Allt í lagi að ulla á minnihlutann - hin dæmdu dýr hringleikjahússins

Dokument1Í hringleikjahúsinu við Tjörnina gilda engin lög önnur en þau sem meirihlutinn velur að fylgja. Gnarrisminn, þar sem lofað er að brjóta öll loforð, stíga á öll strik og svindla hvenær sem þess gefst kostur. 

Þrátt fyrir opinberan dómsúrskurð um að starfsmenn borgarinnar séu ekki dýr í hringleikjahúsi heldur stjórnandinn sýningunni áfram og hefur á undraverðum hraða náð að skjóta Drottningunni í Lísu í Undralandi ref fyrir rass. 

Veruleikafirring meirihlutans og sérstaklega hringleikjahússtjórans er slík að lýðræðisleg umræða er uppnefnd sem "hávaði, upphlaup eða órói sem snýst um einhver formsatriði og týpískar lýðskrumslegar upphrópanir".

Enginn vettvangur er í borgarstjórn til samstarfs um málefni borgarbúa. Dagur & Co valta yfir minnihlutann og alla borgarbúa með aukinni spillingu, skuldasöfnun, auknum álögum og einræðisháttum. 

Húsnæðislausum fjölgar. Komandi kynslóðir Reykvíkinga eru í skuldafjötrum. Reykjavík sekkur og dregur Ísland með sér niður.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir gjaldþrot höfuðborgarinnar, er að fulltrúum lýðræðisflokkanna í minnihlutanum takist að skapa meiri "hávaða, upphlaup og óróa um formsatriði og týpiskar lýðskrumslegar upphrópanir".

Þetta er eina von Reykvíkinga um þessar mundir.

 


mbl.is „Ekki lýðskrum heldur okkar skylda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir þetta, Gustaf.

Nú heyrist hvorki hósti né stuna frá skæruliðunum á Stundinni, sem telja sitt hlutverk að veita valdhöfum aðhald.

Hvorki “hávaði, upphlaup eða órói” duga til að vekja hina “réttlátu” þar til lífs.

Ragnhildur Kolka, 5.9.2018 kl. 12:49

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Get kannski bætt við að nú heur mér verið úthýst í athugasemda kerfi Stundarinnar.

Ragnhildur Kolka, 5.9.2018 kl. 12:51

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur! Þakka innlit og athugasemdir. Stundin er greinilega í flokki Hringleikjastjórans..ekki hátt risið á því "lýðræði". Ég tek það sem merki um styrk þinn að Stundin útiloki þig....eitthvað eru þeir hræddir við...kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 5.9.2018 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband