Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
Blaðamaðurinn og bloggarinn
30.9.2018 | 07:34
24. sept. birti Morgunblaðið grein eftir mig "Af morðum og innflytjendum í Svíþjóð". Kveikjan að greininni var grein í Mbl. 6. sept. eftir Boga Þór Arason blaðamann "Frá sænskri þöggun yfir í ýkjur" um ástandið í Svíþjóð. Fannst mér vanta tilfinningu fyrir þeirri umfangsmiklu þjóðfélagsumræðu sem átt hefur og á sér stað í Svíþjóð m.a. vegna vaxandi fjölda ofbeldisverka, skotbardaga, nauðgana, vopnaðra rána svo og menningarlegum árekstrum m.a. við karlmenn sem virðast líta á konur sem tuskuklædd kynfæri. (Sú hlið mála hefur fengið margan Svíann út í nó-gó svæðin til að leita uppi og hjálpa konum að rjúfa einangrun sína og kynnast jafnréttismálum í Svíþjóð).
Umræðan í Svíþjóð hefur mikið snúist um hvernig hægt sé að bæta m.a. löggæslu, lagalegt umhverfi, réttarfarskerfið og auka afköst alls kerfisins við meðhöndlun afbrotamála. Þessar umræður tengjast svo allar á einn eða annan hátt umræðunni um gríðarlegan fjölda innflytjenda en Svíþjóð sker sig úr með því að taka á móti fleiri innflytjendum en flest önnur lönd.
Stjórnvöld, sem oft hafa brugðist við réttmætri gagnrýni með því að "skjóta boðberann", bera ábyrgð á stigmögnun spennu í öllu samfélaginu sem m.a. endurspeglast í fylgishruni hefðbundnu stóru flokkanna, sósíaldemókrata og móderata, og mikilli fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata. Í kosningunum fengu sósíaldemókratar lélegustu útkomu frá stofnun flokksins um 28% en Svíþjóðademókratar hafa á fáum árum orðið þriðji stærsti flokkur Svíþjóðar með tæp 18%.
27. sept. skrifar Bogi Þór Arason grein í Mbl. "Ýkjur þjóðernissinna og pólitíski réttrúnaðurinn" þar sem hann telur mig hafa gert það að lífsmarkmiði að láta Svíþjóð alltaf koma verst eða næst verst út í öllum hugsanlegum samanburðum. Telur hann mig vera þjóðernissinna haldinn þeim pólitíska rétttrúnaði að líta á alla innflytjendur sem hugsanlega morðingja og nauðgara.
Ég verð að játa, að ég hafði ekki fyrirfram gert mér grein fyrir þeirri heift sem ég merki í brjósti Boga gagnvart gagnrýnendum sósíalískrar stjórnarstefnu í Svíþjóð og finnst mér viðbrögð hans benda til takmörkunar á efnislegri umræðu um málin. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í því.
Ætlun mín er og var engan vegin að efna til deilna við blaðamann Mbl., heldur að miðla broti af þeirri tilfinningu sem fylgir því að búa í Svíþjóð og vera á vettvangi atburðanna til lesenda Morgunblaðsins. Morgunblaðið skal alla þökk hafa fyrir birtingu greinarinnar enda er og hefur metnaður blaðsins alla tíð verið að skapa vettvang fyrir lýðræðislegar, málefnalegar umræður og mættu aðrir fjölmiðlar taka sér Mbl. til fyrirmyndar.
Ég mun að sjálfsögðu svara Boga Arasyni en ekki á persónulegum nótum heldur með því að fylla betur á upplýsingar um stjórnmálaástandið í Svíþjóð. Ríkjandi stjórnmálalæsing á sænska þinginu er til komin vegna þarfa sósíalista á að eiga sér óvin. Þar ber flokk Svíþjóðardemókrata hæst en formaður sósíaldemókrata Stefan Löfven segir að Svíþjóðademókratar séu ekki marktækir á þingi. Hafa kratar í bandalagi við aðra flokka ákveðið að útiloka hefðbundið þingræði og lýðræði frá 18% kjósenda í Svíþjóð.
Er talað um að hindra að Svíþjóðardemókratar fái eðlilega forystu í nefndum þingsins en úthluta þeim embættun í staðinn til minni flokka með 4-10% fylgi. Verður þessu fylgt eftir mun fylgi Svíþjóðardemókrata aukast enn frekar.
Meira um það síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar".
26.9.2018 | 01:19
Margir þingmenn lýstu yfir ánægju sinni að fá tækifæri á að ýta Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar úr embætti í gær með því að svara nei þegar spurt var um traust til forsætisráðherrans. Hefur það aldrei áður gerst í sögðu Svíþjóðar að sitjandi forsætisráðherra er vikið úr embætti á þennan hátt en 204 lýstu vantrausti en 142 studdu Löfven.
Hanif Bali þingmaður Móderata tók myndina ofan og lagði út á twitter með orðinu Bye. Ýmsir aðrir gerðu slíkt hið sama, sérstaklega eftir að ramaskrí heyrðist úr ranni Löfvenista um að Hanif Bali hefði kosið með löngutöng til að lítillækka forsætisráðherrann fyrrverandi. Brá einhverjum í brún, þegar þingmaðurinn útskýrði að vísifingurinn væri bæklaður síðan hann starfaði við pízzugerð svo hann neyddist til að nota annan fingur og honum hefði nú bara alls ekki dottið í hug að hægt væri að túlka myndina sem að hann væri að gefa sósíaldemókrötum fingurinn.
Staðan á þinginu er læst, þar sem vinstri blokkin og miðflokkurinn og frjálslyndir setja sem skilyrði fyrir samstarfi að Svíþjóðardemókratar verði útilokaðir frá áhrifum á þinginu. Þessi afstaða hefur fært Svíþjóðardemókrötum vaxandi fylgi og Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segist ekki óttast aukakosningar ef enginn gefur með sér og byrjar að umgangast Svíþjóðardemókrata sem lýðræðislega kjörna fulltrúa meira en milljón Svía.
Þingið var sett við hátíðlega athöfn að viðstöddum meðlimum sænska konungshússins skv. venju. Karl XVI Gustaf hélt athyglisverða ræðu þar sem hann áréttaði fyrir þingmönnum eðli þingsins og hlutverk þeirra sem fulltrúa umbjóðenda sinna:
"Í dag, eins og fyrir hundrað árum síðan, er lýðræðið sá hlutur sem við verðum að vernda og varðveita sameiginlega. Ekki aðeins á kjördegi heldur sérhvern dag. Núna eins og þá axlið þið sérstaka ábyrgð sem kjörnir eru fulltrúar sænska fólksins.
Háttvirtu þingmenn. Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar.
Þeir sem lifa í Svíþjóð í dag, en einnig komandi kynslóðir, þau eru umbjóðendur ykkar.
Þau vænta þess að Þér notið þekkingu og reynslu yðar á sem bestan hátt fyrir Svíþjóð fyrir góða framtíð allra þeirra sem hér lifa.
Að sinna trausti fólksins - er ekki einfalt verkefni. En samtímis eitt það mikilvægasta sem hægt er að hafa.
Það er einnig erfitt starf. Mörg hundruð ákvarðanir eru á braut yðar. Sumar verður auðvelt að taka. Aðrar erfiðari og flóknari.
Hagsmunir landsins eru í höndum Yðar. Ég óska ykkur þróttar, hugrekkis og vísdóms í mikilvægu starfi ykkar. Ég lýsi því hér með yfir, að þing 2018/2019 er sett".
Sýn Svíakonungs á lýðræði er kýrskýr.
Synd hversu margir núverandi þingmenn koma ekki auga á það.
Löfven víki sem forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB hendir skákborðinu í skurðinn. Hver verður næsti leikur Brexit?
22.9.2018 | 11:46
Boris Johnson segir Theresu May veifa hvíta fánanum í Brussel og hafa sett "sjálfsmorðsbelti" utan um brezku stjórnarskrána og afhent ESB sprengjutakkann. ESB og UK hafa áður lýst því yfir að samkomulag náist í október í ár en eftir leiðtogafund ESB í vikunni virðist staðan komin á byrjunarreitinn. Takist ekki samkomulag munu Bretar einhliða yfirgefa sambandið 29. mars 2019 kl 23.00.
Boris Johnson hefur haldið sér á hliðarlínunni frá því hann sagði af sér embætti utanríkisráðherra til að gefa Therese May frið við að reyna að ná samkomulagi um s.k. Chequers plan. Sú áætlun er að mati höfundar Reykjavíkurbréfs í dag það sama og reyna að vinna skákina með því að gefa hana.
Landsþing Íhaldsmanna fer fram í Birmingham 30/9 - 3/10 og á dagskrá fyrsta daginn er klukkutíma fundur "Challange the Chairman" eingöngu fyrir flokksmenn. Má búast við að Boris Johnson láti í sér heyra eftir sneypuferð Theresu May til Salzburg og hina töpuðu skák Brexitmanna en skv. Dailymail mun Johnson halda aðalræðuna á einum af fjölmörgum fundum þingsins. Má búast við átökum en hvort þau leiða til formannsskipta Íhaldsflokksins skal látið ósagt.
Thersa May hefur lýst því yfir að hún muni berjast gegn hverjum þeim sem reyni að koma henni úr formannsstóli fram að næstu þingkosningum í Bretlandi.
Spurningin er, hvort flokksþingi Íhaldsflokksins takist að snúa taflinu við.
May: ESB verður að sýna Bretum virðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þið eruð eins og hryðjuverkamenn ISIS. Nei - þetta er Daesh. Geðveikt? Svo sannarlega.
21.9.2018 | 07:09
Skv. frönskum lögum þarf fólk að sæta geðrannsókn í sakamálum til að staðfesta dómshæfi þess. Marine Le Pen segist ekki ætla að mæta og spyr, hversu langt dómarinn muni ganga til að þvinga sig til að mæta.
Hefur hún verið ákærð fyrir að "dreifa myndum með ofbeldisfullu innihaldi" en hún svaraði sjónvarpsmanni sem líkti Þjóðfylkingiunni við hryðjuverkasamtökin ISIS.
"Þetta er Daesh!" skrifaði hún með myndum, sem m.a. sýndu ódæðisverk hryðjuverkamanna með því að brenna fólk í búrum, keyra yfir fólk á skriðdrekum og afhöfða fólk. Myndir sem hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim í fjölmiðlum og félagsmiðlum ÁÐUR en Le Pen birti þær á twitter. Ein myndin var af bandaríska blaðamanninum James Foley og fjarlægði Le Pen myndina að ósk fjölskyldu Foleys. Le Pen sagði seinna að hún hefði ekki vitað hver var á myndinni, þegar hún birti myndina.
Það virðist sem rannsóknarblaðamennska "Panamaskjalanna" a la Soros hafi nú náð til franskra dómstóla. Fyrst eru búnar til lygafréttir, síðan er ráðist að fórnarlambinu til að granda orðstír þess. Marine Le Pen er yfirlýstur andstæðingur ofurríkis ESB á meginlandinu.
Við erum öll komin á afskaplega hættulegan stað, þegar enginn má ræða um raunveruleikann nema valdhafar. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls en fjöldi manna bæði til vinstri og hægri í Frakklandi og víða að í Evrópu hafa komið til varnar Marine Le Pen. Verði hún sótt með lögregluvaldi fær hún stöðu píslarvotts og Þjóðfylkingin mun stórefla fylgið.
Frakkar elska lýðræðið meira en embættismenn þessa franska dómstóls og þótt Macron forseti reyni allt sem hann getur til að gera lýðræðið og þjóðarstolt Frakka að makrónómískum, einskis verðum hlut, þá mun hvorki hann né embættismenn sem vilja fremja lagalegt "hryðjuverk" ná fram því markmiði að knésetja Marine Le Pen eða sjálfstæðishreyfingu Frakka.
Frakkar munu aldrei beygja sig fyrir fasismanum frá Brussel þótt Macron vilji verða Maximus hjá ESB.
Gert að sæta geðrannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ákveðið að vísa hryðjuverkamanninum úr Svíþjóð hálfu ári áður en hann framdi ódæðið í Stokkhólmi
16.9.2018 | 22:06
Það er á fleiri stöðum en í Danmörku, þar sem yfirvöld vinna ekki vinnuna sína við að leita uppi þá sem hefur verið vísað úr landi og sjá til þess að þeir yfirgefi landið.
Í Expressen í dag skrifar faðir Ebbu Åkerlund 11 ára, sem var myrt á hryllilegan hátt í hryðjuverkinu á Drottninggatan í Stokkhólmi, að yfirvöld gerðu ekkert eftir að innflytjendayfirvöld ákváðu að vísa hryðjuverkamanninum úr landi sex mánuðum áður en hann framdi ódæðið. Yfirvöld höfðu þrjá mánuði á ser að framfylgja ákvörðuninni.
Hryðjuverkið hefði aldrei átt að geta gerst: "Ef sænska ríkið - og í framhaldi af því forysta stjórnmálanna - hefðu unnið eins og krefjast má af nútímalegu, vel skipulögðu og efnum búnu samfélagi, þá hefði Rakhmat Akilov aldrei verið í nágrenni Drottninggatan þennan dag. Hann hefði ekki einu sinni verið í Svíþjóð".
Ekki nóg með að léleg innflytjendastefna hleypti morðingjanum inn í landið heldur framfylgdu yfirvöld ekki ákvörðun sinni um útvísun úr landi.
"En það endar ekki þar. Eftir ódæðið hafa þessir stjórnmálamenn ekki aðhafst neitt til að kanna hvernig þetta gat gerst. Hvað samfélagið hefði getað gert öðruvísi til að koma í veg fyrir ódæðið".
Faðir Ebbu vill stofna óháða nefnd almennra borgara og viðskiptalífsins til að hafa eftirlit með sænska ríkinu svo fleiri láti ekki lífið vegna vanrækslu ríkisins.
Enginn veit hversu margir Akilovar fela sig í Svíþjóð. Sumir tala um að allt að 50 þúsund einstaklingar lifi ólöglega í Svíþjóð, stórum hluta hefur verið vísað úr landi og þeir látið sig "hverfa". Aðrir hafa komið ólöglega og finnast hvergi á skrám.
Svo er Schengen opin braut til Íslands...
Veit ekki um fjölda hælisleitenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarft mál í uppgjöri við pólitíska spillingu "hrunsins"
14.9.2018 | 14:47
Afar gott mál að Alþingi læri af reynslunni og álykti að rangt hafi verið að málum staðið, þegar Landsdómur var ræstur út og fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde dreginn fyrir dóm.
Stjórnmálaleg móðursýki vinstri manna við fall bankanna og haturslosti þeirra gegn stjórnmálaandstæðingum leiddi til óþarfa deilna og sundraði þjóðinni, þegar hún þarfnaðist hvað mest sameiningar og góðrar leiðsagnar Alþingismanna.
Áhrifum málshöfðunarinnar má líkja við nornaofsóknir fyrri alda.
Bókstaflega átti að "brenna" stjórnmálaferil Geir Haarde á báli sundrungarinnar. Þetta gerði þjóðinni allri erfiðra um vik og hefur dregið tímann á langinn að jafna sig eftir fjármmálakrísuna.
Þess vegna ber að fagna því, að Alþingismenn vinni í hreinskilni og af heiðarleika að því að endurheimta traust landsmanna á stjórnmálamönnum sem starfa á Alþingi.
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og meðflutningsmönnum ber að þakka fyrir og óska velgengni með málið.
Alþingi álykti að málshöfðun hafi verið röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lýðræðið ekki fyrir alla - tæplega 18% Svíar ekki taldir þingræðishæfir
13.9.2018 | 14:03
Það er merkilegt að fylgjast með hegðun stjórnmálaflokkanna í Svíþjóð, þegar þjóðin fær að segja sitt í kosningum. Ekki er enn búið að fá endanleg úrslit og hafa einhverjir þingmenn hreyfst á milli blokkanna og geta enn gert. Staðan núna er jöfn með 144 þingmenn hjá rauðu blokkinni og 143 þingmenn hjá bláu blokkinni.
Bráðabirgðaúrslit kosninganna
Óskoraður sigurvegari kosninganna eru Svíþjóðardemókratar sem bættu við sig 4,7% og 13 þingmönnum og eru þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar með 17,5% og 62 þingmenn. Stjórnarflokkarnir tapa og einnig Móderatarnir sem verið hafa í stjórnarandstöðu.
Úrslit til bráðabirgða - enn er verið að telja atkvæði.
Sósíaldemókratar 28,3% (-2,7%) fá 100 þingmenn (-13)
Móderatar 19,8% (-3,5%) fá 70 þingmenn (-14)
Svíþjóðademókratar 17,5% (+4,7%) fá 62 þingmenn (+13)
Miðflokkurinn 8,6% (+2,5%) fá 31 þingmenn (+9)
Vinstriflokkurinn 8% (+2,3%) fá 28 þingmenn (+7)
Kristdemókratar 6,3% (+1,8%) fá 22 þingmenn (+6)
Liberalerna 5,5% (+0,1) fá 20 þingmenn (+1)
Umhverfisflokkurinn 4,4% (-2,5%) fá 16 þingmenn (-9)
Samkomulag um að frysta Svíþjóðardemókrata frá völdum
Stjórnarandstaðan öll hefur krafist afsagnar Stefan Löfvens forsætisráðherra en hann neitar. Allir flokkar fyrir utan Svíþjóðardemókrata hafa lýst yfir samkomulagi um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum og þannig rottað sig saman um að hunsa niðurstöður kosninganna og vilja kjósenda.
Eru aðrir flokkar nema Svíþjóðardemókratar fastir í krumlu Sósíaldemókrata sem blygðunarlaust ásaka talsmenn Svíþjóðardemókrata fyrir að vilja drepa blaðamenn og stjórnarandstæðinga, fylgja Adolf Hitler og afneita fórnarlömbum Helfararinnar.
Sænska sjónvarpið stundar ritskoðun á Svíþjóðardemókrötum
Sænska sjónvarpið hleypir slíkum áróðri í gegn án athugasemda en sér ástæðu til að brennimerkja ummæli Jimmy Åkesson, formanns Svíþjóðardemókrata, þegar hann í umræðu flokksleiðtoga gagnrýnir stjórnvöld fyrir að skilja ekki vandamál innflytjenda sem ekki auðnast að fá vinnu í Svíþjóð. Sagði Jimmy að ástæðan væri sú að innflytjendur væru ekki sænskir og pössuðu ekki inn í Svíþjóð og tryggja þyrfti þeim forsendur þess að geta orðir sænskir og aðlagast Svíþjóð. Taldi sjónvarpið þetta vera niðurlægingu fyrir innflytjendur sem hóp og gaf út sérstaka yfirlýsingu gegn Svíþjóðardemókrötum í beinni aðeins sólarhring fyrir kjördag.
Vegna gríðarlegrar gagnrýni bæði innanlands sem utan var ábyrgum útgefandia ríkissjónvarpsins vikið til hliðar og forstjóri SVT og yfirmaður dagskrárgerðar hafa bæði gefið út yfirlýsingar um málið. Í morgun kom yfirlýsing um að SVT muni ekki í framtíðinni gefa út yfirlýsingar af þessu tagi. En skaðinn er skeður, Jimmy Åkesson var af ríkisstofnuninni eyrnarmerktur fyrir hatursorðræðu gegn þjóðfélagshópi. Enginn veit hversu neikvæð áhrif þetta útspil sjónvarpsins hefur þýtt fyrir Svíþjóðardemókrata.
Aðeins tvær blokkir í sænskri pólitík
Þrátt fyrir yfirlýsingar hægri og vinstri blokkarinnar um að vinna yfir blokkamörkin þá er eina atriðið sem samstaða ríkir um að frysta Svíþjóðardemókrata úti. Það þýðir að blokkirnar eru í raun Svíþjóðardemókratar og svo "hinir". Líkur eru þess vegna meiri á að ríkisstjórn verði sótt úr blokk "hinna" en Svíþjóðardemókrata til að markmið þeirra blokkar að útiloka Svíþjóðardemókrata frá völdum nái fram að ganga. Svíþjóðademókratar hafa lýst því yfir að þeir greiði atkvæði gegn öllum ríkisstjórnum sem ekki hleypa þeim fram á hlutfallslegan hátt miðað við útkomu kosninganna. Eina leiðin til að koma í veg fyrir aukakosningar er því að "hinir" myndi ríkisstjórn.
Sænska þingið opnar 25. september og þá verður kosið um traust á forsætisráðherra. Hafi Löfven ekki sagt af sér fyrir þann tíma, mun hann verða settur af þá.
En fyrst þurfa flokkarnir að koma sér saman um hver verður forseti þingsins sem veitir umboð til stjórnarmyndunar.
Löfven vill ekki styðja hægribandalagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ekki laust við, að maður fái kærleikstilfinningu gagnvart uppreisn Ungverja gegn fjármálaböðlinum George Soros. Ungverjar þekkja Soros manna best sem reynt hefur að svindla á þjóðinni áratugum saman.
Í dag samþykkti ungverska þingið ný lög sem gerir alla aðstoð við ólöglega innflytjendur í landinu refsiverða. Þeir sem aðstoða ólöglega innflytjendur við að koma sér fyrir í landinu geta lent í fangelsi fyrir vikið. Einnig var sérstakur 25% skattur lagður á samtök sem aðstoða ólöglega innflytjendur og verða peningarnir notaðir til að koma í veg fyrir skipulagðan innflutning fólks til landsins.
Innanríkisráðherra Ungverjalands Sandor Pinter sagði í blaðatilkynningu að
"Ungverjar eru í fullum rétti og geta reitt sig á, að ungverska ríkið beiti öllum krafti sínum til að standa gegn hinum ólöglega innflutningi og þeim aðgerðum sem lífnærir hann."
Forsætisráðherra Ungverjalands Viktor Orban er í forystu þeirra sem gagnrýna flóttamannastefnu Angelu Merkel og ESB. ESB hótar með "atómsprengjunni" þ.e.a.s. grein 7 sem afnemur atkvæðisrétt aðildaríkja ESB sem "brjóta gegn grundvallargildum sambandsins".
Ungverjar stóðu af sér innrás Sovét. Hvers vegna ættu þeir ekki að standa af sér "atómsprengju" ESB?
Í hringleikjahúsinu við Tjörnina gilda engin lög önnur en þau sem meirihlutinn velur að fylgja. Gnarrisminn, þar sem lofað er að brjóta öll loforð, stíga á öll strik og svindla hvenær sem þess gefst kostur.
Þrátt fyrir opinberan dómsúrskurð um að starfsmenn borgarinnar séu ekki dýr í hringleikjahúsi heldur stjórnandinn sýningunni áfram og hefur á undraverðum hraða náð að skjóta Drottningunni í Lísu í Undralandi ref fyrir rass.
Veruleikafirring meirihlutans og sérstaklega hringleikjahússtjórans er slík að lýðræðisleg umræða er uppnefnd sem "hávaði, upphlaup eða órói sem snýst um einhver formsatriði og týpískar lýðskrumslegar upphrópanir".
Enginn vettvangur er í borgarstjórn til samstarfs um málefni borgarbúa. Dagur & Co valta yfir minnihlutann og alla borgarbúa með aukinni spillingu, skuldasöfnun, auknum álögum og einræðisháttum.
Húsnæðislausum fjölgar. Komandi kynslóðir Reykvíkinga eru í skuldafjötrum. Reykjavík sekkur og dregur Ísland með sér niður.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir gjaldþrot höfuðborgarinnar, er að fulltrúum lýðræðisflokkanna í minnihlutanum takist að skapa meiri "hávaða, upphlaup og óróa um formsatriði og týpiskar lýðskrumslegar upphrópanir".
Þetta er eina von Reykvíkinga um þessar mundir.
Ekki lýðskrum heldur okkar skylda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrirsögnin ofan eru lokaorð Styrmis Gunnarssonar í pistlinum "Óviðráðanlegt skrímsli" sem hann ritaði á Evrópuvaktinni 22. apríl 2011. Fjallar greinin um aðferðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í samskiptum við lýðræðislega kjörna embættismenn aðildarríkjanna.
Evrópusambandið hefur bókstaflega arabavætt Evrópu. Ekki aðeins með innflutningi araba heldur í allri hugsun og samningagerð. Viðskiptamátar araba er að skrifa undir samning um afurðir, framleiðslu, afhendingartíma og verð og síðan eftir að blekið er þornað að þá hefja raunverulega samningagerð. Samningahættir Vesturlanda er að þeirra mati aðeins óábyrgur formáli. Síðan er samningnum breytt á alla vegu eftirá.
Ísland er í sömu stöðu gagnvart Evrópusambandinu. Ekkert er að marka samninga við sambandið. Það breytir sér allan tímann með nýjum lögum og reglugerðum og er einhliða stjórnandi atburðarrásarinnar.
Ísland er lítill biti í munni skrímslins en íslenska stjórnarskráin er beitt bein í þeim bita.
Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og settur formaður starfshóps um úttekt á EES samningi Íslands og ESB ætlar sér í gini skrímslins að koma með hugmynd að nýjum pakka til Íslendinga sem slær allt annað út sem sést hefur fram til þessa og verða betri en Össurar pakki Jóhönnu Sigurðardóttur. Svo góður að fullyrða megi að Bretar séu upp til hópa vitlausir ef þeir hætti ekki við BREXIT og fylgi íslenskum pakkaráðum.
Í pistli ásakar BB Pál Vilhjálmsson blaðamann fyrir að snúa út úr orðum sínum með því að halda því fram að BB hafi fullyrt að "EES samningurinn sé óhjákvæmilegur" á meðan BB fullyrðir að EES-samningur sé besta leiðin "til óhjákvæmilegs samstarfs okkar við ESB".
Greinilega er Björn Bjarnason "réttur maður á réttum stað" sem formaður starfshópsins. Ef EES samningur er "besta leiðin til óhjákvæmilegs samstarfs", þá verður sú leið eingöngu og óhjákvæmilega farin með því að ráðast gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins um löggjafar- og framkvæmdavald.
Ekki furða þótt farsælasti leiðtogi íslenskrar sjálfstæðisstefnu skrifi í Reykjavíkurbréfi helgarinnar að ef sambærileg afstaða hefði ráðið ferðinni í landhelgismálum Íslendinga hefðum við enn 3 mílna landhelgi!
Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)