"Og svo eru til Íslendingar sem vilja lenda í klónum á þessu skrímsli!"

Skärmavbild 2018-09-02 kl. 12.35.08Fyrirsögnin ofan eru lokaorð Styrmis Gunnarssonar í pistlinum "Óviðráðanlegt skrímsli" sem hann ritaði á Evrópuvaktinni 22. apríl 2011. Fjallar greinin um aðferðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í samskiptum við lýðræðislega kjörna embættismenn aðildarríkjanna.

Evrópusambandið hefur bókstaflega arabavætt Evrópu. Ekki aðeins með innflutningi araba heldur í allri hugsun og samningagerð. Viðskiptamátar araba er að skrifa undir samning um afurðir, framleiðslu, afhendingartíma og verð og síðan eftir að blekið er þornað að þá hefja raunverulega samningagerð. Samningahættir Vesturlanda er að þeirra mati aðeins óábyrgur formáli. Síðan er samningnum breytt á alla vegu eftirá. 

Ísland er í sömu stöðu gagnvart Evrópusambandinu. Ekkert er að marka samninga við sambandið. Það breytir sér allan tímann með nýjum lögum og reglugerðum og er einhliða stjórnandi atburðarrásarinnar. 

Ísland er lítill biti í munni skrímslins en íslenska stjórnarskráin er beitt bein í þeim bita.

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og settur formaður starfshóps um úttekt á EES samningi Íslands og ESB ætlar sér í gini skrímslins að koma með hugmynd að nýjum pakka til Íslendinga  sem slær allt annað út sem sést hefur fram til þessa og verða betri en Össurar pakki Jóhönnu Sigurðardóttur. Svo góður að fullyrða megi að Bretar séu upp til hópa vitlausir ef þeir hætti ekki við BREXIT og fylgi íslenskum pakkaráðum. 

Í pistli ásakar BB Pál Vilhjálmsson blaðamann fyrir að snúa út úr orðum sínum með því að halda því fram að BB hafi fullyrt að "EES samningurinn sé óhjákvæmilegur" á meðan BB fullyrðir að EES-samningur sé besta leiðin "til óhjákvæmilegs samstarfs okkar við ESB".

Greinilega er Björn Bjarnason "réttur maður á réttum stað" sem formaður starfshópsins. Ef EES samningur er "besta leiðin til óhjákvæmilegs samstarfs", þá verður sú leið eingöngu og óhjákvæmilega farin með því að ráðast gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins um löggjafar- og framkvæmdavald.

Ekki furða þótt farsælasti leiðtogi íslenskrar sjálfstæðisstefnu skrifi í Reykjavíkurbréfi helgarinnar að ef sambærileg afstaða hefði ráðið ferðinni í landhelgismálum Íslendinga hefðum við enn 3 mílna landhelgi!

 


mbl.is Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð Grein Gústaf. Talandi um Bílabrunað um daginn er búið að gefa það upp opinberlega að þetta voru Innflytjendur en ég hef heyrt það frá öðru fólki þarna úti.

Valdimar Samúelsson, 2.9.2018 kl. 20:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hljóta allir, sem eru með fulla fimm og jafnvel bara hálf fimm, að EES samningurinn er stórgallaður og er ENGU að skila okkur.  Hann gerir ekkert annað en að rýra sjálfstæði okkar.  Það þekkist ekki í neinum öðrum samningum milli þjóða, að mótaðilanum sé gert að taka upp lög og reglur hins aðilans.  Þegar Íslendingar gerðu viðskiptasamning við Kína, var okkur ekki gert að taka upp Kínversk lög.  Ég trúi ekki öðru en að athugun á EES samningnum leiði það í ljós að hann er KOLÓLÖGLEGUR orðinn og það fyrir mörgum árum.  INNLIMUNARSINNARNIR hafa verið óþreytandi að  benda á að ESB sé 500 milljón manna markaður, en þeir minnast ekki á það að stærsti hluti þessa markaðar hverfur við útgöngu Breta því meirihluti þeirra landa sem eftir verður eru LÁGTEKJULÖND og ekki mjög eftirsóknarvert að selja nokkuð til þeirra....

Jóhann Elíasson, 2.9.2018 kl. 20:53

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir heiðursmenn og þakkir fyrir athugasemdir. Valdimar: Blaðið Göteborgsposten hefur krafist upplýsinga um þjóðerni brennuvarganna en ég hef ekki séð það, hins vegar kemur frá innflytjendum að um skipulagða aðgerð glæpagengja hefi verið að ræða til að skapa hræðslu í íbúana sem virðist hafa tekið. Einn hinna handteknu flúði til Tyrklands sem segir kannski eitthvað....Jóhann: Fyllilega sammála þér, sendiherra Breta á Íslandi skrifaði frábæra grein í Mbl um Ísland sem hluta í framtíð Bretlands og svo sannarlega má segja hið sama um Ísland, að Bretland sé hluti af framtíð Íslands. kkv 

Gústaf Adolf Skúlason, 3.9.2018 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband