Er Alþingi reiðubúið að taka af skarið með óheillaumsóknina forðum?

200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svgTöluvert hefur verið rætt um, að ESB-umsóknin liggi óvirk í skúffu og að ríkisstjórn hliðholl Evrópusambandinu geti dustað af henni rykið í framtíðinni og haldið áfram aðlögunarferlinu að þjóðinni forspurðri. Þá fengi þjóðin enga viðkomu frekar en þegar Samfylkingin - með þvinguðum "stuðningi" Vinstri Grænna, sendi þjóðina út í horn á meðan ríkisstjórnin sótti um inngöngu í ESB.

Sjaldgæf fávizka talsmanna Samfylkingarinnar, sem reyndu að blekkja þjóðina með samningapakka, afhjúpaðist á eftirminnilegan hátt, þegar Össur Skarphéðinsson fv. utanríkisráðherra  var "tuktaður til" af fulltrúm ESB sem upplýstu að um engar samningaviðræður væri að ræða heldur hreint aðlögunarferli. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir réttilega á, að innganga í ESB er spurning um aðlögun íslensku stjórnarskrárinnar að stjórnarskrá ESB Lissabonsáttmálanum.

Það færi mjög vel á því að Alþingi ályktaði um afstöðuna til ESB og óheillaumsóknarinnar forðum. Alþingi myndi með slíkri ályktun hreinsa andrúmsloftið og leggja skýrar línur um málið í framtíðinni, þannig að engin ríkisstjórn gæti á eigin forsendum vélað þjóðina inn í stórveldi meginlandsins sem einungis vex í öfuga átt við lýðræðið.

Það myndi bæta ímynd Alþingis að álykta um frelsi þjóðarinnar til að ákveða sjálf örlög sín og binda samtímis formlegan endi á hugsanlegt, áframhaldandi innlimunarferli ESB í trássi við vilja þjóðarinnar.

Vonandi hafa öldurnar lægt það mikið eftir "hrun" að Alþingi geti núna sameinast um framhald málsins.

Slíkt yrði heillaspor fyrir Ísland.

 

 


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband