Færsluflokkur: Evrópumál
Heyr, Heyr Tómas Ingi sækjum fram í stað þess að hörfa!
27.4.2019 | 12:03
Tómas Ingi Olrich skrifar stefnumótandi grein í Mbl. í dag um orkupakkann. Fer hann þar vandlega yfir rök með og á móti innleiðingu þriðja orkupakkans og kemst að þeirri niðurstöðu að stökkbreyting hafi orðið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins í kjölfar skýrslu Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hist. Leiðin sem þingflokkur Sjálfstæðsiflokksins hafi valið sé undahald sem ekki sé lengur hægt að segja að sé skipulagt. Bendir Tómas á þá einföldu staðreynd að samningsaðili Íslands, ESB, sé pólitísk stofnun en ekki einhver venjuleg alþjóðastofnun:
"ESB er pólitísk stofnun, tollabandalag, sem hefur lengi velkst í vafa um hvort það eigi að stefna í átt til einnar ríkisheildar eða ekki. Sú umræða er enn óútkljáð. Í nokkrum rykkjum hefur þó ESB þróast í átt til aukins miðstjórnarvalds. Orkutilskipanir ESB eru hluti af þessari þróun."
Segir hann mun á að gera samning við ríki og alþjóðastofnun og hafnar ruglingi á þessu tvennu. Þetta er einmitt kjarni þeirrar áhyggju sem flestir þeir sem eru andsnúnir innleiðingu þriðja orkupakkans hafa, að menn vilja ekki láta erlent vald taka ákvarðinir fyrir okkur Íslendinga. Þar eigum við sjálf að ráða eigin málum og örlögum okkar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þegja meðvitað um þennan þátt mála og neita að ræða hann, þótt það sé sjálfur kjarni gagnrýninnar.
Tómas skrifar: "Þegar fræðimenn hugleiða stöðu Íslands gagnvart umheiminum, sjálfstæði þjóðarinnar og það svigrúm sem stjórnarskrá lýðveldisins veitir eða veitir ekki til að færa valdheimildir undan stjórnvöldum, þá hlýtur að skipta máli, hvort slíkt afsal valds er til viðurkenndrar alþjóðlegrar stofnunar, ellegar til annars ríkis, eða pólitísks bræðings á borð við ESB. Evrópusambandið víkur til hliðar flestum viðmiðum sem tiltekin eru sem grundvöllur lýðræðisríkja. Það hlýtur því að vera sérstök ástæða til að vanda til athugunar á því hvort íslenska stjórnarskráin veitir yfirleitt nokkuð svigrúm til valdaafsals til annars ríkis eða fjölþjóðlegs tollabandalags, sem hagar sér að flestu leyti sem ígildi ríkis."
Um umræðuna skrifar Tómas: "Þess er með ýmsum hætti freistað að gera lítið úr málflutningi þeirra sjálfstæðismanna, sem vara við því að samþykkja þriðja orkupakkann. Það vekur hins vegar athygli hve mikil þögn ríkir af hálfu forystu flokksins um fögnuð þeirra, sem klufu Sjálfstæðisflokkinn vegna andstöðu hans við inngöngu í ESB. Þó ganga þessir síðastnefndu lengst í að bera lof á Sjálfstæðisflokkinn fyrir framgöngu hans í málinu og lofa fullum stuðningi við afgreiðslu orkupakkans."
Lokaorð Tómasar: "Það er sannarlega kominn tími til að Íslendingar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mikill misskilningur að það skapi okkur skjól og auki virðingu viðsemjenda okkar að hörfa sífellt og fara með veggjum, hlýðnir og auðmjúkir. Það hlutverk var okkur ætlað í Icesave-málinu. Það vannst vegna þess að einarður málflutningur fór fram gegn uppgjöf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar."
Heyr, Heyr! Við þetta er engu að bæta. Nú er bara fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að velja hvort þeir vilji ganga til sögunnar sem aflinu sem tókst að þræla flokknum niður í 12% atkvæðamörk eða hvort þeir vilja vera menn með meiru og viðurkenna þann einfalda hlut sem Tómas bendir á að ESB er stjórnmálastofnun með ríkismarkmið en ekki venjuleg alþjóðastofnun. Þetta sjá allir nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem virðast vera ómeðvitaðir um að fram fara ESB-þingkosningar 26. maí n.k.
Annars er örugglega til pláss fyrir ráðherra og orkupakkaþingmenn Sjálfstæðisflokksins í ESB-flokkum og ættu þeir þá að sækja um inngöngu í Viðreisn eða Samfylkingu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Úkraínumenn gera forsetaleikarann að alvöru forseta - enginn veit hvað gerist næst
22.4.2019 | 08:30
Hinn ótrúlegi og afgerandi yfirburðasigur grínleikarans Volodimír Zelenskí með 73% atkkvæða sýnir hversu þreytt Úkraínska þjóðin er orðin á spillingu og stríði. Zelenski leikur kennara sem óvænt verður forseti í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Úkraínu og berst í þáttunum gegn spilltri stjórnmálaelítu. Hætt er við að draumurinn um slíkan forseta geti breyst í andstæðu sína þegar forsetaleikarinn þarf að vera alvöruforseti.
Sjálfur segir Zelenskí að hann hafi hvorki vit á stjórnmálum, efnahagsmálum, alþjóðasamböndum né stríðsrekstri. Minna kosningarnar í Úkraínu á borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, þegar Jón Gnarr gerði Reykvíkinga að statistum í kvikmyndinni um grínleikarann sem varð borgarstjóri. Eftir það er borgin kominn á hausinn og sér ekki út úr spillingunni á kostnað bæjarbúa.
Öllu meira er í húfi fyrir Úkraínumenn sem eiga í varnarstríði við Rússa með friðarsamning sem enginn fylgir. Zelenskí lofar að hefja friðarumræður við Rússa á ný. Hann liggur undir ásökunum vegna tengsla við ólígarkinn Ihor Kolomojskí sem er grunaður um glæpi og á sjónvarpsstöðina sem rak meginkosningabaráttu Zeleneskí. Sama munstur og hjá Baugshjónunum Jóni og Gnarr.
Draumurinn um forsetann í sjónvarpsþáttunum er mikið áhættuskref með jafn óþekktu korti og Zelenskí. Á hinn bóginn er grínistinn einnig lærður lögfræðingur og vonandi kemur fljótlega í ljós hvort honum tekst að gera forseta skáldsögunnar að forseta raunveruleikans eða hvort áhættuskref Úkraínu verði tekið fullt út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Guð blessi Úkraínu.
Grínistinn sigraði í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmálabransinn er orðinn að hreinræktuðum snákaolíusölumönnum og loddurum í þeirra stíl. Virðist sem arabíska vorið hafi borist til Íslands gegnum ESB og stjórnmálamenn bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu keppast við að bjóða þjóðinni einstaka vöru á tilboðskjörum: "Sérstakt verð vinur, bara fyrir þig. Ég skal kála þér ókeypis."
Óttarlega raunarlegt að sjá heimskuna upphafna til skýjanna á þennan hátt og að sjálfsögðu storkar þetta þjóðinni og allri heilbrigðri skynsemi.
Eiginlega ætti að kalla stjórnmálamenn nútímans PAKKAPÚKA. Þeir djöflast með nýjum daglegum pakkatilboðum, bjóða pakka í nýjum umbúðum með nýjum slaufum en þjóðin á að borga fyrir jafnvel með lífi sínu. Kannski verður styttan af Jóni Sigurðssyni fjarlægð í framtíðinni og í staðinn sett stytta af stærsta Pakkapúkanum Össuri Skarphéðinssyni.
Ekkert er nýtt undir sólinni en sorglegt að sjá þessa hningnum á lýðræðinu á Íslandi sem sögulega hefur verið hluti af vöggu lýðræðis í okkar heimshluta.
Núverandi ríkisstjórn gerir allt sem hún getur til að gera kosningafyrirkomulag, stjórnarskrá lýðveldisins, þingræðið og lýðræðið marklaust.
Íslenskir stjórnmálamenn - að Miðflokksmönnum undanskildum - haga sér eins og að Ísland sé þegar orðið hluti af ESB. Utanríkisráðherrann ber í þjóðina yfirlýsingar EES eins og að EES stjórni Íslandi.
Að sjálfsögðu klappa ESB-sinnar fyrir hverjum skrípaleik sem er til að troða landinu inn í ESB. Popúlistum líður best í návist hvers annars í ormagryfju fáránleikans.
Þar á þjóðin ekki heima.
Kúnstir að baki orkupakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Draumur Evrópu er brostinn
10.4.2019 | 09:26
Endurbirti hér grein um stefnu Ungverja gagnvart ESB og fólksflutningum sem birt var á utvarpsaga.is
Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands kynnti stefnu flokks síns um innflytjendur nýlega. Markmiðið er að stöðva fólksflutningana til Evrópu. Fyrsti hluti tillögunnar fjallar um að taka stjórn á málefnum innflytjenda úr höndum búrókratanna í Brussel og skila aftur til aðildarríkja ESB. Ekki á að vera hægt að þvinga nokkurt land að taka á móti innflytjendum gegn vilja sínum og enginn á að geta sest að í Evrópu án gildra skilríkja. ESB á að hætta að gefa út kort með peningum og innflytjendavegabréf. ESB á einnig að hætta að greiða meiri peninga til samtaka sem eru tengd auðkýfingnum George Soros. Í staðinn á að nota féð til að efla landamæravörslu aðildarríkjanna. Ekki á að mismuna kristnu fólki:
Kristin menning okkar er lögð undir í komandi ESB þingkosningum. Þá verður kosið um hvort ESB hefur leiðtoga sem eru með eða á móti fólksflutningunum og hvort Evrópa eigi áfram að tilheyra Evrópubúum eða tilheyra fólksfjölda annarrar menningar; hvort við getum bjargað kristinni evrópskri menningu okkar eða hvort við gefumst upp fyrir fjölmenningunni sagði Orbán. Hann gagnrýndi Brussel fyrir að hverfa frá fjölskyldustefnu og að ESB væri í raun og veru að skipta út íbúum Evrópu fyrir innflytjendur: Við Ungverjar höfum átt heima hérna í þúsund ár og við viljum halda því áfram og munum verja landamæri okkar í önnur þúsund ár. Við viljum að næsta kynslóð, börnin okkar og barnabörn, geti verið jafn frjáls að ákveða um líf sín eins og við erum.
Juncker ber ábyrgð á vaxandi spennu milli aðildarríkjanna
Viktor Orbán kallaði Jean-Claude Juncker ekta sósíalista sem ber mikla ábyrgð á Brexit, innrás innflytjenda og vaxandi spennu í samskiptum ríkja mið- og Vestur-Evrópu. Hann vék síðan að deilum Brussel við Ungverja sem stöfuðu af því að yfirvöld Ungverjalands neituðu að fylgja einræðisskipunum Brussel sem færu gegn hagsmunum Ungverja.
Orbán vitnaði til nýlegrar skýrslu sem sýndi að íbúar ESB trúa því ekki að komandi kynslóðir fái það betra en sú núverandi. Meirihluti íbúa Evrópu vill einnig verja kristin gildi og hefðir og 80% Ungverja styðji það. Orbán skorar á kjósendur að sýna Brussel í kosningunum, að það séu íbúar Evrópu en ekki samtök tengd Gerorge Soros né búrókratarnir í Brussel sem eiga lokaorðið í málefnum ESB.
Utanríkisráðherra Ungverja Szijjártó sagði að Ungverjar væru stoltir af því að hafa hafnað innflytjendasamningi Sameinuðu þjóðanna en baráttunni væri engan veginn lokið. Sagði Szijjártó að það væri nú algjörlega skýrt að allur fólksinnflutningurinn 2015 væri hluti vel úthugsaðrar áætlunar um íbúaskiptingu í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar eiga ríkan þátt í áætluninni með lögleiðingu ólöglegs fólksinnflutnings í samningnum. Brussel mun gera allt sem stendur í þeirra valdi til að innleiða innflytjendasamning SÞ í lög aðildaríkja ESB og þar með ákveða fyrir okkur hverjum við viljum hleypa inn til okkar og hverjum við viljum búa með. Við munum aldrei leyfa þetta og kjósendur þurfa að sýna á skýran hátt afstöðu sína í ESB-þingkosningunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brussel-Britta eins og hundur á ESB-spýtunni
2.4.2019 | 20:22
Það er frekar aumkunarvert að sjá Brusseldrottnarana leika kött og mús með þá sem vilja yfirgefa sambandið. Þeirra fremsta verkfæri er Theresa May sem leiðir NO Way fyrir Brexit og notar embættið til að þvinga Breta til að semja um þá afarkosti sem ESB setur upp. Eiginlega eiga Bretar ekki að geta yfirgefið Evrópusambandið heldur settir í hlekki og sitja uppi með ólýðræðislegasta bákn allra tíma til endaloka sambandsins. Vantar bara að nýr Junker og þá ekki drunker komi heldur Junker the bunker með stál í hendi í staðinn fyrir konjaksglas. Slík sena er ekki ómöguleg í framtíðinni.
Það verður að teljast furða að Bretar hafi ekki gert uppreisn og hendi þessu ESB fári af sér og sýnir það ótrúlegt langlundargeð þeirra. Farage óttast að Britta á spýtunni eigi eftir að valda Bretum miklu tjóni og kreppu með hegðun sinni og er hún nú farin að minna töluvert á aðra kaldrari Brittu nær Norðurpólnum sem fór frá í dansi við sjálfan sig á miðju gólfinu og enginn saknar.
May gengur núna þvert gegn eigin ríkisstjórn og ætlar að semja við Verkamannaflokkinn til að fá þingmeirihluta fyrir "samningnum". Slíkt hleypir öllu í bál og brand og ESB-elítan getur þá allt eins sveiflað May í eina langa beygju út af spýtunni til að liðka fyrir nýjum þingkosningum og hugsanlegri yfirtöku vinstri manna sem engu stjórna nema frá rassvasa ESB.
Að May hlaupi í pilsfald stjórnarandstöðunnar til að bjarga ESB gegn Bretum verður trúlega móttekið sem landráð af Brexit kjósendum. Kjósendur Íhaldsflokksins munu ekki taka því þegjandi að atkvæði þeirra verði notuð til framdráttar fyrir Labour. Allt útlit er því fyrir að ESB verði að ósk sinni og efnt verði til þingkosninga í Bretlandi.
May sækir um frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að taka endanlegt skref og afnema stjórnarskrá Íslands í verki með eftirliti ESB á lagatillögum Alþingis. Fær ESB með nýrri tilkynningaskyldu EES-ríkja möguleika á að stöðva lög og senda tilbaka sem ekki henta lagabálkum sambandsins.
Þetta er snara um háls þjóðarinnar og innlimun undir valdakrumlur ESB. Viljinn skrifar: "Gangi breytingarnar eftir mun framkvæmdastjórn ESB eða Eftirlitsstofnun EFTA hafa vald til að stöðva slíkar ákvarðanir stjórnvalda (Alþingis, ríkisstjórnar, sveitarstjórna) í EFTA-löndunum. Framkvæmdastjórn ESB getur þá einnig stöðvað ákvarðanir þjóðkjörinna fulltrúa ef það telur að ákvörðunin sé ekki réttlætanleg eða nauðsynleg á grundvelli almannahagsmuna."
Nú ætti framhaldssaga Icesave að fara að renna upp fyrir mönnum, þriðji kaflinn hafinn í baráttunni um að koma völdum á Íslandi í hendur ESB. Þetta áhlaup er undanfari yfirtöku landsins ef til styrjaldar kemur. Með yfirráðum landsins tryggir ESB sér mikilvæga stöðu á Norðurslóðum. Auðlindir Íslands fylgja sjálfkrafa með beinni stjórnsýslu lýðveldisins.
Samþykki Alþingi lög um þessa málsmeðferð og forseti staðfestir verður það ekki gert nema í trássi við skilmála stjórnarskrárinnar um að breytingar á stjórnarskrá eigi að gera á tveimur kjörtímabilum með alþingiskosningum á milli. Hvernig ríkisstjórnin og forsetinn ætla sér að sniðganga stjórnarskrána á eftir að koma í ljós en varla verður slíkt gert án þess að vekja reiði og jafnvel uppreisn lýðræðiselskandi Íslendinga.
Er ríkisstjórnin að hleypa öllu í bál og brand?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Ekkert annað svar en samstaða og sókn" segir Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og harmar að fjársterk fyrirtæki hafi völdin á Íslandi. Vill þingmaðurinn "lyfta íslenskum búvörum og gera þær að fyrsta kosti allra neytenda."
Hversu heitt sem þingmaðurinn óskar sér, þá mega orð hans sín lítils gegn landbúnaðarstefnu ESB sem sjálfstæðisframsóknarvinstrigræningjar hafa innleitt á Íslandi þvert á móti gefnum loforðum.
Forystusauður utanríkisráðuneytisins hrósar ríkisstjórninni fyrir landbúnaðarstefnu sem henti séraðstæðum Íslands. Séraðstæður ríkisstjórnarflokkanna er að gera ESB-niðurgreiddar landbúnaðarvörur að ófrystum kosti allra neytenda. Gengið verður að íslenskum landbúnaði dauðum og bændastéttinni útrýmt.
Öðru eins viðskiptafrelsi og EES-samningurinn býður upp á hafa Íslendingar ekki kynnst síðan á tíma verslunareinokunar danskra kaupmanna á 17. og 18. öld. Ekkert frelsi er til fyrir íslenska bóndann innan ESB, allar vörur eru þegar framleiddar annars staðar og eru tilbúnar að taka yfir íslenska markaðinn með átthundraðföldu skattfé í handarjaðrinum.
Össur Skarphéðinsson f.v. utanríkisráðherra tókst ekki að selja Íslendingum snákaolíu í aðildarpakka ESB. Núverandi ríkisstjórn drekkir landsmönnum í snákaolíu EES-samningsins.
Augljóst mál að þjóðin þarf eina ferðina enn að reisa varnarmúr kringum stjórnarskrána. Í þetta sinn vegna Bænda- og Orkusave.
Hagsmuna Íslands ekki gætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frakkar afnema orðin faðir og móðir - talin kúga samkynhneigða - foreldri 1 og 2 notuð í staðinn
16.2.2019 | 23:38
Þetta er ekki frásögn úr vísindaskáldsögu. Þetta er engin lygi. Þetta er frásögn af nýjum skólalögum í Frakklandi.
Héðan í frá verða orðin móðir og faðir ekki lengur notuð þar sem þau tryggja ekki jafnrétti samkynhneigðra. Orðin eru sögð gamaldags þar sem þau taka hvorki tillit til samkynhneigðra foreldra ná henta nútíma lögum um hjónabönd samkynhneigðra. Orðin foreldri 1 og 2 koma í staðinn í lögum um "skóla sem hægt er að treysta".
Valére Petit fulltrúi REM-flokks Macron segir að margar fjölskyldur séu á tímamótum gamaldags fjölskyldulíkana. "Þessi breyting táknar félagslegt jafnrétti".
Halda mætti að Macron sé í beinu sambandi við Kölska sjálfan. Lögin kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni - sjálfum grundvelli samfélagsins. Börn í Frakklandi verða heilaþvegin með nýju hugtökunum frá þriggja ára aldri.
AFDH samtök franskra samkynhneigðra foreldra tóku vel í lögin en varaði samt við stéttaskiptingu á milli 1 og 2: "Hver á að vera foreldri 1 og hver á að vera 2?"spyr formaður samtakanna.
Greinilega verður mikið að gera í breytingu ritaðs máls til að lagfæra kúgun samkynhneigðra.
Tvö dæmi, annað úr Stjörnustríði, þegar Svarthöfði upplýsir Loga um tengsl þeirra tveggja - sjá mynd. Hitt dæmið er þekkt bæn: "Foreldri eitt, þú sem ert á himnum...."
Evrópumál | Breytt 17.2.2019 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ókrýndur herforingi glóbalista ógnar heimsfriðinum
13.2.2019 | 02:54
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO hefur fullkomlega rétt fyrir sér í viðvörun til ESB um stofnun ESB-hersins. Slíkur her þjónar ekki vörnum ríkja á meginlandinu heldur einu stórveldi sem getur dregið heiminn út í stríð eina ferðina enn. Að sniðganga Bandaríkin er ögrun við söguna og þungar fórnir Bandaríkjamanna í fyrri stríðum Evrópu. Án Bandaríkjanna hefði þýzka morðmaskínan ekki verið stöðvuð. NATO hefur tryggt friðinn í Evrópu, hvorki Þýzkaland né Frakkland né ESB hafa gert það, þótt ESB reyna að stela afrekum Bandamanna.
Núna blæs ókrýndur herforingi bláa stjörnufánans, marxíski auðkýfingurinn George Soros til stríðs gegn fullveldissinnum hvar sem er í heiminum (blessuð sé minning Jóns Sigurðssonar). Í nýrri grein skrifar Soros, að ESB standi frammi fyrir allsherjarhruni nema að stuðningsmenn ESB "vakni úr svefni." Segir Soros valdhafa í heiminum þurfa að skilja að stjórnmál snúist ekki lengur um verkafólk gegn kapítalistum heldur með eða á móti ESB og glóbalismanum. Soros hótar með "martröð aldarinnar" ef glóbalistar tapi í kosningum til ESB-þingsins í maí n.k. Donald Tusk einn af forsetum ESB segir þá sem ekki vilja vera með í ESB eiga heima í helvíti.
Lýðræðið eins og við þekkjum það er undir árás. Evrópuher Soros&Co á að nota gegn ríkjum Evrópu sem ekki fylgja ESB að málum. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið í kappi við klukkuna. Hinn frjálsi heimur hefur sem fyrr bandamann í Bandaríkjamönnum og NATO.
Varar við Evrópuhernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hærra plan helvítisveirunnar heilaeinkenni stjórnsýslunnar
7.2.2019 | 03:13
Einn af forsetum ESB, Donald Tusk, sagði á blaðamannafundi, að þeir sem styddu Brexit væru íbúar helvítis. Annar forseti ESB, Juncker, sagði að hann væri í helvíti í starfi sínu hjá ESB en hefði enn ekki hitt þessa íbúa helvítis sem hinn forsetinn talaði um. Þriðji forsetinn á eftir að segja sitt til að fullkomna hærra plan helvítisveirunnar.
Orðafimleikar utanríkisráðherra Íslands minna á fyrirennara hans sem reyndi að sannfæra landann um, að með ESB fylgdi dýrðarglampi í pakka til Íslendinga, sem að pakkanum meðteknum fengju að hlýða á hörpuslátt að eilífu. Við svo búið yrði ekki á hærra plan komist. Núverandi utanríkisráðherra vill ekki vera minni en fyrirennarinn og lofar orkupakka númer þrjú með síst minni glampa.
Íslendingar hafa heyrt og séð þetta áður. Lýðræðislega kjörinn embættismaður sem tapar jarðtengingunni við snertingu Evrópusambandsins. Sambandi sem setur sífellt ný met í atvinnuleysi, sköttum, fátækt, bókhaldsóreiðu, spillingu, fjármálasvindli, valdmisbeitingu, ríkjakúgun, handtökum lýðræðissinna og núna síðast innflutningi öfgaíslamista til að berjast í heilögu stríði á hæsta plani.
Varla við öðru að búast, þegar íbúarnir flykkjast til helvítis og skilja forsetann og utanríkisráðherrann eftir.
Þýzka drottningin með háhælaða franska forsetagleðigosanum eru svo high af framtíðarsýn á hærra plani, að nýji stórveldaherinn leyfir Þjóðverjum að svíkja herleysisloforðið, sem þeir lofuðu öllum eftir seinni heimsstyrjöldina.
Helvítisveiran er komin á svo hátt plan, að næsti forseti eða kanslari getur sent alla álfuna að Íslandi meðtöldu eina ferðina enn til helvítis.
Vill umræðuna um EES á hærra plan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)