Stelsjúkt Þríeykið afhjúpar blekkingu evrunnar

Financial-Crisis_J_1018198cKýpverjar höfnuðu tilraun hins stelsjúka Þríeykis að komast yfir hluta innistæðueigenda í bönkum Kýpur með 39 NEI á meðan 19 þingmenn sátu hjá. Mikill fögnuður braust út meðal Kýpurbúa, þegar niðurstaðan var kynnt.

Það er ekki laust við, að kunnur Icesave-fiðringur fari um magann við þessi góðu tíðindi. Kýpverjar hafa slegið á langa fingur Þríeykisins, sem ýmsir fjárfestar og bankamenn í Evrópu þ.á. m. Svíþjóð hafa gagnrýnt harkalega. Meðal annars fyrir stórfurðulega framkomu sem hleypir öllu fjármálatrausti innan ESB upp í loftið.

Sænski fjármálamaðurinn Sven Hagströmer kallar ránstilraun Þríeykisins hneyksli og stórhættulega "stelsýki": "Þetta skapar siðferðilega hættu, sem ég gat ekki einu sinni ímyndað mér að væri til."

Samkvæmt Lissabonákvörðuninni átti ESB að verða samkeppnishæfasta svæði heims þegar árið 2010. Tveimur árum seinna er það lélegur brandari, þegar lönd evrusvæðisins hrynja hvert á fætur öðru.

Þríeykið á einn leik, sem utanríkisráðherra Svíþjóðar Carl Bildt gæti upplýst þá um: Bæta einkavininum Össuri Skarphéðinssyni sem fjórða hjólinu undir vagninn. Árni Páll Árnason gæti borið ferðatöskurnar. Þríeykið yrði þar með Fjóreykið, sem gæti hraðað heljarför evrunnar. Og "stóru" karlarnir frá Íslandi fengju sekúndubrot til að komast í ljósadýrðina. Hugsið ykkur, – þeir gætu jafnvel komist á ljósmynd með Madam Merkel og Lagarde. Það má fórna Kýpur og Íslandi fyrir minna.


mbl.is Kýpur hafnar skatti á innistæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Á Kýpur hafa bófar komist til valda, bófar sem lifa af því að þvo fjármagn frá glæpamönnum Rússlands. Rússar eiga þarna gríðarlegar fjárhæðir.

Það er út í hött að nota fé frá löndum ESB til að bjarga bönkunum og Kýpur og tryggja þar innistæður þessara Rússnesku glæpamanna í bönkunum þar ef ekkert kemur á móti frá heimamönnum.

Spurningin sem þarf að svara: Hverjir eru það á Kýpur sem eiga að bera kostnaðinn á móti ESB við það að bjarga bönkunum? Eru það þeir sem eiga enga peninga eða þeir sem eiga peninga?

Þingið á Kýpur svaraði þeirri spurningu í gær. Þeir sem eiga að borga eru þeir sem eiga enga peninga. Rússnesku glæpamennirnir sem eiga þarna fúlgur fjár eiga ekki að borga neitt skv. ákvörðun þingsins. -- Og auðvitað á ESB þá ekki að leggja krónu inn í þetta spillingarbæli.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 20:47

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Friðrik, skv. innistæðutryggingakerfi ESB eru upphæðir allt að 100 þús evrum tryggðar. Nú breytir ESB því fyrirvaralaust með eignaupptöku hluta þeirra innistæðna. Hver á að trúa því að það gildi bara fyrir Kýpur, þegar samningur er rofinn einhliða?

Bankarnir bera ábyrgð á útþenslu skuldabólu. Á Íslandi var farin sú leið að láta bankana fara í gjaldþrot til að verja efnahag Íslands. Kýpverjar gætu gert slíkt hið sama.

Gústaf Adolf Skúlason, 20.3.2013 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband