Soros: "Betra að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið."

soros.jpg"Ef Þýzkaland veigrar sér við að kaupa evrubréf, þá verður betra að landið yfirgefi evrusvæðið. Öðrum evruríkjum gagnast þá að halda áfram á eigin krafti." Þetta sagði fjármálamaðurinn George Soros í ræðu í Frankfurt fyrir stuttu, þar sem hann reyndi að hafa áhrif á Þjóðverja og hvetja þá til ábyrgðar.

Soros meinar, að Þýzkaland verði að taka stjórn á málunum og sýna forystu, því "núverandi ástand gengur ekki og framtíð Evrópusambandsins er að veði." Betra sé að öðrum kosti, að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið í tæka tíð áður en allt fellur saman.

"Það er Þýzkaland sem ákveður, hvort Þýskaland vill samþykkja evruskuldabréf eða ekki, en landið getur ekki stöðvað stórskuldug lönd, sem eru að reyna að bjarga sér frá örbirgð með því að ganga saman og gefa út evrubréf," segir Soros.

Fjármálamaðurinn telur að ógerningur sé fyrir lönd eins og t.d. Ítalíu að yfirgefa evrusvæðið, þar sem Ítalía gæti ekki borgað lán sín sem tekin eru í evru. Ef Ítalía yfirgæfi evrusvæðið mundi efnahagur landsins hrynja með slæmum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina.

George Soros vill að evrubréfin verði sett á markaðinn og telur, að þau fengju sömu þýðingu og ríkisskuldabréf USA, Bretlands og Japans.

Það er einungis hægt að komast hjá sögulegum harmleik undir þýzkri leiðsögn, því kreppan "breytir ESB úr frjálsu ríkjasambandi í hlutverk lánveitanda og skuldara."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Gústaf Adolf. Manni hryllir við framtíðarsýn Sorosar, þar sem einn risastór pottur á að bjarga öllum. Þetta er gert til að bjarga fjármálakerfinu sjálfu, ekki skattgreiðendum eða lífeyrissjóðshöfum í einstaka löndum. Þessi ábyrgð yrði Þýskalands, en stríð brytist út ef það spyrnir síðan við fæti.

Ívar Pálsson, 12.4.2013 kl. 12:10

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Ívar, þegar Soros talar er hugsun að baki. Hann er einn valdamesti maður heimsins með stærstu sjóði veraldar á bak við sig. Ég held, að hann sé búinn að hugsa út leiðina fyrir skjólstæðinga sína til að græða á kreppunni og útkomu hennar og þá er stríð einnig með í myndinni á bakvið "friðar"sýn ESB. Hann veit nákvæmlega, á hvaða strengi hann spilar, þegar hann hvetur Þjóðverja til að "taka forystu".

Gústaf Adolf Skúlason, 12.4.2013 kl. 13:33

3 Smámynd: Sveinn Snorrason

Áhugaverð hugvekja.´Mér finnst jafnframt þess virði í sambandi við þessa grein að vekja athygli á og hvetja menn til að skoða frábæra hugvekju Bjarna Jónssonar á bloggi hans fyrir tæpum þremur árum eða 28. 8. 2010 undir fyrirsögninni:" Asni klyfjaður gulli." Allt er það rétt sem hann sagði þá og er jafnþörf hugvekja nú.

Sveinn Snorrason, 12.4.2013 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband