Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

89 einstaklingar svartlistaðir af Pútín þ.á.m. átta nafnkunnir Svíar

putFinnska Yle birtir í heild nýjan lista yfir 89 einstaklinga, sem svartlistaðir eru af Rússlandi, þ.e.a.s. er bannað að ferðast til Rússlands. Þar á meðal eru átta nafnkunnir Svíar eins og tveir Evrópuþingmenn móderata, eiginkona Carl Bildts, Anna Maria Corazza Bildt (önnur f.v.) og Gunnar Hökmark. Fyrrum menntamálaráðherra Svíþjóðar Lena Adelsohn Liljeroth (fyrsta f.v.) móderat er einnig með á listanum ásamt Gunnari Karlssyni, yfirmanni öryggisþjónustunnar MUST. 18 Pólverjar eru með á listanum ásamt 9 Bretum, 8 Eistlendingum, 7 Þjóðverjum, 7 frá Litháen, 5 Lettum, 5 Rúmenum, 4 Dönum, 4 Frökkum, 4 Tékkum, 3 Hollendingum, 2 Belgum, 2 Spánverjum og einum frá Finlandi, Grikklandi og Búlgaríu. 

Listinn hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð en ekki hefur enn verið greint frá honum í Bretlandi. Sænska ríkisstjórnin hefur krafist skýringa af sendiherra Rússlands í Svíþjóð en talið er, að listinn sé svar Pútíns við viðskipta- og ferðabanni USA og ESB í kjölfar Úkraínustríðsins og yfirtöku Rússa á Krímskaga. Bæði Gunnar Hökmark og Anna Maria Bildt hafa lýst sig heiðraða að vera með á listanum og Gunnar Hökmark tísti: "Pútín er á móti þeim, sem vilja frjálst og opið Rússland. Hann er hræddur við gegnsæi og lýðræði. Ég er stoltur að tilheyra þeim, sem stjórnin svartlistar." 

Anna Maria Corazza Bildt sagði við sænska útvarpið, að "þetta þýðir að tekið er mark á okkur, Kreml sér það sem við gerum og tekur það allvarlega."

Ross

 

 

 

 

 

 

 

Rússneska fréttastofan Ria segir frá því, að í dag laugardag, hafi Rússar sent árásarstríðsþotur af gerðinni Su-24 gegn bandaríska herskipinu "Ross" nálægt rússneskri lögsögu í Svarta hafinu. Segir Ria að "áhöfn skipsins hafi hegðað sér á ögrandi og árásargjarnan hátt sem hafi valdið óróleika hjá eftirlitsmönnum og öðrum skipum á svæðinu."

Atburðurinn er einn af mörgum í seinni tíð, sem sýna hvernig hernaðarleg spenna milli herafla vesturlanda og Rússa hefur aukist í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu og yfirtöku Krím.


Ríkisstjórn vinnandi fólks stendur vörð um þá lægst launuðu

imagesÞegar hin eina sanna vinstristjórn komst til valda í kjölfar efnahagshruns og bumbusláttar bundu margir von við að loksins væri ríkisstjórn verkalýðsins komin til valda. Reynslan varð hins vegar sú að kyrkja átti verkafólk í Icesave skuldum og farga sjálfstæði þjóðarinnar með þvingun landsmanna í ESB. Norræna velferðarstjórnin sýndi, að velferð bankaræningja og keyptra stjórnmálamanna var mikilvægast allra mála. Í raun var alþýða manna og er hjá þessu fólki, aðeins verslunarvara sem hægt er að eiga hrossaskipti með svona rétt eins og virkjanir fyrir trúarjátningu að ESB. Skjaldborg um heimilin varð gjaldborg og varnarmúrinn þess í stað reistur kringum vel efnaða skjólstæðinga krata og sósíalista. Steingrímur og Jóhanna kepptu um hvort þeirra gæti sett fleiri met í lögbrotum. Jóhanna trónaði lengi vel á toppinum með brotum á jafnréttislögum en núna kemur á daginn, að enginn slær Steingrími við, sem braut lög við sölu tveggja banka til hrægammasjóða. Vonandi tekur alþingi það mál allt mjög föstum tökum því hundruðir miljarða króna eru í húfi, sem nota mætti til að lyfta af gjaldeyrishöftum og auka velferð landsmanna.

Lyklarnir hringluðu falskt á Austurvelli um daginn. Sjálfsagt hefði krafturinn verið annar, ef setið hefði við völd ríkisstjórn í vasa auðmanna til að svindla á landsmönnum. En þar sem ríkisstjórnin stendur með þjóðinni, þá hljómar tunnan tóm.

Núverandi ríkisstjórn hefur unnið kraftaverk á afar skömmum tíma eftir niðurrifsstörf og eyðileggingu norrænu velferðarstjórnarinnar. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fylgjast með skuldaleiðréttingunni, niðurgreiðslu ríkislána og núna að sjá skattalækkanir hjá launafólki sem gerir að fólk getur sjálft ráðstafað eigin tekjum í ríkari mæli. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er ríkisstjórn hins vinnandi fólks og mega sósíalistar og aðrir vinstri grænir velta því fyrir sér, hvers vegna þeir hafa glatað trausti íslenskrar alþýðu en Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn njóti trausts hennar í staðinn. 

Vel gert ráðherrar, fánann í topp og fulla siglingu áfram!


mbl.is Lækka tekjuskatt einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína segir stríð við Bandaríkin "óhjákvæmilegt" nema Bandaríkjamenn hætti "afskiptum" í Suður Kínahafi

chinaÞað er náttúrulega gott, að Nató með Bandaríkin sem stærsta stuðningsaðila vilji ábyrgjast frið í Evrópu og ekki veitir af. En á meðan krafturinn fer í að mæta Pútín birtist önnur vá fyrir dyrum í Suður Kínahafi og stórveldinu Kína, sem byggir gervirif á Kínahafi á umdeildu yfirráðasvæði og lítur á þau sem eigð landssvæði. Í nýrri hvítbók kínverska hersins, sem birt var í dag, lofar Kína að setja fókus á að "vernda opin hafsvæði" (open seas protection) í stað núverandi varnarstefnu sem gengur mun skemur. Ástæðan að baki breyttri og útvíkkaðri hernaðarstefnu er sögð vera "alvarlegar og flóknar keðjur öryggisógna" að með talinni deilu um rifin í Suður Kínahafi. Myndin er af Yang Yujun talsmanni Varnarmálaráðuneytis Kína, þegar hann kynnti hvítbók hersins á blaðamannafundi í dag.

Kína er staðráðið í að ljúka byggingu gervirifa á umdeildum alþjóðasvæðum, þrátt fyrir mótmæli grannríkja eins og Malasíu, Víetnam og Filippseyja.

Bandaríkin hafa hvað eftir annað gagnrýnt Kína fyrir byggingar á hinum umdeildu Spratly eyjum en margar þjóðir gera tilkall til eyjanna. Bandaríkjamenn telja, að Kínverjar séu með þessu að undirbyggja kröfu um tilkall til mikils hluta Suður Kínahafs og þar með ná yfirráðum skipa- og flugumferðastjórnar á svæðinu. 

Á heimasíðu kínverska miðilsins Global Times má lesa fréttir um uppbyggingu á eyjum í Suður Kínahafi og að byggingar á Nansha eyjum þjóni hernaðarlegum tilgangi. Jafnframt eru talin upp deilumál við Japani og aðrar þjóðir um tilkall til eyja á hafssvæðinu. Í leiðara miðilsins er sagt: "Við viljum ekki stríð við Bandaríkjamenn en ef til þess kemur, þá verðum við að taka því." Í áframhaldinu segir, að Kína eigi af natni að undirbúa sig fyrir hugsanlegt stríð við Washington og ef "Bandaríkjamenn standa staðfastir á því að Kína eigi að láta af afskiptum, þá verður stríð við Bandaríkjamenn á Suður Kínahafi óhjákvæmilegt."

Grein Daily Express og The Telegraph um málið í dag


mbl.is „Viljum ábyrgjast frið í Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar með "massive surprise inspection" gegn heræfingu Norðurlanda

ryssÞað leið ekki langur tími eftir að Norðurlöndin og Nató hófu eina stærstu heræfingu heims, þegar Rússar hófu ENN STÆRRI eigin heræfingu með 12 þúsund hermönnum og 250 herþotum og þyrlum skv. BBC. 

Varnarmálaráðuneyti Rússlands lýsir þessum fjögurra daga aðgerðum rússneska hersins sem "stórri skyndikönnun" á rússneska hernaðarmættinum. Skv. rússneskum miðlum verða um 700 gerðir vopna "kannaðar" og m.a. eiga herþotur að skjóta eldflaugum að æfingarmörkum í Komi vestanmegin Úralfjalla. 

Rússar hófu sína æfingu á svipuðum tíma og alþjóðlega flugheræfingin Arctic Challenge Exercise hófst í Norður-Svíþjóð á mánudaginn. Í byrjun júní mun Svíþjóð taka þátt í æfingu sjóhers á Eystrarsalti sem einnig verður undir leiðsögn Nató, Baltops.


mbl.is Mæta ögrunum Rússa með heræfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnland sendir 900 þúsund varaliðum bréf um hlutverk þeirra í stríði

Stærsta lán ESB til Úkraínu verður skammgóður vermir, þótt það lini aðeins þjáningarnar í augnablikinu. Mörg blöð segja frá því í dag, að Finnar hafi sent bréf til tæplega miljón varaliða og útskýrt fyrir þeim hlutverk þeirra í stríði. Ástæðan er talin vaxandi spenna við rússneska grannann. Skv. Nick Squire hjá The Telegraph fá Finnar erlendis einnig bréfið. Einn varaliði sem fékk bréfið sagði "Ég hef verið í varaliðinu í 15 ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ svona bréf."

Finnlandsher telur um 16 þúsund manns, sem hægt er að fjölga upp í 285 þúsund hermenn við innköllun varaliða.

Mika Kalliomaa, talsmaður finnska hersins neitar að bréfið sé vegna vaxandi spennu við Rússa og segir bréfið lið í betri samskiptum við varaliðana. Charly Salonius-Pasternak hjá Alþjóða viðskiptastofnun Finnlands segir, að "Ef Rússland væri á leiðinni að verða frjálslynt lýðræðisríki hefði enginn þrýstingur verið á útsendingu bréfsins. Miðað við núverandi ástand er eðlilegt að finnski herinn vilji vera öruggur um, að ef blása þarf í flautuna birtist 230 þúsund varaliðar."

Rússneskar herþotur hafa hvað eftir annað látið reyna á flugvarnir Finna með flugi sínu síðustu mánuði. Þrátt fyrir yfirlýsingu Angelu Merkel á fundi leiðtoga ESB í Ríga um að samstarf ESB í Austri væri "ekki beint gegn neinum aðila" mun mikill tími fundarinas óhjákvæmilega fara í umræður um hvernig bregðast eigi við hernaðarlegri ógnun Rússlands, ekki einungis gagnvart Úkraínu heldur einnig gegn Eystrarsaltsríkjunum, sem eru aðilar Nató.

Skärmavbild 2015-05-23 kl. 13.52.56Skärmavbild 2015-05-23 kl. 13.52.48Skärmavbild 2015-05-23 kl. 13.52.44Skärmavbild 2015-05-23 kl. 13.52.14

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á sama tíma leggur miljarðafjárfestirinn George Soros til, að Bandaríkin verða að leyfa kínverska gjaldmiðlinum að vera með í gjaldeyriskörfu Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins til að gera yenið að gjaldgengum keppinaut dollarsins sem alþjóðagjaldeyri. Á Bretton Woods ráðstefnu Alþjóðabankans sagði Soros, að líklega myndu leiðtogar Kína fara í stríð við erlent ríki t.d. Japan til að halda landinu saman og viðhalda völdunum: "Verða árekstrar milli Kína og hernaðarbandamanns Bandaríkjanna eins og Japans, þá er engin ofsögn að segja, að við stöndum á þröskuldi þriðju heimsstyrjaldarinnar."

Skärmavbild 2015-05-23 kl. 13.56.45


mbl.is Veita Úkraínu 1,8 milljarða evra lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnvekjandi herflug Rússa á Eystrarsalti

Það var allt annað en gaman að horfa á fréttir sænska sjónvarpsins seinni part dagsins í dag. Tvær sænskar herþotur voru ræstar út í hádeginu til að stugga tveimur rússneskum sprengjuflugvélum frá flughelgi Svíþjóðar.

Skärmavbild 2015-05-21 kl. 23.25.25Sprengjuflugvélar Rússanna eru af gerðinni Tu- 22 og geta borið kjarnorkuvopn segir sænska sjónvarpið. Þær snéru við í alþjóðlegri lögsögu við suðurenda Ölands eftir ögrandi flug að lofthelgi Svíþjóðar og farþegaflugvélum á svæðinu. Yfirhershöfðingi Svíþjóðar, Sverker Göransson sagði í viðtali við sjónvarpið, "að þetta eru meðvituð spor af hálfu Rússlands og þau sjáum við núna afar reglubundið. Í þeim mæli, sem Rússar endurbyggja sig æfa þeir einnig á fjölþættari máta og sína þvílíka hörku, sem við höfum ekki séð áður." Yfirhershöfðinginn taldi það þýðingarmikið, að Svíar bregðist skjótt við.

Sænska Dagblaðið segir á heimasíðu sinni eftir varnamálaskilgreinandanum Stefan Ring, að það sé engin tilviljun að Rússarnir minntu á sig á þennan hátt fyrir leiðtogafund ESB með sex fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna, sem hófst í Ríga í dag. Þar verður Úkraínustríðið efsta mál á dagskrá en enn er barist, þótt vopnahlé sé sagt ríkja. Sænska sjónvarpið sýndi frétt frá Dónetsk, þar sem fallbyssur glumdu og sprengjur féllu ekki skammt frá. Í viðtali við íbúa kom það fram að byssurnar hefðu aldrei þagnað og sýnt var frá nýlega sundursprengdum húsum. Claes JB Löfgren fréttaritari sænska sjónvarpsins sagði, að stríðinu væri engan veginn lokið og Pútín vildi sýna umheiminum, að hann réði í þessum heimshluta. Reiknaði Claes með enn frekari stríðsaðgerðum Rússa.

Nýlega handtóku úkraínsk yfirvöld tvo rússneska hermenn, sem dregnir verða fyrir dóm í Kíev. Öryggisstofnunin ÖSSE hefur yfirheyrt mennina og í skýrslu ÖSSE segir, að "báðir hafi gefið upp, að þeir væru hermenn rússneskrar herdeildar." Mennirnir voru vopnaðir en sögðust ekki hafa fengið skipanir um að hefja árás.

Hin dugmikla fréttakona sænska sjónvarpsins, Elin Jönsson, sagði að mikil spenna væri milli Brussel og Moskvu vegna fundahaldanna í Riga. Sér í lagi finnst Pútín sér vera ógnað, þar sem hann vill halda athyglinni að Moskvu.

Svíar munu leyfa bandarískum B52 sprengjuflugvélum Bandaríkjamanna að æfa í sænskri flughelgi í komandi heræfingu NATO á Eystrasalti í næsta mánuði. Ríkin við Eystrasalt munu taka þátt í þeim heræfingum.


Efnahagur heimsins eins og Títanik án björgunarbáta

Það er afskaplega gott að vita af núverandi réttarhöldum yfir bankasvindlurum Kaupþings, sem trixuðu með eigin verðbréf til að blekkja markaðinn. Aftur og aftur sýnir það sig, að eigendur banka með eigin hlutabréf í kauphöllum blekkja viðskiptavini og taka áhættu með fé viðskiptavinarins fyrir eigin vinning.

Engin önnur atvinnugrein í heiminum nema í einræðisríkjum býr við ríkisábyrgð og ríkisstyrki á sama hátt og bankar. Ísland er einsdæmi á heimsvísu með neyðarlögunum og Icesave, sem stöðvuðu rán bankasvindlara á fjármunum skattgreiðenda. Nóg er samt um skaðann og núverandi réttarhöld yfir svindlurum Kaupþings hafa þýðingu, sem ekki verður mæld í krónum.

Sem dæmi um ímynd bankanna er hér myndband frá fjármálasamtökum Belgíu, þar sem börn eru spurð um, hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Enginn velur bankastarfið en hafa sitt hvað að segja um bankana.

 

Hvorki seðlabankar né ríki eiga neitt eftir til að verjast næsta efnahagsáfalli

Í nýrri skýrslu risabankans HSBC lýsir Stephen King hagfræðingur bankans yfir, að efnahagur  heimsins er eins og Títanik án björgunarbáta áður en skipið sigldi á ísbergið. Allir bátarnir eru farnir, sem venjulega eru notaðir við kreppur. Háar ríkisskuldir skilja lítið svigrúm eftir fyrir aðgerðir ríkja og seðlabankar eru ráðalausir, þegar vextirnir eru komnir í mínus. King telur upp fjögur atriði sem fær heiminn að tapa andanum:

1. Launahækkanir í Evrópu og Bandaríkjunum leiða til hruns verðbréfamarkaða.

2. Lífeyrissjóðir geta ekki mætt útgjöldunum næstu tíu árin og neyðast til að selja eignir á lágu verði til að ná sér í peninga.

3. Efnahagur Kína snarstoppar, verð á hráefnum hrynur og alþjóðlegur efnahagur brotnar til grunna.

4. Seðlabankar eins og Federal Reserve í Bandaríkjunum byrja að hækka vexti of snemma.

Stephen King líkir ástandinu við Títanik: "Við munum halda áfram siglingunni yfir hafið á skipi sem þyrmilega vantar björgunarbáta. Margir, þeirra á meðal eigendur Títanik héldu, að skipið geti ekki sokkið. Hönnuður bátsins var samt fljótur að benda á, að "Skipið er gert úr járni, herra. Ég ábyrgist, að það geti sokkið!"

 

mbl.is „Það er einfaldlega refsivert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldsflokkur vinnandi alþýðu með hreinan meirihluta

britishÞað hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með brezku kosningunum, ekki sízt vegna útgönguspár nær allra opinberra spámanna um að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn yrðu jafnir og hvorugur gæti myndað meirihlutastjórn eftir kosningar. Má með sanni segja að ósigurvegari brezku kosninganna séu fjölmiðlar í hópferli aðskildir frá alþýðu Breta; fjölmiðlar sem fyrirmunað var að skilja, að brezk alþýða velur vinnusemi fram yfir iðjuleysi og bótalíf,  hreinskilni í stað blekkingarspils og kosningu um útgöngu úr Evrópusambandinu í stað þvingandi reglugerða og búrókratastjórn í Brussel. Íhaldsflokkurinn verðlaunar vinnusemi, smáfyrirtækjarekstur og heilbrigða skynsemi og uppsker eins og hann sáir.

Það er svo sannarlega hægt að samgleðjast með Tories á þessari sögulegu stund að fá hreina meirihlutastjórn og er það öfundsverð staða miðað við margar aðrar þjóðir í Skandinavíu og á meginlandinu. Bretar sýna umheiminum svart á hvítu hvernig raunstaða stjórnmálanna er orðin í ESB-ríkjunum: Íhaldið stendur við hlið hins vinnandi manns, vinstri menn við hlið fjárglæframanna og mafíósa. Öll hefðbundin formerki stjórnmála eru í dag á haus og eru íhaldsmenn róttækustu umbótasinnar almennings hvert sem litið er. Fylgi sósíaldemókrata hrynur í hverju landinu á fætur öðru sem betur fer vegna "alþjóðavæðingar", þar sem traðkað er á öllum þjóðlegum sérkennum og sálar- og andlitslaus stjórn í fjarska kemur í stað persónulegra stjórnmálamanna á heimavelli.

Er einhver fyrir utan hálaunuð andlaus vélmenni sem skilgreinir Evrópusambandið sem sitt föðurland?

Kosningaþáttakan gæti samt verið meiri en 66% sem er slök þáttaka á norræna vísu. Kom fram fyrir kosningar að meirihluti kjósenda í fyrsta skipti ætluðu ekki að nýta kosningarétt sinn.

61% Breta vilja skv. skoðanakönnun breyta kosningakerfinu og færa það í meira lýðræðisform með því að láta fjölda atkvæða í stað misjafnstórra kjördæma ráða fjölda þingsæta. Þá hefði hlutur Sjálfstæðisflokksins í Bretlandi orðið 82 þingmenn í stað núverandi eins þingmanns. Sjálfstæðisflokkurinn jók hlutfallslega mest við fylgið og hefur því allt stærri stöðu í hjörtum kjósenda en þingstaðan segir til um.

Þessi niðurstaða er öllu framfarasinnuðu fólki gleðiefni, ekki síst Íslendingum sem eru svo lánsamir að hafa ríkisstjórn með sömu heilbrigðu grundvallarafstöðu til vinnu og framfara og Íhaldsflokkur Breta. Það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá niðurskurð á skuldum heimilanna og aðrar peningaleiðréttingar á Íslandi ásamt aðgerðum sérstaks saksóknara gegn fjármálaglæframönnum bankanna en slíkt er einsdæmi, að réttarkerfið taki á bankasvindlurum nútímans.

Bretar sýna enn og aftur að þeir elska lýðræði og lyfta fram mannlegum gildum sem sameiginlegum verðmætum okkar. Slíkt gefur góðan innblástur.

 


mbl.is Tíundaði kosningaloforð íhaldsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband