Viðvörun frá WHO: Kreppustefna ESB kostar mannslíf og breiðir út lífshættulega sjúkdóma.

krisen-1Hópur vísindamanna, sem vinnur á vegum Alþjóðaheilsustofnun Sameinuðu þjóðanna WHO ræðst harkalega á kreppupólitík Evrópusambandsins. Hún kostar mannslíf og orsakar útbreiðslu hættulegra sjúkdóma samtímis sem stjórnmálamenn skifta sér ekki af afleiðingunum.

Fólki líður mikið ver og fleiri taka líf sitt vegna atvinnuleysis í kjölfar kreppunnar ályktar European Observatory on Health Systems and Policies og tekur Grikkland sem dæmi í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet.

Vísindamenn undir leiðsögn Martin McKee við London School of Hygiene and Tropical segja, að lífshættulegir sjúkdómar breiðist út í kjölfar stórfellds niðurskurðar á fjárlögum Grikklands. Hópurinn varar við útbreiðslu HIV og malaríu.

Kreppan birtist einnig í umferðarörygginu og er bent á Portúgal og Spán sem hafa skorið fjárlög niður. "Efnahagur þeirra minnkar og þrýstingurinn á heilsukerfið eykst stöðugt." Vísindamennirnir vara við afleiðingum fjármálasamnings Kýpur og benda á að stjórnmálamenn sýni enga miskunn við niðurskurð heilbrigðiskerfis og vinnumarkaðar.

Hópurinn bendir á Ísland sem andstöðu við kreppustefnu ESB: "Fjármálakreppa Íslands virðist hafa haft lítil sem engin áhrif á heilsu almennings."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband