Örvæntingarfullt útspil Hollande og Merkel til að forða stórstyrjöld Nató og Rússa

Angela Merkel kanslari Þýzkalands og Francois Hollande Frakklandsforseti gerðu í dag örvæntingarfulla tilraun til að fá Vladimír Pútín forseta Rússlands til að yfirgefa þáttöku Rússa í stríðinu í Úkraínu. Skärmavbild 2015-02-06 kl. 23.59.06

Rússar neita allri þáttöku í stríðinu og segja það vera innanríkisstríð Úkraínubúa en hafa engu að síður hertekið Krím og eru með bæði herlið í Úkraínu og sjá aðskilnaðarsinnum í Úkraínu fyrir stórvirkum nútímavopnum.

Bæði Þýzkalandskanslarinn og forseti Frakklands reyna að koma í veg fyrir stigmögnun stríðsins en Bandaríkjamenn vilja styðja Úkraínu með nútíma vopnum til að fleiri rússneskir hermenn fari heim í líkpokum. Diplómatar óttast nú, að stríðið fari úr böndunum og ný stórstyrjöld sé í uppsiglingu milli Nató ríkjanna og Rússlands. Pútín styður kröfur aðskilnaðarsinna sem náð hafa stórum svæðum í Austur-Úkraínu á sitt vald og nota þá stöðu sem nýja viðmiðun í "friðarsamtölum" Vesturvelda við Pútín.

Nató styrkir hernaðarstöðu sína í grannríkjum Rússlands með fleiri hermönnum og vopnum og eru Rússar og Nató að undirbúa stórstyrjöld, sem draga mun ríki Austur-Evrópu og Eystrarsaltsríkin inn í stríðið. Skärmavbild 2015-02-06 kl. 23.59.23

Fyrir fundinn með Pútín áttu Merkel og Hollande 5 tíma fund með Petró Pórótjenkó forseta Úkraínu. Merkel og Hollande segja að hernaðarleg lausn deilunnar sé ekki fyrir hendi og hvetja til friðarumræðna deiluaðila til að leysa málin. En stríðið hefur þegar stigið fæti yfir stórstyrjaldarþröskuldinn sem þýðir sundurliðun Úkraínu, þar sem Austur-Úkraína lýtur yfirráðarsvæði Rússlands. Það munu Vesturveldin aldrei samþykkja svo stórstyrjöld er úrræðið til að skera úr um hverjum Úkraína á að tilheyra. Málið er komið á það stig að Vesturveldin gegnum Evrópusambandið eru orðin aðili stríðsins og með óútreiknanlegan Pútín handan víglínunnar eru mál öll þegar komin í ógöngur. Bæði Úkraína og Rússar riða á barmi gjaldþrots. Ein miljón manna eru á flótta. Mikilvægar samgönguæðar og byggingar eru eyðilagðar. Ríkisstjórn Rússlands heldur uppi gengdarlausum heilaþvotti á landsmönnum um að nazistar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna séu að króa Rússa af og munu ráðast með herliðum sínum á landið.  

Klukkan er þrjár mínútur fyrir tólf sem er verri staða en nokkru sinni í kalda stríðinu, þegar hún varð fimm í tólf, þegar Kennedy stöðvaði eldflaugabyggingu Rússa á Kúbu. Sendiherra Rússa í París lýsir ástandinu þannig, að þetta sé "ekki síðasta tilraun til friðsamlegrar lausnar en samt mjög nálægt því."


mbl.is Reyna að fá Pútín til að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við höfum reynslu af svona siðblindingum og sannast hefur að þeir eru hættulegir. Einn þeirra lét kjósa sig sem andstæðing veru okkar íslendinga í Evrópusambandinu. 

Hann gekk svo í sæng með Jóhönnu og kostaði ferðir Össurar með umsóknar heimildina þá hann var fjármálaráðherra.  Lygalaupar af þessari gerð eru þjóðhættulegir, en það eru líka rolur sem engu þora.  

Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2015 kl. 10:36

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Hrólfur, ég vona að stóra bankasvindlið sem umræddur fjármálaráðherra stóð fyrir verði rannsakað ofan í kjölinn og hann látinn sæta ábyrgðar. Þannig vinna slíkir menn og í engu treystandi.

Gústaf Adolf Skúlason, 7.2.2015 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband