Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Breskur NATO-hershöfðingi varar við allsherjarstríði við Rússa

SiradrianbradshawÍ ræðu í fyrri viku sagði Sir Adrian Bradshaw, hershöfðingi frá Bretlandi, að ógn Rússa væri "afgerandi ógn gegn allri tilveru okkar." Að sögn Daily Express varaði hann við, að Pútín gæti ráðist á NATO-ríki eins og Baltísku löndin til að breyta landamærum Evrópu.

"Við sjáuum hefðbundinn herafla Rússlands upptekinn við að aðstoða aðskilnaðarsinna að hertaka landssvæði í Austur-Úkraínu, þrátt fyrir blygðunarlausa afneitun í Kreml."

"Ógn Rússlands og hættan á mistökum sem hún hefur í för með sér geta leitt til allsherjarstríðs burtséð frá því, hversu ólíklegt við teljum að slíkt geti gerst; þetta er afgerandi ógn við gjörvalla tilveru okkar."

Þessi varnaðarorð koma tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherra Breta, Michael Fallon, talaði í sömu veru og sagði Rússa vera "skýra, yfirstandandi ógn."

Ivan Ivanovic

Ég tók viðtal í dag við 95 ára gamlan Úkraínumann, sem búið hefur í Stokkhólmi frá stríðslokum seinni heimsstyrjaldar. Hann telur það útilokað mál að semja við Pútín og í reynd glataðan tíma. Ivan telur eina málið, sem Pútín hlustar á vera stríðsógn.  

"Pútín er enginn geðsjúklingur, hann kemur frá KGB og er njósnari. Markmið hans er að endurreisa landamæri Sovéts og hann hlustar ekki á neitt nema stríðsógn. Úkraína þarf á vopnum að halda til að mæta nútímavopnum Rússa í austurhlutanum. Ég trúi ekki á þvingun í herinn, meira á taktík eins og Víetnamstríðið."

Viðtalið verður flutt í Útvarpi Sögu fimmtudagsmorgun milli 7 og 8.


20 skriðdrekar og 10 flugskeytapallar frá Rússlandi í dag til nágrennis Mariopol

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 18.44.10Rússar sendu a.m.k. 20 skriðdreka og 10 færanlega flugskeytapalla yfir landamærin til nágrennis hafnarborgarinnar Maríopól í Austur-Úkraínu í dag. Einnig hefur sést til rútulestar fullri af rússneskum hermönnum fara yfir landamærin á leiðinni þangað. 

ESB-nefnd efri deildar brezka þingsins lýsti yfir í dag, að ESB hefði gengið í svefni, þegar kreppan í Úkraínu hófst og gróflega mistúlkað stemninguna í Kreml í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu, er þeir hernámu Krím-skagann.

Vopnahléið er varla vikugamalt, þegar Úkraína og USA ásaka aðskilnaðarsinna um að hafa rofið það a.m.k. 250 sinnum. 

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 18.42.40Sænska sjónvarpið sýndi beint frá því, þegar hermenn komu heim eftir að hafa verið hraktir á flótta frá Debaltseve. Nokkrir hermenn mótmæltu því harðlega, að um skipulagt fráhvarf hafi verið að ræða og kröfðust þess við heimkomuna, að Porósjenkó Úkraínuforseti bæðist þjóðina afsökunar á röngum upplýsingum um flóttann. Jafnframt sögðu þeir að langtum fleiri hermenn hefðu dáið en ríkisstjórnin hefði gefið upp.

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 19.13.21Það var þéttstaðið á brautarstöðinni, ættingjar og vinir tóku á móti hermönnum og hylltu þá fyrir að vilja fórna lífum sínum fyrir Úkraínu. Eitt ár er liðið frá átökunum á Sjálfstæðistorginu í Kíev, þegar fyrrum Rússahollur forseti Úkraínu hrökklaðist frá völdum.

Þýzkaland mun fleygja kústsköftunum og hefja vopnaframleiðslu fyrir þýzka herinn, þegar öllum má ljóst vera, að Pútín meinar alvöru með að endurreisa gömul landamæri Sovétríkisins. Margir í baltísku löndunum búast við svipuðu ástandi meðal rússneskt mælandi eins og gerðist í Austur Úkraínu í aðdraganda hernáms Krímskagans. Pútín virðist halda að hann komist upp með hvað sem er og allur átakaferillinn stefnir því miður í blóðug stórátök milli Natóríkja og Rússlands.

Fer fram sem vindur getur pandóruaskja helvítis opnast enn á ný í Evrópu: Styrjöld með öfgaöflum múslíma er kenna sig við kalífatið IS í suðri með árásum inni í Evrópu og Vesturveldin með Bandaríkin, Breta og Þýzkaland sem fremstu bandamenn í stórstyrjöld gegn heimsyfirráðum Rússa.  


mbl.is Með kústsköft í stað vélbyssa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarkall frá Úkraínu

Skärmavbild 2015-02-18 kl. 21.29.01Í fréttatíma sænska sjónvarpsins í kvöld sagði fréttakonan Elin Jönsson að flótti Úkraínuhers frá Debaltseve væri á vörum allra, sem hún hefði talað við í dag í Úkraínu. Þúsund kílómetra frá víglínunni liggur borgin Lviv en vegalengdin frá stríðinu nær ekki að koma í veg fyrir hræðsluna sem nú breiðist út meðal íbúa Úkraínu jafnvel í vestur hlutanum. 

Friðarvonin er langt í burtu segja margir staðarbúar.

"Ég er mjög hrædd. Þetta er óhugnanlegt. Ég vona að bardagarnir komi ekki hingað. Ég held ekki að það verði friðsamleg lausn," segir María sem ekki vill gefa upp eftirnafnið.

"Ég trúi ekki á neina lausn stríðsins í bráð. Margir fleiri munu deyja. Aðeins Guð og Pútín vita, hvernig þetta endar," segir annar íbúi, Anatol.

"Brot gegn friðarsamningnum er notað sem afsökun til að hervæðast, þrátt fyrir að Pútín tali um frið" segir Elin Jönsson. 

"Pútín mun ekki láta sér nægja Krím og núna austurhluta landsins. Hann gæti farið alla leiðina til Varsjár" segja raddir á götunni. 

roland-ukraina-jpgFólk er reitt og þreytt á Pórósjenkó, sem reyndi að láta líta svo út að flóttinn hafi verið skipulagður og yfirvegaður. Frásagnir hermanna og íbúa vitna um annað og fjöldi fallinna hermanna og særðra er sagður miklu meiri en opinberlega er gefið upp. Hermennirnir voru innikróaðir af her aðskilnaðarsinna og Rússa og mannfall hefði orðið miklu meira ef ekki hefði verið flúið af hólmi.

Hermaðurinn Rostislav telur að rangir hlutir hafi verið í fókus í friðarsamningnum. Hann telur að leggja hefði átt áherslu á að loka landamærunum að Rússlandi til að koma í veg fyrir hernaðargögn og aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinna.

"Ef landamærunum væri lokað lyki stríðinu á tveimur vikum. Í hvert skipti sem Rússar senda "mannúðarsendingar" setjum við á okkur hjálmana. Við vitum hvað bíður okkar," segir Rostislav.

Pórósjenkó sendi neyðarkall till Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins og bað um aðstoð í dag. 


mbl.is Úkraínskar hersveitir hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tuttugu ár í röð hafa endurskoðendur neitað að samþykkja reikninga ESB

Skärmavbild 2015-02-16 kl. 15.21.31Um það bil 7 miljörðum evra eða mótsvarandi 1054 miljörðum íslenskra króna var eytt á ólöglegan hátt af fjárlögum ESB 2013. Endurskoðendur neituðu tuttugasta árið í röð að samþykkja ársreikninginn. Á fundi fjármálaráðherra aðildarríkja ESB á morgun munu Lettar bera fram tillögu Evrópuþingsins að fría framkvæmdastjórnina ábyrgð á reikningum fyrir ár 2013. Búist er við að yfirgnæfandi meirihluti samþykki tillögunnar.

Svíar munu greiða atkvæði gegn samþykkt ásamt Bretum og Hollendingum fjórða árið í röð. Lokauppgjör 2013 sýnir 4,7% frávik frá fjárlögum ESB. Þetta er aukning um 0,1% frá fjárlögum 2012 og aukning frá 3,3% fráviki árið 2009. Svæðasjóðir ESB leka mestum peningum eða tæplega 7%. Einungis er heilmilt skv. lögum að víkja 2% frá fjárlögum.

Magdalena Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar á skv. samþykkt ESB-nefndar sænska þingsins að greiða atkvæði gegn samþykkt ársreiknings ESB 2013. "Við teljum að prósentutalan sé allt of há" segir Magdalena Andersson í viðtali við Europortalen. 

 

 


mbl.is „Einn stór pókerleikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðursbréf rússnesku Dúmunnar hótar stríði í allri Evrópu

russian-parliament-state-duma.jpg.htmlEUbloggen upplýsir um bréf sem forseti rússnesku dúmunnar (þingsins) S.J. Naryshkin skrifaði dags. 23. jan. m.a. til þingmanna Evrópuþingsins og þingmanna allra Evrópuríkja með ákalli þingmanna rússnesku dúmunnar um að stöðva þá kreppu sem "þegar hefur orsakað harmleik og eyðileggingu í Suðaustur-Úkraínu og setur möguleika á lífi í friði í hættu fyrir 800 miljónir Evrópubúa." Að sögn EUbloggen barst bréfið til Svíþjóðar frá rússneska sendiráðinu í Stokkhólmi og er liður í áróðursherferð Rússa út um allan hinn vestræna heim.

Bréfið lýsir fyrri stórverkum Sovéttímans og afmælis sigurs Bandamanna yfir nazismanum og Hitler í seinni heimsstyrjöldinni og dregur upp mynd Rússa af yfirvofandi stórstyrjöld í náinni framtíð og ákalli um "samstöðu": " Við hvetjum ykkur heiðvirtu samstarfsmenn að skilja í hvaða stöðu heimurinn er kominn á sjötugasta afmælisdegi Sigursins og gera allt sem er mögulegt til að 2015 verði ekki ár af átökum og aðskilnaði heldur enduruppbyggingu trausts og sameiginlegs átaks fyrir sameinaða andfasíska og örugga Evrópu."

thumbsKerstin Lundgren talsmaður Miðflokks Svíþjóðar í utanríkismálum segir um bréfið að það sýni hversu fastir þingmenn Dúmunnar sitja í Pútínbólunni. "Það óhuggulega er, þegar þeir byrja að trúa eigin áróðri og sjá drauga sem ekki eru til." 

Bréfið á sænsku: Rysslands Statsdumas Vädjan februari 2015


mbl.is Allt Vesturlöndum að kenna segir Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnahlé eða heimsstyrjöld?

atomSkilaboð dagsins er, að nýr fundur Angelu Merkel kanslara Þýzkalands, Francois Hollande Frakklandsforseta og Petró Pórósjenkó forseta Úkraínu með Vladimir Pútín forseta Rússlands verði haldinn í borginni Minsk í Hvíta Rússlandi á miðvikudag. Þar verður gerð úrslitatilraun til að fá forseta Rússlands til að fallast á friðarumleitanir aðallega Þýzkalands og Frakklands. Á sama tíma auka aðskilnaðarsinnar bardaga og sækja fram í Úkraínu. Í sjónvarpsviðtali eftir fundinn í dag sagði Valdimir Pútín, að fundurinn í Minsk verði einungis haldinn ef Vesturveldin samþykki fimm liða kröfur sem Rússland vill fá samþykktar til að mæta á fundinn. Pútin útskýrði ekki hverjar kröfurnar væru en sagði að þær hefðu verið mikið ræddar síðustu daga.

Philip Breedlove æðsti yfirmaður NATO sagði á laugardag að hernaðarbandalagið íhugi "hernaðarlega valkosti" til að leysa Úkraínukreppuna. Hann forkastaði friðartillögum Vladimir Pútins sem "algjörlega ósamþykkjanlegum."

Angela Merkel kanslari Þýzkalands flaug eftir fundinn með Pútín til Bandaríkjanna til viðtals við Obama Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Breta Philip Hammond sagði, að fundurinn í Minsk væri síðasti möguleiki Vladímír Pútíns forseta Rússlands til að komast hjá fleiri viðskiptaþvingunum. Hann var harðorður í garð Pútíns í sjónvarpsræðu í dag og ásakar Pútín fyrir að færa heiminn aldir aftur í tímann með hertöku á landssvæði sjálfstæðs ríkis á tuttugustu og fyrstu öldinni."Svona höguðu einræðisherrar sér á miðri tuttugustu öldinni."

Gudrun Persson Rússlandssérfræðingur hjá rannsóknardeild Varnarmálastofnunar sænska hersins segir, að ástandið í Evrópu sé orðið afar eldfimt og það að fólk byrji að spyrja spurningar um nýja heimsstyrjöld sýni hversu hættuleg staðan sé orðin. Gudrun segir, að afstaða Rússa sé að Úkraína tilheyri Rússlandi og þeir setji fram kröfu um að endurrita landamærin á kortum sem er brot á gildandi öryggisreglum í Evrópu. Rússland hefur byr undir báða vængi eftir innlimun Krímskagans og margir í vestri trúa að viðskiptaþvinganir Vesturvelda hafi haft áhrif.

Rússnesk yfirvöld segja við Rússa að Vesturveldin ráðist á Rússland og Rússar þurfi að verjast. Það er stefnan sem ræður og Rússar eru stilltir inn á að sameinast á erfiðri stundu til að verjast árás óvinarins. "Við vitnum ástand, þar sem innri skerðing tjáningarfrelsis og takmörkun leyfa til kröfugangna ásamt auknu ríkiseftirliti með Internet og fjölmiðlum í árásargjarnari ferli, allt stigmagnar þetta hvert annað og eykur styrkleikann. Þess vegna er ástandið svo hættulegt." 

Þýzka blaðið Frankfurter Allgemeiner hefur í dag eftir þýzkri öryggisstofnun, að allt að 50 þúsund manns hafi látið lífið í Úkraínustríðinu. Opinberar tölur tala um að 1200 hermenn og 5400 óbreyttra borgara hafi misst lífið. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum eru 5.358 persónur. En skv. þýzkri öryggisstofnun má margfalda töluna með tíu.

 


mbl.is Hittast í Minsk á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐVÖRUN Frakklandsforseta: Ef okkur mistekst er staðan STRÍÐ

atombomer

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mörg stórveldi Vesturlanda með Þýzkalandi og Frakklandi í fararbroddi reyna nú til hins ítrasta að fá Pútín til að semja um frið í Úkraínu. En aðilar standa langt hver frá öðrum og eru duglegri í að flækja málin sem að endingu mun skapa stríð í fullum skala. Það eina sem heldur aftur af öðrum Vesturvöldum að senda vopn til Úkraínu er að fulltrúar Þýzkalands og Frakklands gera í dag trúlega síðustu tilraun til að binda endi á Úkraínustríðið.

Rússar fullyrða, að Nató hafi hermenn í Úkraínu og vitað er að Rússar sendu hermenn frá fyrstu stundu, þegar þeir tóku Krím, þótt reynt hafi verið að dylja í upphafi hverrar þjóðar hermennirnir voru. Sagan mun sýna, hvort þriðja heimsstyrjöldin hófst með innrás Rússa í Úkraínu og hertöku Krímar en ljóst er að sú aðgerð hefur kastað heiminum inn í þau átök sem nú er glímt við með svo dökkum framtíðarhorfum.

Í dag sunnudag mun endahnúturinn á núverandi samtölum með Pútín eiga sér stað með samtölum Angelu Merkels kanslara Þýzkalands, Francois Hollande Frakklandsforseta, Vladimír Pútíns forseta Rússlands och Petró Pórósjenkó forseta Úkraínu.

Hollande varaði við því í gær, "að ef okkur mistekst að ná varanlegu friðarsamkomulagi, þá vitum við vel hver staðan verður, hún hefur nafn, það kallast stríð" sagði Frakklandsforseti.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar Carl Bildt segir í viðtali við Frankfurter Allgeimeine Zeitung að ekki sé lengur hægt að útiloka stórstyrjöld milli Vesturvelda og Rússlands.

Carolina Vendil Pallin yfirmaður Rússlandsmála hjá Varnarmálanefnd sænska hersins segir það "verða erfitt fyrir Pútín að bakka frá þeim loforðum sem hann hefur gefið fólkinu. Hann hefur sagt að hann muni aldrei afhenda Krím, sem er liður í að sameina rússneska fólkið og hann hefur lofað að vernda Rússa erlendis. Ekki meðborgara heldur Rússa.

Það er alvarlegt að vísa til sögulegrar nærveru sem ástæðu til að hertaka Krím, það oppnar leiðir fyrir önnur lönd með söguleg tengsl. Það er box sem enginn vill opna."

 

 

 


mbl.is „Tíminn að hlaupa frá okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvæntingarfullt útspil Hollande og Merkel til að forða stórstyrjöld Nató og Rússa

Angela Merkel kanslari Þýzkalands og Francois Hollande Frakklandsforseti gerðu í dag örvæntingarfulla tilraun til að fá Vladimír Pútín forseta Rússlands til að yfirgefa þáttöku Rússa í stríðinu í Úkraínu. Skärmavbild 2015-02-06 kl. 23.59.06

Rússar neita allri þáttöku í stríðinu og segja það vera innanríkisstríð Úkraínubúa en hafa engu að síður hertekið Krím og eru með bæði herlið í Úkraínu og sjá aðskilnaðarsinnum í Úkraínu fyrir stórvirkum nútímavopnum.

Bæði Þýzkalandskanslarinn og forseti Frakklands reyna að koma í veg fyrir stigmögnun stríðsins en Bandaríkjamenn vilja styðja Úkraínu með nútíma vopnum til að fleiri rússneskir hermenn fari heim í líkpokum. Diplómatar óttast nú, að stríðið fari úr böndunum og ný stórstyrjöld sé í uppsiglingu milli Nató ríkjanna og Rússlands. Pútín styður kröfur aðskilnaðarsinna sem náð hafa stórum svæðum í Austur-Úkraínu á sitt vald og nota þá stöðu sem nýja viðmiðun í "friðarsamtölum" Vesturvelda við Pútín.

Nató styrkir hernaðarstöðu sína í grannríkjum Rússlands með fleiri hermönnum og vopnum og eru Rússar og Nató að undirbúa stórstyrjöld, sem draga mun ríki Austur-Evrópu og Eystrarsaltsríkin inn í stríðið. Skärmavbild 2015-02-06 kl. 23.59.23

Fyrir fundinn með Pútín áttu Merkel og Hollande 5 tíma fund með Petró Pórótjenkó forseta Úkraínu. Merkel og Hollande segja að hernaðarleg lausn deilunnar sé ekki fyrir hendi og hvetja til friðarumræðna deiluaðila til að leysa málin. En stríðið hefur þegar stigið fæti yfir stórstyrjaldarþröskuldinn sem þýðir sundurliðun Úkraínu, þar sem Austur-Úkraína lýtur yfirráðarsvæði Rússlands. Það munu Vesturveldin aldrei samþykkja svo stórstyrjöld er úrræðið til að skera úr um hverjum Úkraína á að tilheyra. Málið er komið á það stig að Vesturveldin gegnum Evrópusambandið eru orðin aðili stríðsins og með óútreiknanlegan Pútín handan víglínunnar eru mál öll þegar komin í ógöngur. Bæði Úkraína og Rússar riða á barmi gjaldþrots. Ein miljón manna eru á flótta. Mikilvægar samgönguæðar og byggingar eru eyðilagðar. Ríkisstjórn Rússlands heldur uppi gengdarlausum heilaþvotti á landsmönnum um að nazistar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna séu að króa Rússa af og munu ráðast með herliðum sínum á landið.  

Klukkan er þrjár mínútur fyrir tólf sem er verri staða en nokkru sinni í kalda stríðinu, þegar hún varð fimm í tólf, þegar Kennedy stöðvaði eldflaugabyggingu Rússa á Kúbu. Sendiherra Rússa í París lýsir ástandinu þannig, að þetta sé "ekki síðasta tilraun til friðsamlegrar lausnar en samt mjög nálægt því."


mbl.is Reyna að fá Pútín til að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er spilafíkill - fleygir góðum peningum á eftir vondum

YanisFjármálaráðherra Grikkja, Yanis Vroufakis í viðtali við ZEIT ONLINE. 

Í viðtali við Zeit Online segir Yanis Vroufakis, fjármálaráðherra Grikkja, að "það taki nokkurn tíma  að fá skilning alls staðar á því, að mikil grundvallarbreyting hefur átt sér stað innan ESB."

Fjármálaráðherrann segir viðbúnað ekki hafi verið fyrir hendi vegna grísku kreppunnar og ákvarðanir, sem teknar voru, gerðu allt verra. "Núna er ESB með einkenni spilafíkils og hendir góðum peningum á eftir vondum. Við getum ekki sagt: Stopp! Gerðum við eitthvað rangt? Misskildum við ef til vill kreppuna?"

Þegar Zeit Online bendir á að tölur byrja að batna í Grikklandi segir Yanis: "Kannski ef þú lítur eingöngu á tölfræðilegar stærðir. En í raunveruleikanum fellur verðlag og tekjur minnka."

Yanis segir að mikilvægara sé að líta á fjármálahringi og skattleysi efnaðara Grikkja en sjá eftir 300 evra árlegri hækkun til ellilífeyrisþega sem lifa af 300 evrum á mánuði. "Af hverju er kílómetrinn af hraðbraut þrisvar sinnum dýrari hjá okkur en í Þýzkalandi?"

Gríska ríkisstjórnin athugar núna uppsagnir stórra hópa ríkisstarfsmanna. "Ef við endurráðum þetta fólk, þá er það vegna þess að lagalegan grundvöll að uppsögnum þeirra skorti."

"Að það hafi verið vegna peningaskorts sannfærir mig ekki. Til dæmis voru skólarnir rændir vegna þess að öryggisverðir misstu vinnuna. Er það skynsamlegur niðurskurður? Við látum öryggisverði fara og tölvum skólans er stolið að næturlagi." 


mbl.is Vill samkomulag fyrir lok maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveldin brynjast, dauðinn herðir tökin á Úkraínutaum

dodÞróun stríðsins í Úkraínu er á leiðinni í nýjar hæðir. Báðar hliðar auka vopnaafl og mannlegt fallbyssufóður. New York Times segir, að heröfl í Bandaríkjunum breyti núna um viðhorf og sendi nú "dauðleg vopn" í stað ekki deyðandi hergagna til Úkraínu. Utanríkisráðherra USA John Karry mun koma til Úkraínu á fimmtudag og ræða við forseta Úkraínu um aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínuher, sem er illa farinn eftir stríð undangenginna daga. 

Aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk kalla inn eitt hundrað þúsund manns í herinn og ætla að ná allri Dónetsk á sitt vald. Rússar styðja þá með vopnum og hermönnum.

Áform Bandaríkjanna að senda "alvöru" vopn virkar eins og bensín á eld á áróður Rússa um að Nató sé þáttakandi stríðsins og vilji umkringja Rússland. Nató bendir hins vegar á, að Rússar séu aðili að stríðinu sem Rússar afneita. Bendir Nató á, að vopnin sem notuð séu af aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk séu svo hátæknileg, að aðskilnaðarsinnar skorti þekkingu og hæfni í notkun þeirra. Angela Merkel leggst gegn vopnaafhendingu Nató til Úkraínu. 

Verði áætlanir Bandaríkjamanna að raunveruleika dragast Eystrasaltslöndin og Pólland með í stríðið og hefja einnig vopnasendingar til Úkraínu. Þá er spurningin orðin um point of no return. Obeldið nær því stigi að ómögulegt verður að hafa uppi friðarumleitanir lengur. 

Hugsunin að baki vopnasendingu Bandaríkjamanna til Úkraínu er, að það verði "dýrkeyptara" fyrir Rússland að auka þáttöku í stríðinu. Það er lýsing á fleiri rússneskum hermönnum sem fá farið heim í líkpokanum.

(Byggt að hluta til á skilgreiningu Bo Inge Andersson hjá sænska sjónvarpinu)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband