Grannarnir ætla að vopnast ef glæpamennirnir koma aftur

bilbrandVargöld ríkir í Svíþjóð. Sprengingar á heimilum, sprengjuárásir á stofnanir yfirvalda, árásir á lögreglu, gengjastríð með skotvopnum, bílabrunar, skólabrunar, nauðganir, vopnuð rán, barsmíðar á saklausu fólki - og núna síðast skotárás á þingmann Svíþjóðardemókrata á kosningaferðalagi. Líktollurinn stækkar, yfirvöld eru í afneitun, lögreglan kallar eftir hjálp almennings. Öðrum lögreglustörfum er ýtt til hliðar vegna manneklu og allur krafturinn fer í að mæta hinu vaxandi ofbeldi. 

Sem leiðir til sorglegra mistaka eins og að drepa dreng med Downs syndrom sem hélt á leikfangabyssunni sinni, þegar hann féll fyrir kúlum lögreglunnar. 

Hræðslan við vaxandi ofbeldi breiðir úr sér. Eiturlyfin tæra sundur samfélagsstoðir allar og eiturlyfjamafíur ráða ríkjum í heilum hverfum, þar sem hvorki slökkviliðsmenn né sjúkraflutningamenn fara inn í nema í skjóli lögregluverndar.

Eftir bílaíkveikjurnar í Vestur Svíþjóð 13. ágúst segjast íbúar Vestur Frölunda undirbúa sig að verjast með vopnum, þegar árásarmennirnir koma næst. Ismet Iljazis, einn þeirra sem missti bílinn, segir í viðtali við sjónvarpið að hræðslan hafi gripið um sig eins og skæð pest meðal íbúanna. Glæpamennirnir sem kveiktu í bílunum voru grímuklæddir og fullvissuðu sig um að íbúarnir tækju vel eftir, þegar þeir kveiktu í bílum þeirra. Verkefnið var að skapa hræðslu hjá íbúunum og sýna hverjir ráða yfir hverfinu: 

"Við erum hér - gætið ykkar".

Fáir þora að vitna í þessum hverfum. Þegar hræddir íbúar leita til vopna til að sefa hræðsluna er það aðeins tímaspurning hvenær átök sem líkjast stríðsátökum brjótast út. 

Á meðan halda stjórnmálamenn áfram að dæla brosandi út loforðum til kjósenda og segja að ástandið muni nú bráðum lagast.


mbl.is Unglingur myrti heimilislausan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þú segir sannar fréttirnar úr Svíaríki, Gústaf Adolf.

Ætla vinstri flokkarnir íslenzku, meðreiðarsveinar þeirra og gaggandi meðvirknis-hænsnin að læra eitthvað af þessu?

Jón Valur Jensson, 30.8.2018 kl. 04:06

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, þakka innlit og jafnframt öll skrifin og baráttu. Mér virðist íslenskir stjórnmálamenn duglegir að afrita afstöðu kollega sinna í öðrum löndum = breiða yfir vandann. Eins og þú orðar það: meðreiðarsveinar og gaggandi meðvirknis-hænsni. Þjóðin þarf að sameinast á ný til þess að verja árangur sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og stofnun lýðveldisins 1944. Fjöregg íslensku þjóðarinnar er í hættu. kkv 

Gústaf Adolf Skúlason, 30.8.2018 kl. 04:16

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég tek undir það með þér, vinur og félagi í baráttunni.

Jón Valur Jensson, 30.8.2018 kl. 13:58

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Gústaf þetta eru sorglegar fréttir frá Svíum og reyndar kom mér til að læsa sumarbústaðnum á kvöldin hjá okkur hjónunum með það líka í huga hvað hefir verið að ske hér á Íslandi undanfarið enda öpum við allt eftir Svíum svo því ekki svona glæpi.

Ég tel að það saki ekkert frekar en þar sem ég bjó erlendis að hafa vopn við hönd eigi menn þau enda eru þau til þess í og með að verja sig fyrir glæpagengi.  

Valdimar Samúelsson, 30.8.2018 kl. 14:44

5 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Framtíð álfunnar hvað varðar tjáningarfrelsi í þessum málsflokki er dökk. Dæmi um það er hvernig Þýska óeirðalögreglan tekur mótmælendur í mótmælagöngum gegn stefnunni í innflytjendamálum  engum vettlingatökum, eins og sjá má á Youtube, ef ekki er búið að ritskoða það nú þegar. -bryndrekar sem sprauta táragasi úr byssum, -skjaldarraðir vopnaðra herlögreglumanna  o.s.frv.  Hvernig verður tjáningafrelsi og fundafrelsi meðal ættjarðarvina, íhaldsamra eða kristinna í stórríki Evrópu þegar fram líða stundir ef svo fer fram sem horfir . Það er hreint óbærileg tilhugsun.  Netlögreglan vaktar samfélagsmiðla þeirra sem hafa slíkar skoðanir og óeirðalögregla er á hliðarlínunni. Rót vandans er að mínu mati afkristnun Vesturlanda. Guðleysi og Islam eru hinir nýju guðir álfunnar.

 

Guðjón Bragi Benediktsson, 30.8.2018 kl. 17:17

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemdir Valdimar og Guðjón, það eru váleg teikn í myndinni. Íslendingar ættu að hugsa sinn gang gaumgæfilega til að falla ekki í gryfju samningasviks þjóðarsáttmálans: Með lögum skal land byggja. Hættir fólk að geta treyst á lögreglu og réttarfarsríki, hvað er þá til ráðs að taka? þjóðin þarf að taka saman höndum og stöðva þessa þróun. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 30.8.2018 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband