Færsluflokkur: Evrópumál

Innflytjendamálin vega þyngri en hryðjuverk sem stærsta vandamál ESB

Skärmavbild 2018-05-14 kl. 00.51.34
Skv. nýrri könnn YouGov  telja íbúar í 9 af 11 löndum ESB að innflytjendamál séu stærsta vandamálið sem ESB stendur frammi fyrir í dag. 

Fólk í 11 löndum ESB var spurt hvaða einstaka mál væri stærsta vandamálið í dag. Í 9 löndum var svarið innflytjendamálið. Það voru löndin Bretland, Frakkland, Þýzkaland, Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Grikkland, Finnland og Litháen sem svöruðu á þann veg.

Sömu lönd að Ítalíu undanskyldu töldu hryðjuverk vera næst stærsta vandamálið.

Matthew Goodwin hjá brezku hugveitunni Chatham House tísti að "Evrópa færist til hægri. Ef miðjan og vinstrið finna ekkert að segja af viti verður þeim varpað til hliðar, sérstaklega þar sem búast má við að þessar spurningar eigi eftir að verða enn þá mikilvægari fyrir kjósendur". 

 


Foringi jafnaðarmanna í Svíþjóð fær slæma útreið í könnunum eftir umræðuþátt í sjónvarpinu

kristerssonlofven-jpgEftir umræður stjórnmálaleiðtoga í sænska sjónvarpinu í gær voru áhorfendur ánægðastir með frammistöðu formanns Svíþjóðardemókrata Jimmy Åkesson og formann Moderata Ulf Kristersson.

Innflytjendamálin lituðu umræðurnar í nær öllum málaflokkum. Hvort sem rætt var um velferðarmál, skóla -eða húsnæðismál leituðu umræðurnar stöðugt í þann risastóra vanda sem Svíþjóð stendur frammi fyrir vegna allra aðfluttra til landsins. 

Sænskir kratar sem iðulega hafa afneitað vandanum hefa gert þversnúning vegna mikils atkvæðaflótta frá flokknum fremst til Svíþjóðardemókrata og Móderata. Spurningin er hvort viðsnúningur þeirra nái að bjarga þeim frá hruni í kosningunum í haust en sumir búast við að kratar botni allar fyrri kosningar í Svíþjóð. 

Í skoðanakönnunum fékk formaður Svíþjóðardemókrata hæstu einkunn áhorfenda í tveimur mikilvægustu spurningum kosninganna: innflytjendamálum og löggæslumálum. Formaður Móderata þótti standa sig best í atvinnumálum og formaður Umhverfisflokksins í umhverfismálum. 

Formaður sænskra krata komst hæst sem nr 3 í aðeins einum málaflokki. Örvænting hefur gripið um sig í kratahreiðrinu, m.a. hafa sænsku Verkalýðssamtökin LO kostað rándýra auglýsingamynd með grófum lygum um að hægri flokkarnir vilji almenna launalækkun en hægri flokkarnir vilja innleiða lærlingskerfi að nýju sem kratar lögðu niður. 

Kosningar fara fram 9. september n.k.

 


mbl.is Bannaðir í Svíþjóð fari þeir ekki sjálfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambandssósíalisminn arftaki þjóðernissósíalismans

Úr þjóðernissósíalismanum hefur nýji sambandssósíalisminn sprottið. Sambandssósíalisminn traðkar niður lýðræðið, enginn er lýðræðislega kjörinn í miðstjórn sambandsins, þingið er valdalaust og setur engin lög heldur fær lagatillögur til umsagnar. Útrýma á þjóðum og steypa saman í "sambandið", grái massinn er aftur kominn í stað einstaklingsins.euro Lýðræðisleg öfl eru öll undir daglegum árásum og lítilsvirðingu, áróðursmaskínan talar um "öfga" hægri og popúlisma. Byggt hefur verið undir miðstjórnina (framkvæmdastjórn sambandsins) á sama grundvelli og gert var í ráðstjórnarríkjunum og enn sést í löndum eins og Kína, Norður-Kóreu og afdönkuðum einræðisríkjum í Afríku og miðausturlöndum.

Sambandssósíalistarnir Merkel og Makrón með stuðningi Schultz og fleiri láta slag standa og mynda enn eitt "sambandið" í sambandinu - skattasambandið. Bætist það við runu sambanda gjaldmiðils, orku, varnamála o.s.frv. öll með sameiginlegan sambandsfána, sambandssöng og sambandsdag.

Þótt allir viti að sambandssósíalistarnir séu að byggja upp alríki í stíl við gamla USSR, mátti ekki segja það hreint út fyrr en núna.

Makrón og Merkel vilja stórveldi. Tony Blair vill stórveldi. Ekkert er heilagt - síst friðurinn. Völdum skal náð með heimsstyrjöld ef ekki annað.

Lýðræðiselskandi fólk hefur verið dregið á asnaeyrum í áratugi. EES og EFTA eru notuð sem bakdyr til að leiða afgangslömbin til slátrunar.

Á Íslandi trónir sambandssósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli alþingis. Annar sambandssósíalistinn sem titlar sig borgarstjóra hefur dregið íbúa höfuðborgarinnar niður í holótt fátæktarsvaðið. Forsætisráðherra vinstri grænu framsóknarsjálfstæðismannastjórnarinnar styður þá báða.

EUSSR og Brusselher koma í stað USSR og Varsjárbandalags og "ný og betri" kjarnorkuvopn eru kynnt svo allir geta sagst vera klárir í úrslitaslaginn um völdin.

Ofurhetja sambandssósíalismans - kapten EURO - stjórnar.


mbl.is Friður ekki málið í dag heldur völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arftaki Jóhönnustjórnarinnar talsmaður vogunarsjóða – svíkur tugi milljarða af skattgreiðendum

250px-Arnason-frontRæfildómur ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aðeins einn verri ræfildóm sem fyrirmynd í sögu íslenska lýðveldisins: Icesavestjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Sú hörmulega stjórn reyndi í þrígang að koma ólöglegum skuldaklafa á herðar Íslendinga. Undirlægjuhátturinn við menn, sem síðar voru dæmdir fyrir bankarán, átti sér engin takmörk og þurfti forsetinn að ræsa út þjóðina í tvígang til að koma í veg fyrir stórslys og hindra gjaldþrot landsins.

Eftir viðsnúning í varnarbaráttu við efnahagsglæpamenn vogunarsjóða kastar nú ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur frá sér sameiginlegum árangri landsmanna og hleypir inn vogunarsjóðunum til að hrifsa til sín arðgreiðslur og fé úr banka sem ríkið átti að koma í veg fyrir með stöðuleikasamningum. 

Hafa ber í huga þann skell sem Kaupþing olli íslenska ríkinu með gjaldþroti sínu, að ónefndum öllum öðrum kröfuhöfum innanlands sem utanlands. Þannig fékk Seðlabanki Íslands aldrei meira en rúmlega 50% endurheimtur á neyðarláninu upp á 500 milljónir evra eða 84 milljarða ísl króna þegar Kaupþing fór á hausinn. Þar byrjar ógæfan fyrir skattgreiðendur Íslands með ríflega 40 milljarða útleggi í kistu bankaræningjanna.

Sá maður sem leiddi þessar ófarir fyrir hönd ríkisins, Steingrímur J. Sigfússon, notaði allan tímann í embætti fjármálaráðherra til að ræna skattgreiðendur Íslands fyrir hönd vogunarsjóða. Fékk hann að hita upp ráðherrastólinn í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gegn loforði um að koma Íslandi í Evrópusambandið þvert gegn kosningaloforði við kjósendur. Átti að fara grísku leiðina fyrst allra landa á Íslandi og fegra ESB sem "bjargvætti Íslendinga" með ESB-inngöngu og lánum í einum lygapakka. Innihald pakkans var að hirða allt eigulegt af Íslendingum, fiskimiðin og orkuna og komast yfir ríkisfyrirtæki eins og t.d. Landsvirkjun í leiðinni. Þessi meistari svikulla stjórnmála hitar nú sæti forseta alþingis og smitar af sér fúnu innræti á innviði stofnunarinnar.

Það getur engan veginn verið gleðiganga fyrir Bjarna "Bravó" Benediktsson að axla skikkju fyrirennarans en hann hefur núna sýnt frambærilegan metnað í listinni að hlunnfara skattgreiðendur landsins svo vogunarsjóðsmenn geta allir hrópað Bravó. Útkoman úr dæminu með "breiðu, stöðugu ríkisstjórnina" er - sýnir sig nú, stöðugleiki fyrir bankaræningja og breiðari grundvöllur til að hlunnfara þjóðina, en þrenging vegar fyrir þjóðina að vinna í eigin málum. 

Efnislegt svar við spurningum um raunverulegt verðmæti Arion banka eru ekki orðin "innihaldslaust blaður". Slíkt slær gegn fjármálaráðherranum sjálfum og svikum hans við skattgreiðendur í þessu máli. Hann getur ekki svarað hverjar raunverulegar eignir Arion banka eru og hlunnfer skattgreiðendur með röngu, allt of lágu bókfærðu viðmiði sem ekki tekur tillit til eigna undirfélaga eins og Valitors og Stefnis eins og alþingismaðurinn Birgir Þórarinsson bendir á.

1. Ríkið tapaði yfir 40 milljörðum á láni til Kaupþings: - 40 milljarðar

2. Eftir að ríkið selur sinn hluta byrja Ari Jón á því að gleðja hluthafana með arðgreiðslum mögulega upp á 25 milljarða ísl. kr. Ríkið missir þar af 3 milljörðum: - 3 milljarðar.

3. Eftir að möguleikar ríkisins hafa verið eyðilagðir til að koma í veg fyrir svindl vogunarsjóðanna að selja "gullegg" bankans trúlega á annað hundrað milljarða króna tapa skattgreiðendur milli 15-20 milljörðum vegna sölunnar og sennilega öðru eins i glötuðum skattatekjum. Að viðbættum glötuðum hlut eigin fés bankans um 23 milljarða gerir þetta samtals á milli 50-60 milljarða kr -55 milljarðar.

4. Ef umframverð fæst yfir lægstu viðmiðun 0,8 og afkomusamningur nýtist yfir 150 milljarða sölu, þá gerir það um 21-22 milljarða kr. + 22 milljarðar. 

- 98 milljarðar + 22 milljarðar = -76 milljarðar sem vogunarsjóðir taka í stað þess að þeim sé skilað til ríkissjóðs.

Fjármálaráðherrann er í skóm Vinstri Grænna og notar samning hrunstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur við vogunarsjóðina. 

Líklegast fær Bjarni Benediktsson "Bravó" orðu vogunarsjóðanna sem þökk fyrir vel unnin störf. 


mbl.is Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson ber ekki ábyrgð á upplausn Evrópusambandsins

Bjarni-Ben-1Fjármálaráðherrann lýsir vel þeirri þróun ESB sem sífellt ágerist að sniðganga minni ríki sem vilja halda fullveldi sínu. Þetta ætti að vera þungt áhyggjuefni fyrir Íslendinga sem eru í tvíhliða samstarfi við ESB gegnum EES, þegar ESB reynir sífellt og í ríkara mæli að taka yfir stjórnarhætti á Íslandi. 

Að taka til alvarlegrar skoðunar á Alþingi hver staða EFTA-ríkjanna sé á grundvelli EES-samningsins er því hjartans mál og vonandi að svo verði gert hið fyrsta. 

Allir hafa hag af því að samningar séu haldnir. Í leik skulu lög virt í báðum liðum en ekki bara að annar aðilinn eigi að fylgja þeim og hinn geti leikið dómara sem fer eftir eigin geðþótta.

Íslendingar eru lítil þjóð og hafa ekkert annað bolmagn á bak við fullveldið nema einbeittan viljann til að fá að lifa sem sjálfstætt fólk. 

Sá vilji hefur dugað okkur vel fram að þessu.

Það mun hann einnig gera í framtíðinni.


mbl.is Vegið að grunnstoðum EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgaíslamistar í Malmö hrópa "Skjótum Gyðinga"

Öfgaíslamistar í Malmö kynda undir "heilagt stríð", brenna fána Ísraels og hrópa: "Skjótum Gyðinga". Búið er að kæra áróðurinn til lögreglu sem "æsingu gegn þjóðfélagshópi".

Þrír voru handteknir vegna árásar á synagógu Gyðinga í Gautaborg í síðustu viku. Um tíu grímuklæddir unglingar köstuðu bensínsprengjum og reyndu að kveikja í sýnagógunni. Tugir ungra Gyðinga héldu hátíð inni í synagógunni, þegar árásin var gerð. Í Stokkhólmi hefur öryggi verið aukið við synagógu gyðinga í miðbænum.

Gyðingar í Svíþjóð þora ekki lengur að bera nein sýnileg tákn um trú sína.

Gyðingar greindu þegar í lok nóvember frá áhyggjum sínum við ráðamenn Svíþjóðar, þar sem gagnrýnt var að Svíar leyfðu nazistum að ganga um götur. "Viðvörunarbjöllurnar hringja" sagði Robert Singer aðstoðarformaður Heimsþings Gyðinga. "Að fólk sé hrætt að bera tákn Gyðinga opinberlega á ekki að eiga sér stað í landi eins og Svíþjóð". 

Ein af elstu samtökum Gyðinga, American Jewish Committe er ekki hissa á árásinni á synagóguna í Gautaborg: "Við hittum forsætisráðherra og utanríkisráðherra Svíþjóðar fyrir 18 mánuðum síðan í Stokkhólmi. Við vöruðum þá við auknum antisemítisma. Þau virtust afar ómeðvituð um vandann. Munu þau vakna upp að lokum?"
 
Ég læt fylgja hér slóð (á meðan hægt verður að sjá) á inlegg á Tucker Carlssons um málið, þar sem hann ræðir við rithöfundinn Mark Steyn. Mark Steyn heimsækir Malmö árlega og er vel kunnur málum þar. http://foxnews-f.akamaihd.net/i/BrightCove/694940094001/2017/12/12/694940094001_567655,1652001_5676538476001,1657001_5676538476001,2581001_5676538476001,4372001_5676538476001,.mp4.csmil/master.m3u8?set-akamai-hls-revision=5

Skärmavbild 2017-12-16 kl. 00.20.17


4.a ríkið fæðist

Skärmavbild 2017-12-08 kl. 20.56.23Eins og krata er dæmigerður siður, þá aðstoða þeir fjármálabraskara út á ystu nafir mannlífs í nafni velferðar "fjöldans". Þannig heldur Martin Shulz jafnaðarforingi Þjóðverja, að almenningur láti blekkjast til að halda, að Evrópusambandið muni hætta að starfa í þágu stórfyrirtækja ef að 4.a ríkið komist á laggirnar sem verið hefur ætlun ESB allan tímann.

Monnetpulsan er samansett af bandalagssneiðum hverri á fætur annarri þar til að pulsan verður allt í einu sýnileg. 

Íslendingar kannast við kratapakka - bæði lygar um inngönguskilmála ESB og vegna afhendingu banka til stórsvindlara. Þjóðin sá í gegnum Icesave en enn hefur enginn opnað geymdu skjölin um afhendingu bankanna. 

Fyrir vinstri menn eru völdin einungis til að efla eigin hag á kostnað fjöldans.

Skärmavbild 2017-12-08 kl. 20.56.29Þýzkir jafnaðarmenn þrá "Deutschland uber alles" á nákvæmlega sama hátt og einræðisherrann sem um tíma átti stærstu tortímingarmaskínu Evrópu.  Ekkert mun stöðva Evrópusambandið í áformum sínum um heruppbyggingu á nýjan leik. 

Kapteinn EURO kemur og "bjargar málunum".

 

 


mbl.is Vill Bandaríki Evrópu fyrir 2025
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framundan er aftaka lýðræðis fyrir íbúa Katalóníu með fulltingi ESB

Á Íslandi eru alþingiskosningar á morgun. Með tilliti til þeirra flokka sem vilja varðveita fullveldi okkar og sjálfstæði er auðvelt að krossa yfir hina. 

Verra er ástandið á Spáni, þar sem vofa fasismans bíður eftir skipun um að kæfa sjálfstæði Katalóníu. ESB mun þar veifa samstöðu með ofbeldismönnum sem troða á lýðræðinu með blóðugum stígvélum. Spánn átti í borgarastyrjöld 1936. Þá dóu yfir hálf milljón manns. 

Hversu margir þurfa að deyja núna?

Íslendingar ættu að hugsa sig tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum og fimm sinnum um áður en þeir gefa einhverjum þeim flokkum atkvæði, sem vilja koma þjóðinni undir járnhæl ESB. 

Grískur og katalónskur harmleikur getur hæglega orðið íslenskur.

x


mbl.is Sjálfstæðisyfirlýsing samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handbók ESB um hvernig fjölmiðlamenn eiga að fjalla um málefni innflytjenda

Skärmavbild 2017-10-16 kl. 20.52.42ESB hefur fjármagnað nýja handbók, Reporting on Migration and Minorities: Approach and Guidelines, fyrir blaðamenn svo þeir geti tjáð sig á réttan hátt um innflytjendamál og innflytjendur. Journalisten í Svíþjóð segir frá þessu.

Meðal leiðbeininga er m.a. ráðlagt að taka ekki viðtöl við "öfgasinna" sem "dreifa hatursáróðri" eða greina frá uppruna glæpamanna. Aðilar að bókinni eru Alþjóðlega blaðastofnunin í Wien ásamt sjö evrópskum útvarpsstöðvum í Þýzkalandi, Írlandi, Ungverjalandi, Grikklandi, Ítalíu og Spáni. Markmiðið er að leiðbeina blaðamönnum að skrifa "siðferðilega" um málefni innflytjenda. 

Blaðamenn eru hvattir til að komast hjá "óskýrum alhæfingum" og eiga að segja að uppruni afbrotamanna hafi engin tengsl við afbrot þeirra, þegar innflytjendur eiga í hlut. Einungis má nefna uppruna og trú, "þegar það er nauðsynlegt til að almenningur skilji fréttina". Margar leiðbeiningar eru hvernig eigi að segja fréttir af múslímum t.d. eiga blaðamenn að gæta sín á að gera ekki múslímskar konur að fórnarlömbum jafnvel þó þær íklæðist búrkum, - slíkt sé alhæfing um vonda eiginmenn.

"Taktu ekki með öfgasjónarmið til að ´sýna hina hliðina´og vertu á varðbergi gegn pólitískum og félagslegum öflum sem dreifa hatri til að ná eigin markmiðum".

Ég hef ekki lesið bókina, aðeins umsagnir um hana en linkur er á bókina á ensku hér að ofan.

Trúlega hafa allir fjölmiðlar á Íslandi fallið "röngu megin" við "rétta blaðamennsku ESB" í málefnum innflytjenda - alla vega þeir sem sagt hafa frá skoðunum "öfgamannsins" Ásmundar Friðrikssonar.

En Íslendingar eru sem betur fer ekki upp til hópa ginnkeyptir að tala fyrir peninga, þótt enn megi finna ýmsa sem gegn greiðslu viðhalda "rétthugsunarhætti" í þjónkun sinni við ESB.

 

 


mbl.is „Eigum að senda út skýr skilaboð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit ekki lengur vandamálið. Sjálfstæð Katalónía markar endalok ESB.

Skärmavbild 2017-10-05 kl. 22.38.58Brezki þingmaðurinn Daniel Hannan segir að sjálfstæð Katalóníu muni rífa evrukreppuna í gang að nýju. "Brexit gæti orðið minnsta vandamál ESB" sagði Hannan. Fjárfestingar eru þegar frystar í Katalóníu. Hannan telur að innanríkisástand Spánar geti hæglega leitt til gríðalegra fjárhagsvandræða á Spáni sem ógna muni öllu ESB.

Katalónía stendur fyrir 20% af þjóðarframleiðslu Spánar og aðskilnaður ríkisins frá Spáni gæti kveikt meiriháttar fjármálakreppu. Hannan skrifar í grein í Spectator að "ofbeldið á sunnudaginn muni kynda undir sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Skoðun fólks í öðrum hlutum Spánar mun ekki frekar en lagabókstafurinn gera Madríd kleyft að leika næsta leik.

Hvað gerist þegar ósigrandi afl mætir óhreyfanlegun hlut?

Spánn mun skera niður fjárframlög til Katalóníu ef hún lýsir yfir sjálfstæði. Ríkisstjórn Katalóníu mun þá í hraði koma á eigin skattakerfi og fjármálamarkaðir Spánar hrynja í kjölfarið.

Evrukreppan kemur til baka af fullum þunga og Brexit verður aukavandamál ESB".


mbl.is Dómstóll frestar fundi katalónska þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband