Forystusauður utanríkisráðuneytisins leiðir þjóðina beint í drekkingarhyl ESB

falling-sheep"Ekkert annað svar en samstaða og sókn" segir Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og harmar að fjársterk fyrirtæki hafi völdin á Íslandi. Vill þingmaðurinn "lyfta íslenskum búvörum og gera þær að fyrsta kosti allra neytenda."

Hversu heitt sem þingmaðurinn óskar sér, þá mega orð hans sín lítils gegn landbúnaðarstefnu ESB sem sjálfstæðisframsóknarvinstrigræningjar hafa innleitt á Íslandi þvert á móti gefnum loforðum.

Forystusauður utanríkisráðuneytisins hrósar ríkisstjórninni fyrir landbúnaðarstefnu sem henti séraðstæðum Íslands. Séraðstæður ríkisstjórnarflokkanna er að gera ESB-niðurgreiddar landbúnaðarvörur að ófrystum kosti allra neytenda. Gengið verður að íslenskum landbúnaði dauðum og bændastéttinni útrýmt. 

Öðru eins viðskiptafrelsi og EES-samningurinn býður upp á hafa Íslendingar ekki kynnst síðan á tíma verslunareinokunar danskra kaupmanna á 17. og 18. öld. Ekkert frelsi er til fyrir íslenska bóndann innan ESB, allar vörur eru þegar framleiddar annars staðar og eru tilbúnar að taka yfir íslenska markaðinn með átthundraðföldu skattfé í handarjaðrinum.

Össur Skarphéðinsson f.v. utanríkisráðherra tókst ekki að selja Íslendingum snákaolíu í aðildarpakka ESB. Núverandi ríkisstjórn drekkir landsmönnum í snákaolíu EES-samningsins.

Augljóst mál að þjóðin þarf eina ferðina enn að reisa varnarmúr kringum stjórnarskrána. Í þetta sinn vegna Bænda- og Orkusave.


mbl.is Hagsmuna Íslands ekki gætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Gústaf;

myndir þú vilja segja EES-samningunm upp;

og láta reyna á sambærilegan samning og gerður var við Canada? 

Jón Þórhallsson, 21.2.2019 kl. 22:16

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, hef ekki kynnt mér Kanadasamninginn. ESB er að eyðileggja hagsmuni Íslands gegnum EES-samninginn og ekki hægt að leyfa þeim að komast upp með það að brjóta tvíhliða samkomulagi. Þá ber að segja samningnum lausum.

Gústaf Adolf Skúlason, 22.2.2019 kl. 05:03

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristján Þór Júlíusson, ber því við að hann sé að leggja frumvarp um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti, vegna þess að ESB hafi sent "TILSKIPUN" þess efnis og vegna EES samningsins, VERÐI að gera þetta.  Þegar EES samningurinn var undirritaður voru Orkumál, Landbúnaðarmál og Sjávarútvegsmál EKKI innifalin í EES samningnum en virðast vera það núna, nema Sjávarútvegsmálin en miðað við framvinduna undanfarin ár þá er nú sennilega ekki langt í það að SJÁVARÚTVEGURINN komi þarna inn líka.  Þetta gefur fullt tilefni til þess að við segjum EES samningnum upp hið fyrsta, í það minnsta að hann verði endurskoðaður.......

Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 10:03

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér innlit og skarpa athugasemd Jóhann. Utanríkisráðherrann er uppvís að helberum ósannindum, þegar hann heldur því fram að við höfum "eigin" landbúnaðarstefnu en ekki landbúnaðarstefnu ESB sem verið er að troða á þjóðin. Hjartanlega sammála skrifum þínum, ríkisstjórnin hefur breyst í eftirlitsstofnun með innleiðingu laga ESB á Íslandi en til þess var hún ekki kosin. 

Gústaf Adolf Skúlason, 22.2.2019 kl. 11:54

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið mun alltaf snúast um það hvort vegi þyngra

kostirnir eða gallarnir við þennan EES-samning?

Jón Þórhallsson, 22.2.2019 kl. 13:42

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það á að segja þessum EES samningi lausum sem snarast, því að því íslenskum stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir svona samningi.  Með núverandi forystu er Sjálfstæðisflokkurinn endanlega ónýtur,  enda að megin stofni, fælnar gungur, loppnar rolur, sýnsjúkir letingjar, monthænsn og falshundar á pari með S.J.S.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2019 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband