Neyðarkall frá Úkraínu

Skärmavbild 2015-02-18 kl. 21.29.01Í fréttatíma sænska sjónvarpsins í kvöld sagði fréttakonan Elin Jönsson að flótti Úkraínuhers frá Debaltseve væri á vörum allra, sem hún hefði talað við í dag í Úkraínu. Þúsund kílómetra frá víglínunni liggur borgin Lviv en vegalengdin frá stríðinu nær ekki að koma í veg fyrir hræðsluna sem nú breiðist út meðal íbúa Úkraínu jafnvel í vestur hlutanum. 

Friðarvonin er langt í burtu segja margir staðarbúar.

"Ég er mjög hrædd. Þetta er óhugnanlegt. Ég vona að bardagarnir komi ekki hingað. Ég held ekki að það verði friðsamleg lausn," segir María sem ekki vill gefa upp eftirnafnið.

"Ég trúi ekki á neina lausn stríðsins í bráð. Margir fleiri munu deyja. Aðeins Guð og Pútín vita, hvernig þetta endar," segir annar íbúi, Anatol.

"Brot gegn friðarsamningnum er notað sem afsökun til að hervæðast, þrátt fyrir að Pútín tali um frið" segir Elin Jönsson. 

"Pútín mun ekki láta sér nægja Krím og núna austurhluta landsins. Hann gæti farið alla leiðina til Varsjár" segja raddir á götunni. 

roland-ukraina-jpgFólk er reitt og þreytt á Pórósjenkó, sem reyndi að láta líta svo út að flóttinn hafi verið skipulagður og yfirvegaður. Frásagnir hermanna og íbúa vitna um annað og fjöldi fallinna hermanna og særðra er sagður miklu meiri en opinberlega er gefið upp. Hermennirnir voru innikróaðir af her aðskilnaðarsinna og Rússa og mannfall hefði orðið miklu meira ef ekki hefði verið flúið af hólmi.

Hermaðurinn Rostislav telur að rangir hlutir hafi verið í fókus í friðarsamningnum. Hann telur að leggja hefði átt áherslu á að loka landamærunum að Rússlandi til að koma í veg fyrir hernaðargögn og aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinna.

"Ef landamærunum væri lokað lyki stríðinu á tveimur vikum. Í hvert skipti sem Rússar senda "mannúðarsendingar" setjum við á okkur hjálmana. Við vitum hvað bíður okkar," segir Rostislav.

Pórósjenkó sendi neyðarkall till Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins og bað um aðstoð í dag. 


mbl.is Úkraínskar hersveitir hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Pútín er í stríði við Vesturveldin, en annaðhvort átta þau sig ekki á því eða hafa ekki manndóm í sér til að horfast í augu við það.  Hvort tveggja ber feigðina í sér.  Það verður að vopna úkraínska herinn með vestrænum vopnum til varna og árása og reka Rússa út úr Úkraínu með aðstoð vestrænna hernaðarráðgjafa.  Rússar geta hæglega efnt til uppþota í Eystrasaltslöndunum og sent síðan rússneska hermenn þar inn dulbúna til að hjálpa landsmönnum sínum.

Bjarni Jónsson, 19.2.2015 kl. 20:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þjóðverjar gætu kannski sennt eitthvað af kústsköftum til Úkraínu, þ.e. ef þeir mega þá við því að afvopna eiginn her!

Grínlaust þá er ástandið mun alvarlegra en margann grunar. Herir Evrópuríkja er gjörsamlega gagn- og vopnlaus, þetta veitr Pútín. Það er ekki lengur spurning um hvort Rússar láti sér nægja að yfirtaka austursvæði Úkraínu, heldur miklu fremur hversu mörg lönd hann hyggst yfirtaka.

Stríð er hafið í Evrópu, einu sinni enn. Hversu víðtækt það verður er eftir að sjá, en hryllingur þess er þegar hafinn.

Gunnar Heiðarsson, 19.2.2015 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband