Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Forðist mistök Svía! Varnaðarorð Tino Sanandaji til Íslendinga

980Ég náði viðtali við þjóðhagfræðinginn Tino Sanandaji í vikunni sem var flutt í Útvarpi Sögu. Það var engin leið á stuttum tíma að koma öllu að svo ég skrifaði niður viðtalið og er það hér fyrir neðan. 

Timó Sanandaji er doktor frá Chicago háskóla í efnahagssögu og hefur nýverið birt bókina MASSUTMANING sem ég vel að kalla FJÖLDAÁSKORUN.

Þar lýsir hann vandamálum flóttafólks og annarra innflytjenda í Svíþjóð. Það er hafsjór af fróðleik í bókinni, brot af því kemur fram í viðtalinu en mikilvægast fyrir Íslendinga held ég eru varnaðarorð hans um að Íslendingar læri af mistökum Svía til að komast hjá því að lenda í sömu stöðu og þeir. 

Það dugar að gera mistök bara í eitt skipti til að allt fari á versta veg

Takk fyrir að hafa boðið mér, ég er vanur að neita viðtölum  með svo stuttum fyrirvara en þar sem um Ísland er að ræða geri ég gjarnan undantekningu. Ég elska Ísland og hef lesið m.a. skrif um og eftir Snorra Sturluson. Ég hef aldrei áður verið í viðtali við íslenskan fjölmiðil svo þetta er sérstaklega skemmtilegt.

Hvenær komstu til Svíþjóðar?

Ég hef alist upp í Svíþjóð, ég er ekki Svíi, ég er Kúrdi og sænskur ríkisborgari. Ég kom til Svíþjóðar 9 ára gamall frá Íran og hef dvalið hér síðan en hef doktorerað við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum þar sem ég var í 8 ár. Ég er þjóðhagfræðingur en ég vinn ekki að rannsóknum um innflytjendur heldur um efnahagssögu, atvinnumál, skatta og þess háttar. En Svíþjóð hefur haft mjög skiptar og heitar umræður um innflytjendur og þar sem ég sjálfur er innflytjandi, þá hefur það verið auðveldara fyrir mig að ræða neikvæðar hliðar á innflytjendamálunum eins og atvinnuleysi, félagsvandamál, glæpi, háa kostnaði o.þ.h.  Þetta hefur verið mjög erfitt að ræða um í Svíþjóð

Ég hef bókina þína Massutmaning eða Fjöldaáskorun á borðinu og hef áður vitnað í og geri aftur að 17% Svía eru innfluttir og 5% af annarri kynslóð innflytjenda en samt sem áður er þessi hópur yfir 70% barnafátæktar í Svíþjóð og meðlimir í glæpahópum. Tók langan tíma að skrifa bókina?

Það tók 8 mánuði samtímis sem ég bæði bloggaði, var á Facebook og skrifaði greinar í blöðin, þannig að ég lagði geysilega vinnu í þetta. En eins og ég sagði, þá voru fólksflutningar ekki sérgrein mín en vegna þess að innflytjendur eru grundvöllur svo mikils hluta þróunarinnar í Svíþjóð hef ég farið að skipta mér af þeim málum. Áður fyrr, þegar innflytjendur voru ekki svo margir til landa eins og Svíþjóðar og Íslands var ekki það sama uppi á teningunum og vandamál innflytjenda var aðeins brot í stóru þjóðfélagsmyndinni. En eftir 1980 hefur þetta gjörbreytst alla vega í Svíþjóð. Fyrir þann tíma var þetta spurning aðallega um innflutning vinnuafls frá löndum í Evrópu og það virkaði ágætlega. Frá Finnlandi Grikklandi, Júgóslavíu og Ítalíu. En eftir það breyttist innflutningur fólks í flóttamenn og fjölskyldur frá þriðja heiminum, Miðjarðarhafslöndunum og Afríku. Þar sem um svo marga er að ræða, þá hefur það haft gríðarleg áhrif á og margfaldað atvinnuleysi, barnafátækt, ójafnrétti, félagsvandamál, bílaíkveikjur og glæpi en þróun þeirra mála er að mestu haldið uppi af innflytjendum. Einn af þeim þáttum sem ég reyni að útskýra í bókinni er, að á meðan fjöldi innflytjenda er lítill t.d. 1%, þá verða vandamálin ekki svo stór. En með sífellt stærri hlut innflytjenda 13 – 17%, þá byrja þessi vandamál að verða ráðandi í þróun ríkisins. Og í Svíþjóð í dag eru innflytjendamálin mikilvægasta stjórnmálaspurningin, þau mál finnst kjósendum vera mikilvægust. Það sem áður hafði ekki svo mikla þýðingu er orðið númer eitt í dag og þannig verður það, þegar vandamálunum er sópað undir teppið.

Ég sá viðtal við þig í sjónvarpinu, þar sem þú ræddir upplýsingasöfnun fyrir bókina. Sem kunnugt er hafa sænsk yfirvöld neitað að rannsaka vandamál innflytjenda í Svíþjóð. Þú hefur greinilega lagt mikla vinnu í upplýsingasöfnunina?

Í Svíþjóð er löng hefð fyrir tölulegum upplýsingum um íbúana sem Hagstofan safnar. Sama gildir um Ísland og ég veit að Ísland er einstætt, þegar kemur að genetískum upplýsingum íbúanna. Bæði Svíþjóð og Finnland eru með sögulega mestar upplýsingar t.d. um morð. Í efnahagsmálum sem eru mín sérgrein, þá eru til gríðarlega miklar upplýsingar og við vitum nákvæmlega um áhrif innflytjenda í efnahagslegu tilliti. Hins vegar þegar kemur að afbrotamálum, þá hafa þau mál verið TABÚ í Svíþjóð undanfarin 12 ár hvað snertir innflytjendur. Ríkið safnaði áður upplýsingum um afbrot meðal innflytjenda en neitar að uppfæra upplýsingarnar eins og áður var gert. Svo núna vitum við ekki hvernig ástandið er en það sem við vitum frá fyrri tíma er að afbrotamenn í um helmingi afbrotamála eins og t.d. morða höfðu erlendan bakgrunn. Allir telja að hlutur afbrotamanna af erlendu bergi hafi aukist en með því að dylja þetta gerir ríkið fólki erfitt fyrir að fá fram sannleikann. Nokkrir glæpasérfræðingar hafa varið ákvörðun ríkisstjórnarinnar af stjórnmálaástæðum og segja: “Við vitum að glæpum hefur fjölgað hjá innflytjendum en að fara að rannsaka málið mun bara skapa rasisma”. Mér finnst það hins vegar forkastanlegt í lýðræðisríki, að ríkið vilji fela staðreyndir fyrir okkur. Einnig vegna þess að skattgreiðendur borga fyrir það fá upplýsingarnar. Slíkar aðgerðir ríkis í frjálsu samfélagi verða beinlínis ögrandi og mér finnst ekki að lýðræðisríki eigi að ástunda að skapa hræðslu, grunsemdir né lýðskrum. Þess vegna hef ég gagnrýnt þetta. Ég ryksugaði allar upplýsingar sem fundust um málið, tölurnar finnast hér og þar t.d. vitum við að afbrotamenn í tveim þriðju hlutum nauðgana í Stokkhólmi voru útlendingar. Það eru mjög háar tölur fyrir eina borg en mögulega breyttust tölurnar lítið fyrir alla Svíþjóð.

Núna hefur Malmö neitað að taka á móti flóttamönnum árið 2018. Hvað viltu segja um það?

Malmö hefur álíka íbúafjölda og Ísland og er mesta fjölmenningarborg Svíþjóðar. Malmö er einni kynslóð á undan öðrum borgum í Svíþjóð, vegna þess að Malmö byrjaði að taka á móti innflytjendum á undan öðrum í Svíþjóð.  Um helmingur íbúanna er af erlendu bergi sem gerir Malmö að einni mestu innflytjendaborg Svíþjóðar. Malmö hefur einnig þjónað hlutverki sem sósíaldemókratískur sýningarbás fyrir fjölmenningarsamfélagið. En núna vilja sósíaldemókratar í Malmö skyndilega stöðva móttöku flóttamanna í Malmö. Þeir vilja ekki fá fleiri flóttamenn til Malmö vegna þess að það kosti svo mikið og þeir ráði ekkert lengur við þetta.

Ég gagnrýni þá fyrir hræsni, vegna þess að sósíaldemókratarnir í Malmö segja samtímis að allir aðrir eigi að taka á móti flóttamönnum í Svíþjóð og allir munu græða á því nema Malmö. Það sé hagnaður að fá flóttamenn litið til lengri tíma, þótt það kosti í upphafi. En ég spyr, þar sem Malmö hefur einna lengst tekið á móti flóttamönnum: Til hvers langs tíma þarf að líta? Hvað er langur tími langur tími? Litið til þess að Malmö hefur haft lélegustu efnahagsþróun miðað við öll önnur sveitarfélög Svíþjóðar, 290 st, og fer sífellt hrakandi spyr ég hvenær “hagnaðurinn” eigi að koma? Malmö hefur mestu barnafátæktina og félagsbæturnar og er í hópi 10 verstu sveitafélaga í Svíþjóð í öðrum efnahagsmálum. Þetta er stjörnuborg sósíaldemókrata þar sem þeir monta sig af innflytjendum, sósialdemókratiskir forsætisráðherrar hafa haldið 1.maí ræður í Malmö og sagt að fjölmenningin geri Malmö að sterkri borg. Samtímis ganga margir hlutir á afturfótunum í borginni, þar eru óvenjulega mörg morð framin og Malmö auðkennir sig meira í stíl með bandarískum stórborgum að þessu leyti. Mikið atvinnuleysi er ríkjandi og efnahagurinn í rúst og Malmö er í dag haldið uppi af öðrum í Svíþjóð. Þeir taka inn 13 milljarði í eigin skatta en eru með 18 milljarði í útgjöld. 5 milljarðina sem uppá vantar fá þeir gegnum jöfnunarsjóði sveitarfélaganna, þeas frá öðrum sveitarfélögum í Svíþjóð. Malmö er stærsti styrkþeginn í kerfi sem upprunalega var hannað til að vel stæðar borgir gætu hjálpað landsbyggðinni. Það sem hefur gerst sem er algjörlega súrrealískt er, að þriðja stærsta borgin okkar með bestu landfræðilegu stöðuna nærri Kaupmannahöfn hefur orðið að efnahagslegu svartholi, þar sem peningarnir sjúgast inn og hverfa á hverju ári til að halda Malmö gangandi. Væri Malmö eigið ríki sem hefði þurft að bjarga sér án styrkja, þá væri Malmö með stærra efnhagsvandamál en Grikkland.

Ég segi ekki að það eigi aldrei að aðstoða Malmö en spyr hvers vegna hefur ástandið orðið svona slæmt fyrst það er svo fínt með alla flóttamenn? Þeir halda því sífellt fram að við högnumst á innflytjendum. Og hvað gerist með Svíþjóð ef landið verður á sama stað og Malmö nú eftir 30 ár? Hverjir eiga þá að borga fyrir alla styrki sem landið mun þurfa á að halda? Í dag geta Svíar greitt 5 milljarði til Malmö en hver á að sjá fyrir okkur, þegar við erum öll komin í spor Malmö í dag. Á kannski norski olíusjóðurinn að borga fyrir okkur? Stjórnmálamennirnir neita að svara þessum spurningum og viðhalda því að hagnaður verði af flóttamönnum til allra annarra en ekki núna til Malmö og að allir munu til lengri tíma litið þéna á flóttamönnunum. En hvenær ætlar Malmö að fara að sýna allan þennan hagnað?

Við munum varla fá svör við þessum spurningum á næstunni...

Nei og þeir bakka þegar þeir segjast vilja hætta að taka á móti flóttamönnum. Fyrir tveimur árum sögðu sömu stjórnmálamenn í einum kór: Við högnumst á innflytjendum! Af hverju geta ekki þessir menn bara viðurkennt, þegar þeir í dag fara um allt til að biðja um hærri styrki til borgarinnar, að þetta er rangt hjá þeim og hætta að vera með þessa hræsni? Þeir draga í neyðarbremsuna og biðja um meiri peninga á sama tíma og þeir segja að þetta sé svo gott fyrir alla aðra. Þetta er svipað og ef Kúba myndi biðja okkur um neyðaraðstoð til að fjármagna útgjöldin á sama tíma og þeir segðust tryggja að kommúnisiminn sé launsamur litið til lengri tíma.

Forsvarsmenn Malmöborgar reyna að kenna öllu öðru og öðrum um ástandið nema sjálfum sér. Þeir hafi byggt Eyrarsundsbrúna, skipasmíðastöðvum var lokað, Stokkhólmarar séu svo ósanngjarnir og alls konar aðrar afsakanir. En þeir segja ekki alveg rétt frá öllu, því sá helmingur Malmöbúa sem eru upprunalegir Svíar klára sig alveg ágætlega á meðan vandamálin eru stærst hjá innflytjendunum, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir og félagsbætur eru miklar. Þannig að afsakanir yfirvalda standast engan veginn, því þá hefði ástandið einnig verið slæmt hjá fólki af innlendu bergi í Malmö.

Það verður að gera þá kröfu til yfirvalda sem eru með þessa flóttamannatilraunir í Malmö að þeir útskýri hvers vegna það eigi að ganga svo vel eftir 30 ár þegar þeir geta ekki tekið við fleiri flóttamönnum núna. Það getur orðið of seint að laga vandamálin eftir 30 ár og því verða þeir að svara hvernig það er svo hagstætt að fá flóttamenn, þegar þeir sjálfir eru búnir að draga í neyðarbremsuna. Þessu hafa sósíaldemókratar ekki svarað en viðhalda tvískynnungi í staðinn.

Núna óttast Danir að aukin glæpastarfsemi í Malmö spilli yfir á Danmörku. Hvað segirðu um það?

Já, Danir óttast að glæpastarfsemin berist yfir sundið. Alþjóðlega er ágætis samanburður í afbrotamálum milli landa t.d. í mælingu á fjölda morða í einstökum ríkjum. Það eru ýkjur í sambandi við nauðganir í Svíþjóð, að Svíþjóð sé mesta nauðgunarland í heimi. Það er ekki rétt vegna þess að samanburðurinn er ekki réttur vegna mismunandi túlkunarreglna á hvað er nauðgun í mismunandi löndum. En hvað varðar morð er samanburðurinn réttari. Sögulega hefur morðtíðni í Svíþjóð verið lág eins og á Íslandi eða einungis 0,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa á sjötta áratugnum. Síðan jókst þetta lítillega með aukinni neyslu áfengis osfrv en hefur lækkað aftur. Í dag er morðtíðni í Svíþjóð á svæðum með fáa eða enga innflytjendur svipað eins og í Noregi og á Íslandi um 0,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa. En í Malmö lítur dæmið öðru vísi út með 3,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa sem nálgast amerískar stórborgir. Sömu sögu er að segja á innflytjendaríkum stöðum í Stokkhólmi og Gautaborg að ástandið minnir meira á amerískar stórborgir en hin Norðurlöndin. Á sama tíma og Noregur og Finnland hafa sýnt mikla fækkun afbrotamála lagaðist ástandið örlítið um tíma í Svíþjóð og farið aftur vaxandi síðustu 2 árin.

Morðum hefur fækkað um helming í Evrópu á síðustu 30 árum á sama tíma og morðum með skotvopnum í tengslum við glæpaklíkur hefur stórfjölgað í Svíþjóð í ínnflytjendaþéttum stöðum. Flestar handsprengjuárásir í Evrópu gerast t.d.í Malmö og þróunin sem við sjáum í Svíþjóð er algjörlega óeðlileg í samanburði við önnur lönd. Og þetta hefur ekki mátt ræða opinberlega í Svíþjóð. Ríkisstjórnin afneitar þessu og fullyrðir að ekkert samband sé á milli innflytjenda og afbrotamála og endurtaka í sífellu að fleiri morð hafi verið framin árið 1990 og á miðöldum. Yfirvöld neita að gefa upp hversu mörg morð eru framin af innflytjendum. Enginn veit það í Svíþjóð. Þetta er þekkt í Danmörku og Finnlandi en ekki í Svíþjóð. Ég fjalla mikið um afbrotamálin í bókinni. Það er makalaust að land eins og Svíþjóð sem var af mörgum talið fyrirmynd annarra ríkja, þar sem friður ríkti og allir væru tryggir hefur farið þessa leið. Ég sýni fram á það í bókinni hvílíkur kostnaður fylgir þessarri þróun sem er langtum stærri en ef allt væri í lagi. Og stærsti hluti kostnaðarins lendir á innflytjendum vegna þess að það eru oftast þeir sem eru fórnarlöm nauðgana og morða, sérstaklega konur.

Við erum aðeins byrjuð að ræða þessi vandamál í Svíþjóð og það er mjög erfið umræða, sumir fara úr böndunum af æsingi og eiga í erfiðleikum með að ræða venjulega út frá staðreyndum. Þeir koma með upphrópanir: þú er rasisti, fasisti við eigum ekki að kenna innflytjendum um málin en gera umræðuna þar sem tölulegar staðreyndir eru teknar í málin svo erfiðar. Ég geri stundum grín að þessu og líki við múllurnar í Íran sem eru svo heittrúaðir að þeir ræða ekki einstök mál af trúarfarsástæðum.  Það er ekkert viðunandi svar að segja við ætlum ekki að mæla afbrotatölurnar.

Hvernig lítur þú til framtíðarinnar, flóttamannamálin eru mikið til umfjöllunar í ESB og svipað uppi á teningnum og hér að aðilar vilja stöðva innflutning flóttamanna?

Já, bókin fjallar um Svíþjóð og hún þjónar einnig sem úttekt fyrir stærra svæði. Svíþjóð hefur tekið á móti flestum flóttamönnum samanborið við eigin íbúafjölda. Svíþjóð hefur einnig stærstu gjána milli innflytjenda og íbúanna hvað snertir atvinnumál og mörg önnur mál og er verst allra ríkja í aðlögun innflytjenda í samfélagið og er vegna þess áhugavert að rannsaka. En Svíþjóð hefur bara meira af öllu sem önnur lönd hafa sem hafa prófað þetta, ekkert Vesturlanda hefur haft vandamálalausan innflutning fólks. Fæst vandamál hafa fylgt innflytjendum sem komið hafa til að vinna t.d. í Ástralíu, Kanada og Sviss og einnig Svíþjóð.

Ein skýring á því, hvers vegna það er svo erfitt að ræða þessi mál í Svíþjóð, er að það hefur áður verið vandamál með rasisma. Mörgum Svíum líkar ekki þegar bent er á það, að nasisminn átti sína fylgismenn hér, skallasveitir frömdu morð bæði á Svíum og innflytjendum á áttunda og níunda áratugnum. Þá voru málin þögguð niður með orðum um rasisma og þess háttar. Svíar eru yfirleitt samvinnuþýðir og fylgja yfirvöldum og trúa fjölmiðlum og skilja sig lítillega frá bæði Íslendingum og Norðmönnum sem hafa frjálsari umræðustíl sem kannski passar ekki alltaf við stefnu yfirvalda.

Þetta setur sinn svip á umræðurnar hér og fólk sem vill ræða vandamálin kallað rasistar eða fasistar og sagt upp störfum. Ég ólst upp í innflytjendafjölskyldu á félagsbótum og hef mörgum sinnum verið eltur af sköllum og kallaður rasisti og nasisti. Ég hef aldrei talað gegn kynþáttum og hef doktórspróf frá Chicago og allt en samt sem áður kölluðu þeir mig nasista mörgum sinnum sem er fáranlegt. Sem betur fer virkar þetta eins vel í dag. Eftir flóttamannakrísuna 2015 eru stjórnmálamenn byrjaðir að fara til baka. Það sem sumir þeirra og ríkisstjórnin kölluðu fyrir Auschwits fyrir tveimur árum síðan vilja þeir sjálfir framkvæma í dag. Margir verða réttilega reiðir og segja, afhverju réðust þið á mig fyrir tveimur árum fyrir segja sama hlut og þið segið sjálfir í dag?

Innflytjendamálin hafa mistekist í Svíþjóð og það er ekki innflytjendum að kenna. Þetta eru afglöp sænsku elítunnar, henni hefur gjörsamlega mistekist, innflytjendamálin eru afhroð.

Það er ekki innflytjendum að kenna að Svíar segjast skammast sín fyrir sögu sína, að þeir séu menningarlausir og þori ekki nota sænska fánann. Bara fyrir nokkrum mánuðum hélt Ann Katrin Batra formaður Móderata fund og hafði sænska fánann á bak við ræðustólinn og fékk mikla gagnrýni fyrir. Í dag nota sósíaldemókratar sænska fánann við sín ræðuhöld. Bara á nokkrum mánuðum hafa þeir snúið við blaði frá því að kalla fólk rasista fyrir að nota sænska fánann yfir í að gera það sjálfir. Þróunin er því spennandi. Það er erfitt að mæla gegn því að ég og aðrir sem töluðum um málin fyrir 3-4 árum síðan fengum rétt, þegar allir segja núna sama hlut. En þessi óheilsa í umræðunum hefur skapað meiri skaða en innflytjendurnir. Einstakir innflytjendur eru varnar- og valdalausir gagnvart kerfum í þeim löndum sem þeir flytja til. Það er á valdi stjórnmálaelítunnar hvernig þeim málum er háttað.

Það er í gangi gríðarleg útilokun á innflytjendum sem búa í fátækum úthverfum stórborganna. 80% Svía segist ekki nokkurn tímann umgangast með innflytjendum frá þriðja heiminum. Svíar flytja oft burtu frá hverfum þar sem innflytjendur verða fleiri en 3-4% og vilja ekki hafa börnin sín í sömu skólum og innflytjendurnir. Fyrir nokkrum árum bjuggu færri en 1% af stjórnmálamönnum í slíkum hverfum. Það er því ótrúleg tvöfeldni í gangi, þegar maður segist vilja hafa fjölmenningu og flóttamenn en forðast þá í raunveruleikanum. Þetta þykir innflytjendum vera afskaplega erfitt, þeir læra ekki sænsku og komast aldrei inn í samfélagið. Fólk elst upp við þetta og við fáum vandamál af því tagi sem við höfum aldrei haft áður í Svíþjóð. Í dag eru skipulagðar árásir sem aldrei hafa áður sést á sjúkrabíla, slökkvilið og bílastæðisstarfsmenn. Að kasta steinum á starfsmenn sjúkrabíla gerir maður ekki í Íran en það gerir maður í Svíþjóð. Slökkviliðsmenn þurfa ekki lögregluvernd til að slökkva elda í Íran en það þurfa þeir í Svíþjóð.

Sú spurning hlýtur að vera sett fram, hvernig það er mögulegt að eitt af friðsömustu löndum í heiminum hafi fengið slík vandamál á jafn stuttum tíma, vandamál svipað þeim og áður var rætt um á Norður Írlandi? Rætt er um að smíða brynvarða sjúkra- og slökkvibíla til að fara inn í innflytjendaþétt hverfi í Svíþjóð í dag.  

Það er náttúrulega hægt að stinga hausnum í sandinn eins og ríkisstjórnin gerir og láta eins og vandamálinn séu ekki til. En eitthvað hefur farið úrskeiðis, þegar þessi vandamál komu til sögunnar. Síðan er það líka sú hlið vandans, þar sem málin eru yfirdrifin, þetta eru mest staðbundin vandamál við svæði með innflytjendum og því er ekki þannig farið að ástandið hér sé eins og í Venúsuela. Svíþjóð er enn tryggt land en þróunin er í vitlausa átt. Við skulum hvorki yfirdrífa né afneita vandamálunum.

Það er mikilvægt fyrir lítið land eins og Ísland að skoða þessi mál á hlutlægan hátt svo þið gerið ekki sömu mistök og Svíarnir.

Já, Svíþjóð hefur alla vega fyrir suma Íslendinga verið máluð mynd af Paradís en margir spyrja sig núna vegna allra slæmra frétta frá Svíþjóð – eins og Danir og Norðmenn spyrja, hvort þetta ástand gæti komið til Íslands?

Það er mikilvægt að falla ekki í sama far og Trump og Fox News með yfirdrifna teiknimynd af sænska ástandinu. Það er rétt að afbrotum hefur fjölgað og morð haldist óbreytt á meðan þeim hefur fækkað um helming í öðrum löndum. Og þrátt fyrir óöld er Malmö samt tryggari borg en margar stórborgir í Bandaríkjunum. Stór svæði í Svíþjóð eru eins og landsbyggðin í Noregi eða á Íslandi trygg enn sem komið er.

En Íslendingar gerðu rétt í að hugsa um málin og vera órólegir vegna sænsku þróunarinnar en hún helst í hendur við fjölda flóttamanna. Lendir maður í afhýsingarstöðunni þar sem innflytjendur aðlagast ekki samfélaginu verður næstum ómögulegt að leysa vandann. Í Svíþjóð veit enginn hvernig leysa á þann vanda.

Ísland er kannski síðasta Norðurlandið sem komist hefur undan innflytjendaþéttum úthverfum og farið mjög varlega í þessum málum. Þið eruð lítið land með fólksfjölda svipað og Malmö og það dugar að gera mistök bara í eitt skipti til að allt fari á versta veg. Þið hafið haft góða innflytjendur sem komið hafa til að vinna. Aðrir hafa ekki haft vanda með þá tegund innflutnings heldur. Það er þegar innflytjendur koma frá fátækum löndum þriðja heimsins sem maður verður að fara varlega í málin. Þið gætuð fylgst með og rannsakað hvernig málin hafa þróast í Svíþjóð og þá komist þið kannski hjá þessum erfiðu árekstrarsömu umræðum um málin.

Hefurðu komið til Ísland?

Nei en Ísland er efst á listanum yfir lönd sem ég vill heimsækja, ég elska sögu ykkar, Ísland er stórkostlegt land fyrir þjóðfélagsmann eins og mig. Íranskur vinur minn var á Íslandi og hann er heltekinn af landinu og talar ekki um neitt annað. Hann segir Ísland vera blöndu af vísindaskáldsögu og Mars og hefur sýnt mér helling af myndum frá þessari frábæru náttúru ykkar.

Ég þakka þér kærlega fyrir viðtalið


Aldrei hefur dauðinn verið svo hryllilega nærverandi vegna þess "fjarverandi". Leynilögreglan SÄPO vissi um hryðjuverkamanninn í þau þrjú ár, sem hann dvaldi í Svíþjóð

Skärmavbild 2017-04-09 kl. 14.21.48Mynd frá útifundi í Stockhólmi s.l. sunnudag til heiðurs fórnarlömbun hryðjuverkaárásarinnar. Á neðri myndinni: ein af fjölmörgum skilaboðum: "Ást til ykkar sem  horfið hafa af braut. Ást til ykkar sem eru eftir. Ást til borgar minnar Stokkhólms."IMG_7080
Það er engin leið að lýsa því tilfinningahafi sem umlykur alla sem á lífi eru eftir hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi s.l. föstudag. Miðbærinn er fullur af blómum og skilaboðum. Svíar streyma til að leggja blóm í minnislundinn á Sergels torgi, en þangað varð að flytja blómin úr bráðabirgðagirðingum sem lokuðu af Drottningargötunni. Blómin urðu svo mörg, að girðingin var að leggjast á hliðina. IMG_7090

Hryðjuverkamaðurinn kom sem hælisleitandi til Svíþjóðar í nóvember 2014. Yfirvöld höfnuðu umsókn hans í júní 2016 og ákváðu að manninum yrði vísað úr landi. Í desember 2016 fékk hann 4 vikur til að fara úr landi og í febrúar 2016 átti lögreglan að tryggja útvísun hans úr Svíþjóð. Hann var ekki við á fölsku heimilisfangi og erindið fór ofan í skúffu lögreglunnar merktri "fjarrverandi". Skv. óstaðfestum fregnum er hryðjuverkamaðurinn Rakhmat Akilov alþjóðlega eftirlýstur hryðjuverkamaður. Leynilögreglunni var kunnugt um það en þar sem hann hafði ekki brotið neitt af sér í Svíþjóð var ekkert frekar aðhafst í málinu. 

Núna liggja sannanir fyrir: 4 látnir, 2 berjast enn fyrir lífum sínum.

Milli 12 - 18 þúsund manns eru "fjarrverandi" í Svíþjóð. Þ.e.a.s. hefur verið úthýst úr landinu af yfirvöldum en voru ekki viðstaddir, þegar lögreglan kom til að framkvæma brottreksturinn. 

Hversu margir Rakhmatar eru meðal þeirra veit enginn.

 

 


mbl.is „Ég keyrði á trúleysingja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsund þorskar á reiðhjólum koma nær

820b2c52a7b810e24efc1c37a0008d4cTöluvert hefur verið rætt um mismunandi afstöðu til peningastefnu ríkisstjórnarinnar í ummælum fjármálaráðherrans Benedikts Jóhannesarsonar og forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar. Benedikt segir réttilega skv. stefnu Viðreisnar, stjórnarsáttmálanum og einnig skv. þingsályktun 42. landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að verið sé að kanna við hvern gjaldmiðil binda eigi íslensku krónuna og finnst honum evran besti kosturinn. 

Í ákyktun 42. landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir varðandi íslensku krónuna: 

"Kanna skal til þrautar upptöku myntar sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krónunnar og gefa landsmönnum og fyrirtækjum frelsi til að ákveða hvaða gjaldmiðill hentar þeim best." (Efnahags- og viðskiptanefnd/Landsfundarályktun 2015).

Hér er því haldið fram, að nauðsynlegt sé að taka upp annan gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar. 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir: 

"Forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands verða endurmetnar,...Byggt verður á niðurstöðum skýrslu Seðlabanka Íslands frá árinu 2012 um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum." (Stjórnarsáttmálinn 2017/Gengis- og peningamál).

Hér er vísað í skýrslu Seðlabankans um upptöku evru og aðild Ísland að ESB en skýrslan var framleidd að ósk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem liður í "kíkja í pakkann" lygaherferðinni: 

"Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum svo sem upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu og inngöngu í efnahags- og myntbandalag Evrópu, mismunandi möguleika á tengingu krónunnar við annan gjaldmiðil og upptöku á öðrum gjaldmiðli án formlegrar aðildar að myntsvæðinu. Niðurstaða samanburðar á kostum og göllum þessara valkosta er sú að ef á annað borð verði ákveðið að tengja gengi krónunnar öðrum gjaldmiðli eða taka upp annan gjaldmiðil sé tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn (20. kafli)". (Evrópuvefurinn/Upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál í lýsingu skýrslunnar).

Forsætisráðherra Íslands Bjarni Benediktsson er ómarktækur í yfirlýsingum um að íslenska krónan sé hér "til að vera." Ríkisstjórnin er að undirbúa kosningar um inngöngu Íslands í ESB og upptöku evrunnar í leiðinni.

Jón og Gunna völdu lýðveldi, fullveldi og lýðræði 1944 og höfnuðu alþjóðlegu alræðiskerfi Sósíaldemókrata og Kommúnista, Internationalen. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að velja grundvöll þeirra síðarnefndu?

Eins og er leiðir Viðreisn stefnu Sjálfstæðisflokksins sem lögð var á 42. landsfundi flokksins. Þessi ríkisstjórn þarf því ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda til að koma stefnu Sjálfstæðisflokksin í gegn. 

Íslendingar þurfa heldur ekki á Sjálfstæðisflokknum að halda, haldi flokkurinn áfram á þessarri braut.

 


mbl.is „Þurfa gengisfestingu eins og þorskur þarf hjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband