Færsluflokkur: Evrópumál
Nei Ísland
9.5.2013 | 11:20

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer á kostum í dag vegna krafna "Já Íslands" um að ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum:
"Samtökin "Já Ísland eru ekki félagsskapur þeirra sem vilja standa vörð um fullveldi landsins og koma í veg fyrir að fleiri þættir fullveldis þess glatist, en orðið er. Í upphafi kynningar þessara samtaka á sjálfum sér segir orðrétt: "Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka." Það væri nokkru nær ef þessi samtök kölluðu sig Já Evrópa, en þó væri það heiti aðeins nokkru nær. Ef samtökin vildu að nafnið þeirra eindurspeglaði markmiðin færi best á því að þau hefðu skírt sig Já Evrópusambandið. Hvers vegna gerðu þau það ekki?"
Bendir leiðarahöfundur á að það sé ekkert hræðilegt við það að hafa þá sannfæringu að Íslendingum myndi farnast best ef þýðingarmestu málum tilveru þeirra væri stjórnað af öðrum en þeim sjálfum.
"En þetta trúaða fólk á undursamleg gæði regluverksins forðast samt eins og heitan eld að kenna sig við ESB. Það fer ekki einu sinni í næsta kostinn og berst undir yfirskriftinni Já Evrópa. Nei. Já Ísland skal herferðin gegn fullveldi heimalandsins heita."
Síðan talar leiðarahöfundur um "viðræður" sem miðast að því að Ísland gangi í ESB:
"Og það er ekki aðeins svo, að "viðræðurnar" miði að því að í lok þeirra sjálfra skuli það markmið nást, heldur skuli landið ganga í ESB í áföngum allan þann tíma sem "viðræðurnar" standa!"
Bendir Morgunblaðið réttilega á að íslenzkir talsmenn, stjórnmálamenn og því miður embættismenn utanríkisráðuneytisins einnig hafi komið fram sem fullkomnir ósannindamenn gagnvart sinni eigin þjóð:
Í heil fjögur ár hafa engar samningaviðræður átt sér stað, hvorki hinar venjulegu sem fara fram á jafnréttisgrundvelli á milli ríkis og alþjóðastofnunar né aðrar. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar hlýtur að vera að afturkalla hina illa fengnu umsóknarheimild."
Það er bara að taka undir með Morgunblaði og leiðarahöfundi þess. Meirihluti þjóðarinnar og flokkarnir í umræðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa engan áhuga á aðild að ESB. En "Já Ísland" sem ætti eiginlega að heita "Já Evrópusambandið" gæti
"þá gert sérstakt átak fyrir áframhaldi viðræðna. Átækið mætti t.d. heita Nei viðræður."
Ég þakka Morgunblaðinu fyrir góðan Uppstigningardagsleiðara, sem lyfti húmornum á topp þennan góða dag.
Evran hrikalegustu mistök heimsins að mati leiðandi sænsks krata. Íslenskir ESB-sinnar út úr hól við umræður meginlandsins.
7.5.2013 | 20:56
Það er mikill munur á stefnu íslenskra ESB-sinna og fyrrverandi ESB-sinna í Svíþjóð og fleiri löndum. Fyrrverandi verður að segjast, þar sem hrun ESB og evrunnar á meginlandinu er álíka stórt og ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi. Af borðum sænskra flokkssystkina Samfylkingarinnar er evran fallin og verður ekki tekin þar upp aftur, Moderatarnir hafa marglýst því yfir, að evran komi ekki til greina og eru virkir í baráttu gegn ofurveldi Brussel. Þeir einu sem opinberlega þora að tala jákvætt um evruna eru nokkrir gallharðir Folkpartistar.
Þjóðhagfræðingurinn Stefan de Vylder er ein leiðandi radda sænskra krata um efnahagsmál samtíðarinnar. Að hans mati mun myntbandalagið springa með skelfilegum afleiðingum, sem varla er mögulegt að sjá fyrir en samt sé betri valkostur en að keyra hrikalegustu tilraunastarfsemi heims áfram eins og nú er gert.
Í myndinni "Leiðin í stálbaðið" gerir hann grein fyrir skoðunum sínum og lýsir íslensku leiðinni, að láta eigendur banka sjálfa fá standa fyrir gjörðum sínum, sem einu réttu leiðinni. Hann fer hörðum orðum um stjórnmálamenn nútímans, sem hlekkt hafa miljónir manna í föstu gengi gjaldmiðils og séu búnir að eyðileggja efnahagslíf margra þjóða með tilraunastarfsemi sinni.
"Stjórnmálamenn nútímans hafa ekkert lært af kreppu fjórða áratugs fyrri aldar og munu tortíma okkur með áframhaldi stefnu sinnar."
Hverjir á fætur öðrum koma áróðursmenn Svía um aðild að ESB og evrunni og snökta á opinberum vettfangi og lýsa yfir mistökum sínum eins og t.d. fyrri Evrópuþingmaðurinn Anders Wijkman.
Já-sinnar á Íslandi prédika skoðanir, sem heyrast vart lengur innan ESB, nema hjá launuðu klíkunni í Brussel.
Fá íslenskir ESB-sinnar engar fréttir frá skoðanabræðrum sínum á meginlandinu?
![]() |
Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ESB stefnir á 0% lýðræði
6.5.2013 | 15:23

42% Svía eru enn jákvæðir til ESB en einungis 15% Svía styðja framkvæmdastjórnina og Evrópuþingið, 11% styðja hugmynd um sambandsríki og einungis 9% vilja, að Svíar taki upp evruna.
Spurningin er, hvort ESB sé í lýðræðissamkeppni með öfugum formerkjum og þegar einungis 5% íbúa ríkis styðji evruna sé kominn grundvöllur að taka hana upp.
Könnunin er gerð á vegum Sænsku stofnunarinnar Evrópupólitískar rannsóknir og er mjög áreiðanleg. Hinn þjóðkunni sænski stjórnmálaprófessor Sören Holmberg við Gautaborgarháskólann gerði skýrsluna og greindi frá henni í fjölmiðlum.
Alls staðar úr Evrópu berast upplýsingar um þverrandi traust, fallandi lýðræði og stjórnmálalega upplausn innan Evrópusambandsins. Greinilega veit fólk meira en ráðamenn ESB halda, því engu er líkar en ráðamenn þess keppi til úrslita hvaða stofnun kemst fyrst í mark með 0% stuðning íbúa ESB. Kanski eru veðmál í gangi og afleiðuviðskipti til að einhverjir geti gert sér pening á lýðræðisfallinu.
Nú er bara fyrir Össur, Jón Baldvin og aðra evrukrata að kaupa sér miða til Brussel og hjálpa framkvæmdastjórninni að ná 0% markinu. Þeir hafa ómetanlega reynslu frá Íslandi, sem gæti orðið búrókrötunum í Brussel að leiðarljósi.
![]() |
9% Svía vilja taka upp evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"You can´t handle the truth!"
4.5.2013 | 15:06
Orð úr sígildri kvikmyndasenu með Jack Nicholson gæti verið kjörorð ríkis- og Baugsmiðla á Íslandi og þannig ver Seðlabanki Evrópu sig gegn fréttastofunni Bloomberg, sem krafist hefur gagna, sem fréttastofan telur að sýni, hvað SE vissi um stöðu Grikklands áður en skuldabólan sprakk. Bankinn neitar að afhenda gögnin, því "það grefur undan trausti almennings á efnahagsstefnunni, sem framkvæmd er innan ESB og Grikklands." Bloomberg vill fá svar við tveimur einföldum spurningum:
1. Hvenær varð SE ljóst, að Grikkland fegraði skuldastöðu sína?
2. Hvað vissi SE um gæði trygginga grísku ríkisstjórnarinnar á lánum frá SE?
Á wobbing.eu er því haldið fram, að málaferli Blomberg gegn Seðlabankanum geti aðeins endað illa fyrir SE, þrátt fyrir að SE hafi unnið fyrri hálfleik í EU-dómstólnum:
a) Ef bankinn þekkti til tölusvindlsins lendir hluti ábyrgðarinnar á SE.
b) Ef bankinn þekkti það ekki, er hægt að segja, að SE brást skyldu sinni að fylgja reglum myntbandalagsins (EMU).
Dómstóllinn telur, að það varði ekki "almannahag" að vita, hvort SE sé illa eða vel upplýstur. Dómstóllinn vísaði til reglu, sem gefur SE réttinn að birta ekki skjöl, sem skaðað geta almannahag. Með öðrum orðum: Best er að fólk sé hamingjusamlega óvitandi um, hversu slæmt ástandið er.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Bloomberg fer til dómstóla til að fá upplýsingar. 2008 kærði fréttastofan Seðlabanka USA og krafðist gagna, sem sýndu hverjir hefðu fengið neyðarlán. Federal Reserve neitaði að birta gögnin en tapaði málinu. Upplýsingarnar gjörbreyttu myndinni af því, sem raunverulega gerðist haustið 2008, þegar Federal Reserve lánaði stóru bönkunum á Wall Street 1200 miljarði dollara.
Svo þykjast valdhafarnir í Brussel vera hissa, hvers vegna almenningur ESB er hættur að treysta þeim.
(byggt á grein Cervenka í Sænska Dagblaðinu)
Þjóðverjar telja Frakka "vandræðagemling" Evrópu
30.4.2013 | 10:44
Samkvæmt þýzka Viðskiptablaðinu Handelsblatt, sem komist hefur yfir starfsgögn úr þýzka fjármálaráðuneytinu, eru Frakkar taldir "vandræðabarn" og talin eru upp atriði eins og "sífellt hækkandi vinnuaflskostnaður", "næstminnsti vinnutími" innan ESB og "hæsta skattbyrði á evrusvæðinu".
Viðskiptablaðið telur að "sætabrauðsdögum" Þjóðverja og Frakka "sé lokið". Blaðið vitnar í Rainer Bruderle yfirmann þýzka fjármálaráðuneytisins, sem kallaði Frakkland "vandræðagemling Evrópu" í greiningarskýrslu.
Samtímis ásaka Jean-Francois Copé og Francois Fillon frá frönsku stjórnarandstöðunni stjórnandi Sósíalistaflokk Frakklands fyrir "Þjóðverjafóbíu".
Á sama tíma berast fréttir um "uppreisn" Ítala gegn ofríki Þjóðverja og nýkjörinn forsætisráðherra Ítala Enrico Letta hefur lýst því yfir, að "Ítalir munu deyja með aðhaldsstefnunni einni, ekki verður lengur beðið með hagvaxtaraðgerðir." Um þetta skrivar Evrópuvaktin í dag.
Ljóst er á þessum yfirlýsingum öllum, að ekki sætta allir sig við krumlur Þjóðverja, sem evran þjónar fyrst og fremst. Búast má við harðnandi stjórnmálaátökum og í kjölfarið útgöngu ríkja frá evrusvæðinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB gæti ekki gengið í ESB vegna lýðræðisskorts, bókhaldssvindls og skuldasöfnunar
26.4.2013 | 10:42

Sama hlutskipti óska jafnaðarmenn og vinstrimenn á Íslandi löndum sínum.
Þegar Lissabonmarkmiðin 2000 um að ESB yrði samkeppninshæfasta markaðssvæði heims ár 2010 voru ákveðin, þá var sagt að hagvöxtur yrði að meðaltali um 3% árlega og að 20 miljónir ný starfa mundu skapast á tímabilijnu. Rúmum tíu árum eftir upptöku evrunnar eru meira en 27 miljónir manna atvinnulaus í sambandsríkjunum og fjölgar með ógnarhraða. Flest ríkin brjóta Maastrichtsáttmálann með fjárlagahalla yfir 3% og ríkisskuldir umfram 60% af þjóðarframleiðslu.
Í 18 ár hafa endurskoðendur neitað að undirrita ársskýrslur ESB vegna fjármálaóreiðu. Lýðræðisskorturinn, þar sem sjálfsákvörðunarréttur þjóðríkja hefur verið færður til stofnana í Brussel að kjósendum forspurðum ásamt upptöku evrunnar hefur nú skapað þvílíka andstöðu, að 72% Spánverja, 69% Breta, 59% Þjóðverja, 56% Frakka og 53% Ítalíu eru andsnúnir og rúnir trausti stofnana ESB.
Ástandið hjá ESB er orðið það slæmt, að ef ESB væri ríki og sækti um inngöngu í ESB, þá gæti það ekki orðið meðlimur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stærsta tryggingarfélag heims spáir stórauknum gjaldþrotum fyrirtækja um heim allan 2013
24.4.2013 | 19:26

Skv. frétt Dagens Industri 24.apríl hefur eitt stærsta tryggingarfélag heims Euler Hermes nýlega birt skýrslu, þar sem spáð er stóraukinni fjölgun fyrirtækjagjaldþrota um gjörvallan heim. Euler Hermes er með starfsemi í 50 löndum og telur að mest aukning fyrirtækjagjaldþrota verði i miðjarðarhafslöndunum, þar sem Spánn toppi með 40% aukningu gjaldþrota í ár. Fyrir miðjarðarhafssvæðinu reiknar Euler Hermes með 33% aukningu.
Slæmt efnahagsástand í Evrópu með áframhaldandi samdrætti evrulandanna samtímis því sem hagvöxtur Þýzkalands veikist leiðir til 21 % fleiri fyrirtækjagjaldþrota í Evrópu.
Global Insolvency Index er mælikvarði á gjaldþrot sem Euler Hermes notar og sýnir að í öllum heiminum munu gjaldþrot fyrirtækja aukast um 8% í ár. Þetta er tvöföldun á spá Euler Hermes frá desember 2012 en þá var reiknað með 4% aukningu.
"Í Svíþjóð jókst fjöldi fyrirtækja mjög mikið, sem fóru í gjaldþrot bara á fyrsta ársfjórðungi í ár og við reiknum með því að fjöldi gjaldþrota verði meiri en á kreppuárunum 2008/2009. Byggingariðnaðurinn, vöruflutningar og smásöluverslun eru greinar sem standa upp úr í neikvæðum skilningi," segir Alexis Spanos, yfirmaður Euler Hermes í Svíþjóð.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Álíka einfalt að leysa evrukreppuna eins og að negla sultu á vegginn
21.4.2013 | 21:07

Nýkominn heim frá Prag. Það var eins og að hoppa inn í söguna, gamli bærinn er fullur af varðveittum húsum frá 12. öld og framúr. Myndin ofan er af stjörnuklukkunni frægu við gamla torgið, sem gengur á sinn eigin hátt, hvað sem evrukreppunni líður.
Las nýja grein eftir þann góða penna Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu. Hann hefur ítrekað bent á, hversu ónýtar leiðir ESB eru að "spyrna fótum" við evru/skuldakreppunni og líkir því við að negla sultu á vegginn.
Með smá íslenskri aðlögun: Veðrið Einar Sveinbjörnsson, hvernig verður það 17. júní? Myndavélin súmar inn á náfölan mann fyrir framan veðurkortið. Ræskingar. - Jú, svæðið sem kemur hér inn frá austri er Rússaklakinn. Snjóhengja í norðri. Eins og dæmið lítur út núna verður ekkert sumar fyrr en árið 2015.
Þannig spá fengi hvern sem er að vilja gleypa kjallaraþvalan haglabyssukjaftinn. 24 mánaða langur vetur, sem veldur usla í hversdagslífinu, er auðskilinn. Bæði kolagrillið og uppblásna sundlaugin breytast í tilgangslaus kaup.
Sami hluturinn gildir um efnahagslífið. Þúsundir ofaná þúsundir miljarða sem gufað hafa upp í fjármálakreppunni - afleiðing brostinna vona um framtíða hagvöxt. Munurinn á raunveruleikanum og vonum er risakok sem gleypir heilu löndin.
Þetta sést svo vel í Evrópu. Bitur sannleikurinn er sá, að hagvöxturinn var fallandi löngu áður en kreppan byrjaði. Á síðustu fimm árum hefur vandinn orðið aðkallandi.
Efnahagur Evrópu sem verg þjóðarframleiðsla er enn langt undir 2008. Eina undantekningin er Þýzkaland. Verg þjóðarframleiðsla evrulands skrapp saman 2012 og heldur áfram að gera það 2013.
Og Cervenka heldur áfram: Dökkt og illa falið leyndarmál Evrópu er, að bankarnir eru enn í ófremdarástandi. Meira en fjórðungur telst vera háður ríkisstyrkjum og peningum Seðlabanka Evrópu til að lifa af. Þessi stuðningur hefur háðslega nóg aukið á vandann, þar sem hann fegrar myndina og dregur þannig úr þrýstingi á stjórnmálamenn að grípa í taumana. Til þess að skilja, hvað zombíbankar þýða fyrir hagvaxtarbroddinn nægir að gúggla nokkrar mínútur á Japan. Wolfgang Munchau skríbent hjá Financial Times reiknar með að bankar í Evrópu þurfi á milli 500 - 1000 miljarða evru í nýtt fjármagn. Það er óljóst hvaðan peningarnir eiga að koma. Bankaslysavarðsstofa gæti verið lausnin en Þýzkaland hefur sökkt þeirri hugmynd af fullum krafti. Önnur leið er að kreppulöndin segi skilið við evruna og gefi fyrirtækjum sínum möguleika á að komast út úr vonlausri kostnaðsstöðu. Hér er það líka nei. Í nánustu framtíð verður því að taka áætlunum evrukratanna um að kreppunni sé lokið með sömu vandlætingu og þegar spilasjúklingur lofar að borga skuldir sínar með hnefafylli af skraplottómiðum. Allt í einu getur maður unnið. Eða ekki.
Stjörnuklukkan á gamla torginu í Prag heldur áfram eins og stjörnur himinsins. Evrukreppan einnig.
Evran er svefnpilla, sem svæft hefur Evrópu
15.4.2013 | 11:32
Aldrei fyrr hefur jafnháttsettur embættismaður ESB, fyrrverandi framkvæmdastjóri innri markaðarins Frits Bolkesten, stutt afnám evrunnar. Í viðtali við hollenska blaðið Algemeen Dagblad sagði Frits Bolkensten að:
"Hollendingar verða að yfirgefa evruna eins fljótt og auðið er....Gjaldmiðlasambandið hefur gjörsamlega mistekist. Evran hefur breyst í svefnpillu sem hefur svæft Evrópu í staðinn fyrir að hugsa um samkeppnisstöðu okkar...Leggjum niður evruna og styrkjum innri markaðinn í staðinn. Við þurfum ekki evruna til þess."
Orð að sönnu, bara að taka undir með manni með reynslu úr innstu herbúðum búrókratanna í Brussel.
Uppreisnin gegn evrunni breiðist út um alla Evrópu t.d. hvetur Mario Soares fyrrum forseti Portúgals til greiðslustöðvunar og úrsagnar úr evrunni, á Kýpur ræða menn svipaða hluti, í Þýzkalandi er nýbúið að stofna flokk, sem krefst úrsagnar landsins úr evrunni o.s.frv.
Evran er dauðvona. Úför auglýst síðar.
Evrópumál | Breytt 16.4.2013 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnuleysi eykst í Svíþjóð vegna evrukreppunnar
14.4.2013 | 20:54
Í viðtali í sænska sjónvarpinu 14.apríl sagði fjármálaráðherra Svíþjóðar Anders Borg, að Svíar mættu búast við langdreginni efnahagslægð og auknu atvinnuleysi vegna evrukreppunnar.
Ráðherrann er nýkominn frá fundi fjármálaráðherra ESB í Dublin þar sem neikvæðar horfur evrusvæðisins og ESB voru ræddar.
15.apríl leggur ríkisstjórn Svíþjóðar fram fjárlög með auknum framlögum til iðnmenntunar hjá fyrirtækjum, iðnskólum og lægri atvinnurekendagjöldum ungmenna en atvinnuleysi ungmenna er mjög hátt í Svíþjóð. Áður hafði ríkisstjórnin m.a. lagt fjármagn til samgönguframkvæmda og lægri skatta á fyrirtæki. Nú eru 427 þúsund Svíar atvinnulausir sem er 8,2%. Borg reiknar með halla á fjárlögum milli 1-2% í ár og næsta ár en endurtók nokkrum sinnum að erfitt væri að gera haldbæra áætlun með allri þeirri óvissu, sem ríkir hjá ESB.
Svíþjóð er eitt af best reknu ríkjum ESB með litlar ríkisskuldir og hefur getað lækkað skatta á vinnu, aukið einkavæðingu og lagt til hvata fyrir myndun smáfyrirtækja á meðan flest ríki evrusvæðisins skera niður, hækka skatta og eru með neikvæðan hagvöxt. Anders Borg sagði að lýsingar fjármálaráðherra evrusvæðisins gæfu ekki tilefni til bjartsýni um þróun evrusvæðisins og búast mætti við nýjum áföllum.
Evrópumál | Breytt 15.4.2013 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)