Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Á Íslandi ná menn áttum en í ESB fer vitglóran ć meir úr böndunum

sigm17juni.pngNýkjörinn forsćtisráđherra Íslands, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson flutti góđa rćđu 17. júní á Austurvelli eins og venja er.

Var ţó nokkur léttir ađ hlýđa á mál hans samanboriđ viđ niđurrifsorđ gagnvart lýđveldinu undanfarin ár. Ţörf áminning um sjálfstćđi okkar, góđar tilfinningar ţjóđarinnar og stađfestu ađ láta engan eyđileggja ţann grundvallar- og stjórnarskrárvarđan rétt okkar ađ ráđa málefnum okkar sjálf.

Sigmundur kann ađ koma orđum á réttan stađ t.d. međ ţví ađ fullyrđa, ađ engum hefđi dottiđ í hug 1944 eđa 1994, ađ ţađ ţyrfti ađ spyrja sérfrćđing, hvort forsetinn mćtti tala um fullveldi Íslands!

Hárrétt athugun og ţykk sneiđ ađ meira og minna sjálfskipuđum "gáfvitum" ríkisútvarpsins, sem hafa bćđi forseta Íslands, Svíakonung og sjálfstćđi ríkja á hornum sér. Er ţađ hiđ besta mál, ađ menntamálaráđherra hugi ađ lagabreytingu um skipun starfsmanna ríkisútvarpsins í stađ valnefndar til ađ tryggja hlutleysi og fagleg störf stofnunarinnar.

Innan ESB magnast átök öll og er nú svo komiđ ađ framkvćmdastjórinn Barosso er í opnu rifrildi viđ forseta Frakklands í fjölmiđlum heims eftir ađ hafa sagt í viđtali viđ bandarískan miđil, ađ "hann teldi andspyrnu Frakklands gegn alţjóđavćđingu vera erkiíhaldssama...Sumir halda, ađ ţeir séu vinstri en í raun eru ţeir hrikalega menningarlega íhaldssamir." Barosso var ađ gagnrýna menningarundanţágutillögu Frakka frá viđskiptasamningi ESB og USA. Frakkar telja, ađ Hollywood myndir keyri franskar í kaf ef allt verđur gefiđ frjálst. Jean-Christophe Cambadelis ţingmađur í flokki Hollande Frakklandsforseta krefst afsökunar eđa afsagnar Barosso. Frakkar hafa áđur sagt, ađ framkvćmdastjórn ESB geti ekki skipađ Frökkum efnahagslega fyrir verkum, ţegar Barosso sagđi, ađ Frakkar ţyrftu ađ endurskođa ellilífeyriskerfi sitt.

Ađeins sunnar ţ.e. í Ítalíu ögrar Berlusconi ESB fullum hálsi: "Viđ ţurfum ađ segja ţessum herramönnum (í Brussel/gs), ađ viđ erum í ţessarri stöđu vegna bölvađrar niđurskurđastefnu ykkar. Héđan eftir getiđ ţiđ gleymt fjármálastöđugleika og 3% fjárlagahalla miđađ viđ ţjóđarframleiđslu. Viljiđ ţiđ fleygja okkur úr sameiginlega gjaldmiđlinum? Gjöriđ svo vel. Viljiđ ţiđ fleygja okkur út úr ESB? Jćja, ţá minnum viđ ykkur vinsamlega á, ađ viđ borgum 18 miljarđa evra árlega en fáum bara 10 miljarđa til baka. Hver á ađ henda okkur út?"


Ríkisútvarpiđ ćtti ađ biđjast afsökunar á útbreiđslu ósanninda um Svíakonung

King_and_Queen_of+Sweden_TheRoyalCourtSweden_Photo_Bruno_Ehrs

Ţađ er ekki viđ einteyming, hvernig opinberir fjölmiđlar lepja ađ óathuguđu máli vitleysu einstakra fréttamanna. 

Í Svíţjóđ er hreyfing gegn konungsveldi og upp koma endrum og eins ógrundvallađar árásir á konunginn og fjölskyldu hans ađ ekki sé nú minnst á rógburđ gulu pressunnar, sem segir hvađ sem er til ađ reyna ađ selja lausaeintök. Allt miđar ţetta ađ gera Karl 16. Gústaf Svíakonung og drottningu Silvíu og börn ţeirra tortryggileg í augum almennings.

13. júní reyndi einn af "fréttamönnum" sćnska sjónvarpsins ađ ná tali af konungi međ ásökunum um, ađ konungur vćri ađ féflétta sćnska skattgreiđendur međ viđgerđarkostnađi á Stenhammar höllinni í Suđur-Svíţjóđ. Látiđ var líta svo út og vitnađ í ónafngreinda "lögfrćđinga" ađ konungur sviki samninga viđ ríkiđ og vćri fjárglćframađur, sem vćri ađ plata skattgreiđendur.

Ef sćnski "fréttamađurinn" hefđi kynnt sér máliđ hefđi ţessi "konungsárás" aldrei átt sér stađ. Einfaldlega vegna ţess, ađ fullyrđingar fréttamannsins eru ósannar. Gefiđ var í skyn ađ Stenhammar höllin vćru ein af "sumarhöllum" konungs svona rétt eins og konungurinn gerđi ekkert annađ á sumrin en ađ ferđast milli halla og skemmta sér. Ef konungur sýnir á sér mannlegar hliđar og biđur fréttamann um ađ halda sér viđ sannleikann, ţá eru strax skjálfskipađir "gáfvitar" fengnir til ađ tala um, hversu "óheppilegur" konungurinn er, sem ekki getur sýnt á sér "steinandlit" í fjölmiđlasamskiptum.

Hofiđ sendi frá sér eftirfarandi kommentar vegna "fréttarinnar" (lausleg ţýđing):

"Steinhamar höllin var gefin ríkinu í byrjun 19. aldar. Skilmálar gefanda um höllina voru samţykktir af ríkinu. Konungur greiđir ţađ gjald, sem gefandinn mćlti fyrir um og ríkiđ samţykkti.

Hvađ varđar rekstur Stenhammar hafa Konungur og ríkiđ sameiginlega ábyrgđ á vörslu eignarinnar.

Ţađ ţýđir ađ:

  • Stenhammar, sem er konunglegur menningararfur, ţarfnast sérstakrar umhyggju, viđhalds og reksturs.
  • Stenhammar er rekiđ sem náttúruvćnn landbúnađur. Rannsóknir til ađ ţróa vinnuađferđir innan landbúnađar eru framkvćmdar á eigninni í nánu samstarfi viđ Landbúnađarháskóla Svíţjóđar.
  • Stenhammar býđur upp á útivistarmöguleika fyrir íbúa í sveitarfélaginu Flen og fleiri. Međal annars hefur náttúrusvćđi veriđ friđlýst á Stenhammar.

Ríkiđ hefur jarđeigendaábyrgđ á Stenhammar en notandinn ber ábyrgđ á daglegum rekstri og viđhaldi. Ríkiđ og Konungur geta međ eigin sérstöku samkomulagi ákveđiđ stćrri breytingar eđa viđbyggingu eins og gildir í núverandi tilviki. Ţar ađ auki rekur Kammarkollegiet sérstakan sjóđ, sem gefandinn stofnađi fyrir viđhald og breytingar.

Konungur hefur á síđustu 5 árum fjárfest um 30 milj. sek (ca 600 miljónum ISK/gs) í Stenhammar. Ţađ hefur fremst veriđ í landbúnađarstörf (hús og vélar) og endurbćtur á húsnćđi. Reksturinn hefur á sama tíma skilađ tapi uppá 600 ţús sek (12 milj ISK/gs)."

"Fréttamađur" sćnska sjónvarpsins hefur fengiđ ónafngreindan lögfrćđing til ađ reyna ađ finna gat á samningi Fasteignastofu sćnska ríkisins viđ konung og notar ţađ til árása á konunginn.

Íslenska ríkisútvarpiđ vill ekki vera eftirbátur og lepur delluna upp algjörlega án eigin rannsóknar. Vćri skattfé almennings betur variđ en ađ gagnrýnilaust og án sjálfsvirđingar lepja upp "fréttir" af ţessum toga.

Fćri vel á ţví, ađ talsmenn Ríkisútvarpsins kćmu međ afsökun í nćsta fréttatíma á ógrundvallađri "frétt" um samninga konungs viđ sćnska ríkiđ og "skattsvik" Svíakonungs.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband