Blađamađurinn og bloggarinn

af_mor_um_og_innflytjendum
24. sept. birti Morgunblađiđ grein eftir mig "Af morđum og innflytjendum í Svíţjóđ". Kveikjan ađ greininni var grein í Mbl. 6. sept. eftir Boga Ţór Arason blađamann "Frá sćnskri ţöggun yfir í ýkjur" um ástandiđ í Svíţjóđ. Fannst mér vanta tilfinningu fyrir ţeirri umfangsmiklu ţjóđfélagsumrćđu sem átt hefur og á sér stađ í Svíţjóđ m.a. vegna vaxandi fjölda ofbeldisverka, skotbardaga, nauđgana, vopnađra rána svo og menningarlegum árekstrum m.a. viđ karlmenn sem virđast líta á konur sem tuskuklćdd kynfćri. (Sú hliđ mála hefur fengiđ margan Svíann út í nó-gó svćđin til ađ leita uppi og hjálpa konum ađ rjúfa einangrun sína og kynnast jafnréttismálum í Svíţjóđ).

Umrćđan í Svíţjóđ hefur mikiđ snúist um hvernig hćgt sé ađ bćta m.a. löggćslu, lagalegt umhverfi, réttarfarskerfiđ og auka afköst alls kerfisins viđ međhöndlun afbrotamála. Ţessar umrćđur tengjast svo allar á einn eđa annan hátt umrćđunni um gríđarlegan fjölda innflytjenda en Svíţjóđ sker sig úr međ ţví ađ taka á móti fleiri innflytjendum en flest önnur lönd.

Stjórnvöld, sem oft hafa brugđist viđ réttmćtri gagnrýni međ ţví ađ "skjóta bođberann", bera ábyrgđ á stigmögnun spennu í öllu samfélaginu sem m.a. endurspeglast í fylgishruni hefđbundnu stóru flokkanna, sósíaldemókrata og móderata, og mikilli fylgisaukningu Svíţjóđardemókrata. Í kosningunum fengu sósíaldemókratar lélegustu útkomu frá stofnun flokksins um 28% en Svíţjóđademókratar hafa á fáum árum orđiđ ţriđji stćrsti flokkur Svíţjóđar međ tćp 18%.

27. sept. skrifar Bogi Ţór Arason grein í Mbl. "Ýkjur ţjóđernissinna og pólitíski réttrúnađurinn" ţar sem hann telur mig hafa gert ţađ ađ lífsmarkmiđi ađ láta Svíţjóđ alltaf koma verst eđa nćst verst út í öllum hugsanlegum samanburđum. Telur hann mig vera ţjóđernissinna haldinn  ţeim pólitíska rétttrúnađi ađ líta á alla innflytjendur sem hugsanlega morđingja og nauđgara. 

Ég verđ ađ játa, ađ ég hafđi ekki fyrirfram gert mér grein fyrir ţeirri heift sem ég merki í brjósti Boga gagnvart gagnrýnendum sósíalískrar stjórnarstefnu í Svíţjóđ og finnst mér viđbrögđ hans benda til takmörkunar á efnislegri umrćđu um málin. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í ţví.

Ćtlun mín er og var engan vegin ađ efna til deilna viđ blađamann Mbl., heldur ađ miđla broti af ţeirri tilfinningu sem fylgir ţví ađ búa í Svíţjóđ og vera á vettvangi atburđanna til lesenda Morgunblađsins. Morgunblađiđ skal alla ţökk hafa fyrir birtingu greinarinnar enda er og hefur metnađur blađsins alla tíđ veriđ ađ skapa vettvang fyrir lýđrćđislegar, málefnalegar umrćđur og mćttu ađrir fjölmiđlar taka sér Mbl. til fyrirmyndar.  

Ég mun ađ sjálfsögđu svara Boga Arasyni en ekki á persónulegum nótum heldur međ ţví ađ fylla betur á upplýsingar um stjórnmálaástandiđ í Svíţjóđ. Ríkjandi stjórnmálalćsing á sćnska ţinginu er til komin vegna ţarfa sósíalista á ađ eiga sér óvin. Ţar ber flokk Svíţjóđardemókrata hćst en formađur sósíaldemókrata Stefan Löfven segir ađ Svíţjóđademókratar séu ekki marktćkir á ţingi. Hafa kratar í bandalagi viđ ađra flokka ákveđiđ ađ útiloka hefđbundiđ ţingrćđi og lýđrćđi frá 18% kjósenda í Svíţjóđ.

Er talađ um ađ hindra ađ Svíţjóđardemókratar fái eđlilega forystu í nefndum ţingsins en úthluta ţeim embćttun í stađinn til minni flokka međ 4-10% fylgi. Verđur ţessu fylgt eftir mun fylgi Svíţjóđardemókrata aukast enn frekar.

Meira um ţađ síđar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband