Jarđvegurinn ţroskast fyrir afturköllun umsóknar

UnknownŢađ var afar ánćgjulegt ađ lesa alveg prýđilegt viđtal viđ fjármálaráđherra Íslands, Bjarna Benediktssonar í Frjálsri Verslun varđandi ađildarumsókn Íslands ađ ESB. Ţađ var löngu tímabćrt, ađ Bjarni tćki blađiđ frá munninum og gćfi afdráttarlausa afstöđu hans sjálfs sem formanns Sjálfstćđisflokksins í einu af stóru málum ţjóđarinnar. 

Bjarni hefur alveg hárrétt fyrir sér í ţví, ađ ríkisstjórnarflokkunum ber engin skylda til ađ halda ţjóđaratkvćđagreiđslu um strandađ mál fyrri ríkisstjórnar. Kjósendur gáfu henni eitt lengsta nef kosningasögunnar í síđustu alţingiskosningum. Ţađ er enginn grundvöllur ađ ţvinga upp á ríkisstjórnina eftirákosningu, ţótt ýmis orđ hafi falliđ í ađdraganda kosninganna. Bellibrögđ síđustu ríkisstjórnar varđandi "kíkja í pakkann" dćmiđ eru engin vinnubrögđ ađ taka eftir og hreinskilin umrćđa byggđ á stađreyndum besta leiđin til ađ skýra málin.

Bjarni skýrir öll helstu rök fyrir afturköllun umsóknarinnar t.d. eins og ađ ţađ sé í raun og veru ekki svo mikiđ mál eins og ađildarsinnar reyna ađ blása upp, ţar sem "Komi fram vilji til ađ halda viđrćđunum áfram erum viđ hvort sem er á byrjunarreit. Ţađ ađ draga umsóknina til baka er ţví ekki jafnstór ákvörđun og menn láta í veđri vaka. Ţađ er miklu frekar formsatriđi og afdráttarlaus yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um stöđu málsins; ađ viđ séum ekki lengur umsóknarríki."

Bjarni bendir enn frekar á ađ hann hafi greitt atkvćđi gegn tillögunni um ađ ganga í Evrópusambandiđ og er full ţörf á ađ minna á ţađ, ţar sem fyrri ríkisstjórn meinađi ţjóđaratkvćđagreiđslu um máliđ en lćtur í veđri vaka í stjórnarandstöđu ađ "kasta beri eldi og brennisteini" ađ ţeim sem ekki vilja fylgja stefnu sinni.

Margt hefur einnig komiđ fram hjá Samfylkingarmönnum eins og Jóni Baldvini Hannibalssyni sem loksins virđist farinn ađ gera sér grein fyrir ástandinu hjá ESB, bankastefnunni og hvernig evran hefur leikiđ lönd eins og Grikkland grátt.

Formađur Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason hefur einnig lýst nagandi efasemdum um ESB og allt er ţađ blessađ og gott ađ ţeir blindu nú byrja ađ öđlast sýn og er ţađ góđra gjalda vert.

Stađan varđandi ESB-umsókn fyrri ríkisstjórnar, sem ţjóđinni var sagt ósatt um ađ vćri ekki alvöru umsókn, ţar sem bara vćri veriđ ađ "kíkja í pakkann og sjá, hvađ hćgt vćri ađ velja um" má líkja viđ eftirfarandi:

Fjallkonan var kefluđ ţegar hún var ţunguđ af ESB-umsókninni. Henni var bannađ ađ segja sitt álit og ekki gefiđ tćkifćri á ađ ráđa hvađ hún vildi gera sjálf. Eftir nokkurn tíma varđ fóstriđ andvana og ađstandendur ţess vilja ekki fjarlćgja ţađ heldur eyđa tímanum í ađ fá hana til ađ samţykkja framlengdan međgöngutíma sem setur líf hennar í hćttu.

Ţegar fólk ber ađ garđi sem bendir á ţá einföldu stađreynd ađ ađskilnađur andvana fósturs og móđurinnar er grundvöllur áframhaldandi lífs móđurinnar, ţá er ţeim og fjallkonunni hótađ međ eldi og brennisteini. (Virđist greinilega vera í tísku hjá stjórnarandstöđunni sem svar viđ öllu núorđiđ. Af hverju fer stjórnarandstađan ekki bara til Bárđarbúngu? Nóg er ađ taka af ţar).

Máliđ er viđkvćmt. Dagur breytinga er kominn. 

Fjallkonan verđur ađ fá ađ lifa.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hún lifi; 5-falt húrra. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2015 kl. 01:47

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Helga, tek undir međ ţér: Fjallkonan lifi! Húrra, húrra, húrra, húrra, húrra!

Gústaf Adolf Skúlason, 8.3.2015 kl. 09:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband