Þið eruð eins og hryðjuverkamenn ISIS. Nei - þetta er Daesh. Geðveikt? Svo sannarlega.

lepenSkv. frönskum lögum þarf fólk að sæta geðrannsókn í sakamálum til að staðfesta dómshæfi þess. Marine Le Pen segist ekki ætla að mæta og spyr, hversu langt dómarinn muni ganga til að þvinga sig til að mæta.

Hefur hún verið ákærð fyrir að "dreifa myndum með ofbeldisfullu innihaldi" en hún svaraði sjónvarpsmanni sem líkti Þjóðfylkingiunni við hryðjuverkasamtökin ISIS. 

"Þetta er Daesh!" skrifaði hún með myndum, sem m.a. sýndu ódæðisverk hryðjuverkamanna með því að brenna fólk í búrum, keyra yfir fólk á skriðdrekum og afhöfða fólk. Myndir sem hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim í fjölmiðlum og félagsmiðlum ÁÐUR en Le Pen birti þær á twitter. Ein myndin var af bandaríska blaðamanninum James Foley og fjarlægði Le Pen myndina að ósk fjölskyldu Foleys. Le Pen sagði seinna að hún hefði ekki vitað hver var á myndinni, þegar hún birti myndina.

Það virðist sem rannsóknarblaðamennska "Panamaskjalanna" a la Soros hafi nú náð til franskra dómstóla. Fyrst eru búnar til lygafréttir, síðan er ráðist að fórnarlambinu til að granda orðstír þess. Marine Le Pen er yfirlýstur andstæðingur ofurríkis ESB á meginlandinu.

Við erum öll komin á afskaplega hættulegan stað, þegar enginn má ræða um raunveruleikann nema valdhafar. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls en fjöldi manna bæði til vinstri og hægri í Frakklandi og víða að í Evrópu hafa komið til varnar Marine Le Pen. Verði hún sótt með lögregluvaldi fær hún stöðu píslarvotts og Þjóðfylkingin mun stórefla fylgið.

Frakkar elska lýðræðið meira en embættismenn þessa franska dómstóls og þótt Macron forseti reyni allt sem hann getur til að gera lýðræðið og þjóðarstolt Frakka að makrónómískum, einskis verðum hlut, þá mun hvorki hann né embættismenn sem vilja fremja lagalegt "hryðjuverk" ná fram því markmiði að knésetja Marine Le Pen eða sjálfstæðishreyfingu Frakka.

Frakkar munu aldrei beygja sig fyrir fasismanum frá Brussel þótt Macron vilji verða Maximus hjá ESB.


mbl.is Gert að sæta geðrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Gústaf sem endranær, heilar þakkir!

Hér á ég smá-pistil um þetta mál o.fl. á Snjáldurskinnu minni (Facebook):

https://www.facebook.com/jonvalur.jensson/posts/2318548488218736

Jón Valur Jensson, 21.9.2018 kl. 15:19

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón og þakka góð orð, fín grein hjá þér og þakka fyrir það. Málið er alvarlegt, þegar þeir sem vilja vara við glæpaverkum ISIS eiga málsókn yfir höfði sér. Mætti halda að Frakkland axli hlutverk Kalífatsins hér. Yfirvöld ættu frekar að beina spjótum sínum að áróðursdeild ISIS sem tekið hefur flestar þessarra viðbjóðslegu mynda til að slá ótta í fólk með því að markaðsfæra sem hryllilegasta dauða.

Gústaf Adolf Skúlason, 21.9.2018 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband