George Soros: ESB stafar ógn af Bandaríkjum Trumps, Rússlandi Pútíns, Tyrklandi Erdogans og Sýrlandi Assads

Skärmavbild 2018-06-04 kl. 20.31.10Hrægammakóngurinn George Soros telur að ESB grafi sína eigin gröf ef það hjálpar ekki Ítalíu að leysa innflytjendavandamálin. Telur hann vaxandi andúð á ESB á Ítalíu vera vegna þess að Frakkland og Austurríki hafi lokað landamærum sínum og Ítalía sitji uppi með flóttafólkið. Fullyrðir Soros, að ESB stafi mesta ógn af Bandaríkjunum, Rússlandi, Tyrklandi og Sýrlandi.

George Soros talar eins og hann stjórni ESB. Hann kostar auglýsingaherferðir í Bretlandi um að Bretar eigi að kjósa upp á nýtt gegn Brexit. George Soros er einnig virkur á Ítalíu en hann hefur útmálað Salvini sem handbendi Pútíns og að Lega sé fjármagnað af Kreml. Man einhver eftir Panamaskjölunum og ásökunum á hendur fv. forsætisráðherra Íslands Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir að vera í slagtogi með Pútín og al-Assad?

Mikil ringulreið hefur gripið um sig meðal Brusselbúrókrata eftir stórsigur hægri flokka Ítalíu – Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Lega. Hafa fulltrúar flokkanna hótað að vísa hálfri milljón skilríkjalausum hælisleitendum úr landi jafnframt því sem nýja ríkisstjórnin ætlar að biðja Seðlabanka ESB um að afskrifa 250 milljarða evru af skuldasúpu Ítalíu. Hætt er við, að Ítalía sé "To Big to Save" og að evrusvæðið leggist á hliðina, ef gríski harmleikurinn verði endurtekinn í öðru veldi með Ítalíu. 

Þótt Merkel hafi gefið Makrón grænt ljós á alríkið með stofnun ESB hers og lánasjóð fyrir skuldsett evruríki, þá eru hvorki hún né aðrir Þjóðverjar fylgjandi efnahagslegum eftirgjöfum við Ítali.

Spurningin er hversu lengi ferlið getur gengið áfram áður en sýður endanlega upp úr og ESB gefi upp öndina. 


mbl.is Sikiley hætti sem flóttamannabúðir Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Gústaf. Já sá þetta fyrir nokkru annarstaðar og fanst skrítið að Soros skildi segja svona hann sem er aðalhvatamaður flóttamanna og styrkir NoBorder og allt í kring um flóttamenn. Ég vona að Ítalirnir standi sig í þessari baráttu og enn spurning hvað stendur til hjá Soros. 

Valdimar Samúelsson, 4.6.2018 kl. 21:09

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar, þakka innlit og orð þín. ESB er að springa á hælisleitendavandamálunum og Soros reynir tjösla líkinu saman svo hægt sé að fresta útförinni. Hann er að reyna að lægja öldurnar hjá þjóðum sem óttast að fjármálakreppa Ítala fari með allt evrusvæðið á hliðina. Hann spilar á hatur gegn Bandaríkjamönnum sem ýtir undir Þjóðaverja að gerast herskáir....

Gústaf Adolf Skúlason, 4.6.2018 kl. 22:01

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Gústaf það er einhvað að ske hjá Soros og ég tel hann og Merken sem gegn mankyninu þegar maður hugsar um alla sem hafa látið lífið fyrir blekkingu eina. 

Valdimar Samúelsson, 5.6.2018 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband