Breskur NATO-hershöfðingi varar við allsherjarstríði við Rússa

SiradrianbradshawÍ ræðu í fyrri viku sagði Sir Adrian Bradshaw, hershöfðingi frá Bretlandi, að ógn Rússa væri "afgerandi ógn gegn allri tilveru okkar." Að sögn Daily Express varaði hann við, að Pútín gæti ráðist á NATO-ríki eins og Baltísku löndin til að breyta landamærum Evrópu.

"Við sjáuum hefðbundinn herafla Rússlands upptekinn við að aðstoða aðskilnaðarsinna að hertaka landssvæði í Austur-Úkraínu, þrátt fyrir blygðunarlausa afneitun í Kreml."

"Ógn Rússlands og hættan á mistökum sem hún hefur í för með sér geta leitt til allsherjarstríðs burtséð frá því, hversu ólíklegt við teljum að slíkt geti gerst; þetta er afgerandi ógn við gjörvalla tilveru okkar."

Þessi varnaðarorð koma tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherra Breta, Michael Fallon, talaði í sömu veru og sagði Rússa vera "skýra, yfirstandandi ógn."

Ivan Ivanovic

Ég tók viðtal í dag við 95 ára gamlan Úkraínumann, sem búið hefur í Stokkhólmi frá stríðslokum seinni heimsstyrjaldar. Hann telur það útilokað mál að semja við Pútín og í reynd glataðan tíma. Ivan telur eina málið, sem Pútín hlustar á vera stríðsógn.  

"Pútín er enginn geðsjúklingur, hann kemur frá KGB og er njósnari. Markmið hans er að endurreisa landamæri Sovéts og hann hlustar ekki á neitt nema stríðsógn. Úkraína þarf á vopnum að halda til að mæta nútímavopnum Rússa í austurhlutanum. Ég trúi ekki á þvingun í herinn, meira á taktík eins og Víetnamstríðið."

Viðtalið verður flutt í Útvarpi Sögu fimmtudagsmorgun milli 7 og 8.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað skildi Breska leyniþjónustan vera með marga "James Bonda" á launum hjá sér?

Getur enginn þeirra brugðið fæti fyrir Pútín með einhverjum ráðum?

=Spurning hvort að það myndu ekki einhver mildari öfl taka við ef að Pútin félli frá?

Jón Þórhallsson, 22.2.2015 kl. 21:45

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er okkur mörgum ljóst að þessi Púdan bóndi í Kreml er ekkert merkilegri en forverarnir en hugsanlega hættulegri bæði heiðarlegum Rússum sem og okkur sem búum í grennd.  Skrípið er með mikilmennsku brjálæði og það sést á göngulaginu.  Horfið á hið sérsmíðaða halta rúsneska göngulag!    

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2015 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband