Þarft mál í uppgjöri við pólitíska spillingu "hrunsins"

914047Afar gott mál að Alþingi læri af reynslunni og álykti að rangt hafi verið að málum staðið, þegar Landsdómur var ræstur út og fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde dreginn fyrir dóm.

Stjórnmálaleg móðursýki vinstri manna við fall bankanna og haturslosti þeirra gegn stjórnmálaandstæðingum leiddi til óþarfa deilna og sundraði þjóðinni, þegar hún þarfnaðist hvað mest sameiningar og góðrar leiðsagnar Alþingismanna. 

Áhrifum málshöfðunarinnar má líkja við nornaofsóknir fyrri alda.

Bókstaflega átti að "brenna" stjórnmálaferil Geir Haarde á báli sundrungarinnar. Þetta gerði þjóðinni allri erfiðra um vik og hefur dregið tímann á langinn að jafna sig eftir fjármmálakrísuna.

Þess vegna ber að fagna því, að Alþingismenn vinni í hreinskilni og af heiðarleika að því að endurheimta traust landsmanna á stjórnmálamönnum sem starfa á Alþingi.

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og meðflutningsmönnum ber að þakka fyrir og óska velgengni með málið.

 

 


mbl.is Alþingi álykti að málshöfðun hafi verið röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Að gefnu tilefni bendi ég á, að þeir sem hafa eigið blogg á blog.is - sem þeir nota ekki -heldur temja sér þann ósið að "blogga" gegnum athugasemdakerfi annarra einungis á neikvæðan hátt - þeir fá ekki aðgang að athugasemdakerfi hjá mér. Bloggið er til að koma skoðunum sínum á framfæri en ekki hugsað sem skráning til að "blogga" gegnum  athugasemdarkerfi annarra. 

Gústaf Adolf Skúlason, 14.9.2018 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband