Færsluflokkur: Evrópumál
Fyrirsögnin ofan eru lokaorð Styrmis Gunnarssonar í pistlinum "Óviðráðanlegt skrímsli" sem hann ritaði á Evrópuvaktinni 22. apríl 2011. Fjallar greinin um aðferðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í samskiptum við lýðræðislega kjörna embættismenn aðildarríkjanna.
Evrópusambandið hefur bókstaflega arabavætt Evrópu. Ekki aðeins með innflutningi araba heldur í allri hugsun og samningagerð. Viðskiptamátar araba er að skrifa undir samning um afurðir, framleiðslu, afhendingartíma og verð og síðan eftir að blekið er þornað að þá hefja raunverulega samningagerð. Samningahættir Vesturlanda er að þeirra mati aðeins óábyrgur formáli. Síðan er samningnum breytt á alla vegu eftirá.
Ísland er í sömu stöðu gagnvart Evrópusambandinu. Ekkert er að marka samninga við sambandið. Það breytir sér allan tímann með nýjum lögum og reglugerðum og er einhliða stjórnandi atburðarrásarinnar.
Ísland er lítill biti í munni skrímslins en íslenska stjórnarskráin er beitt bein í þeim bita.
Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og settur formaður starfshóps um úttekt á EES samningi Íslands og ESB ætlar sér í gini skrímslins að koma með hugmynd að nýjum pakka til Íslendinga sem slær allt annað út sem sést hefur fram til þessa og verða betri en Össurar pakki Jóhönnu Sigurðardóttur. Svo góður að fullyrða megi að Bretar séu upp til hópa vitlausir ef þeir hætti ekki við BREXIT og fylgi íslenskum pakkaráðum.
Í pistli ásakar BB Pál Vilhjálmsson blaðamann fyrir að snúa út úr orðum sínum með því að halda því fram að BB hafi fullyrt að "EES samningurinn sé óhjákvæmilegur" á meðan BB fullyrðir að EES-samningur sé besta leiðin "til óhjákvæmilegs samstarfs okkar við ESB".
Greinilega er Björn Bjarnason "réttur maður á réttum stað" sem formaður starfshópsins. Ef EES samningur er "besta leiðin til óhjákvæmilegs samstarfs", þá verður sú leið eingöngu og óhjákvæmilega farin með því að ráðast gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins um löggjafar- og framkvæmdavald.
Ekki furða þótt farsælasti leiðtogi íslenskrar sjálfstæðisstefnu skrifi í Reykjavíkurbréfi helgarinnar að ef sambærileg afstaða hefði ráðið ferðinni í landhelgismálum Íslendinga hefðum við enn 3 mílna landhelgi!
Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Grasrótin sér vandamálið en hlustar forysta Sjálfstæðisflokksins?
31.8.2018 | 06:59
Ánægjuleg frétt af Valhallarfundi Sjálfstæðismanna í gær sem
"skorar eindregið á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins.."
Hingað og ekki lengra í framsali ríkisvalds til ESB segir grasrót Sjálfstæðisflokksins og beinir orðum sínum að flokksforystunni. Ítrekar þar með ályktun landsfundar flokksins í málinu.
Núverandi forysta flokksins hefur sýnt hroðvirkningsleg vinnubrögð á Alþingi t.d. í afgreiðslu persónuverndarlaga ESB en þar var skautað fram hjá ummælum umsagnaraðila sem bentu á að afsal lögsögu til ESB stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins.
Forysta flokksins sýnir því miður allt aðra takta en að fylgja stefnu flokksins og er í óða önn að gjaldfella sögu og stefnu flokksins í meira en heila öld.
Í fullveldismálum er ekki pláss fyrir tvö andlit: eitt fyrir stjórnmálaumræðu innanlands og annað fyrir ESB. Menn verða dæmdir af gjörðum sínum og fagurgali breiðir ekki endalaust yfir misgjörðir.
Þá væri betra fyrir forystu flokksins að sýna rétta andlitið, segja lausum störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ganga í flokk Viðreisnar sem hefur það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi í ESB.
Pínlegt að grasrótin þurfi að minna flokksfoystuna á stefnumál Sjálfstæðisflokksins.
Flokkurinn hafni orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Grannarnir ætla að vopnast ef glæpamennirnir koma aftur
30.8.2018 | 03:31
Vargöld ríkir í Svíþjóð. Sprengingar á heimilum, sprengjuárásir á stofnanir yfirvalda, árásir á lögreglu, gengjastríð með skotvopnum, bílabrunar, skólabrunar, nauðganir, vopnuð rán, barsmíðar á saklausu fólki - og núna síðast skotárás á þingmann Svíþjóðardemókrata á kosningaferðalagi. Líktollurinn stækkar, yfirvöld eru í afneitun, lögreglan kallar eftir hjálp almennings. Öðrum lögreglustörfum er ýtt til hliðar vegna manneklu og allur krafturinn fer í að mæta hinu vaxandi ofbeldi.
Sem leiðir til sorglegra mistaka eins og að drepa dreng med Downs syndrom sem hélt á leikfangabyssunni sinni, þegar hann féll fyrir kúlum lögreglunnar.
Hræðslan við vaxandi ofbeldi breiðir úr sér. Eiturlyfin tæra sundur samfélagsstoðir allar og eiturlyfjamafíur ráða ríkjum í heilum hverfum, þar sem hvorki slökkviliðsmenn né sjúkraflutningamenn fara inn í nema í skjóli lögregluverndar.
Eftir bílaíkveikjurnar í Vestur Svíþjóð 13. ágúst segjast íbúar Vestur Frölunda undirbúa sig að verjast með vopnum, þegar árásarmennirnir koma næst. Ismet Iljazis, einn þeirra sem missti bílinn, segir í viðtali við sjónvarpið að hræðslan hafi gripið um sig eins og skæð pest meðal íbúanna. Glæpamennirnir sem kveiktu í bílunum voru grímuklæddir og fullvissuðu sig um að íbúarnir tækju vel eftir, þegar þeir kveiktu í bílum þeirra. Verkefnið var að skapa hræðslu hjá íbúunum og sýna hverjir ráða yfir hverfinu:
"Við erum hér - gætið ykkar".
Fáir þora að vitna í þessum hverfum. Þegar hræddir íbúar leita til vopna til að sefa hræðsluna er það aðeins tímaspurning hvenær átök sem líkjast stríðsátökum brjótast út.
Á meðan halda stjórnmálamenn áfram að dæla brosandi út loforðum til kjósenda og segja að ástandið muni nú bráðum lagast.
Unglingur myrti heimilislausan mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Danskur sósíaldemókrati: Svíar eiga að kjósa Svíþjóðardemókrata
27.8.2018 | 04:57
Danski sósíaldemókratinn Jarl Feyling skrifar í Berlinske að sænskir sósíaldemókratar taki ekki áskorunum í innflytjenda- og aðlögunarmálum alvarlega og loki augunum fyrir ofbeldi og glæpaverkum innflytjenda. Telur Feyling að forsætisráðherra Svía skorti jarðsamband og allur innflytjendastraumurinn geti eyðilagt sænska velferðarríkið. Hvetur Jarl Feyling Svía til að kjósa Svíþjóðardemókrata í stað Sósíaldemókrata í kosningunum í Svíþjóð 9. september.
Í opnu bréfi til forsætisráðherra Svía, Stefan Löfven, skrifar Feyling:
"Þú og ég erum meðlimir í sama Sósíaldemókratisma en i sitt hvoru landi. Við deilum sögu og humyndafræði en séð hérna megin sundsins, þá deilum við hvorki afstöðu til raunveruleikans né framtíðarinnar. Það hefur nefnilega myndast gjá milli flokka okkar sem grundvallast á mismunandi afstöðu til flóttamanna og innflytjenda. Þann málaflokk sem mun hafa afgerandi áhrif á þróun eða endalok okkar mikilvægu norrænnu velferðaríkja og veltur á því, hvernig stjórnmálamenn bregðast við".
Feyling segir að formaður sænskra sósíaldemókrata eigi ekki skilið að fá atkvæði Svía nema að hann þvervendi í innflytjendamálunum og því sé betra fyrir Svía að kjósa Svíþjóðademókrata.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 04:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrrum ráðgjafi Trumps, Steve Bannon, sker upp herör gegn George Soros
22.7.2018 | 14:21
Steve Bannon fyrrum ráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta sker upp herör gegn marxísku ofurveldi fjármálafurstans George Soros og samtökum hans Open Society. Ætlar Bannon að koma á fót svipaðri starfsemi undir nafninu The Movement (Hreyfingin á íslensku) og vonast til að hún nái áhrifum og árangri fyrir næstu þingkosningar ESB 2019. Verður hlutverk Hreyfingarinnar m.a. að standa fyrir könnunum af ýmsu tagi og virka sem hugmyndasmiðja til að skapa þróttmikil tengsl hægrimanna sem leiði til aukinnar umræðu og þróunar hægri stefnunnar um alla Evrópu.
Bannon segir í viðtali, að það hafi vakið undrun hans, hversu lítið hægri menn voru tengdir milli landa eða skiptust á skoðunum um sameiginleg málefni. Sjálfstæðistefnan sem berst fyrir fullvalda þjóðríkjum með eigin landamærum verður sett á odd baráttunnar í Evrópu.
Bannon hefur m.a. ráðfært sig við Nigel Farage í Bretlandi, Marine Le Pen í Frakklandi, Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, Svíþjóðardemókrata og hægri menn í Póllandi.
Markmiðið er að forma sterkan hóp hægri aflanna á ESB-þinginu og ná meiri áhrifum en áður.
Höfuðstöðvar Hreyfingarinnar eiga að vera í Brussel.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skógareldarnir í Svíþjóð verstu náttúruhamfarir í manna minnum
20.7.2018 | 02:47
Skógareldarnir í Svíþjóð eru þeir verstu í manna minnum. Langvarandi samfelldur hiti oftast yfir 30 gráður og þurrkar hafa breytt gróðri, grasi og skógi í þurrt skrælnað brennsluefni sem fuðrar auðveldlega upp. Gerir það allt slökkvistarf erfitt og illsótt og þegar logar á a.m.k. 60 stöðum, þar af 15 stóreldar sem enginn hefur stjórn á, þá reynir það mjög á allan mannskap sem berst við að hefta og stöðva útbreiðslu eldanna. Skv. neyðarlínu SOS hafa aldrei áður jafn margar viðvaranir verið sendar til fólks á jafn stuttum tíma og síðan brunarnir hófust.
Miklar umræður eiga sér stað um viðbúnað slökkviliða, almannavarna og hersins fyrir hamförum sem þessum og þykir mörgum Svíum skömm vera að því, að Svíar verða að biðja um neyðaraðstoð m.a. frá Evrópusambandinu til að slökkva skógarelda. Er mikið rætt um að Svíar ættu sjálfir að eiga slökkviliðsflugvélar eins og þær tvær ítölsku sem notaðar eru í dag. Tekur vélina 12 sekúndur að tanka inn 6 tonnum af vatni á flugi og fer vélin a.m.k. 3 ferðir án þess að þurfa að taka eldsneyti. Ein slík vél kostar 200 milljónir sek og er verðið t.d. borið saman við 1,2 milljarða sek niðurgreiðslu ríkisstjórnarinnar á rafmagnsreiðhjólum með eitruðum rafhlöðum og alls kyns fáranlegum þróunarverkefnum sem eru tekin sem dæmi um sóun ríkisstjórnarinnar á almannafé í eigin pólitísk gæluverkefni.
Dan Elíasson góðhestur sósíaldemókrata sem þurfti að hrökklast úr embætti ríkislögreglustjóra vegna getuleysis fékk í staðinn stöðu sem forstjóri almannavarna í Svíþjóð og ummæli hans um að það sé svo dýrt að eiga slökkviflugvélar hafa kynnt undir umræður um þessi mál. Samtök slökkvliðsmanna benda á niðurskurð fjár til slökkviliða á undanförnum árum en í dag vantar a.m.k. 2 500 slökkviliðsmenn að þeirra mati. Á litlum slökkviliðsstöðum er ekki einu sinni til tankbílar og núna þegar öll tæki og mannskapur er nýttur til hins ítrasta sjá margir skýrar, hvað vantar í viðbúnaðinn til að mæta skógareldum.
70% af yfirborði Svíþjóðar er skóglendi. Gríðarlegt magn trjáa eða yfir tvær milljónir kúbikmetra hafa brunnið og er sjáanlegt tjón núna vel yfir 600 milljónir sek miðað við að trén hefðu verið nýtt í timburvinnslu. Yfir 20 þúsund hektarar landssvæðis loga og vindar gera slökkviliðsstörf nær óviðráðanleg þar sem neistaflugið berst með vindinum og breiðir út eldinn. Noregur hefur sent fólk og tug þyrla til slökkvistarfa og tvær slökkiflugvélar frá Frakklandi komu til landsins í gær. Sjónvarpið hefur ekki við að senda út viðvaranir til fólks og fyrirmæli um að yfirgefa hús sín og flýja í skjól. Vegir lokast og upplýsingar gefnar í sífellu um undankomuleiðir á meðan hægt er. Hafa viðtöl verið tekin við fólk sem bara tók með sér smávegis fatnað og svo það dýrmætasta: myndaalbúmið með fjölskyldumyndunum.
Ástandið er skelfilegt. Enginn veit hversu mikið tjón þessir risastóru eldar valda. Sem betur fer hefur enginn mannsskaði orðið enn en einnig er óttast um afkomu dýralífs á eldsvæðunum. Bændur hafa þurft að slátra búfé vegna þurrka og aðrir þurfa að gefa fóður innandyra um hásumar vegna þess að ekkert finnst utandyra.
Það er bókstaflega rétt að segja að Svíþjóð logar.
Svíar biðja um meiri aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerum við þegar lýðræðisosturinn klárast?
18.7.2018 | 09:56
"Dagur er upp kominn,
dynja hana fjaðrar,
mál er vilmögum
að vinna erfiði."
Þannig hefst hugvekja Jóns Sigurðssonar til Íslendinga 1848.
Jón Sigurðsson grunaði ekki, að eftir þá sjálfstæðisbaráttu sem færði Íslandi fullveldið fyrir 100 árum, þá væri einfaldlega hægt árið 2018 að setja orðið Evrópusambandið í staðinn fyrir orðið Danmörk í hluta texta hugvekjunnar sem þá upplýsti í einni svipan kjarna sjálfstæðisbaráttunnar árið 2018 :
"Á þessu yrði sami galli og nú er, og hefir lengi verið, að málefnum Íslands er ekki stjórnað svo mjög eptir því sem Íslandi er hagkvæmast, einsog eptir því, hvernig öllu hagar til í Evrópusambandinu. Evrópusambandið teymir Ísland eptir sér í bandi, og skamtar því réttindi, frelsi og mentun eptir því, sem því þykir hagkvæmast og bezt við eiga."
"Á fundum Evrópusambandsins verða fulltrúar vorir sárfáir, eptir tiltölunni, og allt er undir hælinn lagt hvort þeim tekst að sannfæra meira hlutann um það sem réttast væri, þó þeim væri það fullljóst sjálfum."
"....verðum vér að senda fulltrúa að tiltölu á ríkissamkomuna, og þeir eiga að sjá um réttindi landsins eins og hinir..; en þá yrði alþing oss að öllu ónýtt."
"En þessir menn, eða að minnsta kosti nokkrir þeirra, munu hafa meðfram þann skoðunarmáta, sem vér áður gátum um, að Ísland sé partur af Evrópusambandinu og Íslendingar með ríkisfang Evrópusambandsins, eða að minnsta kosti að það ætti svo að vera. Af því þeim þykir ofur vænt um Evrópusambandið þá hugsa þeir að allir aðrir sé eins, og það sé þverhöfðaskapur vor eða einþykkni þegar vér getum ekki fylgt þeim í öllu eða þegar vér verðum að segja að vér elskum Ísland meira en Evrópusambandið...".
Lýðræði tryggir fullveldið, en án fullveldis glatast lýðræðið:
"Þjóðin er ekki til handa embættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni; hún á því með að krefja þá reikningskapar fyrir stjórn þeirra, og þeir eiga að svara; en hér verður þjóðin öldúngis þýðingarlaus, nema ef það gæti verið embættismönnunum til æfingar, að stjórna viljalausum skepnum, og sýna þeim hversu miklir þeir væri. Þar sem þjóðirnar taka sjálfar þátt í stjórn sinni er þessu öðruvísi varið."
Íslenskir ráðherrar sumir kvarta yfir því, að sjálfstæði Íslendinga fari í taugarnar á Evrópusambandinu. Slíkar kvartanir koma þó ekki í veg fyrir á sama tíma að þeir samþykki lög á alþingi sem sífellt sneiða bita af fullveldi Íslands, ein lítil sneið hér, ein lítil sneið þar. Bera ráðherrar því við að Evrópusambandið breyti einhliða tvíhliða EES-samning og að alþingi og ráðherrar hafi sífellt minna að segja um hag Íslands. Til þess að leysa þann vanda á að hefla af vanköntum stjórnarskrár íslenska lýðveldisins svo hún stangist ekki lengur á við valdboð Evrópusambandsins.
Slík vinnubrögð fara engan veginn í taugarnar á Evrópusambandinu sem fyrir langalöngu hefur hannað innlimunarferli Íslands í samstarfi við þá menn sem vilja selja frelsi þjóðar sinnar fyrir vesæla nafnbót og gefa það síðan fyrir minna en ekkert.
Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilagastríðsmenn og eiturlyfjahringir setja strik í reikning Línu
5.7.2018 | 17:55
Ekki mun vegabréfagæzla nú stöðva þá íslömsku vígamenn, sem þegar hafa hreiðrað um sig á mörgum stöðum í Svíþjóð og vinna dag og nótt að því að byggja upp cellur kalifatsins sem fylgja sharía lögum og gefa sænskum lögum fingurinn.
Ofbeldið minnkar ekki í Svíþjóð. Það eykst. Árstollur Malmö 2017 með 7 drepnum í skotbardaögum kláraðist þegar í júlí 2018 með 8 drepnum og 9 særðum þar í bæ. Skv. sænska ríkisútvarpinu tekur það sífellt lengri tíma fyrir lögregluna að vinna í morðmálum í Svíþjóð. M.a. vegna þess að skotárásir glæpahópa hafa tíufaldast á tveimur áratugum. 2015 tók það lögregluna um 170 daga að taka við morðmáli og vinna með það þar til saksóknari kærði í málinu. Í dag tekur það mánuð lengri tíma eða 201 daga. 1990 leysti lögreglan milli 80-90% morðmála. Í dag leysir lögreglan einungis fimmtung morða í glæpastríðum.
Morðtilræði við starfsmenn sjúkrahúsa eru vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ástandið er orðið svo alvarlegt að formaður læknafélags Stokkhólms Andreas Fischer segir að innan fimm ára verði að hafa vopnaða verði á slysavarðsstofum sjúkrahúsa, svo að læknar og aðrir starfsmenn geti unnið störf sín í friði.
Örfá brot úr fjölmiðlum fyrirmyndaríkis öryggis- og velferðarmála síðustu daga:
- Maður stunginn til bana í Husby í norður Stokkhólmi
- Einn drepinn og annar særðist í Malmö
- Skotbardagi í Gautaborg vegna ráns, maður færður særður á sjúkrahús
- Fjórir menn særðust í skotbardaga í Helsingjaborg
- Einn drepinn og annar særðist í Örebro
- Ungur maður skotinn til bana um miðjan dag í Malmö. Starfsmenn dagvistunarheimilis við skotstaðinn smöluðu börnunum inn og létu þau syngja hátt Áfram Svíþjóð! til að hylla fótboltahetjur Svíþjóðar. Söngurinn átti að yfirgnæfa skothljóðin fyrir utan.
- Svipuð dæmi um að börn hafi verið flutt í skjól undan skotbardögum er að finna á mörgum fleiri stöðum í Svíþjóð eins og Uppsala, Stokkhólmi, Gautaborg m.fl.
Allir verða að sýna vegabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Varnarmálaháskóli Svíþjóðar hefur birt niðurstöðu rannsókna Dr. Magnus Ranstorp, Filip Ahlin, Peder Hyllengren og Magnus Norrmark hjá Miðstöð Allsherjarvarna og Öryggi ríkisins við Varnarmálaháskólann.
Skýrslan "Milli salafisma og salafistísks heilags stríðs - áhrif og áskoranir fyrir sænska samfélagið" mun án efa leiða til mikillar umræðu um þá þróun sem hömlulaus innflutningur hælisleitenda til Svíþjóðar hefur haft í för með sér en skýrsluhöfundar rannsökuðu svæði í Svíþjóð sem í dag eru gróðrarstía fyrir vaxandi öfl róttækra heilagastríðsmanna m.a. í Halmstad, Malmö, Lund, Stokkhólmi, Örebro, Gävle, Gautaborg, Borås og Västerås.
Tekið er fram að hugtakið salafism er minnihlutagrein innan íslam og alls ekki verið að tala um múslíma sem einn hóp heldur er athugað sérstaklega hvernig heilagstríðsmönnum tekst að breiða út boðskap sinn um heilagt stríð og fá ungt fólk í lið með sér til vopnaðrar átaka. Um bókstafstrú er að ræða og fullkominn heilaþvott. Ekki eru allir salafistar heilagstríðsmenn en allir heilagastríðsmenn eru salafistar sem er sami meiður og Íslamska ríkið byggði á.
Saxað úr skýrslunni: "Í Borås eru börn höfð í kóranskólum og er kennt að umgangast ekki gagnstæða kynið. Einstakir nemendur drekka ekki vatn í venjulegum skólum og mega ekki mála sig með vatnslitum þar sem vatnið er "kristilegt".
Starfsmaður sjúkrahúss í Borås: "Þá skildi ég, að það er net sem hefur stjórn á konunum, þannig að þeim leyfist aldrei að vera einum með starfsmönnum sjúkrahússins. Þær eiga ekki að fá neinn möguleika til að ræða mál sín við neinn....Margar konur lifa verra lífi hér en þær gerðu í heimalöndum sínum."
Í Västerås eru trúarleg áhrif ívafin glæpastörfum. "Það getur verið hópur unglingsstráka sem kemur inn í matarbúð. Ef afgreiðslukonan ber ekki slæðu, þá taka þeir það sem þeir vilja í búðinni án þess að borga, kalla afgreiðslukonuna fyrir Svíahóru og hrækja á hana" segir einn lögreglumaður í skýrslunni.
"Það eru sharíalögreglumenn. Fólk sem ber dyra heima hjá fólki og segir hvað reglur gilda. Það er m.a. um hverju maður klæðist."
Samir frá Angered: "Fylgir þú ekki íslam ertu útfrystur. Foreldrar hér setja slæðu á þriggja ára börn. Þetta er óraunverulegt. Við erum ekki í Írak."
"Dæmi er um strætisvagnastjóra sem athuga mikið meira en strætómiðann" (eftirlit með hvernig konur klæða sig).
Skýrsluhöfundar fengu fulltrúa frá Nahdlatul Ulama til að kanna og skilgreina kennslubækur í kórönskum skólum í Svíþjó. Nahdlatul Ulama eru stærstu múslímasamtök Indónesíu með yfir 30 milljónir meðlima og tekur afstöðu gegn róttækum íslamisma í heiminum. Útkoman sýnir að kennslubækurnar kenna heimsímynd þar sem íslam er allsráðandi í öllu lífinu. Bækurnar kenna múslímum að aðlaga sig ekki að sænsku samfélagi né virða lög og reglur í Svíþjóð. Svíþjóð og Svíar eru trúleysingjar með félagslegt kerfi sem er í andstöðu við hugsun guðs.
Fram kemur skipulögð misnotkun á félagsbótum í Svíþjóð, þar sem félagsbætur hafa m.a. verið notaðar til að kosta ferðir heilagastríðsmanna frá Svíþjóð til þáttöku í stríði ISS í Sýrlandi. Skipulögð glæpastarfsemi í formi skattsvika, bókfærslubrota, falskra fyrirtækja o.s.frv. eru þáttur í fjármögnun róttæknivæðingu heilagastríðsmanna í Svíþjóð.
"Öryggislögreglan hefur skýra mynd af róttæknivæðingu og nýliðasöfnun í Örebro...Öryggislögreglan sér samband við moskur í Örebro og Eskilstuna. Moskurnar virka sem fundarstaðir. Nýliðasmölun á skipulagðan hátt fer mest fram á öðrum stöðum eins og kaffihúsum og söfnunarheimilum. Við tökum skýrt fram að við erum ekki að taka fyrir sérstaka trúarsöfnuði. Það er glæpastarfsemi einstaklinga sem er að baki nýliðasmöluninni."
Vitnað er til salafismans í Þýzkalandi sem er sterk og vaxandi hreyfing. 2015 taldi Bundesamt fur Verfassungschutz að um 7 900 salafistar væru í Þýzkalandi. Talan fór upp í 9 200 næsta ár og 11 000 í ár.
Skýrslan er ítarleg upp á 265 síður og ég hef ekki lesið hana heldur aðeins tekið hluti af handahófi til birtingar hér.
Vonandi verður brjálæðisleg öfgainnflytjendastefna ESB stöðvuð þessa helgi.
Jafnvel þó það kosti Merkel stöðuna.
Afstaða til flóttafólks gæti ráðið örlögum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
George Soros: ESB stafar ógn af Bandaríkjum Trumps, Rússlandi Pútíns, Tyrklandi Erdogans og Sýrlandi Assads
4.6.2018 | 19:33
Hrægammakóngurinn George Soros telur að ESB grafi sína eigin gröf ef það hjálpar ekki Ítalíu að leysa innflytjendavandamálin. Telur hann vaxandi andúð á ESB á Ítalíu vera vegna þess að Frakkland og Austurríki hafi lokað landamærum sínum og Ítalía sitji uppi með flóttafólkið. Fullyrðir Soros, að ESB stafi mesta ógn af Bandaríkjunum, Rússlandi, Tyrklandi og Sýrlandi.
George Soros talar eins og hann stjórni ESB. Hann kostar auglýsingaherferðir í Bretlandi um að Bretar eigi að kjósa upp á nýtt gegn Brexit. George Soros er einnig virkur á Ítalíu en hann hefur útmálað Salvini sem handbendi Pútíns og að Lega sé fjármagnað af Kreml. Man einhver eftir Panamaskjölunum og ásökunum á hendur fv. forsætisráðherra Íslands Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir að vera í slagtogi með Pútín og al-Assad?
Mikil ringulreið hefur gripið um sig meðal Brusselbúrókrata eftir stórsigur hægri flokka Ítalíu Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Lega. Hafa fulltrúar flokkanna hótað að vísa hálfri milljón skilríkjalausum hælisleitendum úr landi jafnframt því sem nýja ríkisstjórnin ætlar að biðja Seðlabanka ESB um að afskrifa 250 milljarða evru af skuldasúpu Ítalíu. Hætt er við, að Ítalía sé "To Big to Save" og að evrusvæðið leggist á hliðina, ef gríski harmleikurinn verði endurtekinn í öðru veldi með Ítalíu.
Þótt Merkel hafi gefið Makrón grænt ljós á alríkið með stofnun ESB hers og lánasjóð fyrir skuldsett evruríki, þá eru hvorki hún né aðrir Þjóðverjar fylgjandi efnahagslegum eftirgjöfum við Ítali.
Spurningin er hversu lengi ferlið getur gengið áfram áður en sýður endanlega upp úr og ESB gefi upp öndina.
Sikiley hætti sem flóttamannabúðir Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)