ESB er spilafíkill - fleygir góðum peningum á eftir vondum

YanisFjármálaráðherra Grikkja, Yanis Vroufakis í viðtali við ZEIT ONLINE. 

Í viðtali við Zeit Online segir Yanis Vroufakis, fjármálaráðherra Grikkja, að "það taki nokkurn tíma  að fá skilning alls staðar á því, að mikil grundvallarbreyting hefur átt sér stað innan ESB."

Fjármálaráðherrann segir viðbúnað ekki hafi verið fyrir hendi vegna grísku kreppunnar og ákvarðanir, sem teknar voru, gerðu allt verra. "Núna er ESB með einkenni spilafíkils og hendir góðum peningum á eftir vondum. Við getum ekki sagt: Stopp! Gerðum við eitthvað rangt? Misskildum við ef til vill kreppuna?"

Þegar Zeit Online bendir á að tölur byrja að batna í Grikklandi segir Yanis: "Kannski ef þú lítur eingöngu á tölfræðilegar stærðir. En í raunveruleikanum fellur verðlag og tekjur minnka."

Yanis segir að mikilvægara sé að líta á fjármálahringi og skattleysi efnaðara Grikkja en sjá eftir 300 evra árlegri hækkun til ellilífeyrisþega sem lifa af 300 evrum á mánuði. "Af hverju er kílómetrinn af hraðbraut þrisvar sinnum dýrari hjá okkur en í Þýzkalandi?"

Gríska ríkisstjórnin athugar núna uppsagnir stórra hópa ríkisstarfsmanna. "Ef við endurráðum þetta fólk, þá er það vegna þess að lagalegan grundvöll að uppsögnum þeirra skorti."

"Að það hafi verið vegna peningaskorts sannfærir mig ekki. Til dæmis voru skólarnir rændir vegna þess að öryggisverðir misstu vinnuna. Er það skynsamlegur niðurskurður? Við látum öryggisverði fara og tölvum skólans er stolið að næturlagi." 


mbl.is Vill samkomulag fyrir lok maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband