Svíar þurfa á hjálp að halda

partiledare_sandladaEkkert bólar á neinni ríkisstjórn í Svíþjóð nær tveimur mánuðum eftir kosningar.
Vonandi gefur eftirfarandi lýsing smá innsýn í þá erfiðleika sem við er að etja.

Hluti nafna íslenskaður:

Stefán er Stefan Löfven formaður Sósíaldemókrata
Jón er Jan Björklund formaður Frjálslyndra
Anna er Annie Lööf formaður Miðflokksins
Bandalagið er hægri blokkin þ.e.a.s. Móderatar, Kristdemókratar, Miðflokkur og Frjálslyndir.
Jimmý er Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata
Úlfur er Ulf Kristersson formaður Móderata
Ebba er Ebba Busch Thor formaður Kristdemókrata
Jónas er Jonas Sjöstedt formaður Vinstri flokksins.
Gústaf og Ísabella eru málsmenn Umhverfisflokksins, Gustav Fridolin og Isabella Lövin.

  • Stefán vill ekki tala við Jón og Önnu og þau vilja ekki tala við Stefán.
  • Bandalagið vill tala við Stefán en hann vill ekki tala við Bandalagið.
  • Jimmý vill tala við Úlf en Úlfur vill bara tala við Ebbu, Jón og Önnu.
  • Jimmý vill tala við alla en enginn vill tala hvorki við Jimmý eða Jónas.
  • Stefán vill fá aðstoð Jónasar en þá getur Stefán ekki talað við Jón eða Önnu þar sem þau tala ekki við Jónas.
  • Ef Úlfur eða Ebba fara að tala við Jimmý, þá hætta Anna og Jón að tala við Úlf og Ebbu - og Anna og Jón byrja í staðinn að tala við Stefán að því tilskildu að hann hætti að tala við Jónas.
  • Enginn talar við Gústaf og Ísabellu, þar sem þau vilja ekki tala við neinn annan en Stefán.

Getur ekki einhver góður sálfræðingur aðstoðað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Voru það ekki Píratar hér á landi sem fengu sálfræðing til að hjálpa þeim við innanhúss vandamál sem þeir áttu í???? Væri kannski ráð fyrir sænska stjórnmálaleiðtoga að reyna slíkt????? þeir þurfa auðsjáanlega á hjálp að halda, það er nokkuð ljóst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.10.2018 kl. 10:47

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas, já píratar, þeir gætu kannski bent á sálfræðinginn sem hjálpaði þeim?!

Gústaf Adolf Skúlason, 31.10.2018 kl. 15:35

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Gústaf, það fer nú í hund og kött að tala við Íslenskan sálfræðin eins og allir vita, en sænskir pólitíkusar verða að komast niður á jörð sjálfir annars læra þeir aldrei hvernig aðferðafræðin er.

Eyjólfur Jónsson, 31.10.2018 kl. 20:00

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það kæmi Svíum best að kosið yrði aftur.  En líklega eru ekki allir áfjáðir í það nú um mundir og því verður stjórnin sem mögulega gæti orðið til úr því moði sem nú er til að moða úr heldur léleg.

En sumir eru hrifnir af lélegum stjórnum og hér á Íslandi hefur nú í tvígang verð stofnað til lélegra stjórna, þegar augljóst var að það þurfti að kjósa aftur, ef menn vildu reyna að setja saman gagnlega stjórn.

Margir flokkar sundra, en samstöðu er þörf, en hún fæst ekki með fleiri og fleiri flokkum.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.10.2018 kl. 20:15

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir góðu menn Eyjólfur og Hrólfur, sumir íslenskir sálfræðingnar eru mögulega "sænskt lærðir". Við hjónin hlógum oft að því, áður en við fluttum til Svíþjóðar, að Svíar væru alltaf tveir saman, annar væri sálfræðingur hins... Og mikið er það rétt að fjöldi flokka er engin ávísun á gæðastjórn eins og dæmin frá Íslandi og Svíþjóð sanna....En það má kannski vorkenna vinum okkar Svíum pínulítið, engin staða þessu lík hefur áður verið uppi við myndun ríkisstjórnar í manna minnum.

Gústaf Adolf Skúlason, 31.10.2018 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband