Íhaldsflokkur vinnandi alþýðu með hreinan meirihluta

britishÞað hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með brezku kosningunum, ekki sízt vegna útgönguspár nær allra opinberra spámanna um að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn yrðu jafnir og hvorugur gæti myndað meirihlutastjórn eftir kosningar. Má með sanni segja að ósigurvegari brezku kosninganna séu fjölmiðlar í hópferli aðskildir frá alþýðu Breta; fjölmiðlar sem fyrirmunað var að skilja, að brezk alþýða velur vinnusemi fram yfir iðjuleysi og bótalíf,  hreinskilni í stað blekkingarspils og kosningu um útgöngu úr Evrópusambandinu í stað þvingandi reglugerða og búrókratastjórn í Brussel. Íhaldsflokkurinn verðlaunar vinnusemi, smáfyrirtækjarekstur og heilbrigða skynsemi og uppsker eins og hann sáir.

Það er svo sannarlega hægt að samgleðjast með Tories á þessari sögulegu stund að fá hreina meirihlutastjórn og er það öfundsverð staða miðað við margar aðrar þjóðir í Skandinavíu og á meginlandinu. Bretar sýna umheiminum svart á hvítu hvernig raunstaða stjórnmálanna er orðin í ESB-ríkjunum: Íhaldið stendur við hlið hins vinnandi manns, vinstri menn við hlið fjárglæframanna og mafíósa. Öll hefðbundin formerki stjórnmála eru í dag á haus og eru íhaldsmenn róttækustu umbótasinnar almennings hvert sem litið er. Fylgi sósíaldemókrata hrynur í hverju landinu á fætur öðru sem betur fer vegna "alþjóðavæðingar", þar sem traðkað er á öllum þjóðlegum sérkennum og sálar- og andlitslaus stjórn í fjarska kemur í stað persónulegra stjórnmálamanna á heimavelli.

Er einhver fyrir utan hálaunuð andlaus vélmenni sem skilgreinir Evrópusambandið sem sitt föðurland?

Kosningaþáttakan gæti samt verið meiri en 66% sem er slök þáttaka á norræna vísu. Kom fram fyrir kosningar að meirihluti kjósenda í fyrsta skipti ætluðu ekki að nýta kosningarétt sinn.

61% Breta vilja skv. skoðanakönnun breyta kosningakerfinu og færa það í meira lýðræðisform með því að láta fjölda atkvæða í stað misjafnstórra kjördæma ráða fjölda þingsæta. Þá hefði hlutur Sjálfstæðisflokksins í Bretlandi orðið 82 þingmenn í stað núverandi eins þingmanns. Sjálfstæðisflokkurinn jók hlutfallslega mest við fylgið og hefur því allt stærri stöðu í hjörtum kjósenda en þingstaðan segir til um.

Þessi niðurstaða er öllu framfarasinnuðu fólki gleðiefni, ekki síst Íslendingum sem eru svo lánsamir að hafa ríkisstjórn með sömu heilbrigðu grundvallarafstöðu til vinnu og framfara og Íhaldsflokkur Breta. Það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá niðurskurð á skuldum heimilanna og aðrar peningaleiðréttingar á Íslandi ásamt aðgerðum sérstaks saksóknara gegn fjármálaglæframönnum bankanna en slíkt er einsdæmi, að réttarkerfið taki á bankasvindlurum nútímans.

Bretar sýna enn og aftur að þeir elska lýðræði og lyfta fram mannlegum gildum sem sameiginlegum verðmætum okkar. Slíkt gefur góðan innblástur.

 


mbl.is Tíundaði kosningaloforð íhaldsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Brezkir kjósendur, og sérdeilis þeir skozku, höfnuðu jafnaðarmönnum og lýstu í raun yfir vantrausti á Verkamannaflokkinum og Miliband, sem tókst ekki að villa á sér heimildir, en hann er langt vinstra megin við velsæmi, þó að hann reyndi að breiða yfir það, er leið á kosningabaráttuna.  Jafnaðarmenn spila alls staðar í Evrópu rassinn úr buxunum.  Þeir eru stöðnuð stjórnmálasamtök, sem eiga engin svör við viðfangsefnum nútímans.  Þeirra svar er alls staðar og alltaf að þenja út báknið.  Af fjárhagslegum og lýðfræðilegum ástæðum gengur það ekki lengur.  "Laissez faire" afstaða þeirra til innflytjendamála á heldur ekki upp á pallborðið.  Íhaldsatkvæðin skiluðu sér heim, og þau geta gert það norðar líka.

Bjarni Jónsson, 8.5.2015 kl. 22:12

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Bjarni, já skozki þjóðarflokkurinn sópaði heldur betur til sín fylgi og tíufaldaði þingmannatöluna upp í 56 af 59 þingsætum Skota. Fréttaritari sænska sjónvarpsins Stefan Åsberg sagði í beinni, að Verkamannaflokkurinn væri nær gjörsamlega horfinn í Skotlandi: "Það virðist sem Verkamannaflokkurinn hafi engan svæðisbundinn stuðning lengur." Þessi þróun, að hægri flokkar njóta vaxandi fylgi vinnandi fólks og smáfyrirtækjarekenda sjáum við skýrt á Norðurlöndum t.d. í Finnlandi þar sem Sann Finnar fá aukinn trúnað alþýðu og jafnframt í Svíþjóð, þar sem komið hefur í ljós, að yfir 30% Alþýðusambandsins (LO) kýs Svíþjóðardemókrata. 

Gústaf Adolf Skúlason, 9.5.2015 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband