Færsluflokkur: Evrópumál

Efnahagur heimsins eins og Títanik án björgunarbáta

Það er afskaplega gott að vita af núverandi réttarhöldum yfir bankasvindlurum Kaupþings, sem trixuðu með eigin verðbréf til að blekkja markaðinn. Aftur og aftur sýnir það sig, að eigendur banka með eigin hlutabréf í kauphöllum blekkja viðskiptavini og taka áhættu með fé viðskiptavinarins fyrir eigin vinning.

Engin önnur atvinnugrein í heiminum nema í einræðisríkjum býr við ríkisábyrgð og ríkisstyrki á sama hátt og bankar. Ísland er einsdæmi á heimsvísu með neyðarlögunum og Icesave, sem stöðvuðu rán bankasvindlara á fjármunum skattgreiðenda. Nóg er samt um skaðann og núverandi réttarhöld yfir svindlurum Kaupþings hafa þýðingu, sem ekki verður mæld í krónum.

Sem dæmi um ímynd bankanna er hér myndband frá fjármálasamtökum Belgíu, þar sem börn eru spurð um, hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Enginn velur bankastarfið en hafa sitt hvað að segja um bankana.

 

Hvorki seðlabankar né ríki eiga neitt eftir til að verjast næsta efnahagsáfalli

Í nýrri skýrslu risabankans HSBC lýsir Stephen King hagfræðingur bankans yfir, að efnahagur  heimsins er eins og Títanik án björgunarbáta áður en skipið sigldi á ísbergið. Allir bátarnir eru farnir, sem venjulega eru notaðir við kreppur. Háar ríkisskuldir skilja lítið svigrúm eftir fyrir aðgerðir ríkja og seðlabankar eru ráðalausir, þegar vextirnir eru komnir í mínus. King telur upp fjögur atriði sem fær heiminn að tapa andanum:

1. Launahækkanir í Evrópu og Bandaríkjunum leiða til hruns verðbréfamarkaða.

2. Lífeyrissjóðir geta ekki mætt útgjöldunum næstu tíu árin og neyðast til að selja eignir á lágu verði til að ná sér í peninga.

3. Efnahagur Kína snarstoppar, verð á hráefnum hrynur og alþjóðlegur efnahagur brotnar til grunna.

4. Seðlabankar eins og Federal Reserve í Bandaríkjunum byrja að hækka vexti of snemma.

Stephen King líkir ástandinu við Títanik: "Við munum halda áfram siglingunni yfir hafið á skipi sem þyrmilega vantar björgunarbáta. Margir, þeirra á meðal eigendur Títanik héldu, að skipið geti ekki sokkið. Hönnuður bátsins var samt fljótur að benda á, að "Skipið er gert úr járni, herra. Ég ábyrgist, að það geti sokkið!"

 

mbl.is „Það er einfaldlega refsivert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldsflokkur vinnandi alþýðu með hreinan meirihluta

britishÞað hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með brezku kosningunum, ekki sízt vegna útgönguspár nær allra opinberra spámanna um að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn yrðu jafnir og hvorugur gæti myndað meirihlutastjórn eftir kosningar. Má með sanni segja að ósigurvegari brezku kosninganna séu fjölmiðlar í hópferli aðskildir frá alþýðu Breta; fjölmiðlar sem fyrirmunað var að skilja, að brezk alþýða velur vinnusemi fram yfir iðjuleysi og bótalíf,  hreinskilni í stað blekkingarspils og kosningu um útgöngu úr Evrópusambandinu í stað þvingandi reglugerða og búrókratastjórn í Brussel. Íhaldsflokkurinn verðlaunar vinnusemi, smáfyrirtækjarekstur og heilbrigða skynsemi og uppsker eins og hann sáir.

Það er svo sannarlega hægt að samgleðjast með Tories á þessari sögulegu stund að fá hreina meirihlutastjórn og er það öfundsverð staða miðað við margar aðrar þjóðir í Skandinavíu og á meginlandinu. Bretar sýna umheiminum svart á hvítu hvernig raunstaða stjórnmálanna er orðin í ESB-ríkjunum: Íhaldið stendur við hlið hins vinnandi manns, vinstri menn við hlið fjárglæframanna og mafíósa. Öll hefðbundin formerki stjórnmála eru í dag á haus og eru íhaldsmenn róttækustu umbótasinnar almennings hvert sem litið er. Fylgi sósíaldemókrata hrynur í hverju landinu á fætur öðru sem betur fer vegna "alþjóðavæðingar", þar sem traðkað er á öllum þjóðlegum sérkennum og sálar- og andlitslaus stjórn í fjarska kemur í stað persónulegra stjórnmálamanna á heimavelli.

Er einhver fyrir utan hálaunuð andlaus vélmenni sem skilgreinir Evrópusambandið sem sitt föðurland?

Kosningaþáttakan gæti samt verið meiri en 66% sem er slök þáttaka á norræna vísu. Kom fram fyrir kosningar að meirihluti kjósenda í fyrsta skipti ætluðu ekki að nýta kosningarétt sinn.

61% Breta vilja skv. skoðanakönnun breyta kosningakerfinu og færa það í meira lýðræðisform með því að láta fjölda atkvæða í stað misjafnstórra kjördæma ráða fjölda þingsæta. Þá hefði hlutur Sjálfstæðisflokksins í Bretlandi orðið 82 þingmenn í stað núverandi eins þingmanns. Sjálfstæðisflokkurinn jók hlutfallslega mest við fylgið og hefur því allt stærri stöðu í hjörtum kjósenda en þingstaðan segir til um.

Þessi niðurstaða er öllu framfarasinnuðu fólki gleðiefni, ekki síst Íslendingum sem eru svo lánsamir að hafa ríkisstjórn með sömu heilbrigðu grundvallarafstöðu til vinnu og framfara og Íhaldsflokkur Breta. Það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá niðurskurð á skuldum heimilanna og aðrar peningaleiðréttingar á Íslandi ásamt aðgerðum sérstaks saksóknara gegn fjármálaglæframönnum bankanna en slíkt er einsdæmi, að réttarkerfið taki á bankasvindlurum nútímans.

Bretar sýna enn og aftur að þeir elska lýðræði og lyfta fram mannlegum gildum sem sameiginlegum verðmætum okkar. Slíkt gefur góðan innblástur.

 


mbl.is Tíundaði kosningaloforð íhaldsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland: Afhendið fiskimiðin! Bretland: Þið sleppið ekki úr netinu!

Umræður eru um þjóðaratkvæðagreiðslur bæði á Íslandi og í Bretlandi. Á Íslandi heldur landsölufólkið áfram þeirri slóttugu iðju að blekkja landsmenn til að hætta við kröfur Alþingis um óskoruð yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum. Það sem kallað er atkvæðagreiðsla um "áframhaldandi viðræður" er ekkert annað en atkvæðagreiðsla um að landið afsali sér fullveldi sínu yfir sjávarlögsögunni. Á þessu atriði strönduðu viðræðurnar og í staðinn fyrir "kíkja í pakkann" lygar er nú komið með "áframhaldandi viðræður" lygar.

Í nágrannalandi okkar Bretlandi eru einnig umræður um þjóðaratkvæðagreiðslu, nefnilega loforð David Camerons um að ef hann fái traust kjósenda til áframhaldandi stjórnarmyndunar, þá munu Bretar fá að kjósa um hvort þeir vilja halda áfram að vera með í ESB eða ekki. Tony Blair fer nú hamförum í Bretlandi og útmálar Bretlandi sem Kúbu andskotans verði Bretum gefinn þessi kostur. Hann hefur fyrir löngu síðan selt sálu sína og veit að landsöluhópur hans er í hverfandi minnihluta.

Skärmavbild 2015-04-08 kl. 23.49.51

Læt fylgja með skjáskot af teiknimynd Steve Bell í The Guardian um ESB prédikarann Tony Blair sem hótar eldi og brennisteini ef Bretar sjá ekki sæluna í ESB.

 


mbl.is Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla um að AFHENDA ESB FISKIMIÐIN

Skärmavbild 2015-03-24 kl. 23.46.41

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eina ástæðan fyrir vinstra landsölufólkið á Alþingi að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu er til að blekkja þjóðina að afhenda Evrópusambandinu fiskimiðin svo hægt sé að opna sjávarútvegskaflann og halda áfram að veiða lýðveldið í net ESB.

Þjóðin ætti öll að rísa upp sem einn maður og flengja stjórnarandstöðuna fyrir þennan vesældóm. 

Ísland er og mun áfram verða sjálfstætt ríki skv. stjórnarskrá Lýðveldisins.

Á öll sjálfstæðisbarátta Íslendinga að verða til þess eins, að aumkunarverðar manneskjur sem vilja framselja sitt eigið land, komist í stöðu stiftamtsmanna ESB og drottni yfir landsmönnum?

Hvernig væri, að kratar, sósíalistar og kommúnistar hætti þessarri skemmdarverka- og sundrungarstarfi og gefi þjóðinni, Alþingi og ríkisstjórninni vinnufrið til að vinna að uppbyggingu efnahagsmála og annarra þjóðþrifamála?

Skilja þeir, sem eru að tvinna möskvastærðina í Evrópusambandsnetið ekki, að hinir lýðræðislega kjörnu embættismenn eru að vinna fyrir þjóðina?!

Færi ekki betur á því, að menn eins og Guðmundur Steingrímsson með bjarta fortíð afa síns, flytti sig réttum megin við strikið í stað þess að taka þátt í blekkingariðju krata og kommúnista við að knésétja fullveldi Íslendinga?

Þjóðaratkvæðagreiðsla stjórnarandstöðunnar snýst eingöngu um áframhaldandi aðildarferli að ESB svo hægt sé að opna sjávarútvegskaflann og fórna sjávarlögsögunni. 

Ég segi NEI við svikamyllu stjórnarandstöðunnar.
no 


mbl.is „Herra forseti, ég skil ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drukknaður, skotinn og hengdur....en dregur hann enn andann?

Skärmavbild 2015-03-22 kl. 14.06.31Fyrirsögnin ofan er sótt úr nýjasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, sem er ein besta lýsing fram að þessu á umræðugetu stjórnarandstöðunnar um hina margdauðu aðildarumsókn þeirra. Þetta lýsir einnig stjórnmálastöðu formanns Samfylkingarinnar Árna Páls Árnasonar, sem heldur eins atkvæða forystu nokkur andartök í viðbót. 

Engan þarf að undra "nótt hinna löngu hnífa" innan Samfylkingarinnar með valdaránstilraun Jóhönnu Sigurðardóttur á bak við tjöldin. Eina samstaðan sem finnst innan Samfylkingarinnar er fólgin í duldum hluta nafnsins: Samfylking gegn Íslandi. Að troða Íslandi inn í ESB er eina stefnumálið og skiptir engu, hvernig farið er að ná því markmiði eins og stíllinn sýnir innan veggja þessa stjórnmnálaflokks.

Samfylkingin er verkfæri í höndum Alþjóðasamtaka sósíaldemókrata, sem hefur valdastöðu innan Evrópusambandsins og lofar ofurborguðum embættum til meðlima. Fyrir það markmið skipta smámunir eins og almennir kjósendur, lýðræðisreglur, stjórnarskrár og sjálfsákvörðunarréttur þjóða engu máli.

Í stjórnarandstöðu tekst Samfylkingunni með hinum andstöðuflokkunum t.o.m. að ná því markmiði að verða enn verri stjórnarandstaða en þeim tókst að verða slæm ríkisstjórn, sem setti nýtt Íslandsmet í leiðindum.

Væri ágætt að hinn nýkjörni einsatkvæðaformaður byrjaði á því að lesa Reykjavíkurbréf Mbls. og byrja á því að svara spurningunni: Hvað hefur þjóðin gert mér?


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðvegurinn þroskast fyrir afturköllun umsóknar

UnknownÞað var afar ánægjulegt að lesa alveg prýðilegt viðtal við fjármálaráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar í Frjálsri Verslun varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB. Það var löngu tímabært, að Bjarni tæki blaðið frá munninum og gæfi afdráttarlausa afstöðu hans sjálfs sem formanns Sjálfstæðisflokksins í einu af stóru málum þjóðarinnar. 

Bjarni hefur alveg hárrétt fyrir sér í því, að ríkisstjórnarflokkunum ber engin skylda til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um strandað mál fyrri ríkisstjórnar. Kjósendur gáfu henni eitt lengsta nef kosningasögunnar í síðustu alþingiskosningum. Það er enginn grundvöllur að þvinga upp á ríkisstjórnina eftirákosningu, þótt ýmis orð hafi fallið í aðdraganda kosninganna. Bellibrögð síðustu ríkisstjórnar varðandi "kíkja í pakkann" dæmið eru engin vinnubrögð að taka eftir og hreinskilin umræða byggð á staðreyndum besta leiðin til að skýra málin.

Bjarni skýrir öll helstu rök fyrir afturköllun umsóknarinnar t.d. eins og að það sé í raun og veru ekki svo mikið mál eins og aðildarsinnar reyna að blása upp, þar sem "Komi fram vilji til að halda viðræðunum áfram erum við hvort sem er á byrjunarreit. Það að draga umsóknina til baka er því ekki jafnstór ákvörðun og menn láta í veðri vaka. Það er miklu frekar formsatriði og afdráttarlaus yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um stöðu málsins; að við séum ekki lengur umsóknarríki."

Bjarni bendir enn frekar á að hann hafi greitt atkvæði gegn tillögunni um að ganga í Evrópusambandið og er full þörf á að minna á það, þar sem fyrri ríkisstjórn meinaði þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en lætur í veðri vaka í stjórnarandstöðu að "kasta beri eldi og brennisteini" að þeim sem ekki vilja fylgja stefnu sinni.

Margt hefur einnig komið fram hjá Samfylkingarmönnum eins og Jóni Baldvini Hannibalssyni sem loksins virðist farinn að gera sér grein fyrir ástandinu hjá ESB, bankastefnunni og hvernig evran hefur leikið lönd eins og Grikkland grátt.

Formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason hefur einnig lýst nagandi efasemdum um ESB og allt er það blessað og gott að þeir blindu nú byrja að öðlast sýn og er það góðra gjalda vert.

Staðan varðandi ESB-umsókn fyrri ríkisstjórnar, sem þjóðinni var sagt ósatt um að væri ekki alvöru umsókn, þar sem bara væri verið að "kíkja í pakkann og sjá, hvað hægt væri að velja um" má líkja við eftirfarandi:

Fjallkonan var kefluð þegar hún var þunguð af ESB-umsókninni. Henni var bannað að segja sitt álit og ekki gefið tækifæri á að ráða hvað hún vildi gera sjálf. Eftir nokkurn tíma varð fóstrið andvana og aðstandendur þess vilja ekki fjarlægja það heldur eyða tímanum í að fá hana til að samþykkja framlengdan meðgöngutíma sem setur líf hennar í hættu.

Þegar fólk ber að garði sem bendir á þá einföldu staðreynd að aðskilnaður andvana fósturs og móðurinnar er grundvöllur áframhaldandi lífs móðurinnar, þá er þeim og fjallkonunni hótað með eldi og brennisteini. (Virðist greinilega vera í tísku hjá stjórnarandstöðunni sem svar við öllu núorðið. Af hverju fer stjórnarandstaðan ekki bara til Bárðarbúngu? Nóg er að taka af þar).

Málið er viðkvæmt. Dagur breytinga er kominn. 

Fjallkonan verður að fá að lifa.

 


Breskur NATO-hershöfðingi varar við allsherjarstríði við Rússa

SiradrianbradshawÍ ræðu í fyrri viku sagði Sir Adrian Bradshaw, hershöfðingi frá Bretlandi, að ógn Rússa væri "afgerandi ógn gegn allri tilveru okkar." Að sögn Daily Express varaði hann við, að Pútín gæti ráðist á NATO-ríki eins og Baltísku löndin til að breyta landamærum Evrópu.

"Við sjáuum hefðbundinn herafla Rússlands upptekinn við að aðstoða aðskilnaðarsinna að hertaka landssvæði í Austur-Úkraínu, þrátt fyrir blygðunarlausa afneitun í Kreml."

"Ógn Rússlands og hættan á mistökum sem hún hefur í för með sér geta leitt til allsherjarstríðs burtséð frá því, hversu ólíklegt við teljum að slíkt geti gerst; þetta er afgerandi ógn við gjörvalla tilveru okkar."

Þessi varnaðarorð koma tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherra Breta, Michael Fallon, talaði í sömu veru og sagði Rússa vera "skýra, yfirstandandi ógn."

Ivan Ivanovic

Ég tók viðtal í dag við 95 ára gamlan Úkraínumann, sem búið hefur í Stokkhólmi frá stríðslokum seinni heimsstyrjaldar. Hann telur það útilokað mál að semja við Pútín og í reynd glataðan tíma. Ivan telur eina málið, sem Pútín hlustar á vera stríðsógn.  

"Pútín er enginn geðsjúklingur, hann kemur frá KGB og er njósnari. Markmið hans er að endurreisa landamæri Sovéts og hann hlustar ekki á neitt nema stríðsógn. Úkraína þarf á vopnum að halda til að mæta nútímavopnum Rússa í austurhlutanum. Ég trúi ekki á þvingun í herinn, meira á taktík eins og Víetnamstríðið."

Viðtalið verður flutt í Útvarpi Sögu fimmtudagsmorgun milli 7 og 8.


20 skriðdrekar og 10 flugskeytapallar frá Rússlandi í dag til nágrennis Mariopol

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 18.44.10Rússar sendu a.m.k. 20 skriðdreka og 10 færanlega flugskeytapalla yfir landamærin til nágrennis hafnarborgarinnar Maríopól í Austur-Úkraínu í dag. Einnig hefur sést til rútulestar fullri af rússneskum hermönnum fara yfir landamærin á leiðinni þangað. 

ESB-nefnd efri deildar brezka þingsins lýsti yfir í dag, að ESB hefði gengið í svefni, þegar kreppan í Úkraínu hófst og gróflega mistúlkað stemninguna í Kreml í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu, er þeir hernámu Krím-skagann.

Vopnahléið er varla vikugamalt, þegar Úkraína og USA ásaka aðskilnaðarsinna um að hafa rofið það a.m.k. 250 sinnum. 

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 18.42.40Sænska sjónvarpið sýndi beint frá því, þegar hermenn komu heim eftir að hafa verið hraktir á flótta frá Debaltseve. Nokkrir hermenn mótmæltu því harðlega, að um skipulagt fráhvarf hafi verið að ræða og kröfðust þess við heimkomuna, að Porósjenkó Úkraínuforseti bæðist þjóðina afsökunar á röngum upplýsingum um flóttann. Jafnframt sögðu þeir að langtum fleiri hermenn hefðu dáið en ríkisstjórnin hefði gefið upp.

Skärmavbild 2015-02-20 kl. 19.13.21Það var þéttstaðið á brautarstöðinni, ættingjar og vinir tóku á móti hermönnum og hylltu þá fyrir að vilja fórna lífum sínum fyrir Úkraínu. Eitt ár er liðið frá átökunum á Sjálfstæðistorginu í Kíev, þegar fyrrum Rússahollur forseti Úkraínu hrökklaðist frá völdum.

Þýzkaland mun fleygja kústsköftunum og hefja vopnaframleiðslu fyrir þýzka herinn, þegar öllum má ljóst vera, að Pútín meinar alvöru með að endurreisa gömul landamæri Sovétríkisins. Margir í baltísku löndunum búast við svipuðu ástandi meðal rússneskt mælandi eins og gerðist í Austur Úkraínu í aðdraganda hernáms Krímskagans. Pútín virðist halda að hann komist upp með hvað sem er og allur átakaferillinn stefnir því miður í blóðug stórátök milli Natóríkja og Rússlands.

Fer fram sem vindur getur pandóruaskja helvítis opnast enn á ný í Evrópu: Styrjöld með öfgaöflum múslíma er kenna sig við kalífatið IS í suðri með árásum inni í Evrópu og Vesturveldin með Bandaríkin, Breta og Þýzkaland sem fremstu bandamenn í stórstyrjöld gegn heimsyfirráðum Rússa.  


mbl.is Með kústsköft í stað vélbyssa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarkall frá Úkraínu

Skärmavbild 2015-02-18 kl. 21.29.01Í fréttatíma sænska sjónvarpsins í kvöld sagði fréttakonan Elin Jönsson að flótti Úkraínuhers frá Debaltseve væri á vörum allra, sem hún hefði talað við í dag í Úkraínu. Þúsund kílómetra frá víglínunni liggur borgin Lviv en vegalengdin frá stríðinu nær ekki að koma í veg fyrir hræðsluna sem nú breiðist út meðal íbúa Úkraínu jafnvel í vestur hlutanum. 

Friðarvonin er langt í burtu segja margir staðarbúar.

"Ég er mjög hrædd. Þetta er óhugnanlegt. Ég vona að bardagarnir komi ekki hingað. Ég held ekki að það verði friðsamleg lausn," segir María sem ekki vill gefa upp eftirnafnið.

"Ég trúi ekki á neina lausn stríðsins í bráð. Margir fleiri munu deyja. Aðeins Guð og Pútín vita, hvernig þetta endar," segir annar íbúi, Anatol.

"Brot gegn friðarsamningnum er notað sem afsökun til að hervæðast, þrátt fyrir að Pútín tali um frið" segir Elin Jönsson. 

"Pútín mun ekki láta sér nægja Krím og núna austurhluta landsins. Hann gæti farið alla leiðina til Varsjár" segja raddir á götunni. 

roland-ukraina-jpgFólk er reitt og þreytt á Pórósjenkó, sem reyndi að láta líta svo út að flóttinn hafi verið skipulagður og yfirvegaður. Frásagnir hermanna og íbúa vitna um annað og fjöldi fallinna hermanna og særðra er sagður miklu meiri en opinberlega er gefið upp. Hermennirnir voru innikróaðir af her aðskilnaðarsinna og Rússa og mannfall hefði orðið miklu meira ef ekki hefði verið flúið af hólmi.

Hermaðurinn Rostislav telur að rangir hlutir hafi verið í fókus í friðarsamningnum. Hann telur að leggja hefði átt áherslu á að loka landamærunum að Rússlandi til að koma í veg fyrir hernaðargögn og aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinna.

"Ef landamærunum væri lokað lyki stríðinu á tveimur vikum. Í hvert skipti sem Rússar senda "mannúðarsendingar" setjum við á okkur hjálmana. Við vitum hvað bíður okkar," segir Rostislav.

Pórósjenkó sendi neyðarkall till Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins og bað um aðstoð í dag. 


mbl.is Úkraínskar hersveitir hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tuttugu ár í röð hafa endurskoðendur neitað að samþykkja reikninga ESB

Skärmavbild 2015-02-16 kl. 15.21.31Um það bil 7 miljörðum evra eða mótsvarandi 1054 miljörðum íslenskra króna var eytt á ólöglegan hátt af fjárlögum ESB 2013. Endurskoðendur neituðu tuttugasta árið í röð að samþykkja ársreikninginn. Á fundi fjármálaráðherra aðildarríkja ESB á morgun munu Lettar bera fram tillögu Evrópuþingsins að fría framkvæmdastjórnina ábyrgð á reikningum fyrir ár 2013. Búist er við að yfirgnæfandi meirihluti samþykki tillögunnar.

Svíar munu greiða atkvæði gegn samþykkt ásamt Bretum og Hollendingum fjórða árið í röð. Lokauppgjör 2013 sýnir 4,7% frávik frá fjárlögum ESB. Þetta er aukning um 0,1% frá fjárlögum 2012 og aukning frá 3,3% fráviki árið 2009. Svæðasjóðir ESB leka mestum peningum eða tæplega 7%. Einungis er heilmilt skv. lögum að víkja 2% frá fjárlögum.

Magdalena Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar á skv. samþykkt ESB-nefndar sænska þingsins að greiða atkvæði gegn samþykkt ársreiknings ESB 2013. "Við teljum að prósentutalan sé allt of há" segir Magdalena Andersson í viðtali við Europortalen. 

 

 


mbl.is „Einn stór pókerleikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband