Áróðursbréf rússnesku Dúmunnar hótar stríði í allri Evrópu

russian-parliament-state-duma.jpg.htmlEUbloggen upplýsir um bréf sem forseti rússnesku dúmunnar (þingsins) S.J. Naryshkin skrifaði dags. 23. jan. m.a. til þingmanna Evrópuþingsins og þingmanna allra Evrópuríkja með ákalli þingmanna rússnesku dúmunnar um að stöðva þá kreppu sem "þegar hefur orsakað harmleik og eyðileggingu í Suðaustur-Úkraínu og setur möguleika á lífi í friði í hættu fyrir 800 miljónir Evrópubúa." Að sögn EUbloggen barst bréfið til Svíþjóðar frá rússneska sendiráðinu í Stokkhólmi og er liður í áróðursherferð Rússa út um allan hinn vestræna heim.

Bréfið lýsir fyrri stórverkum Sovéttímans og afmælis sigurs Bandamanna yfir nazismanum og Hitler í seinni heimsstyrjöldinni og dregur upp mynd Rússa af yfirvofandi stórstyrjöld í náinni framtíð og ákalli um "samstöðu": " Við hvetjum ykkur heiðvirtu samstarfsmenn að skilja í hvaða stöðu heimurinn er kominn á sjötugasta afmælisdegi Sigursins og gera allt sem er mögulegt til að 2015 verði ekki ár af átökum og aðskilnaði heldur enduruppbyggingu trausts og sameiginlegs átaks fyrir sameinaða andfasíska og örugga Evrópu."

thumbsKerstin Lundgren talsmaður Miðflokks Svíþjóðar í utanríkismálum segir um bréfið að það sýni hversu fastir þingmenn Dúmunnar sitja í Pútínbólunni. "Það óhuggulega er, þegar þeir byrja að trúa eigin áróðri og sjá drauga sem ekki eru til." 

Bréfið á sænsku: Rysslands Statsdumas Vädjan februari 2015


mbl.is Allt Vesturlöndum að kenna segir Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er svo lélegur í sænsku,gæturðu dregið út þá parta úr bréfinu þar sem hótað er stríði og þýtt þá fyrir mig?

Takk

Borgþór Jónsson, 11.2.2015 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband