Stjórnin sem kjósendur felldu er gengin aftur

riks_11Segja má að viðsnúningur Miðflokks og Frjálslyndra, sem gengu til kosninga á þeim grundvelli að fella ríkisstjórn Stefan Löfvens en snérist hugur og blésu lífi í líkið, hafi bjargað síðasta virki sósíalismans í Svíþjóð sem kjósendur höfnuðu 9. september 2018. Sósíaldemókratar biðu þá mesta afhroð frá stofnun flokksins 1912.

Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata sagðist aldrei áður hafa upplifað jafn merkilega, jafn furðulega og jafn fáranlega stjórnarmyndun. Ulf Kristersson formaður Móderata sagði það söguleg mistök Miðflokks og Frjálslyndra að endurtaka samkomulag við sósíaldemókrata um að útiloka flokka á þingi. "Við skulum ekki gleyma því að samanlagt hafa vinstri og Svíþjóðardemókratar 25% kjósenda að baki sér. Stjórnmálasamstarf á að snúast um eitthvað annað en að útiloka aðra." Ebba Busch Thor sagði ríkisstjórnin byggða á lygi. Ómögulegt væri að bæði semja við vinstriflokkinn um að koma málum að sem Miðflokkur og Frjálslyndir hóta með vantrausti ef reynt verður og jafnframt verða við kröfum þeirra síðarnefndu sem vinstriflokkurinn hótar með vantrausti ef reynt verður.

Við atkvæðagreiðsluna hafði Stefan Löfven 115 þingmenn með sér en 153 gegn sér. Að hann nær kjöri er vegna reglna þingsins, hið s.k. "neikvæða" þingræði, þar sem meirihluta þings eða 175 þingmenn þarf gegn þeim sem býður sig fram til þess að hann eða hún falli.

Skoðanakannanir sýna að Frjálslyndir og Umhverfisflokkurinn myndu falla af þingi ef kosningar væru í dag. 70% kjósenda segjast hafa minna eða glatað traust til stjórnmálamanna í Svíþjóð í dag.

Láir þeim það nokkur?


mbl.is Löfven verður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er þetta ekki svipað munstur og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar í höfuðborginni? Hugsjón vinstri slagsíðupólitíkusa snýst orðið um það eitt að útiloka þennan, eða útiloka hinn, svo "vér einir vitum" geti áfram setið að kjötkötlunum og ungað út bröggum, Hofsvallagötum og Grensásvegum. Til fjandans með fórnarkostnaðinn, þá má alltaf sækja meira fé í vasa hins vinnandi manns, með auknum álögum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.1.2019 kl. 23:30

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Halldór, vinstri menn þurfa að mála upp fjanda á vegg til að blekkja fólk, því ekki stendur nú stjórnmálastefna þeirra undir miklu öðru en frekjast um völdin. Spillingarstjóri Rvk. Er ekki Dagur B. búinn að undirrita eiginn dauðadóm með tilraunum til að hindra framgang réttvísinnar sem aðeins vill sjá glufu inn í ósómann? Í Svíþjóð útmálar flokkur krata, sem dyggilega studdu nazista allt fram að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, sjórnmálaandstæðinga sína sem "nazista" til að fela eign spillingu og sóun almannafés. Því miður enn til fólk sem gleypir við lyginni.

Gústaf Adolf Skúlason, 19.1.2019 kl. 07:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þessir tveir flokkar sem "sviku lit" hafi endanlega skrifað undir "dánarvottorð sitt" og Vinstri flokkurinn líka.  Kjósendur koma til með að muna þessi SVIK í næstu kosningum.  Þá verða miklar sviptingar í Sænskum stjórnmálum og þá er nokkuð víst að Stefan Löven verður Ekki forsætisráðherra og Sósíaldemókratar ekki einu sinni í ríkisstjórn.....

Jóhann Elíasson, 19.1.2019 kl. 12:19

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, mikið rétt. Skv. nýjustu skoðanakönnunum myndu Frjálslyndi flokkurinn og Umhverfisflokkurinn detta út af þingi og hlutföllin yrðu þá þannig að Sósíaldemókratar og Miðflokkur fengju 138 þingmenn en Svíþjóðardemókratar, Móderatar og Kristdemókratar fengju 179 þingmenn. Niðurstöður kosninganna voru að vinstri ríkisstjórnin ætti að fara frá en vegna svika Miðflokks og Frjálslyndra verður hún áfram. Enn verið að reyna á þolrif Svía....

Gústaf Adolf Skúlason, 19.1.2019 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband