll ástæða fyrir almenning að æsa sig mjög yfir því, sem hefur gerst - og reiðast," sagði Haldane skv. The Telegraph.

Seinna í dag mun fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, gefa skýrslu um ástandið, sem er mjög dökkt. Haldane telur að bankarnir séu hindrun í vegi snöggs bata í efnahagskerfinu. Efasemdir eru mjög útbreiddar um að bankarnir hafi verið fullkomlega heiðarlegir í útskýringum sínum um umfang slæmra útlána og á meðan efinn gegn bönkunum er til staðar getur fjármagnskerfið ekki virkað sem skyldi.

Fjárfestar eru ekki eins viljugir að hafa peningana í bankanum. Annað hvort krefjast þeir hærri vaxta til að lána út til bankans eða þeir taka einfaldlega út peningana sína.

Haldane meinar, að mikilvægasta spurningin fyrir breskan efnahag er að auka traustið á bönkunum.

"Meira þarf að gera til að koma útlánastarfsemi í gang og rétta við efnahaginn," segir Haldane, sem enn finnst laun bankastjóra of hátt.

"Mér finnst að launin megi falla enn frekar."

Byggt á DI og Telegraph. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband