Færsluflokkur: Evrópumál
Soros: "Betra að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið."
11.4.2013 | 20:42
"Ef Þýzkaland veigrar sér við að kaupa evrubréf, þá verður betra að landið yfirgefi evrusvæðið. Öðrum evruríkjum gagnast þá að halda áfram á eigin krafti." Þetta sagði fjármálamaðurinn George Soros í ræðu í Frankfurt fyrir stuttu, þar sem hann reyndi að hafa áhrif á Þjóðverja og hvetja þá til ábyrgðar.
Soros meinar, að Þýzkaland verði að taka stjórn á málunum og sýna forystu, því "núverandi ástand gengur ekki og framtíð Evrópusambandsins er að veði." Betra sé að öðrum kosti, að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið í tæka tíð áður en allt fellur saman.
"Það er Þýzkaland sem ákveður, hvort Þýskaland vill samþykkja evruskuldabréf eða ekki, en landið getur ekki stöðvað stórskuldug lönd, sem eru að reyna að bjarga sér frá örbirgð með því að ganga saman og gefa út evrubréf," segir Soros.
Fjármálamaðurinn telur að ógerningur sé fyrir lönd eins og t.d. Ítalíu að yfirgefa evrusvæðið, þar sem Ítalía gæti ekki borgað lán sín sem tekin eru í evru. Ef Ítalía yfirgæfi evrusvæðið mundi efnahagur landsins hrynja með slæmum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina.
George Soros vill að evrubréfin verði sett á markaðinn og telur, að þau fengju sömu þýðingu og ríkisskuldabréf USA, Bretlands og Japans.
Það er einungis hægt að komast hjá sögulegum harmleik undir þýzkri leiðsögn, því kreppan "breytir ESB úr frjálsu ríkjasambandi í hlutverk lánveitanda og skuldara."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ESB rúllar eigin skuldum á undan sér, sem núna eru komnar upp í 217,3 miljarða evra eða 34 þúsund og 286 miljarða íslenskra króna.
Evrópuþingið vill eins og Framkvæmdastjórnin, að aðildarríkin taki á sig aukafjárlög og brjóti "vítahring ógreiddra skulda" svo hægt verði að "byrja á nýrri kúlu" árið 2014. Bretar, Hollendingar og Svíar hafa mótmælt þessu og krafist niðurskurðar á fjárlögum til að mæta skuldunum. Búrókratarnir blása á svoleiðis og krefjast hærri og hærri fjárframlaga fyrir gullhallirnar í Brussel.
Venjulegum ríkisstjórnum er hægt að skipta út og venjuleg fyrirtæki fara í gjaldþrot og eigendur stundum í fangelsi fyrir fjársvik en hjá ESB ber enginn ábyrgð. Tími fyrir ESB að sjálft fá neyðarlán, spurningin er hvar Þríeykið ætlar að fá peningana. Fleiri bankarán á dagskrá eftir Kýpur?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Meiri hluti Hollendinga sér eftir upptöku evrunnar
2.4.2013 | 11:02
Sífellt fleiri snúa baki við evrunni. Traust evrunnar sem gjaldmiðils er á harða hlaupum frá evrulandi eins og atvinnulausir, a.m.k. þeir sem það geta. De Telegraf í Hollandi segir frá nýrri skoðanakönnun, þar sem 55% Hollendinga lýsa því yfir, að þeir sjá eftir því, að Hollendingar tóku upp evru sem gjaldmiðil.
Atvinnuleysi evrusvæðisins er bein afleiðing af upptöku evrunnar, sem m.a. birtist í mismunandi vaxtakjörum smáfyrirtækja í S-Evrópu sem greiða 2-4% hærri vexti en smáfyrirtæki Þýzkalands skv. Deutsche Bank.
Samdráttur evrulands er farinn að smita út frá sér t.d. í sölu nýbíla sem hrundi í Svíþjóð um 21% í mars í ár miðað við 2012, þrátt fyrir að Svíþjóð er almennt talið eitt af efnahagslega sterkustu löndum ESB. Samtals minnkaði sala nýbíla í Svíþjóð með 17,5 % fyrstu þrjá mánuðina sbr. við 2012.
![]() |
Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Carl Bildt fylgir ekki eigin flokki, er hann hvetur Íslendinga að ganga í ESB og taka upp evruna
30.3.2013 | 10:30
Carl Bildt vill að Ísland gangi með í ESB og taki upp evruna. Hann talar þar fyrir hönd ESB ekki Moderata Samlingspartiet - Hægri flokksins, sem hann er meðlimur í og leiðir ríkisstjórn Svíþjóðar. Flokksbróðir hans Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði 2011, "að það væri gott fyrir Svíþjóð að vera án evrunnar." Síðan þá hefur flokkurinn sett fram þau skilyrði, að evran verður ekki tekin upp nema "að aðildarríkin fari eftir skilmálum um hámark ríkisskulda og fjárlagahalla." Moderatarnir eru orðnir þreyttir á fallega orðuðum, merkingarlausum samningum. Flest ríki evrunnar brjóta hámark 60% ríkisskulda miðað við þjóðarframleiðslu og fjárlagahalla undir 3%. Íslendingar uppfylla ekki kröfurnar og geta því hvorki orðið meðlimir né tekið upp evruna. 82% Svía höfnuðu evrunni og aðeins 10% vildu hana skv. skoðanakönnun s.l. nóvember. Moderatarnir hafa á tíu árum "farið úr eurofori yfir í eurofobi."
Í væntanlegri stefnuskrá fyrir kosningarnar 2014 hafa Moderatarnir skerpt kröfurnar. Hér eru nokkur dæmi:
Nei við upptöku evru, þar til allir fylgja kröfum myntbandalagsins
Nei við frekara samstarfi efnahags- og myntbandalagsins
Nei við nýjum sameiginlegum fjárlögum, einum ESB-fjármálaráðherra og evru-skuldabréfum.
Nei við rétti ESB að koma á eigin sköttum t.d. fjármagnstekjuskatti (s.k. Tobínskatts).
Nei við útflutningsbanni á snus munntóbaki.
Nei við hækkun fjárlaga ESB, þau skulu lækkuð og minna fé varið til landbúnaðar og svæðissjóða.
Nei við nýju bankasambandi.
Flokkurinn vill afnema styrki til sjávarútvegs og banna brottkast fisks, opna inri markað fyrir viðskiptum á Internet (í dag þarf 27 leyfi til að setja fyrirtæki á netið með viðskipti við öll lönd ESB), gera viðskiptasamning milli ESB-USA og koma á fót friðarstofnun ESB svo fleiri dæmi séu nefnd.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðvörun frá WHO: Kreppustefna ESB kostar mannslíf og breiðir út lífshættulega sjúkdóma.
28.3.2013 | 20:34
Hópur vísindamanna, sem vinnur á vegum Alþjóðaheilsustofnun Sameinuðu þjóðanna WHO ræðst harkalega á kreppupólitík Evrópusambandsins. Hún kostar mannslíf og orsakar útbreiðslu hættulegra sjúkdóma samtímis sem stjórnmálamenn skifta sér ekki af afleiðingunum.
Fólki líður mikið ver og fleiri taka líf sitt vegna atvinnuleysis í kjölfar kreppunnar ályktar European Observatory on Health Systems and Policies og tekur Grikkland sem dæmi í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet.
Vísindamenn undir leiðsögn Martin McKee við London School of Hygiene and Tropical segja, að lífshættulegir sjúkdómar breiðist út í kjölfar stórfellds niðurskurðar á fjárlögum Grikklands. Hópurinn varar við útbreiðslu HIV og malaríu.
Kreppan birtist einnig í umferðarörygginu og er bent á Portúgal og Spán sem hafa skorið fjárlög niður. "Efnahagur þeirra minnkar og þrýstingurinn á heilsukerfið eykst stöðugt." Vísindamennirnir vara við afleiðingum fjármálasamnings Kýpur og benda á að stjórnmálamenn sýni enga miskunn við niðurskurð heilbrigðiskerfis og vinnumarkaðar.
Hópurinn bendir á Ísland sem andstöðu við kreppustefnu ESB: "Fjármálakreppa Íslands virðist hafa haft lítil sem engin áhrif á heilsu almennings."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grundvöllur ESB brostinn - Fjórfrelsið fangi á Kýpur
26.3.2013 | 07:46
Með aðgerðum sínum gegn Kýpur hefur ESB í raun inleitt nýjan gjaldmiðið á Kýpur, skrifar Guntram Wolff hjá hugmyndasmiðjunni Bruegel. Með því að koma á gjaldeyrishöftum eru Kýpurbúar hindraðir að flytja fjármagn til og frá Kýpur innan evrusvæðisins. Þetta þýðir að evra á einu svæði er ekki sú sama og evra annars staðar. Í raun og veru er búið að afnema evruna á Kýpur, sem er brot á "stjórnarskrá" ESB grein 63. Takmarkanir á hreyfingu fjármagns milli landa og greiðslu milli aðildarríkja ESB eru bannaðar.
Í snöggkreppuskóla Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu ræðir hann muninn á Jeroen Dijsselbloem og fyrirrennara hans í formannssæti evruhópsins Jean-Claude Juncker, sem þekktur varð fyrir fyrirmæli sín: "Maður verður að ljúga í efnahagslega viðkvæmum málum." Dijsselbloem varð á að brjóta regluna þegar hann sagði, að núverandi kerfi, þar sem skattgreiðendur eru stöðugt látnir borga fyrir mistök bankanna, yrði að ljúka.
"Ef það er áhætta hjá bankanum er fyrsta spurning okkar, hvað ætlið þið í bankanum að gera í því? Hvernig ætlið þið að endurfjármagna bankann? Getur bankinn ekki gert það spyrjum við hluthafa og bréfaeigendur og biðjum þá um aðstoð. Og ótryggða innistæðueigendur ef þörf krefur."
"Ef þú vilt hafa heilbrigðan fjármálageira er það eina rétta að segja "Tekur þú áhættu verður þú að meðhöndla hana og geturðu ekki meðhöndlað hana, þá hefðir þú ekki átt að vera taka hana í byrjun."
Í núverandi ástandi eru slík ummæli byltingarkennd og í algjörri mótsögn við kreppupólitík ESB: Verjum bankana hvað sem það kostar. Ríkið borgar. Sem þýðir að bankarnir spila fjárhættuspil með peningana okkar. Varla höfðu orðin náð á skerminn fyrr en hlutabréf banka féllu í allri Evrópu. Dijesselbloem braut regluna: segðu það sem þú vilt svo lengi, sem það hræðir ekki markaðinn. Skömmu síðar kom yfirlýsing um að þetta hefði nú alls ekki verið það, sem hann hefði sagt og Kýpur væri svo sérstakt og alls ekkert dæmi fyrir aðra.
Evrusvæðið er í gíslingu. Ríki ESB eru í gíslingu. Grundvöllur samstarfsins er brostinn. Fjórfrelsið virkar ekki lengur. Framundan er stríð við markaðsskrýmslið, sem lætur skattgreiðendur taka alla áhættuna. Þótt Dijesslbloem hafi neyðst til að taka tilbaka orðin, þá var hann aðeins að segja það, sem flestir hugsa og er skynsamlegt:
Fjárhættuspilararnir verða að bera sína áhættu sjálfir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fæðingarverkir Fjórða ríkisins
24.3.2013 | 14:43

Úr öllum áttum koma viðbrögðin við aðgerðum Þríeykisins á Kýpur.
Charles Moore skrivar í The Telegraph að Kýpur sé aðeins fyrsta fórnarlambið í röðinni vegna stefnu Berlínar "ein stærð fyrir alla". Moore telur að Þjóðverjar standi í þeirri trú, að vegna þess að þeir hafi verið svo duglegir eftir seinni heimsstyrjöldina og lagt hart að sér, þá séu þeir eðlileg fyrirmynd annarra, sem eiga að hlýða sömu reglum. Ef fólk í öðrum löndum fylgi Þjóðverjum muni vandamálin lagast og allir fá það jafngott. Ójöfn samkeppnisstaða muni jafnast og evran verða sú sama fyrir alla.
Moore ber saman peningaþvott Rússa á Kýpur við peningaþvott Rússa á Íslandi og segir, að þegar bankarnir hrundu á Íslandi hafi sérhver Íslendingur - alla vega fræðilega séð - skuldað 330 þús dollara. En þar sem Ísland hafi ekki haft evruna eins og Kýpur, þá hafi þjóðin getað tekið fiskiðnaðinn fram yfir bankaiðnaðinn og sé nú á réttu spori með eigin gjaldmiðil.
Eftir sigur Bandamanna árið 1944 sagði Churchill, að Þýzkaland "liggur sigrað að fótum okkur". Í dag liggja flest ríki Suður-Evrópu sigruð að fótum Þýzkalands. Það er eðli heimsvelda að finna seint eða aldrei fyrir þjáningum íbúa nýlenda sinna.
Þjóðverjar hafa grætt óhemju vel á lágu gengi evrunnar samtímis sem of hátt gengi evrunnar hefur verið hengingaról fyrir löndin í Suður-Evrópu. Þjóðverjar hafa stóraukið markaðshluta landsins á erlendum mörkuðum á kostnað annarra ESB-ríkja.
Það sem er að gerast eru fæðingarverkir 4. ríkisins, sem brátt munu bera ávöxt. En áður en af fæðingu verður, mun evrusvæðið skipta sér og þá kemur í ljós, hvaða ríki sverja Þýzkalandi eið sinn: "Að starfa saman sem eitt ríki - Fjórða ríkið."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
"Takið út peningana úr öllum vestrænum bönkum strax!"
22.3.2013 | 08:37
Rússneska utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér "áríðandi skilaboð" til sendiráða Rússlands í heiminum, þar sem Rússum og rússneskum fyrirtækjum er lagt fyrir að taka út peninga sína frá vestrænum bönkum og fjármálafyrirtækjum "strax". Rússnesk yfirvöld óttast að ESB og USA undirbúi stærsta þjófnað nútímans á einkaauði. Frá þessu greinir EU TIMES í gær.
Medvedev forsætisráðherra sagði í gær varðandi eignaupptöku Þríeykisins á sparifé Kýpverja (laus þýðing): "Þau hafa gert öll möguleg mistök, sem hægt er að gera, þau lögðu til eignaupptöku ....Ég get ekki borið það saman við neitt nema ákvarðanir yfirvalda Sovét... þegar þau spáðu ekki mikið í sparnað almennings. En við lifum á 21. öldinni við efnahagslega markaðsskilmála. Allir halda því fram að virða beri einkaeignarréttinn."
Samkvæmt heimildum í Kreml er skyndileg Ísraelsferð Obama Bandaríkjaforseta til Ísrael farin til að vara leiðtoga landsins við, að Bandaríkjastjórn hafi uppi "áætlun" um eignaupptöku á sparifé eigin landsmanna. Í skýrslu Boston Consulting Group "Sameiginlegt tjón: Til baka til Mesópótamíu? Ógn skuldaaðlögunar", sem kom út í september 2011 er varað við, að Bandaríkjastjórn áformi allt að 30% eignaupptöku almennings bæði af sparifé og öðrum eigum.
Hvatning Nigel Farage í sjónvarpsviðtali til íbúa ESB: "Takið út peningana ykkar á meðan það er hægt."
Nigel Farage formaður brezka Sjálfstæðisflokksins segir, að honum hafi "aldrei komið til hugar, að þeir (leiðtogar ESB/gs) myndu grípa til þess ráðs að stela peningum af sparifé almennings." Viðtalið má sjá hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Stelsjúkt Þríeykið afhjúpar blekkingu evrunnar
20.3.2013 | 01:30
Kýpverjar höfnuðu tilraun hins stelsjúka Þríeykis að komast yfir hluta innistæðueigenda í bönkum Kýpur með 39 NEI á meðan 19 þingmenn sátu hjá. Mikill fögnuður braust út meðal Kýpurbúa, þegar niðurstaðan var kynnt.
Það er ekki laust við, að kunnur Icesave-fiðringur fari um magann við þessi góðu tíðindi. Kýpverjar hafa slegið á langa fingur Þríeykisins, sem ýmsir fjárfestar og bankamenn í Evrópu þ.á. m. Svíþjóð hafa gagnrýnt harkalega. Meðal annars fyrir stórfurðulega framkomu sem hleypir öllu fjármálatrausti innan ESB upp í loftið.
Sænski fjármálamaðurinn Sven Hagströmer kallar ránstilraun Þríeykisins hneyksli og stórhættulega "stelsýki": "Þetta skapar siðferðilega hættu, sem ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að væri til."
Samkvæmt Lissabonákvörðuninni átti ESB að verða samkeppnishæfasta svæði heims þegar árið 2010. Tveimur árum seinna er það lélegur brandari, þegar lönd evrusvæðisins hrynja hvert á fætur öðru.
Þríeykið á einn leik, sem utanríkisráðherra Svíþjóðar Carl Bildt gæti upplýst þá um: Bæta einkavininum Össuri Skarphéðinssyni sem fjórða hjólinu undir vagninn. Árni Páll Árnason gæti borið ferðatöskurnar. Þríeykið yrði þar með Fjóreykið, sem gæti hraðað heljarför evrunnar. Og "stóru" karlarnir frá Íslandi fengju sekúndubrot til að komast í ljósadýrðina. Hugsið ykkur, – þeir gætu jafnvel komist á ljósmynd með Madam Merkel og Lagarde. Það má fórna Kýpur og Íslandi fyrir minna.
![]() |
Kýpur hafnar skatti á innistæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sömu lögmál gilda um traust og þungun - enginn verður hálfhafandi.
18.3.2013 | 19:37
Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu skrifar um þá miklu áhættu, sem ESB-leiðtogarnir tóku með ákvörðun sinni um helgina að taka af sparifé innistæðueigenda á Kýpur upp í skuldir bankanna.
Hann telur, að ákvörðunin dragi dilk á eftir sér.
Í sama streng tekur Robert Bergqvist yfirhagfræðingur Sænska Enskilda Bankans, sem sagði í sænska sjónvarpinu í kvöld, að ESB hefði opnað Pandóruöskju með ákvörðuninni. Hann varar við, að almenningur í öðrum ESB-ríkjum taki út peninga sína úr bönkunum, sem jafnvel í litlum mæli gæti skapað öngþveiti og bankahrun.
Málið er TRAUST. Annað hvort finnst það eða ekki. Ef innistæðueigendur hætta að treysta bönkunum, þá hrynur kerfið.
Örlög banka og ríkja evrusvæðisins eru orðin svo hættulega samtvinnuð, að þau eru í lekandi skútu á ólgandi skuldasjó. Til að halda kreppuríkjunum fljótandi lánar Þríeykið út peninga gegn loforði um stálbað. En vandamálin leysast ekki, – skuldirnar eru of stórar.
Þá finna leiðtogar ESB nýja aðferð til að komast yfir peninga: taka sparifé almennings.
Traust á kerfinu grundvallast á tryggingu sparifjár. En þá verður að vera til fé fyrir tryggingunni. Sá sem tekur fram vasatölvuna og leggur saman eigur banka, innistæður sparifjáreigenda og eignir ríkissjóða hjá löndum eins og Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu kemst fljótt að þeirri óhugnanlegu niðurstöðu að peningarnir eru ekki til.
Það er engin tilviljun, að áætlun um evrópska bankasambandið felur í sér áætlun um sameiginlega innistæðutryggingu. Þess vegna er það heldur engin tilviljun, að lönd eins og Þýzkaland segja nei.
Um það bil 15 000 miljarðir evra eru á bankareikningum evrulandanna. Stærð ólíkra björgunarsjóða ESB verður eins og skiptimynt í samanburði. Fjármagnsflótti í stórum mæli mundi fljótlega leiða til efnahagslegrar úrbræðslu.
Viðskiptavinir banka í skuldsettum ríkjum Evrópusambandsins vakna í dag við nýjan raunveruleika. Hundrað evru seðill er ekki lengur andvirði hundrað evra. Kreppuherforingjar ESB ákveða hversu mikils virði seðillinn er.
Í Berlín og Brussel taka stjórnmálamenn sénsinn, að Kýpur gleymist fljótlega. "Þetta er einstök aðgerð" segja þeir. En hvað gerist, ef miljónir Evrópubúa hætta að treysta pólitíska heitloftinu frá toppfundum og byrja að reikna sjálfir? Ekki er hægt að sjá þær afleiðingar fyrir.
Eitt er ljóst: Evrukreppan er komin á nýtt stig.
Þetta getur endað, hvernig sem er.
![]() |
Bönkum lokað fram á fimmtudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)