Sömu lögmál gilda um traust og þungun - enginn verður hálfhafandi.

cyprusbankAndreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu skrifar um þá miklu áhættu, sem ESB-leiðtogarnir tóku með ákvörðun sinni um helgina að taka af sparifé innistæðueigenda á Kýpur upp í skuldir bankanna.

Hann telur, að ákvörðunin dragi dilk á eftir sér.

Í sama streng tekur Robert Bergqvist yfirhagfræðingur Sænska Enskilda Bankans, sem sagði í sænska sjónvarpinu í kvöld, að ESB hefði opnað Pandóruöskju með ákvörðuninni. Hann varar við, að almenningur í öðrum ESB-ríkjum taki út peninga sína úr bönkunum, sem jafnvel í litlum mæli gæti skapað öngþveiti og bankahrun.

Málið er TRAUST. Annað hvort finnst það eða ekki. Ef innistæðueigendur hætta að treysta bönkunum, þá hrynur kerfið.

Örlög banka og ríkja evrusvæðisins eru orðin svo hættulega samtvinnuð, að þau eru í lekandi skútu á ólgandi skuldasjó. Til að halda kreppuríkjunum fljótandi lánar Þríeykið út peninga gegn loforði um stálbað. En vandamálin leysast ekki, – skuldirnar eru of stórar.

Þá finna leiðtogar ESB nýja aðferð til að komast yfir peninga: taka sparifé almennings. 

Traust á kerfinu grundvallast á tryggingu sparifjár. En þá verður að vera til fé fyrir tryggingunni. Sá sem tekur fram vasatölvuna og leggur saman eigur banka, innistæður sparifjáreigenda og eignir ríkissjóða hjá löndum eins og Grikklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu kemst fljótt að þeirri óhugnanlegu niðurstöðu að peningarnir eru ekki til. 

Það er engin tilviljun, að áætlun um evrópska bankasambandið felur í sér áætlun um sameiginlega innistæðutryggingu. Þess vegna er það heldur engin tilviljun, að lönd eins og Þýzkaland segja nei.

Um það bil 15 000 miljarðir evra eru á bankareikningum evrulandanna. Stærð ólíkra björgunarsjóða ESB verður eins og skiptimynt í samanburði. Fjármagnsflótti í stórum mæli mundi fljótlega leiða til efnahagslegrar úrbræðslu.

Viðskiptavinir banka í skuldsettum ríkjum Evrópusambandsins vakna í dag við nýjan raunveruleika. Hundrað evru seðill er ekki lengur andvirði hundrað evra. Kreppuherforingjar ESB ákveða hversu mikils virði seðillinn er. 

Í Berlín og Brussel taka stjórnmálamenn sénsinn, að Kýpur gleymist fljótlega. "Þetta er einstök aðgerð" segja þeir. En hvað gerist, ef miljónir Evrópubúa hætta að treysta pólitíska heitloftinu frá toppfundum og byrja að reikna sjálfir? Ekki er hægt að sjá þær afleiðingar fyrir.

Eitt er ljóst: Evrukreppan er komin á nýtt stig.

Þetta getur endað, hvernig sem er.

 


mbl.is Bönkum lokað fram á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta getur ekki endað hvernig sem er.

Heldur getur þetta aðeins endað illa.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2013 kl. 00:42

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Guðmundur, já þetta var svolítið "kryptiskt" hjá mér, ég var að skrifa um mögulegt BANK RUN, því það kemur ekki í ljós fyrr en á næstu dögum, hvort Kýpur smitar allt ESB eða ekki. Enda eru nú ráðamenn ESB í óða önn að reyna að breyta skilmálum "björgunaraðstoðar" ESB til Kýpur sbr. efnahagsráðherrafundinn, sem vill banna skatt á innistæður upp að 100 þús evru. Síðan hafa stjórnmálaflokkarnir ekki sagt sitt, Kýpurþingið þarf að samþykkja "björgunina" til að hún verði löggild.

Sammála þér um heildarútkomu skuldakreppunnar, ástandið er þegar skelfilegt fyrir fólk í suðurríkjum ESB sem hvorki á peninga fyrir mat, fötum eða húsnæði. Það er fullt efnahagsstríð í gangi og þegar fólk skilur, hvað er að gerast og fer að búast til meiri varna verður senan ekki fögur. Nákvæmlega það sama gerðist fyrir seinni heimsstyrjöldina og vopn og dauði dreifðu athygli og kröftum frá baráttunni gegn fjármálafyrirtækjum, sem notuðu stöðu sína til að styðja einstaklinga eins og Hitler.

Gústaf Adolf Skúlason, 19.3.2013 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband